Morgunblaðið - 11.10.2007, Side 2

Morgunblaðið - 11.10.2007, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is MIKILL meirihluti félagsmanna í Flóafélögunum svonefndu leggja áherslu á að samið verði um aukinn kaupmátt launa í stað prósentu- hækkunar í komandi kjarasamning- um, skv. nýrri Gallup-könnun, sem unnin var fyrir félögin. Yfirgnæfandi meirihluti eða rúm 75% vilja leggja sérstaka áherslu á verulega hækkun lægstu launa, þó að það hefði í för með sér minni almenna hækkun launa. Að Flóabandalaginu standa Efl- ing-stéttarfélag, Hlíf í Hafnarfirði, Verkalýðs- og sjómannafélag Kefla- víkur og Verkalýðs- og sjómanna- félagið Boðinn. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir niðurstöð- ur kjarakönnunarinnar mjög skýrar og þær séu mikil- vægt veganesti inn í kjaraviðræð- urnar. Verkalýðsfélag Húsavíkur sam- þykkti kröfugerð á félagsfundi sl. mánudag. Mun félagið m.a. krefj- ast þess að lág- markslaun hækki úr 125 þúsundum í 180 þúsund ef samið verður til tveggja ára og að mótframlag at- vinnurekanda í lífeyrissjóð starfs- manna verði hækkað á næstu fjórum árum úr 8% í 11,5%. Á fulla ferð eftir ársþing ASÍ Hjólin eru farin að snúast í kjara- viðræðum á almenna vinnumarkað- inum. Viðræður eru hafnar á milli launaþegasamtaka og vinnuveitenda um viðræðuáætlanir. Sameiginleg samninganefnd Flóafélaganna kom saman í gærkvöldi vegna undirbún- ings kjaraviðræðna en þau ætla að standa saman að næstu samnings- gerð. Ekki er þó reiknað með að eig- inlegar samningaviðræður verði komnar á fulla ferð fyrr en að loknu ársþingi ASÍ, sem haldið verður á fimmtudag og föstudag í næstu viku. Vaxandi launamunur kynjanna Í kjarakönnun Flóafélaganna var spurt hvort ætti að leggja áherslu á prósentuhækkun eða aukinn kaup- mátt launa og þá svöruðu 65,6% að leggja ætti áherslu á aukinn kaup- mátt. Þrír af hverjum fjórum vilja að áhersla verði lögð á hækkun lægstu launa. „Það hefur verið gríðarlega mikið launaskrið í samfélaginu og menn þurfa að huga að öryggisnetinu,“ segir Sigurður Bessason. Konur leggja mun meiri áherslu en karlar á launahækkun og karlar leggja meiri áherslu á styttingu vinnutímans samkvæmt niðurstöð- um könnunarinnar. Þá leiðir könn- unin í ljós verulegan launamun kynjanna. Konur eru að jafnaði með rúmlega 17% lægri grunnlaun en karlar. Að teknu tilliti til aldurs, starfsaldurs og starfsstéttar er launamunurinn 12,6%. Fram kemur að launabil milli karla og kvenna hefur aukist frá árinu 2006. Þannig hækkuðu meðal heildarlaun kvenna úr 201 þúsund kr. í 226 þúsund kr. eða um 12,44% á meðan meðal heildarlaun karla hækkuðu úr 273 þúsund kr. í 339 þúsund kr., eða um 24,18%. Flóafélög vilja auka kaup- mátt og hækka lægstu laun Verkalýðsfélag Húsavíkur krefst hækkunar lægstu launa í 180 þúsund á mánuði Sigurður Bessason Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn var í gær og í tilefni hans var ráðstefna í Ráðhúsi Reykjavíkur undir yfirskriftinni Innflytjendur og geðheilbrigði. Um kvöldið var minning- arathöfn um fórnarlömb sjálfsvíga í Hallgrímskirkju þar sem Sigrún Hjálmtýsdóttir söng. Að athöfn lokinni var gengið að Tjörninni þar sem kertum var fleytt. | 8 Fórnarlamba sjálfsvíga minnst Morgunblaðið/Golli PILTUR um tvítugt, sem lögreglan hafði afskipti af í Hafnarfirði í síð- ustu viku, reyndist vera með snák innanklæða. Eftir yfirheyrslur yfir piltinum og tveim félögum hans var snákurinn, sem var um einn metri að lengd, geymdur yfir nótt, þó ekki í fangaklefa, og daginn eftir var farið með hann að Keldum þar sem gerðar voru viðeigandi ráðstafanir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu. Ekki er fyllilega ljóst af hvaða tegund snákurinn var, né heldur hvað hann var gamall. Meint fíkni- efni fundust í fórum félaga piltsins sem var með snákinn á sér. Piltunum var sleppt eftir yfirheyrslur. Óheimilt er með öllu að flytja með sér lifandi dýr til