Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Keflavíkurvöllur | Með þeim samningum um sölu á íbúðar- og skólahúsnæði á Keflavíkur- flugvelli sem gengið hefur verið frá og lokið verður við næstu daga hefur Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. komið í borgaraleg not um 80% af því húsnæði sem því var falin umsýsla með. Heildarsöluverð eignanna er um 16 milljarðar kr. Framundan er aukin áhersla á skipulagningu gamla varnarliðssvæðisins, þróun viðskiptatækifæra og hreinsun lands- ins. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar hefur gengið frá sölu á 96 byggingum til Há- skólavalla ehf. Þar er um að ræða 1.660 íbúðir auk skrifstofu- og þjónustuhúsnæðis. Söluverð húsnæðisins er um 14 milljarðar kr. Fasteign- irnar verða afhentar um áramót. Að Háskólavöllum ehf. standa fasteigna- félagið Klasi hf., Glitnir, Fasteignafélagið Þrek ehf., Sparisjóðurinn í Keflavík og Fjár- festingafélagið Teigur ehf. Teigur er félag í eigu Runólfs Ágústssonar framkvæmdastjóra Keilis og á lítinn hlut en hin fjögur fyrirtækin eiga nokkurn veginn jafn stóra hluti í Há- skólavöllum. Markmið félagsins er að þróa heilsteypt háskólasamfélag sem mun styðja við þekkingaruppbyggingu á svæðinu. Í samn- ingum Þróunarfélagsins og Háskólavalla eru Keili, sem er miðstöð vísinda, fræða og at- vinnulífs, tryggðar 500 íbúðir til ráðstöfunar fyrir leiguíbúðir stúdenta. Háskólavellir yfir- taka þær 340 íbúðir sem Keilir framleigir nú til eigin stúdenta og háskólanema á höfuð- borgarsvæðinu. Fær Keilir því fleiri íbúðir til ráðstöfunar á næstu mánuðum. Þróunarfélagið hefur einnig selt Keili tvær skólabyggingar. Annars vegar er um að ræða húsnæði sem hýsti menntaskóla varnarliðsins, alls 5.400 fermetrar að stærð, og hins vegar leikskóla, ásamt byggingarlóðum á svæðinu. Söluverð eignanna er 320 milljónir kr. Fyrirhugað er að nota húsnæði mennta- skólans sem aðalstarfsstöð Keilis, en áður þarf að vinna að endurbótum þess. Í húsnæði leikskólans er þegar rekinn leikskóli með yfir 70 börnum og fyrirhuguð stækkun. „Með þessu er búið að tryggja aðstöðu fyrir starfsemi Keilis,“ segir Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, um samninginn við Þróunarfélagið. Þá fagnar hann því að öflugir aðilar komi að uppbyggingu og rekstri þekk- ingarsamfélagsins. Unnið er að samningum um stofnun sér- staks hlutfélags um rekstur íþróttamannvirkj- anna á vellinum, það er að segja íþróttahúss og sundlaugar. Reykjanesbær og Keilir munu standa að því með Þróunarfélagi Keflavíkur- flugvallar og mun hlutafélagið hafa forkaups- rétt að eignunum. Kjartan Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Þróunarfélagsins, segir að hlutverk þessa félags verði að koma íþrótta- mannvirkjunum í not og reyna að afla tekna til að standa undir rekstri þeirra. Áður hefur Þróunarfélagið selt atvinnu- húsnæði, svonefnda Tæknivelli. „Allar hugmyndir okkar um innri gerð þessa samfélags eru að ganga eftir,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Fulltrúar Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Háskólavalla, Reykjanesbæjar og Keilis hafa undirritað yfirlýsingu um samstarf um upp- byggingu alþjóðlegs háskóla- og þekking- arsamfélags á háskólasvæðinu. Árni Sigfússon segir að vel líti út með önnur verkefni sem unnið hefur verið að á vall- arsvæðinu, svo sem netþjónabú, kvikmynda- ver og rannsóknir og þróun í orkumálum. Skipulagt í samvinnu við kaupendur Á þeim átta mánuðum sem Þróunarfélagið