Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 277. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is BANKAÁHLAUPIÐ „SKILAÐU PENINGUNUM,“ HRÓPAÐI BARNIÐ Í KVIKMYNDINNI MARY POPPINS >> VIÐSKIPTI FRÉTTASKÝRING Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „ÞAÐ er alls ekki ólíklegt að íslensk börn, eða önnur börn sem dvelja hér í lengri eða skemmri tíma, sé að finna í gagnagrunni Interpol sem samanstendur af um 700 þús- und myndum af um 20 þúsund börnum sem sýna þau á kynferðislegan eða klámfenginn hátt,“ segir Petrína Ásgeirsdóttir, fram- kvæmdastjóri Barnaheilla. „Við vitum ekki hvort svo sé, en okkur finnst mikilvægt að útiloka ekki slíkt.“ Aðeins eru til upplýs- ingar um að færri en 600 börn á myndunum hafi fundist og fengið stuðning. Barnaheill stendur fyrir ráðstefnu í Nor- ræna húsinu í dag og þar verður m.a. fjallað um sölu á börnum til vinnu og kynlífsþrælk- unar. Petrína spyr hvort nokkuð sé útilokað að einhver þeirra barna hafi komið hingað til lands, því það sé „fyllilega raunhæft að börn geti staðið hér utan við kerfið um tals- vert langan tíma“. Ofbeldinu viðhaldið með dreifingu Öll myndbirting af börnum, þar sem þau eru sýnd á kynferðislegan hátt, er kynferð- islegt ofbeldi. Ofbeldið á sér ekki einungis stað þegar myndefnið verður til, heldur er því viðhaldið með dreifingu og birtingu. Framleiðsla, varsla, dreifing og skoðun á barnaklámi er ólöglegt athæfi. Örar tæknilegar framfarir hafa orðið til þess að brotamenn geta hæglega nýtt sér tæknina til framleiðslu og dreifingar mynd- efnis sem sýnir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Meirihluti íslenskra barna notar netið daglega til fróðleiks og skemmtunar. Það er ekkert sem bendir til annars en að íslensk börn séu jafn ber- skjölduð fyrir áreitni og ofbeldi á netinu og jafnaldrar þeirra annars staðar í heiminum. Þegar netið á í hlut eiga rökin um fámennið og nálægðina í íslensku samfélagi ekki leng- ur við. Samkvæmt nýlegum rannsóknum verða 13-17% íslenskra barna undir 18 ára aldri fyrir kynferðislegu ofbeldi. Í hverjum mán- uði berast um 56 ábendingar að meðaltali til Barnaheilla um barnaklám á netinu. Sautján þeirra snúa að ofbeldi gegn börn- um. Barnaheill hafa farið fram á það við Rík- islögreglustjóra og netþjónustuaðila að að- gangur að efni á netinu þar sem börn eru beitt kynferðislegu ofbeldi, verði heftur með tæknilegum lausnum. Málið er á um- ræðustigi. Börnin eru berskjölduð Er íslenskt barn að finna í gagnabanka Interpol? Morgunblaðið/ÞÖK Óheft Dreifing barnakláms á netinu hefur líklega aldrei verið auðveldari en nú. ODDVITAR borgarstjórnarflokk- anna tókust harkalega á um málefni Orkuveitu Reykjavíkur og Reykja- vík Energy Invest á aukafundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar- stjóri sagði að full eining væri í borgarstjórnarflokki sjálfstæðis- manna um að ljúka 6-7 vikna sam- runaferli REI og Geysis Green Energy en fá síðan ráðgjöf um sölu á hlut Orkuveitunnar í REI. Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi framsóknarmanna, sagðist ekki vilja selja strax. „Ég tel það óráð,“ sagði hann. Jafnræðisregla virt? Á fundinum í gær kom fram að umboðsmaður Alþingis hefur sent tólf spurningar sem einkum varða sameiningu REI og Geysis Green Energy til eigenda Orkuveitunnar, þ.e. borgarstjórn Reykjavíkur og sveitarstjórnum Akraness og Borg- arbyggðar. Hann spyr m.a. hvort gætt hafi verið að jafnræðisreglu þegar Bjarni Ármannsson keypti hluti í REI fyrir 500 milljónir og hvort hlutirnir sem hann keypti hefðu áður verið í eigu Orkuveit- unnar. Þá óskar hann eftir því að sveitarstjórnirnar skýri afstöðu sína til þess hvort borgarstjóri eða sveitarstjórar geti, án sérstakrar heimildar frá sveitarstjórn, sam- þykkt að selja einkaaðila hluti í fé- lögum sem eru í eigu Orkuveitunn- ar eða aðrar eignir hennar, þ.m.t. með sameiningu við hlutafélög í eigu annarra. Langur aðdragandi Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, sagði að hingað til hefði ríkt sátt um að OR ætti hluta í verkefnum í orku- in í þekkingu starfsmanna Orku- veitunnar. Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, sagði eftir ræðu Vil- hjálms að hann hefði engum spurn- ingum svarað. Hún spurði m.a. um stöðu Hitaveitu Suðurnesja, um hvernig farið hefði verið með opin- bert fé og lýðræðislegt vald, án þess að hafa til þess umboð. Hjá Margréti Sverrisdóttur kom m.a. fram að F-listinn vildi ekki selja REI. útrás en áhættufjármagnið kæmi frá einkaaðilum. Af taugaveiklun, fumi og fáti sjálfstæðismanna sem reyndu að hanga á „nýuppfundinni menntaskólafrjálshyggju“ mætti halda að þetta væri íslensk aðferða- fræði. Það væri hins vegar staðið svona að málum úti um allan heim. Hann varaði við því að farið yrði að ráðum taugaveiklaðra sjálfstæð- ismanna og selt í hvelli. Bæði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Björn Ingi Hrafnsson ræddu um forsögu þess að REI var stofnað og sögðu báðir að hingað til hefði ríkt þverpólitísk sátt um starfsemi REI og að gríðarleg verðmæti væru fólg- Hart tekist á um sölu Orkuveitunnar í REI  Umboðsmaður Alþingis spyr hvassra spurninga  Sjálfstæðismenn vilja kanna sölu en að selja strax væri óráð að mati fulltrúa Framsóknarflokksins Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fjölmenni Margir lögðu leið sína í Ráðhús Reykjavíkur til að hlusta á umræður um málefni Orkuveitunnar. Í HNOTSKURN » Umboðsmaður Alþingssendi 12 spurningar til eigenda Orkuveitu Reykja- víkur sem m.a. lúta að því hvort sameining Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy hafi verið lög- mæt. » Héraðsdómur Reykja-víkur hefur fallist á flýti- meðferð vegna kæru Svan- dísar Svavarsdóttur á fundarboð á eigendafund OR.  Umboðsmaður spyr | 4 Hart deilt á | Miðopna „LÁGMARKSLAUN hækki úr 125 þúsundum í 180 þúsund á [tveggja ára] samningstímanum,“ segir í nýsamþykktri kröfugerð Verkalýðsfélags Húsavíkur fyrir endurnýjun kjarasamninga. Þess er krafist að almennir kauptaxtar verði færðir að greiddu kaupi og að samið verði um að mótframlag atvinnurek- anda í lífeyrissjóð starfsmanna verði hækkað á næstu fjórum ár- um úr 8% í 11,5%. Krafist er hærri skattleysismarka og hærri framlaga til starfsmenntunar.| 2 Lágmarkslaun fari úr 125 í 180 þúsund Kröfur Félagið krefst að kyn- bundnum launamun verði útrýmt. Ljósmynd/Kristinn Benediktsson Má bjóða þér sæti? >> 56 Leikhúsin í landinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.