Morgunblaðið - 11.10.2007, Page 6

Morgunblaðið - 11.10.2007, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sænska skáldið Hjalmar Gullberg orti ljóð út frá sög- unni um þá skrautsýningu, sem Neró efndi til í hall- argörðum sínum, þegar hann lýsti þá upp með því að láta kveikja í lifandi fólki kristnu. Skáldið túlkar hugsun þessara píslarvotta. Þeir eru gagnteknir af öðrum eldi en þeim, sem hatrið og blindan tendra, og vita að fórnandi, krossfestur kær- leikur sigrar allt myrkur um síðir. Því veldur stjarnan björt, sem eystra brann, að böðlar smurðu oss með tjöru núna. Keisarinn sjálfur kveikti í. En hann vorn kjark fær ekki brennt né drepið trúna Lát gleymast vein og grát, allt jarðarböl! Sá geislar einn, sem fús er til að líða. Að lýsa heimi kostar mikla kvöl, sjá, kyndlar Nerós lýsa hátt og víða. Vér logum ekki í lystigarði hér rétt litla næturstund, til gamans kvaldir, nei, bjarmi þessa báls svo sterkur er, að birta hans mun lýsa fram um aldir. Verðum að ösku, brenni hold og bein! Blys vor í nótt slá leiftrum út um geiminn. Vér erum neistar báls, er bjartast skein. Það blóð, sem logar, fær eitt vakið heiminn. Sigurbjörn Einarsson Hvað viltu, veröld? (12) Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Ísafjörður | Kaupa þarf upp eða verja tvö íbúðar- hús á Innri-Kirkjubólshlíð, í nágrenni flugvallar- ins, og hefur það áhrif á búsetu einnar fjölskyldu. Flugstöðvarbyggingin og fleiri mannvirki eru einnig á hættusvæði C og kemur það væntanlega í veg fyrir uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í ná- grenni flugvallarins. Veðurstofa Íslands hefur unnið hættumat vegna ofanflóða á svæðum í kringum þéttbýlið á Ísafirði. Þar er um að ræða Tungudal, Dagverð- ardal og Innri-Kirkjubólshlíð og endurmat á Seljalandshverfi og Tunguskeiði eftir gerð varn- armannvirkja í hlíðinni þar fyrir ofan. Matið verð- ur kynnt íbúum á morgun. Helstu niðurstöður eru þær að hættusvæðið í Seljalandshverfi hefur minnkað frá fyrra hættu- mati. Allt sumarbústaðahverfið í Tungudal er talið á hættusvæði en þar var heimiluð enduruppbygg- ing með takmörkunum eftir snjóflóðið 1994. Skíðaskálinn í Tungudal er hættusvæði A en þjón- ustuskálinn á Seljalandsdal er utan hættusvæða. Hætta í innanverðum Tungudal og í Dagverðardal er miklu minni en á svæðunum í Seljalandshlíð. Byggingar á Ísafjarðarflugvelli eru á hættusvæði C en minni hætta hjá Sorpbrennslunni Funa. „Þetta er algerlega í samræmi við þær áætlanir sem við höfum gert,“ segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, um áhrif hættumats- ins á þróun byggðar á Ísafirði. Hann telur að hægt verði að halda áfram uppbyggingu á öllu Fjarð- arsvæðinu og jafnvel skapist möguleikar á byggð í Tungudal, innan við sumarbústaðahverfið. Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að ekki hafi verið settar reglur um viðbrögð við því þegar atvinnuhúsnæði lendir á mesta hættusvæði, eins og raunin er með flugstöðina á Ísafirði, nema hvað taka verði tillit til áhættunnar við rýmingar vegna yfirvofandi snjó- flóðahættu. Hann vekur athygli á því að margt fólk geti safnast þar saman en hafi vanalega stutta viðdvöl. Þá sé flugvöllurinn oft lokaður þegar snjó- flóðahætta sé hvað mest. Segir Tómas að þótt taka verði tillit til þess að fólk starfi á flugvellinum sé ekki hægt að líkja aðstæðum þar við íbúðarhverfi þar sem fólk dvelji allan sólarhringinn. Tvö íbúðarhús á hættusvæði  Veðurstofan hefur gert nýtt hættumat vegna snjóflóða á Ísafirði  Flugstöðvar- byggingin er á mesta hættusvæði en meginhluti Seljalandshverfisins fyrir utan Í HNOTSKURN »Við hættumat vegna snjóflóða er landiskipt upp í þrjá flokka, A, B og C. »Á hættusvæði C skal öryggi tryggt meðvaranlegum varnarvirkjum eða upp- kaupum íbúðarhúsnæðis. Á svæðum A og B er heimilt að tryggja öryggi fólks með eft- irliti og rýmingu. »Heimilt er að reisa ný íbúðarhús og at-vinnuhúsnæði á hættusvæðum A og B, með vissum takmörkunum.                                        með að geta unnið eitthvað með hann í haust þar sem hann er nú orðinn kynþroska.