hefur starfað hefur félaginu tekist að koma verulegum hluta fasteigna á gamla varnarliðs- svæðinu í borgaraleg not. Með þeim samn- ingum sem þegar hafa verið gerðir og samn- ingum sem verið er að ljúka verða um 80% fasteignanna seldar, fyrir alls um 16 milljarða króna, að sögn Kjartans Eiríkssonar fram- kvæmdastjóra. Eftir eru meðal annars bygg- ingar í nágrenni gamla herspítalans og fleira. Kjartan er ánægður með það verð sem fengist hefur fyrir eignirnar. Getur í því sam- bandi um þær miklu kvaðir sem fylgja eign- unum næstu árin sem takmarka möguleika kaupendanna á að selja þær og leigja. Spurður að því hvernig Þróunarfélagið muni nota þá fjármuni sem það fær við sölu eignanna segir Kjartan að framundan sé dýr vinna við skipulag landsins, þróun tækifæra og hreinsun svæðisins. Byggðakjarninn á Vellinum er á um tveggja ferkílómetra svæði af alls um 50 ferkílómetr- um sem Þróunarfélagið fékk til þróunar og umsýslu. Kjartan segir að nú verði lögð aukin áhersla á vinnu við skipulag svæðisins, í sam- vinnu við þau félög sem keypt hafa húsnæði á svæðinu og Reykjanesbæ. Skipuleggja þurfi svæðið alveg upp á nýtt til að draga ramma um þá starfsemi sem þar verður í framtíðinni. Þá segir Kjartan að áfram verði haldið und- irbúningi að hreinsun, meðal annars með rannsóknum. Meirihluti fasteigna á vellinum seldur Morgunblaðið/Ómar Þorp Byggðakjarninn á Keflavíkurflugvelli nær yfir tvo ferkílómetra. Búið er að selja margar fasteignir þar. Utan hans er tæplega fimmtíu ferkílómetra svæði á vegum Þróunarfélagsins. Í HNOTSKURN »Markmið og tilgangur KADECO erað leiða þróun og umbreytingu á fyrrum varnarsvæðinu á Keflavík- urflugvelli til borgaralegra nota. »Ríkið fól félaginu einnig að annastrekstur, umsjón og umsýslu eigna á svæðinu og hreinsun landsins. Aukin áhersla verður nú lögð á endurskipu- lagningu svæðisins Blönduós | Jóna Fanney Friðriks- dóttir, bæjarstjóri á Blönduósi, hefur ráðið sig í starf fram- kvæmdastjóra Landsmóts hesta- manna. Um er að ræða tímabundið starf, í ár. „Mér bauðst þetta starf og ákvað að breyta til,“ segir Jóna Fanney um ákvörðun sína. Hún hefur ver- ið bæjarstjóri Blönduósbæjar í tæp sex ár. Við síðustu kosningar var hún bæj- arstjóraefni nýs framboðs, E- listans, sem náði meirihluta í bæj- arstjórn. Jóna Fanney tilkynnti uppsögn sína á aukafundi bæjar- stjórnar í síðustu viku, nokkuð óvænt. Jóna Fanney segist taka við nýju starfi um leið og hún nái að ljúka sínum málum í bæjarstjórastarfinu. Það komi í ljós á næstu dögum hvenær það verði. Hún tekur fram að hún muni búa á Blönduósi og sitja áfram í bæjarstjórninni. Hið nýja verkefni Jónu Fann- eyjar tengist aðaláhugamáli henn- ar, hestamennsku. Ásamt manni sínum rekur hún ræktunarbú og hestamiðstöð í Hnúkahlíð, rétt við Blönduós. Landsmót hestmanna verður næst haldið á Gaddstaðaflötum við Hellu 30. júní til 7. júlí á næsta ári. Verkefni hennar lýkur þegar gengið hefur verið frá eftir mótið. „Ég sé svo til hvað þá tekur við,“ segir Jóna Fanney. Hún lætur þess getið að fyrsta verkefni hennar í nýju starfi verði að semja við veð- urguðina um gott veður á lands- mótinu. Bæjarstjóri und- irbýr landsmót hestamanna Jóna Fanney Friðriksdóttir LANDIÐ Húsavík | Húsvíkingar og íbúar Tjör- ness voru án rafmagns í tæpar sjö klukkustundir sl. laugardag. Staður- inn fær aðra tengingu með fram- kvæmdum á álverslóð. Rafmagnið fór af rétt fyrir klukkan hálf tíu um morguninn. Að sögn Hreins Hjartarsonar, framkvæmda- stjóra