Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í TILEFNI af 50 ára afmæli Félags frímerkjasafnara fyrr á þessu ári heldur félagið veglega sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur 11.-14. októ- ber næstkomandi, í samstarfi við Myntsafnarafélag Íslands. Mikill al- þjóðlegur áhugi er á sýningunni og frá Svíþjóð koma til dæmis 25 með- limir. Tæplega 40 einstaklingar og félagasamtök sýna efni á sýning- unni, allt frá frímerkjum til síma- korta. Margt góðra safna verður til sýn- is en áhugaverðasti einstaki hlutur- inn verður að teljast „Biblíubréfið“, en það ber heiti sitt vegna þess að það er sagt hafa fundist í gamalli fjölskyldubiblíu árið 1972, eða 97 árum eftir að það var sent. Bréfið tilheyrir safni Douglas Storcken- feldt greifa frá Svíþjóð, en hann keypti það í safn sitt fyrir 1,6 millj- ónir sænskra króna árið 2005 af uppboðsfyrirtæki í Sviss. Það er von þeirra sem að sýning- unni standa að hún muni vekja áhuga yngri kynslóðarinnar á frí- merkjasöfnun. Heimasíða félagsins er www.frimerki.is/ff. Verðmæt frímerki á sýningu Verðmætt „Biblíubréfið“ fannst í gamalli fjölskyldubiblíu 97 árum eftir að það var sent. SÉRA Arna Grétars- dóttir, fyrrverandi prestur á Seltjarnar- nesi, var sett prestur hjá íslenska söfnuð- inum í Noregi á sunnudag. Athöfnin fór fram í Norberg- kirkju, sem er safn- aðarkirkja Íslendinga á Óslóarsvæðinu. Séra Sigurður Sig- urðarson, vígslu- biskup í Skálholti, setti séra Örnu inn í embættið við hátíð- lega athöfn þar sem Ískórinn söng undir stjórn nýs norsks kór- stjóra og fyrrverandi prestur safnaðarins, Helgi Hróbjartsson, og sóknar- presturinn í Norbergkirkju, séra Gunnar Norberg, fluttu ræður og buðu sóknarprestinn velkominn. Sóknin nær frá Kristiansand í suðri allt til Hammerfest í norðri, segir í frétt frá söfnuðinum. Messað er að minnsta kosti einu sinni á ári í Kristiansand, Stavanger, Bergen, Þrándheimi og Tromsö auk þess að sjá um fermingarundirbúning barna. Settur prestur í Noregi Prestar Helgi Hróbjartsson, Arna Grétarsdóttir, Sigurður Sigurðarson og Gunnar Norberg. HERBERT Valdimarsson, starfs- maður í Þjónustumiðstöð Hafnar- fjarðarbæjar, hefur nú hætt störf- um hjá bænum eftir 44 ár. Herbert vann sem vélamaður í þjónustu- miðstöðinni eða í áhaldahúsinu eins og það hét áður. Vinir og sam- starfsmenn Herberts héldu kveðju- hóf fyrir hann í þjónustumiðstöð- inni og Lúðvík Geirsson bæjarstjóri heimsótti Herbert sl. föstudag og færði honum mynd sem þakklætis- vott fyrir vel unnin störf í þágu bæjarins. Vélamaður hjá bænum í 44 ár Í Hafnarfirði Herbert Valdimars- son og Lúðvík Geirsson bæjarstjóri. SAMGÖNGURÁÐHERRA verða í dag afhentar undirskriftir yfir 1.000 manns sem mótmæla gjald- töku í Hvalfjarðargöng. Í mótmæl- unum segir að húsbílaeigendur og ferðafólk mótmæli gjaldtöku í Hvalfjarðargöng. „Hvergi annars staðar á landinu er tekinn vegtollur af þjóðvegi nr. 1. Bifreiðaeigendur greiða nú þegar rúmlega 47 millj- arða í bifreiðatengd gjöld en aðeins 18,5 milljarðar skila sér til vega- framkvæmda og viðhalds. Við telj- um því að svigrúm sé til að jafna stöðu ferðafólks og rétta hlut íbúa á Vesturlandi,“ segir í áskoruninni. Gegn gjaldtöku Í TENGSLUM