Morgunblaðið - 11.10.2007, Page 4

Morgunblaðið - 11.10.2007, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í HNOTSKURN »Skylt er að láta neytendur vita af sam-heitalyfjum sem eru 5% ódýrari en það sem læknir vísar á. Með afslætti má brúa bilið og halda hinum ódýru samheitalyfjum frá neytendum þar til þau fara af markaði. Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is „JÁ, ég tel möguleika á því að opna íslenska lyfja- markaðinn og ég vinn að því,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra í upphafi málþings á vegum Rannsóknarstofnunar um lyfjamál í gær. Yfirskrift málþingsins var „Eru möguleikar að opna íslenska lyfjamarkaðinn?“ Hugmyndir sem ráðherrann hefur um lækkun lyfjaverðs miða með- al annars að auknu gegnsæi í verðlagningu lyfja, hugsanlegri lögleiðingu póstverslunar með lyf hjá apótekum sem starfa eftir ströngu opinberu eftir- liti (ekki netverslun með lyf) og samnorrænn lyfja- markaður. Að auki vill hann veita undanþágur frá kröfum um íslenska fylgiseðla með lyfjum, sem hægt sé að prenta út í apótekum við afgreiðslu lyfjanna. „Það er ljóst að íslenskur lyfjamarkaður virkar ekki sem skyldi. Lyfjaverð er hærra á Ís- landi en gerist og gengur á hinum Norðurlönd- unum og langt yfir meðalverði lyfja í ríkjum Evr- ópubandalagsins,“ sagði Guðlaugur í ræðu sinni. Matthías Halldórsson landlæknir kvaðst mundu styðja frumkvæði ráðherra til að efla norrænt sam- starf í lyfjamálum, enda fengist með því meiri slag- kraftur í viðræðum við lyfjafyrirtæki. Lyfjakostn- aður hérlendis var 40% hærri en í Danmörku og Noregi árið 2005. Matthías kvað helsta vandann hér að samheitalyf komi treglega inn á markað og þá einungis 3-5% ódýrari en frumlyfin. Auðvelt að aftengja markaðslögmálin Í ræðu sinni lýsti Matthías möguleikum ráðandi lyfjaframleiðenda á því að aftengja markaðslög- málin. Með afsláttum til lyfsala gegn magninn- kaupum á lyfjum gæti framleiðandi fengið lyfsala til liðs við sig. Þrátt fyrir að lyfsölum sé skylt að láta neytendur vita af ódýrari samheitalyfjum en lyfseðill vísar á sé auðvelt að veita afslætti til að brúa verðmuninn og halda ódýrari lyfjunum frá neytendum þar til framleiðandi þeirra gefur sig og hverfur af markaði. „Íslenskur lyfjamarkaður virkar ekki sem skyldi“ Morgunblaðið/Kristinn Umbúðalaust Ásgeir Þór Árnason, fram- kvæmdastjóri Hjartaheilla, sýndi nokkur dæmi um óþarflega stórar lyfjaumbúðir. Landlæknir lýsir aðferðum við að halda ódýrum samheitalyfjum af markaði VEL hefur gengið hjá íslensku keppendunum á Special Olympics í Shanghai. Einn dag gekk á með mikilli rign- ingu, en það var daginn sem fréttirnar bárust um felli- byl nálægt hópnum. Fresta þurfti frjálsíþróttakeppni og ólympíuþorp sem sett var upp fyrir keppendur með alls kyns afþreyingu var lokað þann dag. Jafnframt var boccia-keppni færð inn vegna veðurs og hefur verið innandyra síðan. Keppni er lokið í nokkrum greinum og flestir íslensku keppendurnir luku keppni í gær. Þeir hafa staðið sig vel og eru hlaðnir verðlaunum. Smáþreyta hefur gert vart við sig en það hefur ekki haft nein áhrif á góða skapið. Keppendur hlaðnir verðlaunapeningum Keppni Ragnar Ólafsson sýnir fagmannlega takta í golfinu og Vignir Unnsteinsson tekur vel á því í lyftingum. VERKALÝÐSFÉLÖGIN sem standa að Starfsgreinasambandinu ætla að sækja fram til aukinna áhrifa í æðstu forystu Alþýðusambands Ís- lands á ársþingi sambandsins, sem hefst 18. október næstkomandi. Á fundi uppstillingarnefndar Starfs- greinasambandsins í gær var til- kynnt að Signý Jóhannesdóttir, for- maður verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, mundi gefa kost á sér í kosningu um embætti varaforseta ASÍ á ársþinginu. Núverandi vara- forseti ASÍ er Ingibjörg R. Guð- mundsdóttir, formaður Landssam- bands verslunarmanna. Nokkuð hefur verið um það rætt innan hreyfingarinnar á seinustu ár- um hvort ekki sé eðlilegt að æðsta forysta ASÍ endurspegli allar stóru fylkingarnar innan sambandsins og hvort rétt væri að fjölga varaforset- unum í tvo. Ekki kemur til kosninga um forseta á þessum ársfundi þar sem forseti ASÍ er kosinn annað hvert ár. Í framboð til varafor- seta ASÍ TILBOÐ í fyrrverandi olíubirgða- stöð NATO í Hvalfirði, ásamt lóð, voru opnuð í gærmorgun. Hæsta til- boðið átti Skeljungur sem bauð 473,1 milljón króna í eignirnar, en alls bár- ust þrettán tilboð. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar er óánægð með vinnubrögð ríkisins í málinu, og seg- ir Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, ekkert liggja fyrir um hvort áfram verði olíu- birgðastöð á svæðinu. Einar segir koma á óvart hversu mörg tilboð bárust. Hann er einnig hissa á því hversu hátt tilboð Skeljungs var. Skeljungur bauð hæst ALLS skráðu 569 starfsmenn Orku- veitu Reykjavíkur sig fyrir kaupum á hlutafé í Reykjavik Energy Invest. Frestur til skráningar rann út í gær. Starfsfólk OR er 658 talsins og munu því 86% þess eignast hlut í REI. Í fréttatilkynningu frá OR segir að í kjölfar erindis frá Starfsmanna- félagi Orkuveitu Reykjavíkur hafi stjórn REI ákveðið að bjóða starfs- mönnum Orkuveitunnar að kaupa hluti í félaginu fyrir 130 milljónir króna að nafnvirði á genginu 1,278. Skráðu sig fyrir 167,9 millj. „Ein af mikilvægari eignum Reykjavik Energy Invest er samn- ingur við Orkuveituna um aðgang að þekkingu og samböndum fyrirtæk- isins sem og afnot af vörumerki þess. Yfirlýst markmið stjórnar REI með tilboði sínu til starfsmanna var að tryggja enn frekar gott samstarf fyrirtækjanna. Tilboðið til starfsmanna stóð í viku […]. Hverjum starfsmanni bauðst að kaupa hlut fyrir 300 þúsund krónur að nafnvirði. Samtals skráðu starfs- menn sig fyrir 167,9 milljónum króna. Á fundi sem forsvarsmenn Orkuveitunnar og Reykjavik Energy Invest áttu með starfsmönn- um í dag [miðvikudag] kom fram að stjórn Reykjavik Energy Invest muni fjalla um niðurstöðuna á næsta fundi sínum og ákveða hvort há- markshlutur verði hækkaður í sam- ræmi við eftirspurn eða hvort hlutur hvers starfsmanns verður skertur,“ segir í tilkynningu Orkuveitunnar. 569 vilja kaupa hlutafé í REI ♦♦♦ UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur sent 12 ítarlegar spurningar til eig- enda Orkuveitu Reykjavíkur (OR) vegna þess hvernig eignum hennar var ráðstafað með stofnun dóttur- félagsins Reykjavik Energy Invest (REI) og hvernig síðar var farið með eignarhluti í REI. Hann spyr m.a. um hvort borgar- stjóri og bæjarstjórar geti án sér- stakrar heimildar selt einkaaðila hluti í OR og hvort slíkt umboð sé ótakmarkað. Einnig hvernig gætt hafi verið að jafnræðisreglu og um möguleika annarra á að kaupa eignir OR. Fulltrúar í borgarstjórn Reykja- víkur, bæjarstjórn Akraness og sveitarstjórn Borgarbyggðar fengu spurningarnar sendar. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmað- ur Alþingis, er með þessu að kanna hvort tilefni sé til að hann taki til- tekin atriði varðandi málefni OR og REI til sjálfstæðrar athugunar. Ósk- ar hann eftir að svör berist fyrir 30. október nk. Umboðsmaður minnir á að fylgja þurfi hinum sérstöku leik- reglum sem um opinbera starfsemi gilda. „Það kann því vel að vera að vegurinn til hinnar endanlegu ákvörðunar um farsælt samstarf milli opinberra aðila og einkaaðila eða afhendingu á opinberum eign- um til einkaaðila sé lengri, og ekki eins greiður yfir- ferðar, og vegur einkamarkaðar- ins og einka- aðila.“ Hér á eftir fer útdráttur úr spurningunum. 1. Var stofnun REI samþykkt á fundi eigenda OR og þá hvenær? Ef stofnun var samþykkt á eigendafundi er óskað eftir því að fram komi hver fór með atkvæði hlutaðeigandi sveit- arfélags. 