“ Hlýri er mat- fiskur og að sögn Sindra er hann ekki ósvipaður steinbít, „til- tölulega þéttur í sér og ágætis fiskur“. Hlýri getur orðið nokkuð stór, eða allt að 20 kg. Í sláturstærð, líklega við þriggja ára aldurinn, er fiskurinn um 10 kg. HLÝRARNIR á Norðfirði eru orðnir kynþroska. Umræddir fisk- ar eru þátttakendur í tilraun Síld- arvinnslunnar með hlýraeldi sem hófst árið 2001. Á næstu vikum verður því ljóst hver árangur til- raunarinnar er. Klakstofninn er ekki stór, að- eins um 200 fiskar, segir Sindri Sigurðsson, framleiðslustjóri hjá Síldarvinnslunni. „Við reiknum Aðspurður um hvernig hlýraeldi sé frábrugðið öðru fiskeldi, t.d. laxeldi, nefnir Sindri að hlýrinn sé botnfiskur. „Þannig að hann dreif- ir sér ekki á rúmmál í körunum heldur á fermetra. Hann er miklu líkari lúðu að þessu leytinu.“ Enginn kaupandi er enn sem komið er að afurðum hlýraeld- isins, þegar þar að kemur, enda verkefnið stutt á veg komið. Ljósmynd/Helgi Garðarsson Kynþroska tilraunadýr Síldarvinnslan elur hlýra í tilraunaskyni FORNBÓKABÚÐIN Bókin, Klapparstíg 25, Reykjavík fagnar 50 ára afmæli á þessu ári og efnir þess vegna til stórfellds bóka- markaðar, þar sem allar bækur eru seldar með 50% afslætti í eina viku frá föstudegi 12. október. „Til sölu verða ættfræðibækur og þjóðlegur fróðleikur fyrir grúskarana og fræðimennina, póli- tísk fræðirit fyrir vinstri intelli- gentiuna og hægri villingana, bækur um guðspeki, trúarbrögð og spíritisma fyrir leitanda sálir, svaðilfara og ferðasögur fyrir æv- intýramenn, léttar afþreying- arbækur fyrir erfiðisfólk, hagvís- indi fyrir verðbréfabörnin, lögfræðirit fyrir lögmannaskar- ann, ljóð og skáldverk fyrir fag- urkerana, ævisögur stórmenna og listamanna og gleymdra stjórn- málamanna og íslenzks alþýðu- fólks fyrir upprennandi stjórn- málamenn og konur og erlendar pocketbækur í þúsundatali fyrir lestrarhestana,“ eins og segir í fréttatilkynningu. Allar bækurnar á markaðnum eru seldar með 50% afslætti og stendur veizlan yfir í eina viku og opnar n.k. föstudag kl. 11.00. 50% afsláttur á 50 ára afmæli Fyrirtækið, sem er áratugagamalt fjölskyldufyrirtæki, samanstendur af stóru bakaríi, fallegri bakarísbúð og söluturni, í eigin húsnæði.Við bakaríið eru einnig tvær mjög góðar íbúðir.Tekjur eru stöðugar og framlegðar- aukning verið umtalsverð sl. ár. Ýmiskonar eignaskipti athugandi. Áhugasamir vinsamlega sendi nafn og síma til casafirma@visir.is. Rótgróið bakarí og söluturn í Hveragerði PERSÓNUVERND hefur kveðið upp úrskurð vegna vinnslu persónu- upplýsinga í könnun Alcan á afstöðu Hafnfirðinga til stækkunar álversins í Straumsvík sl. vetur. Kemst Per- sónuvernd að þeirri niðurstöðu að Alcan hafi ekki gert ráðstafanir til að tryggja að þeir sem spurðir voru fengju upplýsingar um að svör þeirra yrðu skráð, hver stæði fyrir öflun upplýsinganna, í hvaða tilgangi, hvað væri skráð og hvernig varðveislu upplýsinganna yrði hagað. Því hafi söfnun Alcan á upplýsingum um skoðanir einstakra íbúa í Hafnarfirði brotið í bága við ákvæði laga um per- sónuvernd. Sigurður Þór Ásgeirsson, fjár- málastjóri Alcan á Íslandi, segir að ekki sé gerð athugasemd við að könn- unin hafi verið gerð heldur finni Per- sónuvernd að því að starfsmenn hafi ekki gætt þess að upplýsa viðmæl- endur sína nægilega skilmerkilega um að upplýsingarnar yrðu skráðar í tölvukerfi. Því hafi verið kippt í liðinn þegar þessi mistök uppgötvuðust. „Við vorum í kosningaslag sl. vetur en erum því ekki vön. Við réðum til okkar ráðgjafa sem við fengum kosn- ingakerfið hjá. Eftir því sem við best vissum er þetta samskonar kerfi og notað er í prófkjörum allra stjórn- málaflokka. Við töldum okkur því vera nokkuð örugg um að við værum ekki að gera neitt óeðlilegt.“ Ekki í samræmi við lög KARLMAÐUR á sextugsaldri missti töluvert blóð en er ekki tal- inn alvarlega slasaður eftir að veist var að honum með skærum aðfaranótt miðvikudags. Kona og tveir karlmenn voru handtekin í kjölfar árásarinnar en mönnunum var sleppt eftir hádegið í gærdag. Konan sem er á fimmtugsaldri er grunuð um verknaðinn og verður hugsanlega farið fram á gæslu- varðhald yfir henni í dag. Flúði úr íbúðinni Árásin átti sér stað skömmu eft- ir miðnættið. Fólkið sat við drykkju í íbúð í Vesturbæ Reykja- víkur en ekki liggur fyrir hvers vegna konan stakk manninn í bak- ið. Fórnarlambið flúði út úr íbúð- inni og til nágranna, þaðan sem hann hringdi eftir aðstoð. Hann var fluttur á slysadeild Landspít- ala og er að sögn ekki talinn al- varlega slasaður. Stakk karlmann í bakið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.