við Vinnuverndar- vikuna 2007, „Hæfilegt álag er heilsu best“, óskar Vinnueftirlit ríkisins eftir ábendingum um fyrir- myndarfyrirtæki. Fyrirhugað er að veita vinnustöðum viðurkenningu sem standa sig vel í að skapa góðar vinnuaðstæður þar sem álag á hreyfi- og stoðkerfið við vinnu er heppilegt og breytilegt. Ábendingarnar skal senda á gud- mundur@ver.is fyrir 15. október nk. Nánari upplýsingar á heimasíð- unni www.vinnueftirlit.is. Hæfilegt álag G O TT F Ó LK 20% 18% 16% 14% 12% 10% 8% 6% 4% 2% 0% Líf I 16 - 44 ára Líf II 45 - 54 ára Líf III 56 - 64 ára Líf IV 65 ára og eldri Nafnávöxtun sl. 5 ár Nafnávöxtun sl. 12 mán. Nafnávöxtun á ársgrundvelli miðast við 31. júlí 2007. Traust eignastýring Íslenska lífeyrissjóðsins Lífeyrissparnaður er einn verðmætasti sparnaðurinn þinn og því er mikilvægt að ávaxta hann rétt. Með traustri eignastýringu hefur Íslenski lífeyrissjóðurinn náð góðri ávöxtun fyrir viðskiptavini sína og þannig tryggt þeim fjárhagslegt frelsi við starfslok. Hafðu samband við ráðgjafa okkar í 410 4040 og fáðu nánari upplýsingar um Íslenska lífeyrissjóðinn. Í MYNDSKREYTTRI heilsíðu- grein Þráins Bertelssonar í Frétta- blaðinu á sunnudag leggur hann ranglega útaf bréfi sem Hrafn Gunnlaugsson skrifaði mér á sínum tíma og vitnað er til í dagbókum mínum á netinu. Bréfið fjallar um gagnrýni Hrafns á mig sem rit- stjóra Morgunblaðsins og Sjálf- stæðisflokkinn fyrir linkind í barátt- unni við kommúnista á kaldastríðs- árunum. Þar er talað um nauðsyn þess að verjast kommúnistum sem stjórnuðu menningarmafíunni á þeim hrollköldu árum og gagnrýnt hvernig þeir eru látnir vaða uppi, enda var það svo að borgaralegir listamenn voru hundeltir og áttu undir högg að sækja eins og harkan var. Þráinn rangtúlkar bréf Hrafns auðvitað viljandi og segir það sýni ofsóknir á hendur honum og félög- um hans. Kallar þá fasista sem veittu honum ekki aðstoð eða styrki, en það var orðbragð stalínista á sín- um tíma, nú merkingarlaus klisja eins og Þráinn ætti að vita. Grein Þráins er kaldastríðsstagl og þeir ættu að lesa hana sem þekktu það ekki og vilja kynnast því, ómenguðu. Á Þjóðviljaárunum var ég uppnefndur mccarþýisti og grein Þráins nú er skrifuð í anda þeirrar arfleifðar, enda varð hann ritstjóri Þjóðviljans, þegar þessi andi sveif yfir vötnum. Sízt af öllu átti ég von á svona út- úrsnúningi frá Þráni, en hann hefur semsé ekki losað sig við arfleifð kaldastríðsins þarna í nýja skjólinu af Baugs-auðvaldinu. Hann gerði nokkuð góða kvikmyndasyrpu frá Vestmannaeyjum á sínum tíma, eins og ég sagði honum þá, og á að gleðj- ast yfir því, en ofsjónir vegna til- vistarárangurs Hrafns Gunnlaugs- sonar eru sálarhnútur sem mér er með öllu óviðkomandi, enda veit ég ekkert um kjötkatla þeirra kvik- myndagerðarmanna, hvorki fyrr né síðar. Sjálfsvorkunn Þráins Bertels- sonar og gamaldags pólitískur ofsi eins og hann birtist í rangtúlkunum hans eru ekki mitt vandamál, eða Morgunblaðsins. Þetta eru vandamál Þráins sjálfs. (Sjá ennfremur matthias.is ) Matthías Johannessen, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins. Draugagangur í Fréttablaðinu Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is „OKKUR vantaði einfaldlega betra nafn sem sker okkur meira frá hin- um blöðunum,“ segir Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri fríblaðsins 24 stunda, sem áður hét Blaðið og kemur nú út með nýju útliti og nýj- um áherslum. 