Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ● FORSTJÓRASKIPTI urðu í gær hjá Borgun hf., áður Kreditkortum hf., sem er helsti samstarfsaðili Master- Card á Íslandi. Ragnar Önundarson hættir um næstu áramót og við starfi hans sem forstjóri tekur Haukur Oddsson, sem var framkvæmda- stjóri Viðskiptabankasviðs Glitnis á Íslandi þar til síðastliðið vor. Haukur tekur strax til starfa. Ragnar segir tildrögin þau að fram- undan séu breytingar á starfsem- inni og markaðnum sem kalli á nýja stefnu. „Ég sé þörf fyrir að sá sem leiðir félagið á næstunni hafi nýja reynslu og þekkingu að færa félag- inu. Þannig var ég fyrir rúmum 9 ár- um þegar ég kom að þessu en ég get ekki leikið það hlutverk aftur núna á sama vettvangi. Ég lít ánægður yfir farinn veg og fæ góðan umþóttunar- tíma sem nýtist til að sinna öðrum hugðarefnum,“ segir Ragnar. Haukur forstjóri ) *       * ( +,- . / 0 1 #   () *$ + " ) (  (  ( (% %( %(  ( ( ( (  ( ( %( (  (  ( %( (  ( ( %%(   ( (  ( ( (                                                  6 - . 3( !  72& ,&!8 " 3                            -                 -         -   -  - -             -                   - -  - -               -                  -    5 . 3(     -   -   -  - - - 9!(  ! . .                                                     ,-./0 "  "/ $. (& : & 3;# <.5 : & 3;# 1=(;# +: & 3;# :(  2 ;# 6#13#>!  ?@  : & 3;# " 30 !2 ;# + 2  ;# *&@ ;& ;# (   -<  / / #2;# 7A;# B ;# 1 & -23)  $ ;# #@;# ( (@C( & C 1<  !: & 3;# D &A<  ?@ @: & 3;# * ;# E4; ;# 7 A!! ! (5  ;# F  (5  ;# , $4 $!25   G ( A   G& 6<:  ;# 63  ;# H*I6 H*I7 #  ) ( ) ( J J H*I8 9<I #   ) ( ) ( J J 9&KL&  EM #  # ) ( * ( J J 71 9I #  #%  ) ( ) ( J J H*I: H*I4 #  # * ( ) ( J J ÞETTA HELST ... ● HLUTABRÉF hækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í dag. Úrvalsvísi- talan hækkaði um 0,35% í 8.528 stig. Mest hækkun varð á hlutabréf- um í Icelandair, um 3,25%, í Exista um 1,98% og í Atorku um 1,97%. Mest lækkun varð á bréfum Marels, um 2,55% og Atlantic Petrolium, um 1,76%. Mest viðskipti voru með bréf Kaupþings, sem námu tæplega 3,5 milljörðum króna. Hækkun í Kauphöll ● JEAN-Claude Trichet, seðla- bankastjóri Evr- ópu, sagðist í gær ekki sjá það fyrir sér að EFTA- ríki eins og Ísland gæti tekið upp evruna án þess að ganga í Evr- ópusambandið. „Þátttaka í því starfi án þess að eiga aðild að Evrópusambandinu er algerlega úti- lokuð,“ sagði Trichet á opnum fundi þegar íslenskur embættismaður spurði hvort hann sæi möguleika á að Ísland tæki upp nánari tengsl við evrusvæðið. „Varðandi Ísland, þá segi ég: Gangið í Evrópusambandið, ég held að það væri best,“ bætti Trichet við. Verða að ganga í ESB Jean-Claude Trichet ● LANDSBANKINN er ekki eini bank- inn sem orðaður er við kaup á írska fjármálafyrirtækinu Irish Nation- wide. Í frétt frá Reuters kemur fram að írski hluti breska bankans HBOS og fjárfestingarsjóðurinn Quinlan Pri- vate séu einnig að íhuga að leggja fram kauptilboð. Þá segja írskir fjöl- miðlar að GE Money, sem er í eigu General Electric, sé meðal hugs- anlegra