Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2007 25
FÉLAG einstæðra foreldra mun á
næstu vikum bjóða upp á hópastarf
fyrir ungar verðandi mæður að 25 ára
aldri. Verkefnið ber heitið: Meðganga
– móðir – barn.
Markmiðið með verkefninu er að ná
til verðandi mæðra sem skortir félags-
og tilfinningalegan stuðning á með-
göngu. Boðið verður upp á samfelldan
stuðning í eitt ár.
Inntak hópastarfsins
Pláss verður fyrir sjö til níu mæður í
hópi og hópstjórar verða félagsráð-
gjafi FEF og ljósmóðir. Hópurinn
hittist vikulega, tvo tíma í senn og
hefst hver tími með sameiginlegum
hádegisverði. Leitast verður við að
velja í hópana ungar mæður sem hafa
takmarkað stuðningsnet, ganga með
sitt fyrsta barn og eru tilbúnar að
ganga að ákveðnum skilmálum varð-
andi þátttöku. Æskileg með-
göngulengd er 14 til 24 vikur við
skráningu.
Hópastarfið skiptist á tvö tímabil.
Fyrra tímabilið einkennist af heild-
rænum stuðningi á meðgöngu, fæðing-
arundirbúningi, ásamt innsýn í og um-
ræðum um væntanlega fæðingu og
móðurhlutverkið. Félagsráðgjöf verð-
ur veitt, stuðningur varðandi tengsl og
samskipti, ásamt fleiru sem mæðurnar
óska eftir.
Seinna tímabilið hefst eftir fæðingu
barns og færist þá áherslan meira yfir
á foreldrahlutverkið og barnið.
Fræðsla verður um þroskaskeið ung-
barna, mikilvægi tengslamyndunar
móður og barns og fleira sem lýtur að
þroska barnsins. Við fáum til okkar
gesti eftir því sem þörf er á og má þar
nefna ýmsa fræðslu og tilboð um ung-
barnanudd.
Mæðurnar hafa aðgang að hóp-
stjórum fyrir utan hóptímana í þeim
tilvikum sem þær óska eftir að taka
upp mál sín einslega.
Undir lok námskeiðsins verður
skoðað hvað tekur við eftir að fæðing-
arorlofi lýkur. Þátttakendur munu fá
stuðning og hvatningu við atvinnu- eða
námsval með breyttar aðstæður að
leiðarljósi. Hóparnir eru hugsaðir fyr-
ir félagsmenn í Félagi einstæðra for-
eldra og er ófrískum ungum konum
ásamt fagfólki frá heilbrigðis- og fé-
lagsmálageiranum bent á að hafa
samband við skrifstofu félagsins
vegna frekari upplýsinga eða skrán-
ingar. Einnig má senda tölvupóst ok-
tavia@fef.is eða gso@simnet.is.
Hvert er hugmyndin sótt?
Mæðrahjálpin í Danmörku hefur
boðið upp á samsvarandi tilboð fyrir
ungar mæður til nokkurra ára við
góðan orðstír. Þar sem tilboðið vakti
áhuga okkar, fórum við utan sl. vor og
fengum að vera með í samsvarandi
hópum. Síðan hefur átt sér stað und-
irbúningsvinna við að þróa og aðlaga
verkefnið íslenskum aðstæðum. Til-
urð hópanna hjá Mæðrahjálpinni í
Danmörku átti sér stað vegna þess að
félagsmálayfirvöld leituðu ítrekað til
fagaðila, sem þar störfuðu, vegna úr-
ræðaleysis fyrir umræddan hóp.
Nýleg íslensk rannsókn
Nýlegar íslenskar rannsóknarnið-
urstöður styðja tilgátu okkar um þörf-
ina fyrir frekari stuðning við ungar
mæður. Rannsókn Sigfríðar Ingu
Karlsdóttur lektors og ljósmóður,
Margrétar Guðjóns-
dóttur hjúkrunarfor-
stjóra, Hjálmars Frey-
steinssonar
heilsugæslulæknis og
Sigríðar Síu Jónsdóttur
ljósmóður, er viðamikil
og byggir meðal annars
á gögnum sem safnað
var á meðgöngu kvenna
í mæðra- og ung-
barnavernd til að meta
þjónustuþörfina.
Tilgangur rannsókn-
arinnar var að kanna
tíðni fæðingarþung-
lyndiseinkenna og foreldrastreitu,
ásamt því að rannsaka hvaða þættir í
daglegu lífi mæðranna ýttu undir til-
finningalega erfiðleika og vanlíðan.
Rannsóknarniðurstöður leiddu
meðal annars í ljós:
Mæður sem telja sig eða eru
taldar hafa ónógan stuðning frá
umhverfi á meðgöngu, sýna
streitu
Foreldrastreita mældist hlut-
fallslega mest í yngsta aldurs-
hópnum.
