Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 38
NÝJASTA plata Samúels J. Samúelssonar og stórsveitar, Fnykur, fær lofsamlega um- sögn í nýjasta tölublaði Wax Poetics. Þar segir greinarhöfundurinn Jon Kirby að Samúel takist með frábærum árangri að sneiða framhjá endurvinnslu þeirri sem svo oft plagi fönktónlistina en helst megi líkja plötunni við samblöndu af Medeski Martin & Wood tríóinu stórgóða og Duke Ellington auk þess sem útsetningarnar leiði hugann að ELO og Jimmy Page. Greinin endar svo á fyrirsjáanlegum nótum um fegurð ís- lenskra kvenna, jökla og vatnsfalla en tón- list Samúels og stórbandsins gefi manni enn aðra ástæðu til að heimsækja þessa eyju sem er „mitt á milli Nýfundnalands og Noregs.“ Stórsveitarferð um landið Stórsveit Samúels heldur af stað í fimm daga rútutónleikaferð um landið dagana 10.–14. október. Að sögn Samúels mun þetta vera í fyrsta skipti á Íslandi sem Stór- sveit fer í svona alvöru tónleikaferð og hefst hún á Jazzklúbbnum Múlanum miðviku- daginn 10. október. Daginn eftir er stefnan tekin á Snæfells- nes þar sem leikið verður í Framhaldsskól- anum á Grundarfirði. Á föstudag verða tón- leikar á Græna Hattinum á Akureyri. Stórsveitin hélt í ágúst s.l. stórtónleika á Akureyri er hún kom fram á Akureyravöku við vægast sagt frábærar undirtektir. Laugardaginn 13. október er komið að Austurlandi en þá verða tónleikar í gamla bíóhúsinu Herðubreið á Seyðisfirði. Loka- tónleikarnir verða svo sunnudagskvöldið 14. október í Rauða húsinu á Eyrarbakka. Fyrsta upplag Fnyks er búið hjá útgef- anda en von er á öðru upplagi á næstu dög- um. Fnykur á ferð um landið Bláir tónar Greinin sem birtist í Wax Poetics á dögunum. Morgunblaðið/Golli Lengi lifir fönkið Sammi er ókrýndur fönkkóngur Íslands og nú hyggst hann ferðast um lendur sínar með tónsprotann að vopni. Nýjasta plata Sam- úels J. Samúelssonar og stórsveitar fær já- kvæða dóma í er- lendu tímariti 38 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ - Kauptu bíómiðann á netinu - Halloween kl. 5:30 - 8 - 10:25 B.i. 16 ára Superbad kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Superbad kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS Shoot’em Up kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Hákarlabeita m/ísl. tali kl. 3:50 - 6 Hairspray kl. 5:30 - 8 Knocked Up kl. 10:20 B.i. 14 ára Brettin Upp m/ísl. tali kl. 4 The Simpsons m/ísl. tali kl. 3:45 (Síðustu sýn) 300 kr. Halloween kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára SuperBad kl. 6 - 8 B.i. 12 ára Chuck and Larry kl. 6 - 10:10 B.i. 12 ára Sími 564 0000Sími 462 3500 Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir Sími 551 9000 Halloween kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára The 11th Hour kl. 6 - 8 - 10:20 Veðramót kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára Brothersom Man kl. 6 - 8 - 10 Frá gaurnum sem færði okkur The 40 Year Old Virgin og Knocked Up Ver ð aðeins 600 kr. Vinsælasta kvikmyndin á íslandi í dag “Skylduáhorf fyrir alla unglinga” - Dóri DNA, DV - J.I.S., FILM.IS Dómsdagur djöfulsins! Frá meistara Rob Zombie kemur ein svakalegasta mynd ársins! Sló í gegn í Bandaríkjunum og fór beint á toppinn Missið ekki af þessari mögnuðu hryllingsmynd! Stranglega bönnuð innan 16 ára “Ferskur og fyndinn smellur” - T.S.K., Blaðið - H.J., MBL Leonardo DiCaprio kynnir The 11th Hour Það er okkar kynslóð sem fær að breyta heiminum..... að eilífu Heimildarmynd um vaxandi umhverfisvandamál og hvernig mögulegt er að leysa þau á skynsamlegann máta. Sagan Sem mátti ekki Segja eeee - S.V., MBL eeee - R.H., FBL eeee - E.E., DV eeee - S.G., Rás 2 eeee - R.V.E., FRéttablaðið eeee - S.V., MoRgunblaðið eee T.V. Kvikmyndir.is eee - J.I.S., Film.is eee „Skotheld skemmtun“ - T.S.K., Blaðið eeee - A.M.G., SÉÐ OG HEYRTSÝÐUSTU SÝN. * Gildir á allar sýningar í Regn- boganum merktar með rauðu 450 kRónuR í bíó * Ver ð aðeins 300 kr. Hasar og adrenalín flæði frá upphafi til enda Grettisgata Mikið endurnýjuð sérhæð Mjög falleg og mikið endurnýjuð 151 fm neðri sérhæð í þríbýlishúsi í miðborginni. Íbúðin er með góðri lofthæð og skiptist í þrjú góð herbergi, tvennar bjartar samliggjandi stofur með rennihurðum og því möguleiki að nýta aðra stofuna sem herbergi, eldhús með eyju klædda grásteini og flísalagt baðherbergi. Tvær sér geymslur. Góð eign í miðborginni. Verð 35,0 millj. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. SÖNGKONAN Christina Aguilera á von á sér og fór um helgina í einka- ferð í búðina Bel Bambini í Los Angeles til að setja saman gjafalista fyrir svo kallaða „baby shower“ sem tíðkast vestanhafs. Þá hittast vinir og ætt- ingjar verðandi foreldra og „sturta“ barnagjöfum yfir þá. Með í för um helgina voru eiginmað- urinn Jordan Bratman, tengdamóðir Aquilera og mágkona. Blaðið People hefur eftir sölumanneskjunni Crystu Smith að Aguilera hafi sagst vera „gríð- arlega spennt yfir því að vera ólétt“. Hún sagði starfsfólki búðarinnar hvors kyns barnið væri en bað það um að segja ekki neinum. Fólkið stóð við sitt og People gat ekki fengið orð upp úr því um málið. Christina hefur reyndar aldrei staðfest formlega að hún sé ólétt en spekingarnir giska á að hún sé komin um sex mánuði á leið. Ekki segja! Ófrísk og ánægð Christina Aquilera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.