Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 19
Mótorhjól snýr heim eftir tæp fjörutíu ár
Ég trúði ekki mínum eiginaugum. Og ég varð alvegorðlaus, sem gerist ekkioft. Algjörlega kjaft-
stopp,“ segir Ólafur Örn Haraldsson
um það þegar synir hans færðu hon-
um á dögunum, í sextugsafmælis-
gjöf, gamla mótorhjólið sem hann
hafði átt frá átján ára aldri til tutt-
ugu og fjögurra. „Þeir voru að halda
ræðu í veislunni um það hvað pabbi
þeirra hefði verið svalur á sínum
yngri árum þeysandi um á mótor-
fáki, og í þeim töluðu orðum kváðu
við drunur miklar og maður kom á
hjólinu akandi inn í salinn. Þetta var
ótrúlegt augnablik og hörðustu nagl-
ar fengu tár í augun,“ segir Ólafur
sem þekkti hjólið strax. „Ég er alveg
í skýjunum og fyrstu dagana eftir af-
mælið var ég alltaf að skreppa út í
bílskúr til þess að skoða hjólið og
sannfæra sjálfan mig um það væri
raunverulega komið í mínar hendur
eftir öll þessi ár.“
Kvöddust með tárum
Ólafur segist aðeins hafa átt hjólið
í fimm ár en það hafi verið sérlega
ævintýralegt tímabil í lífi hans.
„Þetta hjól var tákn um frelsi, áræði
og rómantík. Enda man ég að þegar
ég seldi það, þá dauðsá ég eftir því og
mér fannst að ákveðnum kafla í lífi
mínu væri að ljúka.“
Ólafur segir hjólið tengjast til-
hugalífi hans og eiginkonunnar Sig-
rúnar Richter. „Við vorum kærustu-
par vorið 1966 þegar við sigldum
með Gullfossi til Edinborgar þar sem
hjólið átti að bíða mín en ég fékk það
svo afhent í Danmörku. Sigrún ætl-
aði að vera sumarlangt í tungumála-
skóla á Englandi en ég ætlaði að
nema þýska tungu í Þýskalandi. Við
kvöddumst með tárum í Edinborg og
hittumst ekki aftur fyrr en að
hausti.“
Virðing hússins var í veði
„Ég keyrði einn á þessu yndislega
nýja mótorhjóli suður Þýskaland þar
sem ég dvaldi allt sumarið. Ég
þvældist víða á hjólinu um Evrópu,
fór til Frakklands, Austurríkis og
Ítalíu. Á þessum tíma var það harla
sjaldgæft að 18 ára unglingur flakk-
aði einn um útlönd á mótorhjóli og
hjólið vakti hvarvetna mikla athygli
og ég var náttúrlega svakalega sval-
ur,“ segir Ólafur og hlær en að hausti
sótti hann svo Sigrúnu til Englands.
„Ég ók þangað á hjólinu á tuttugu og
þremur tímum samfleytt. Þegar
þangað kom, sem var um miðja nótt,
var engin leið að komast inn á stelpu-
vistina þar sem hún bjó, því virðing
hússins var í veði. Ég svaf því bara á
ströndinni. En við stungum síðan af
og fórum í nokkurra daga róman-
tískt tjaldferðalag á hjólinu. Að því
loknu fór ég til Matta bróður míns
sem var við nám í Cambridge og
hafði líka keypt sér mótorhjól um
vorið. Við ókum saman um England
og Skotland og sigldum svo heim
með Gullfossi. Þetta var ógleym-
anlegt sumar.“ Næstu tvö sumur,
1967 og 1968, voru ekki síður eft-
irminnileg, en þá var Ólafur skála-
vörður í Hvítárnesi, ferðamanna-
skála sem stendur við Hvítárvatn og
þar bjó hann einsamall. „Þá þvældist
ég á hjólinu um Kjöl og ég óð marg-
sinnis með það yfir Sandá, jafnvel í
myrkri og vondu veðri.“
Kúlið fór með hjólinu
Síðan tók alvara lífsins við og þau
Sigrún giftu sig 1969. „Hjólið var
okkar heimilisfarartæki þar til hún
varð barnshafandi að fyrsta barni
okkar, Haraldi Erni, árið 1971. Þá
seldi ég hjólið og við keyptum okkur
Morgunblaðið/RAX
Haust 2007 Ánægjan sem fylgir því að vera kominn aftur á gamla mótorfákinn, er engu lík. Tjaldið sem var með í för forðum, komið á sinn stað.
Gamla kortabókin Ólafur ók um
Evrópu eftir þessari bók 18 ára.
Sumarið 1966 Ólafur á flakki sínu hjá Lorelei-klettinum við Rínarfljót.
Ég þvældist víða á hjól-
inu um Evrópu, fór til
Frakklands, Austurríkis
og Ítalíu. Á þessum
tíma var það harla
sjaldgæft að 18 ára
unglingur flakkaði einn
um útlönd á mótorhjóli.
Sonum Ólafs Arnar tókst heldur betur að koma
föður sínum á óvart þegar þeir færðu honum
gamla mótorhjólið hans í afmælisgjöf. Kristín
Heiða Kristinsdóttir heimsótti eigandann sem
rifjaði upp ævintýraár og rómantík á hjóli.
Volkswagen og ég verð að játa að við
það tapaði ég heldur betur „kúlinu“.“
Ólafur frétti svo ekkert af hjólinu
fyrr en rúmum tuttugu árum síðar
þegar hann rak augun í það á Þing-
völlum árið 1993. „Ég spjallaði að-
eins við eigandann, Auðun Jónsson,
sem sagði mér að hann hefði keypti
hjólið í heldur bágbornu ástandi og
að það hefði til dæmis hangið uppi á
skemmtistaðnum Tunglinu við
Lækjargötu. Hann gerði hjólið upp
og seldi það seinna feðgunum Ragn-
ari Gunnarssyni og Ingibergi syni
hans. Strákarnir mínir keyptu það
síðan af þeim feðgum. Ég er af-
skaplega þakklátur þeim að hafa
sýnt sögu hjólsins skilning og viljað
selja sonum mínum það og eins er ég
þakklátur öllum þeim sem björguðu
hjólinu, gerðu það upp og komu í veg
fyrir að það lenti á haugunum.“
Ólafur segir það makalausa til-
viljun að hann hafi hringt í þáverandi
eiganda klukkutíma eftir að synir
hans höfðu samband við hann til að
fala af honum hjólið. „En sem betur
fór tók hann þátt í leiknum og pass-
aði sig á að láta ekkert uppi. Hann
sagði að það væri ekki falt og ég
sætti mig við að sennilega myndi ég
aldrei eignast þetta hjól aftur.“
|þriðjudagur|9. 10. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Google Earth-vefsíðan nýtur
mikilla vinsælda en færri vita
e.t.v. að á Íslandi er rekin þró-
aðri vefsíða » 20
daglegt
Í Félagsmiðstöðinni Vesturgötu
þarf enginn að vera einmana,
auk þess sem margskonar tóm-
stundastarf er í boði » 20
tómstundir