Orkuveitu Húsavíkur, sló Húsavíkurlína út vegna ísingar milli aðveitustöðvar og Katla, alveg við bæinn. Hreinn segir að erfitt hafi ver- ið að eiga við málið. Ísingin hafi verið lítil og varla sést frá jörðu en sest á rafmagnslínurnar eins og flugvéla- vængi. Við það hafi línurnar slegist saman. Landsnet er eigandi Húsavíkur- línu. Þegar ekki tókst að koma raf- magni á að nýju og ljóst var að bilunin væri viðvarandi voru kallaðir út við- gerðarmenn. Mesta ísingin var við Þorvaldsstaðargil og þar voru jafn- framt frekar erfiðar aðstæður. Voru félagar í björgunarsveitinni Garðari því fengnir til aðstoðar. Aðspurður segist Hreinn vita til þess að rafmagnsleysið hafi valdið erfiðleikum í frystihúsi og víðar en ekki sé vitað um tjón. Hreinn segir að Orkuveitan hafi varaafl, þegar bilanir verði í kerfi veitunnar, sem gripið sé til þegar útlit sé fyrir að viðgerð taki langan tíma. Miðað sé við tíu tíma enda taki langan tíma að koma dísilstöð og orkustöð- inni á Húsavík af stað. Landsnet hafi ekki varaafl til að grípa til þegar bil- anir verði á Húsavíkurlínu. Tekur Hreinn fram að álverslóðin á Bakka muni tengjast raforkukerfinu á öflug- an hátt, þegar framkvæmdir hefjist. Sú tengist muni gagnast Húsavík sem önnur tenging við raforkukerfið. Ljósmynd/Hreinn Hjartarson Ísing Björgunarsveitarmenn úr Garðari á Húsavík voru fengnir til að aðstoða viðgerðarmenn Landsnets við Þorvaldsstaðargil á Húsavík. Án rafmagns í sjö klukkustundir Raufarhöfn | „Mig lang- aði bara til að prófa. Við gerum svo góða kjöt- súpu, ég og pabbi,“ segir Brynjar Þór Ríkharðs- son, nýkrýndur kjötsúpu- meistari Íslands. Brynjar Þór er fimmtán ára nem- andi í grunnskólanum á Raufarhöfn. Efnt var til kjötsúpu- keppninnar í tengslum við hrútadaga á Rauf- arhöfn. Hrútadagar eru markaður fyrir lamb- hrúta og koma bændur af öllu landinu til að kaupa hrúta til undaneldis. Í tengslum við markaðinn er efnt til dagskrár. Fjöldi fólks kom til Rauf- arhafnar af þessu tilefni. Aðstandendur keppn- innar höfðu fengið þátt- tökutilkynningar frá þekktum matreiðslu- meisturum og fyrir- tækjum en vegna veðurs fækkaði verulega í hópnum. Brynjar Þór fékk þó harða keppni því grunnskól- inn á Raufarhöfn tók einnig þátt. Gestir í Faxahöllinni fengu að smakka á kjötsúpunni og gáfu henni einkunn. Brynjar Þór stóð uppi sem sigurvegari og fékk bikar með áletruninni: Kjötsúpumeistari Ís- lands. Brynjar Þór segist stundum byrja á kjötsúpunni, þegar pabbi hans er ekki heima, og stundum eldi hann súpuna alveg sjálfur. Uppskriftin er hins vegar frá afa hans sem býr á Flögu í Þistilfirði. Brynjar fékk góð viðbrögð þegar Fimmtán ára kjötsúpumeistari Íslands Uppskriftin er frá afa í Þistilfirði Efnilegur Brynjar Þór Ríkharðsson, kjötsúpu- meistari Íslands, með verðlaunabikarinn. Morgunblaðið/Kristbjörg Sigurðardóttir hann gaf gestum á hrútamark- aðnum að smakka, svo góð að súpan kláraðist á stuttum tíma. „Ég hefði þurft að elda meira,“ segir Brynjar. Hann segir að skemmtilegra hefði verið að fá keppni frá þekktum mat- reiðslumeisturum, eins og Friðriki V. á Akureyri, eins og til stóð, en heldur þó ekki að orðspor súpunnar hans hafi hrætt þá frá þátttöku. Draga þurfti Brynjar Þór í sím- ann í frímínútum í skólanum í gær því hann var í fótbolta með félögum sínum. Hann segist einnig hafa áhuga á torfæruvélhjólum en hann á sjálfur öflugan krossara sem hann notar aðallega í sveitinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.