Rannsóknin sýndi að streita var
tíðust varðandi foreldra-
hlutverkið sjálft og mun meiri
meðal mæðra sem voru að eign-
ast sitt fyrsta barn.
Rannsóknarniðurstöður leiddu
einnig í ljós að áhyggjur ungra
mæðra af félagslegum aðstæðum sín-
um, s.s. búsetu, atvinnu og lífsafkomu
hefur áhrif á andlega heilsu þeirra.
50% mæðranna í rannsókninni sem
upplifa slíkar áhyggjur, greinast með
merki þunglyndis á móti 14% þeirra
sem ekki hafa áhyggjur af fé-
lagslegum aðstæðum sínum.
Fæðingarþunglyndi er samkvæmt
rannsóknum 10-16%.
(Rannsóknin er í heild sinni áhuga-
verð og fyrir þá sem vilja kynna sér
hana í heild sinni er bent á nýjasta
fagtímarit ljósmæðra frá júní 2007).
Rannsóknarniðurstöður styðja til-
gátu okkar að þörf sé á auknum
stuðningi við fyrrnefndan aldurshóp.
Meðganga, móðir, barn
Oktavía Guðmundsdóttir og
Guðrún Sigríður Ólafsdóttir
skrifa um stofnun stuðnings-
hóps fyrir ungar verðandi
mæður
»Markmiðið meðverkefninu er að ná
til verðandi mæðra sem
skortir félags- og tilfinn-
ingalegan stuðning á
meðgöngu. Boðinn verð-
ur stuðningur í 1 ár.
Guðrún Sigríður
Ólafsdóttir
Oktavía er félagsráðgjafi,
oktavía@fef.is, Guðrún Sigríður
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
oktavía@fef.is
Oktavía
Guðmundsdóttir
„BREYTT samfélag, flóknari
samfélagsgerðir og áhrif marg-
breytilegrar menningar,“ er yf-
irskrift alþjóða geðheilbrigðisdags-
ins í ár. Dagurinn verður haldinn
hátíðlega í ellefta sinn á Íslandi 10.
október nk. Í tilefni af
því vil ég ræða lítillega
um geðheilbrigði og
um leið kynna geð-
verndarfélag við Há-
skóla Íslands.
Þjóðfélagið í dag ein-
kennist af auknum
kröfum til að lifa við
bestu lífsgæði sem völ
er á. Vegna aukinna
krafna gerum við meiri
væntingar til okkar
sjálfra sem og annarra.
Margir óska sér lengri
sólarhrings til að kom-
ast yfir öll þau verkefni
sem þarf að ljúka til að vera fremst í
lífsgæðakapphlaupinu. Mikill hraði
þjóðfélagsins myndar streitu og álag
sem getur reynt á þolþröskuld fólks.
Ef álagið er of mikið og varir yfir
lengri tíma er eðlilegt að verkefni
verði ekki kláruð og væntingar því
ekki uppfylltar. Mikilvægt er að vera
meðvitaður um getu sína og hafa
raunhæfar væntingar svo hægt sé að
vera sáttur við sjálfan sig.
Sem sálfræðinemi hef ég öðlast
þekkingu á ýmsum geðröskunum og
meðferð þeirra. Hins vegar hefur
starfsreynsla og félagsstörf á sviði
geðheilbrigðismála gefið mér enn
frekari skilning á hvað geðraskanir
eru. Ég hef lært að allir þeir sem
eiga við erfiðleika að stríða eiga það
sameiginlegt að þeir þurfa skilning
annarra og njóti virðingar til að geta
tekist á við erfiðleik-
ana.
Að búa við félagslega
vellíðan er einn þáttur
af mörgum sem stuðla
að góðu geðheilbrigði.
Til að öðlast slíka vel-
líðan þarf að uppfylla
sínar eigin væntingar
og annarra. Of miklar
kröfur koma í veg fyrir
að væntingar verði
uppfylltar og því fylgir
streita sem hefur áhrif
á andlega líðan.
Margir lenda í því að
finna sig ekki í neinum
félagshópi og draga sig því í hlé frá
félagslífinu. Sumir óttast að sig
skorti samskiptahæfileika og aðrir
telja jafnvel að þeir hafi ekki áhuga á
félagslegum samskiptum. Oftar en
ekki er andleg vanlíðan á borð við
kvíða eða þunglyndi orsök slíkrar
hugsunar. Veikindi geta breytt
hegðun og hugsun fólks og oft er erf-
itt að fóta sig þegar mætt er litlum
skilningi. Vanskilningur annarra á
erfiðleikunum viðheldur vítahring
félagslegrar einangrunar. Mikilvægt
er að halda sig ekki til baka því það
getur viðhaldið kvíða og þunglyndi.
