Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 21
Morgunblaðið/Ómar Garðarsson Hafa skal það sem sannara reynist. Síðast þegar ég skrifaði í þennan dálk gerði ég Þjóðhátíð Vest- mannaeyja að umtalsefni en hún stendur á gömlum merg eins og flestir vita. Þar greindi ég frá al- mæltum sögnum um upphaf hennar sem segja frá því að árið 1874 hafi Eyjamenn ekki komist á Þingvöll til að taka þátt í hátíðarhöldunum þar. Þeir hafi ekki sætt sig við það, slegið upp sinni eigin þjóðhátíð fyrstu helgina í ágúst sama ár og sá siður hafi haldist síðan. Morgunblaðið var rétt komið á götuna þegar Stefán Runólfsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri í Vestmannaeyjum, hringdi í mig og sagði þetta ekki rétt. Stefán var mjög virkur í starfi ÍBV og árið 1997 kom í hans hlut að halda hátíðarræðu við setningu Þjóðhátíðar.    Stefán lagðist í rannsóknir og komst að því að skemmtanir í Herjólfsdal áttu sér lengri sögu, líka að hátíðin 1874 var haldin þremur dögum á undan hátíðinni á Þingvöllum og saga hennar er ekki eins samfelld og menn vilja vera láta. Í þessum hluta ræðu sinnar segir Stefán: „Fyrst fara sögur af því að eyjaskeggjar færu í Herjólfsdal til að skemmta sér uppúr miðri 19. öldinni og í verslunarbókum Tangaversl- unar frá 1859 kemur fram að Pétur Bryde, eigandi verslunarinnar bauð þangað árlega starfsmönnum sínum og sparaði ekki til veitinganna. En Þjóðhátíð Vestmannaeyja var fyrst haldin 2. ágúst 1874 til að minnast 1000 ára afmælis Íslandsbyggðar.    Sá leiði og því miður allt of útbreiddi misskilningur hefur öðru hvoru kom- ið fram, bæði í ræðu og riti, að Þjóðhátíð Vestmannaeyja hafi verið haldin í Herjólfsdal vegna þess að fulltrúar Vestmannaeyinga hafi ekki komist til lands og þaðan til Þing- valla. Hátíðin á Þingvöllum hófst 5. ágúst eða þremur dögum síðar en Vestmannaeyingar héldu sína Þjóðhátíð í Herjólfsdal.    Þessi fyrsta Þjóðhátíð hér í Herjólfsdal var því langt frá því að vera haldin út úr einhverjum vand- ræðum eða af tilviljun vegna þess að fulltrúar Vestmannaeyinga kæmust ekki á Þingvöll. Þetta var vandlega undirbúin hátíð, þar sem tjöld voru reist hér í dalnum og hann skreyttur fánum, lyngi og blómum. Fluttar voru ræður og matur fram borinn og fór hátíðin fram með góðri glaðværð og með bestu reglu og voru fáir ölv- aðir, eins og segir í gömlum heim- ildum. Í samtímablöðum eða Almanaki Þjóðvinafélagsins er síðan ekki getið um þjóðhátíðarhald í Herjólfsdal fyrr en árið 1901. Síðan hefur þjóð- hátíðin verið haldin á hverju sumri í Herjólfsdal fyrir utan árin 1914, þeg- ar fyrri heimsstyrjöldin geisaði, og síðan árin 1973 til 1976 á meðan dal- urinn var þakinn vigri eftir eldgosið. Það eru því margar og öruggar heimildir fyrir því að eina Þjóðhátíðn sem haldin er fyrir 1901 er fyrsta Þjóðhátíðin sem haldin var 2. ágúst 1874 þegar minnst var eitt þúsund ára byggðar í landinu.    Að framansögðu er því ljóst, að tala Þjóðhátíða fylgir öldinni og er það reyndar skemmtileg tilviljun þótt rekja megi upphafið til fyrri aldar eða ársins 1874,“ sagði Stefán.    Þótt ekki sé Þjóðhátíð í vændum er rétt að þetta komi fram, því hafa skal það sem sannara reynist. Til fróðleiks má geta þess að á gos- árunum, 1973 til 1976, var hátíðin haldin á Breiðabakka sem er sunn- arlega á Heimaey. Hér með er þessu komið á framfæri en ekki mun þetta breyta viðhorfi Eyjamanna til Þjóðhátíðarinnar sinnar sem á djúp- ar rætur í bæjarsálinni. Og enn skiptist árið í fyrir og eftir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. VESTMANNAEYJAR Ómar Garðarsson blaðamaður Mannfögnuður Skemmtanir í Herjólfsdal eiga sér lengri sögu en hátíðin 1874, sem haldin var þremur dögum á undan hátíðinni á Þingvöllum. úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2007 21 Rúnar Kristjánsson á Skaga-strönd fylgdist með umræðum í þinginu, segir Ingibjörgu Sólrúnu hafa verið komna „í öngstræti á sínum pólitíska ferli eftir slakan árangur í kosningunum, en þá var henni bjargað í stjórn af blámönnum“: Endurreisti Ingibjörgu íhaldið frá brotnum reyr. Fylgja mun því fár í mörgu fyrir mann sem heitir Geir! Og Rúnar bætir við um annan