24 stundir eru, rétt eins og forverinn, gefnar út af Ár- vakri hf. og birtist fyrsta tölublaðið í dag. Mörg erlend fríblöð heita hlið- stæðum nöfnum, eins og 24 timer í Danmörku, eins og margir blogg- arar bentu á í gær þegar tilkynning barst um nafnbreytinguna. „Þó þetta nafn sé ekki nýtt undir sólinni, frekar en önnur nöfn blaða á Ís- landi, finnst okkur það vera nútíma- legt og fréttalegt og undirstrika okkar útgáfustefnu. Hún er sú að fylgjast vel með málum sem snerta daglegt líf okkar lesenda 24 stundir á sólarhring. Nafnið vísar líka til þess að blaðið er efnismikið og á að endast fólki þangað til næsta blað dettur inn um lúguna,“ segir Ólafur. Helgarútgáfan efld til muna Meðfram útlitsbreytingunum heldur efnisleg þróun blaðsins áfram, en að sögn Ólafs verður helg- arútgáfan efld sérstaklega. „Hún verður stærri og efnismeiri en verið hefur, alls kyns nýtt efni kemur inn á laugardögum,“ segir hann. Til við- bótar við fasta liði eins og helg- arviðtalið, sem verið hefur vinsælt hjá Blaðinu, verða fleiri viðtöl, fréttaskýringar og úttektir auk þess sem barnasíða og krossgáta bætast við úrvalið svo eitthvað sé nefnt. Stefnt er að því hjá 24 stundum að efla frekar umfjöllun um mál sem varða nærumhverfi lesenda og beina hagsmuni almennings. „Við viljum taka okkur stöðu með neyt- endum, skattgreiðendum og notend- um almannaþjónustu og höfum aug- un á þeirra hagsmunum. Við tökum þátt í að veita þeim sem selja vörur og veita þjónustu aðhald,“ segir Ólafur. Ungir lesendur fá meira Þá segir ritstjórinn að efni fyrir lesendur frá tólf ára og upp fyrir tvítugt verði gerð betri skil en áður. „Við erum að gera efniviðnum fyrir okkar yngri lesendahóp mun hærra undir höfði aftast í blaðinu. Þannig leggjum við héðan í frá meiri áherslu á umfjöllun um dægur- menningu og lífsstíl ungs fólks. Daglega verður umfjöllun um hvers kyns tækni, tölvur og Netið, sem er nú mjög ríkur þáttur í lífi ungs fólks í dag. Ellý Ármanns verður með sinn dálk um frægt og áberandi fólk í þjóðfélaginu á baksíðunni, sem við gerum ráð fyrir að verði mikið les- inn,“ segir Ólafur. Sá dálkur mun vísa í vefsíðuna sem Ellý heldur úti á mbl.is og öf- ugt. Stefna hins nýja blaðs er einnig að auka gagnvirkni við vefinn mbl.is. Meira efni á borð við dóma um bíla, tölvuleiki og slíkt mun því streyma inn á vefinn í formi mynd- skeiða, svo lesendur geti glöggvað sig á dómum í blaðinu og fengið svo meira á Netinu, að sögn Ólafs. „Við ætlum að nýta báða miðla til fulls.“ Stjórnendur 24 stunda hafa sett sér það markmið að ná 60% lestri á blaðinu fyrir lok árs 2008, en fyrr- nefndar breytingar eru þáttur í því. „24 stundir“ verði blað sem sker sig úr Morgunblaðið/G.Rúnar Ný handtök Starfsfólkið fundaði um breytingarnar í gærmorgun og vann svo hörðum höndum að fyrsta eintakinu í gær, enda að mörgu að huga. 24 stundir Nafnið vísar til þess að blaðið sé bæði efnismikið og árvökult. stundir24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.