Íslands. Landbún- aðarráðherra er þó heimilt, að fengnum meðmælum yfirdýralækn- is, að veita undanþágu frá þessu banni. Var með snák á sér Fíkniefni fundust í fórum félaga hans Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ÍSLENSK fyrir- tæki þurfa að hugsa sinn gang varðandi val á tungumáli innan sinna vébanda, sagði Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, mennta- málaráðherra, í svari við fyrir- spurn Ólafar Nordal, þingmanns Sjálfstæðis- flokks, á Alþingi í gær. Mikill samhljómur var um það meðal þingmanna að standa vörð um íslenska tungu og Þorgerður sagðist myndu beita sér fyrir því að tryggja stöðu hennar í stjórnarskrá. „Það er full þörf á því að stjórnvöld, jafnt sem landsmenn, geri sér grein fyrir því að það er ekkert víst að íslenskan lifi af í heimi þar sem enskan sækir sífellt meira á og mörg tungumál eru í útrýmingarhættu,“ sagði Þorgerð- ur og áréttaði að ábyrgðin væri ekki bara stjórnvalda heldur allra. Þorgerður lagði ríka áherslu á ís- lenskukennslu fyrir innflytjendur.. „Enda á það að vera sjálfsagður rétt- ur okkar þegar við förum í blessuðu bakaríin [...] að fólk sem er að af- greiða okkur geti tjáð sig á íslensku og ég veit að metnaður fyrirtækj- anna stendur til þess að svo verði,“ sagði Þorgerður og hvatti einnig til þess að erlendar kvikmyndir yrðu al- mennt kynntar á íslensku. Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók undir það en óskaði jafnframt eftir því að svip- uðum tilmælum yrði beint til fyrir- tækjaeigenda enda hefði sá ósiður aukist að fyrirtæki og verslanir bæru erlend nöfn. Fyrirtæki hugsi sinn gang varðandi tunguna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Í HNOTSKURN » Hvergi er minnst á ís-lenskt mál í stjórnarskrá. » Mörður Árnason, fyrrumalþingismaður, barðist fyr- ir réttarstöðu tungumálsins. » 2004 var samþykkt þings-ályktunartillaga þess efnis að forsætisráðherra skyldi at- huga réttarstöðu íslensku sem þjóðtungu Íslendinga. FANGAR á einni deild Litla-Hrauns hófu í síðustu viku að elda matinn sinn sjálfir. Þetta er tilraun sem Fangelsismálastofnun stendur fyrir í samstarfi við fangana og er til þess gert að efla samstarfsanda þeirra og lífsleikni. Kokkarnir munu fá úthlut- að fjármunum á hverjum degi til inn- kaupa og kaupa hráefni í verslun fangelsisins. Með þessu er vonast til að þeir fái einnig þjálfun í ráðdeild- arsemi við meðferð peninga. Næst- komandi mánudag munu fangar á Kvíabryggju einnig taka við allri matseld en til þessa hafa tvær mat- ráðskonur séð um það. Starfsmaður í fangelsinu mun hins vegar áfram sjá um innkaup og hafa yfirumsjón með matreiðslu fanganna. Mikill áhugi meðal fanga Verkefnið er gert að danskri fyrir- mynd. Hafdís Guðmundsdóttir, skrifstofustjóri Fangelsismálastofn- unar, kveður fanga almennt jákvæða gagnvart verkefninu og að hennar sögn eru sumir þeirra mjög spenntir fyrir því, enda hafa sumir hverjir þeirra í raun aldrei komið nálægt slíku fyrr og eiga því margt ólært. Til stendur að fá fagfólk til að vera með sýnikennslu í hollri matreiðslu og hagkvæmni í innkaupum. Fangarnir elda mat- inn sjálfir Horfið frá „hótel- rekstri“ í fangelsum KARLMANNI er haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir vinnuslys á fram- kvæmdasvæðinu við Norðurbakka í Hafnarfirði í gærmorgun. Að sögn vakthafandi læknis á deildinni eru meiðsli mannsins lífshættuleg. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu eru tildrög slyssins ókunn en starfsmaður sem vann með hinum slasaða sneri í hann baki þegar slysið varð. Mennirnir voru við störf á fimmtu hæð hússins, og er talið að hann hafi fallið niður um 2,5 metra. Maðurinn var meðvitundarlaus þegar komið var á vettvang og til að gæta fyllsta öryggis við að flytja hann niður var gripið til þess ráðs að nota byggingakrana. Slasaðist lífs- hættulega ♦♦♦ E FT I R DAG A www.jpv.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.