stjórnmálamann: Steingrímur í stólnum virkur stuðar þá sem hafa völdin. Brattur fram í brúnamyrkur blaktir hann sem fáni á kvöldin. Þá sendir hann vísur til Kristjáns Bersa: Um fuglagers og fæðuslóð fjörs með versi kláru, rær hann Bersi af miklum móð milli skers og báru. Flensborgari af fyrstu gráðu feykir dvala á allan hátt. Ljær með svari stuðlum stráðu sterkan svala úr vesturátt. Kristrún Ólafsdóttir vakti athygli umsjónarmanns á því að lausnir við Vísnagátum í síðustu viku hefðu ekki birst. Úr því er bætt hið snarasta. Lausnarorðið við 1. vísu er „hundur“, við 2. vísu „skella“ og 3. vísu „brún“. Og ágætt að bæta við nýrri vísnagátu úr bókinni Orðabrellur: Óskorað og æðsta vald, eðalhlut í góðu standi. Staður fyrir fundahald fannst í „denn“ á Suðurlandi. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af þingi og vísnagátum ar skoppuðu um allt gólf. Honum var ekki skemmt. Las aumingja kassadömunni pistilinn enda þótt ábyrgð henn- ar væri vitaskuld engin. Hversu oft skyldi þetta eiga sér stað á degi hverjum?“ Fljótlega eftir að búðin tók til starfa voru settir upp tveir kassar með hefðbundnum pok- um og nú er svo komið að nær allir kassarnir eru með gamla laginu. Pokahringekjurnar eru nánast horfnar úr Krónunni í Mosfellsbæ. Að mati Víkverja tók það Krónu- menn heldur langan tíma að kyngja stoltinu og viðurkenna að pokahring- ekjan væri misheppnuð en betra seint en aldrei. Hann tekur því hatt sinn ofan fyrir þeim í dag. Nú komast vörurnar sem Víkverji og aðrir við- skiptavinir kaupa í Krónunni áfalla- laust heim í skáp. x x x Víkverji fylgir hvorki ManchesterUnited né Sunderland að mál- um í ensku knattspyrnunni en má samt til með að lýsa aðdáun sinni á Roy Keane, fyrrverandi fyrirliða United og núverandi knattspyrnu- stjóra Sunderland. Hann er töffari af Guðs náð. Keane var frábær leikmaður, kannski ekki maður mikilla tilþrifa en ótrúlega skilvirkur og farsæll. Sannkallaður sigurvegari. Fáir menn hafa líka stigið skrefið upp í knatt- spyrnustjórastólinn jafnáreynslu- laust og hann. Það hvorki dettur af honum né drýpur. Það kom berlega í ljós á Emirates- leikvanginum í Lundúnum, þar sem Arsenal gerði sig líklegt til að mis- þyrma Sunderland á sunnudaginn. Keane tók ágjöfina á brjóstið – m.a. þegar stuðningsmenn heimaliðsins fóru að syngja nafn höfuðandstæð- ings hans gegnum árin, Patricks Vieira – og hægt og bítandi komust hans menn inn í leikinn. Þeir töpuðu honum að vísu á endanum en gengu beinir í baki frá rimmunni við mun betur mannað lið sem hefur verið í miklum ham að undanförnu. Mikils er vænst af knattspyrnu- stjóranum Roy Keane í framtíðinni. Enska úrvalsdeildin þarf á hans lík- um að halda. Víkverji kaupir oftinn í Krónunni í Mosfellsbæ og kann hreint prýðilega að meta þá verslun. Vöru- úrvalið er gott og þjón- ustan prýðileg. Eitt hefur þó farið í taug- arnar á honum allt frá því verslunin var opnuð – pokahringekjan við kassana. Ekki svo að skilja að hugmyndin sé slæm, þvert á móti er í henni fólgin góð þjón- usta við innkaupendur. Gallinn er aftur á móti sá að pokarnir sjálfir eru slíkt þunnildi að burðarþol þeirra er sama og ekkert. Víkverji vakti athygli á þessu í pistli fyrir um þremur mánuðum. Þá sagði hann m.a.: „Það er algjör hend- ing ef þeir [pokarnir] lifa heimferðina af. Sumir komast raunar aldrei út úr versluninni, rifna í tætlur áður en viðskiptavinurinn kemst að útidyr- unum. Víkverji varð vitni að atviki af þessu tagi á dögunum. Maður nokk- ur var að lyfta pokanum sínum upp er botninn datt úr honum og vörurn-           víkverji skrifar | vikverji@mbl.is -hágæðaheimilistæki Íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar Stórt hurðarop 20 ára ending Eirvík kynnir sportlínuna frá Miele vi lb or ga @ ce nt ru m .is Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is AFSLÁTTUR 30% Miele gæði ÞVOTTAVÉL frá kr. 99.900 Verið velkomin í glæsilegar verslanir Eirvíkur á Akureyri og í Reykjavík og kynnið ykkur Miele þvottavélar. Gerð Listaverð TILBOÐ Þvottavél W1514 142.714 99.900 1400sn/mín/5 kg Þurrkari T7644C 135.571 94.900 rakaþéttir/6 kg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.