kaupenda. Talið er að Irish Nationwide muni verða seldur fyrir verð á bilinu 1 til 1,5 milljarða evra. Áhugi á kaupum á IN UM árabil hefur Wal-Mart versl- anakeðjan verið með valdamestu að- ilum á bandarískum smásölumark- aði, ef ekki sá valdamesti. Með því að leggja áherslu á lágt vöruverð og hraða og stanslausa stækkun fyr- irtækisins hefur Wal-Mart breyst úr lítilli keðju lágvöruverðsverslana í Arkansas í verslunarveldi sem hefur bein áhrif á stærsta hagkerfi heims. Í nýrri grein í The Wall Street Journal er þeirri spurningu hins vegar velt upp hvort gullöld Wal- Mart sé á enda runnin, hvort upp- skriftin sem fyrirtækið hefur starf- að eftir undanfarin 40 ár sé orðin úrelt. Wal-Mart nýtti sér á afar áhrifa- ríkan hátt svokallaðan virðishring, þar sem verðlækkanir skila sér í aukinni sölu og hagnaðurinn af henni er nýttur til að fjármagna frekari verðlækkanir. Þessi hringur skilar hins vegar ekki þeim árangri sem hann gerði áður. Á tímabilinu 1995-2005 jókst sala í Wal-Mart verslunum að meðaltali um 5,2% á ári, en það sem af er þessu ári hefur sala hins vegar aðeins aukist um 1,3%. Í greininni segir að kaupákvarð- anir bandarískra neytenda ráðist í sífellt meiri mæli af gæðum og þæg- indum í stað verðs. Fólk sé ekki lengur jafnviljugt til að leggja krók á leið sína til að versla í stórmarkaði Wal-Marts. Þá er forskot Wal-Marts á keppinautana hvað verð varðar ekki eins mikið og áður var. Aðrar verslanakeðjur hafa tekið upp, og jafnvel betrumbætt, sparnaðar- aðferðir í anda Wal-Mart. Gullöld Wal-Mart á enda runnin? Eftir Soffíu Haraldsdóttur soffia@mbl.is SKELJUNGUR hf. hefur verið tekinn til sölu- meðferðar hjá Glitni en bankinn annast ekki ein- ungis sölu Skeljungs heldur hefur jafnframt tryggt söluna þannig að ef ekki fæst tiltekið verð fyrir félagið þá leysir bankinn það til sín. Þetta viðmiðunarverð fékkst ekki gefið upp. Samkomulagið er þó gert með fyrirvara um nið- urstöðu áreiðanleikakönnunar, sem gerð verður á næstu vikum. Í kjölfarið mun Glitnir hefja við- ræður við áhugasama fjárfesta en greint verður frá niðurstöðum þeirra viðræðna þegar þær liggja fyrir. Skeljungur er í eigu Uppsprettu eignar- haldsfélags, sem aftur er í eigu Fons hf. Rétta augnablikið til að selja Pálmi Haraldsson er annar eigenda eignar- haldsfélagsins Fons. Hann segir tvær megin- ástæður fyrir sölu Skeljungs. „Ég tel að þetta sé rétta augnablikið til að selja gott félag. Tilgangur Fons er að kaupa fyrirtæki, vinna að þeim og selja aftur. Skeljungur er stórt og gott félag byggt á traustum grunni með mikinn mannauð og með kaupunum í Færeyjum hefur Skeljungur skapað sér mikla sérstöðu,“ segir Pálmi um fyrri ástæðuna og telur hann nú tíma- bært að aðrir taki við rekstri fyrirtækisins. Hin ástæðan segir Pálmi að vegi ekki síður þungt: „Ég er að fást við mörg stór verkefni er- lendis og maður kemst ekki yfir allt,“ segir hann án þess að vilja fara nánar út í það sem er í píp- unum. Pálmi vill ekkert gefa upp um söluverð sem sóst verður eftir fyrir Skeljung en hann er fullviss um að margir