Á alþjóðageðheilbrigðisdeginum
2005 kom hópur fólks saman sem
hafði það sameiginlega áhugamál að
stuðla að góðu geðheilbrigði innan
Háskóla Íslands. Stofnað var geð-
verndarfélagið Manía. Félagið er öll-
um opið, hvort sem þeir eru haldnir
geðröskun eða ekki. Stefna félagsins
er að standa fyrir opinni umræðu um
geðvernd, efla samstöðu og stuðla að
góðu geðheilbrigði innan Háskóla Ís-
lands. Manía er vettvangur til að
rjúfa félagslega einangrun og allir
sem finna til vanlíðanar af einhverju
tagi geta leitað til félagsins. Með-
limir Maníu koma þá til móts við
hvern og einn eftir bestu getu.
Með fræðslu er hægt að dýpka
þekkingu á margbreytileika geð-
raskana. Með skilningi og virðingu
má styðja stóran og oft gleymdan
hluta af þjóðfélaginu.
Manía óskar öllum til hamingju
með alþjóða geðheilbrigðisdaginn og
hvetur alla til að taka þátt í deginum.
Skilningur rýfur
félagslega einangrun
Kristín Ósk Ingvarsdóttir skrif-
ar um geðheilbrigðismál »Með fræðslu er hægtað dýpka þekkingu á
margbreytileika geð-
raskana.
Kristín Ósk
Ingvarsdóttir
Höfundur er sálfræðinemi
og formaður Maníu.
GUÐNI Ágústsson formaður
Framsóknarflokksins hefur sagt
að hann hafi ekki skilið Björn
Inga Hrafnsson borgarfulltrúa
framsóknarmanna þegar Björn
Ingi sagði honum frá fyrirhug-
aðri sameiningu Reykjavík
Energy Invest og Geysir Green
Energy.
Guðna datt þó ekki í hug að
biðja borgarfulltrúann að bíða
með að samþykkja samrunann
svo formaðurinn fengi skilið
málið.
Fulltrúar eigenda í stjórn
Orkuveitu Reykjavíkur og
Reykjavík Energy Invest létu
sig hafa það að mæta á fund
sem ekki var boðaður í sam-
ræmi við samþykktir. Á fund-
inum hreyfði enginn mótmælum
við boðun fundarins og því var
hann lögmætur þar sem allir
fulltrúar með atkvæðisrétt voru
mættir, eins og fundarstjórinn
úrskurðaði réttilega.
Sameining Reykjavík Energy
Invest og Geysir Green Energy
er af hinu góða. Engin þörf er á
að ráðast að Jóni Ásgeiri Jó-
hannessyni og Hannesi Smára-
syni eins og gert hefur verið í
opinberri umræðu um þessa
sameiningu.
Sameining Reykjavík Energy
Invest og Geysir Green Energy
varpar hins vegar enn og aftur
ljósi á þá staðreynd að stjórn-
málamenn eru tilbúnir að út-
hluta gæðum hins opinbera til
venslamanna og vildarvina, ef
því er að skipta. Ekki kemur á
óvart að í þeim hópi séu góðir
og gegnir sjálfstæðis- og fram-
sóknarmenn.
Sigurður G. Guðjónsson
Sljóir
stjórnmálamenn
Höfundur er
hæstaréttarlögmaður.
Fréttir á SMS
www.vitusbering.dk
NÁM Í DANMÖRKU
Í boði er:
Á ensku og dönsku
• Byggingafræði
• Byggingaiðnfræði
• Markaðshagfræði
Á ensku
• Framleiðslutæknifræði
• Útflutningstæknifræði
Á dönsku
• Véltækni
• Véltæknifræði
• Landmælingar
• Tölvutæknifræði
• Aðgangsnámskeið
• Byggingatæknifræði
Hjá VITUS BERING í Horsens
bjóðum við upp á margvíslega
menntun.
Fulltrúi skólans Johan Eli Ellendersen,
verður í Reykjavík á biluni
5. - 13. október 2007.
Þeir sem hafa áhuga geta haft
samband við Johan Eli Ellendersen,
með því að hringja beint í Johan í
síma í 845 8715.
UNIVERSITY COLLEGE
VITUS BERING DENMARK
CHR. M. ØSTERGAARDS VEJ 4
DK-8700 HORSENS
TEL. +45 7625 5000
FAX: +45 7625 5803
CVU@VITUSBERING.DK
Vitus Bering Danmark verður VIA University College. Í janúar 2008 tekur til
starfa nýr háskóli VIA University College á Jótlandi í Danmörku. VIA University
College verður til við sameiningu Jysk Center for Videregående Uddannelse,
cvu vita, Vitus Bering Danmark, CVU Midt-Vest og CVU alpha en þessi menn-
tun er skilgreind í danska menntakerfinu sem ”de mellemlange videregående
uddannelser”. Markmið sameiningar er að geta boðið betri menntun en áður.
Nánari upplýsingar má lesa á www.viauc.dk
V I T U S B E R I N G D E N M A R K
U N I V E R S I T Y C O L L E G E