2. Hvaða eignir OR voru lagðar til REI við stofnun þess og hvert var hlutafé þess? Óskað er eftir að fram komi hvaða breytingar hafi síðar ver- ið samþykktar á hlutafé REI og með hverju hafi verið greitt, þ.m.t. eign- um eða peningum OR. 3. Óskað er eftir upplýsingum um hvort þeir hlutir í REI sem Bjarni Ármannsson, starfandi stjórnarfor- maður REI, keypti í ágúst eða sept- ember fyrir 500 milljónir hafi áður verið í eigu OR. Einnig hvort kaupin hafi verið samþykkt á eigendafundi. 4. Hver fór með atkvæðarétt á eig- endafundi OR 3. október þegar sam- eining REI og Geysir Green Energy (GGE) var samþykkt? 5. Í frásögn Morgunblaðsins af við- tali við Guðmund Þóroddsson for- stjóra REI 9. október var haft eftir honum að möguleg kaup einstaklinga á hlutfé REI hafi verið samþykkt á eigendafundi OR. Umboðsmaður óskar eftir afriti af þeirri samþykkt og hvort þarna hafi verið leyfð sala á hlutum sem þá voru í eigu OR. Ef þeir voru ekki eign OR er óskað upp- lýsinga um hver átti þá. 6. Umboðsmaður óskar eftir af- stöðu viðkomandi sveitarstjórna til þess hvort borgarstjóri eða bæjar- stjóri geti án sérstakrar heimildar frá sveitarstjórn samþykkt á fundi eigenda OR að selja einkaaðila hluti í félögum sem eru í eigu OR eða aðrar eignir OR, þ.m.t. með sameiningu við hlutafélag í eigu annarra. Sé afstaðan sú að borgar- eða bæjarstjóra sé þetta heimilt, er óskað eftir upplýs- ingum um á hvaða lagagrundvelli það byggist og hvort litið sé svo á að slíkt umboð sé án nokkurra takmarkana, þ.m.t. með tilliti til verðmæta og eigna. 7. Óskað er eftir að fram komi hvort og þá á hvaða fundum sveit- arstjórnirnar veittu borgarstjóra eða bæjarstjóra heimildir til að standa að samþykktum sem fjallað er í spurn- ingum 1, 2, 3 og 5. 8. Tilteknar eignir OR og hlutir í REI voru seld til einkaaðila eða runnu með samruna við annað félag inn í sameinað félag sem að veruleg- um hluta er í eigu einkaaðila. Af þessu tilefni óskar umboðsmaður eft- ir að sveitarstjórnir skýri afstöðu sína til þess að hvaða marki jafnræð- isreglur stjórnsýsluréttarins hafi gilt um framangreindar ákvarðanir. 9. Að því marki sem sveitarstjórn- irnar telja að fulltrúar þeirra hafi þurft að gæta að jafnræðisreglu um efni þeirra ákvarðana sem þar voru teknar, óskar umboðsmaður eftir að fram komi hvernig sveitarstjórnirnar telja að reglunnar hafi verið gætt við umræddar ákvarðanir. 10. Greint hefur verið frá því að til grundvallar á mati á verðmæti þeirra eigna sem OR lagði til REI (og þar með verðmæti þeirra hluta í REI sem seldir voru einstaklingum og lagðir inn í hið sameinaða félag REI og GGE) hafi eingöngu verið lagðar upplýsingar frá starfsmönnum og stjórnendum OR og REI. Umboðs- maður óskar af þessu tilefni eftir upplýsingum um hvort þetta sé rétt og ef ekki, til hvaða óháðu sérfræð- inga hafi verið leitað. 11. Eins og áður kom fram fara borgarstjóri og bæjarstjóri með at- kvæðisrétt sveitarfélaganna á eig- endafundum OR. Af þessu tilefni óskar umboðsmaður eftir afstöðu sveitarstjórnanna til þess hvaða regl- ur gildi um hæfi þessara starfsmanna til þátttöku í einstökum ákvörðunum. 12. Samkvæmt lögum um OR kýs borgarstjórn Reykjavíkur og bæjar- stjórn Akraness fulltrúa til setu í stjórn OR. Að meirihluta til eru nú- verandi stjórnarmenn einnig fulltrú- ar í viðkomandi sveitarstjórnum. Svo er einnig að hluta til um stjórnar- menn REI. Umboðsmaður óskar því eftir viðhorfi sveitarstjórnanna til þess hvort hæfisregla 19. greinar stjórnsýslulaga eða aðrar hæfisregl- ur stjórnsýsluréttarins gildi um störf þeirra sem valdir eru af sveitar- stjórnum til setu í stjórn OR og þeim eða stjórn OR til setu í félögum sem OR er eigandi að. Ef svo er ekki, ósk- ar umboðsmaður eftir að fram komi hvaða reglur sveitarstjórnin telur að gildi um sérstakt hæfi umræddra stjórnarmanna í einstökum málum. Tryggvi Gunnarsson Umboðsmaður spyr hvasst um REI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.