muni sýna Skeljungi áhuga. Enda sé ekki einungis um að ræða reksturinn sjálfan held- ur allar lóðir og fasteignir félagsins, bæði á Íslandi og í Færeyjum, auk olíuskips. Skeljungur rekur hátt í 100 verslanir og þjónustustöðvar um allt land auk þess sem dótturfélagið Bensínorkan á rúmlega 20 Orkustöðvar í landinu. Þá keypti Skeljungur fyrr á árinu allan rekstur Shell í Fær- eyjum. Starfsmenn Skeljungs eru um 400 talsins, þar af um 300 á Íslandi. Skeljungur til sölu Morgunblaðið/Árni Torfason EIMSKIP hefur samið um kaup á 60% hlut í kínverska gámageymslu- svæðinu Luyi Depot, sem er það fimmta stærsta í Qingdao og samtals um 110 þúsund fermetrar. Að auki hefur Eimskip samið um kauprétt á 20% hlut til viðbótar en fyrri eigend- ur halda enn 40% hlut og verður frekari rekstur gámageymslusvæð- isins byggður upp í samstarfi við þá. Magnús Þorsteinsson, stjórnar- formaður Eimskips, sagði í samtali við Morgunblaðið að kaupin í kín- verska gámafyrirtækinu væru hluti af því langtímaverkefni að skapa sér sterka stöðu í flutningastarfi í Kína, með Qingdaoborg sem miðstöð þeirra flutninga. Umrætt fyrirtæki höndlaði með um 12 þúsund gáma í hverjum mánuði, aðallega frysti- gáma, og þetta væri góð viðbót við starfsemi Eimskips. „Þetta er liður í þeirri keðju sem við höfum verið að sjóða saman í Kína, sem er ákaflega mikilvægt markaðssvæði fyrir okkur. Við höf- um verið hérna í nokkur ár og Bald- ur Guðnason forstjóri og hans fólk hafa unnið ötullega í því að undirbúa þetta, með góðum stuðningi frá ís- lensku utanríkisþjónustunni, aðal- lega Gunnari Snorra Gunnarssyni sendiherra svo og forseta Íslands. Grunnurinn að þessu var lagður í heimsókn forsetans til Kína fyrir tveimur árum,“ sagði Magnús. Hann sagði starfsemina í Qingdao fara mjög vel af stað og ljóst að Kína væri einn af vaxtarbroddum Eim- skips til framtíðar litið. Einnig hjálp- aði til að borgaryfirvöld í Qingdao væru framsýn og viðskiptalega sinn- uð. Kínverjar hefðu tekið hugmynd- um Eimskips mjög vel og ákveðið að ganga til samstarfs við félagið. Luyi Depot var stofnað árið 2000 og er staðsett í Qingdao-höfn, sem er sú þriðja stærsta í Kína. Eimskip með 60% hlut í Luyi Depot Ljósmynd/Þórhallur Jónsson Punkturinn yfir i-ið Magnús Þor- steinsson segir Eimskip vera að styrkja stöðuna í Kína. ● MINSHENG-bankinn, fyrsti einka- rekni banki Kína, hefur keypt 9,9% hlut í bandaríska bankanum UCBH Holding, sem er með höfuðstöðvar sínar í San Francisco. Jafnframt hef- ur kínverski bankinn gert valréttar- samning um kaup á frekari hlutum í UCBH. Um mitt ár 2009 gæti Mins- heng því hafa eignast allt að 20% hlut í bandaríska bankanum. Þetta er í fyrsta skipti sem viðskiptabanki frá meginlandi Kína eignast kjöl- festuhlut í bandarískum banka en Minsheng er sagt þurfa að greiða á bilinu 212–317 milljónir dala fyrir hlutinn. UCBH hefur sérhæft sig í þjónustu við Bandaríkjamenn af kín- verskum ættum og bandarísk fyrir- tæki sem eiga viðskipti í Kína. Kaupir hlut í banda- rískum banka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.