Morgunblaðið - 11.10.2007, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 11.10.2007, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI FRÉTTASKÝRING Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is TYRKNESK stjórnvöld ætla engu til að spara í þeim ásetningi sínum að tryggja sér sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna starfs- árin 2009-2010. Fjölmiðlar í Tyrklandi segja að 50 milljónir dollara hafi verið eyrnamerktar framboðinu, þ.e. meira en þrír milljarðar ís- lenskra króna, en til samanburðar má nefna að kosningabarátta Íslendinga hefur skv. upplýs- ingum úr utanríkisráðuneytinu þegar kostað um 250 milljónir króna og er gert ráð fyrir að endanlegur kostnaður verði um 320 milljónir. Í nýlegri frétt í dagblaðinu Sabah kemur fram að tyrknesk stjórnvöld hafi lagt sig eftir því að tryggja sér stuðning fátækra smáþjóða, sem hafa átt erfitt með að greiða aðildargjöld sín að SÞ. Utanríkisráðuneytið tyrkneska hafi í einhverjum tilfellum greitt aðildargjöld slíkra ríkja – en þau ríki sem eru í skuld við SÞ á kjör- degi hafa ekki atkvæðisrétt í keppninni um sæti í öryggisráðinu. Fram kemur í frétt blaðsins að tuttugu millj- ónir dollara hafi verið lagðar til hliðar fyrir út- gjöld af þessum toga, sem og til að aðstoða fá- tæk smáríki með ýmsum öðrum hætti. Voru stjórnarerindrekar sendir út af örkinni til að kynna sér þarfir umræddra ríkja og í kjölfarið samið um þróunaraðstoð sem Þróunarsam- vinnustofnun Tyrklands (TIKA) síðan sér um. Námu útgjöld vegna þróunarsamvinnu, sem til var komin með þessum hætti, 15 milljónum dollara á árinu 2006 skv. Sabah. Sambærilegar fréttir birtust í blaðinu Turkish Daily News, sem gefið er út á ensku, í sumar. Þar kom m.a. fram að Tyrkir lögðu alls 750 milljónir dollara til þróunaraðstoðar á árinu 2006. Tvíhliða aðstoð við tiltekin ríki hefur einn- ig aukist á sl. þremur árum, í um 300 milljónir dollara. Þá hafa Tyrkir aukið mjög framlög sín til Matvælastofnunar SÞ (WFP). Blaðamaður Turkish Daily News tengir þetta við örygg- isráðsframboðið en bætir því þó við að tyrk- neskir ráðamenn telji sig hafa komist að raun um að aðstoð sem þessi fæði af sér aukin tví- hliða viðskipti við umræddar þjóðir. Viðskipti við Afríkuríki sunnan Sahara hafi t.d. fjög- urhundruðfaldast á síðustu þremur árum. Kemur ekki til greina hjá Íslandi Tilraunir til að fá fulltrúa tyrkneskra stjórn- valda til að staðfesta þessar tölur hafa ekki bor- ið árangur en forráðamenn framboðs Íslend- inga segja hins vegar að þær komi þeim ekki á óvart. „Við höfum auðvitað haft af því fregnir að Tyrkir ætli að láta einskis ófreistað að komast inn í öryggisráðið og að það kosti mikið. En það er vart að maður trúi því að þessar fregnir séu réttar, þ.e. að verja eigi svo miklu fjármagni til þess að reyna að tryggja sæti í öryggisráðinu og svo hitt að stórum hluta þess fjár eigi að verja til þess að greiða skuldir ríkja til þess að tryggja að þau geti nýtt kosningaréttinn,“ segir Kristín A. Árnadóttir, sem stýrir framboði Ís- lendinga. Austurrískur embættismaður sem rætt var við tók í sama streng, sagði að það kæmi sér ekki á óvart þó að Tyrkir væru reiðubúnir til að eyða umræddri upphæð í framboð sitt. Spurður um kostnað Austurríkis af framboðinu sagði embættismaðurinn að hann væri ekki reikn- aður sérstaklega, heldur kæmi einfaldlega af fjárlögum sem rekstrarkostnaður utanrík- isþjónustunnar. Hann sagðist ekki hafa heyrt þann orðróm að Tyrkir væru að greiða upp skuldir fátækra smáríkja en rifjaði upp að orð- rómur hefði verið á kreiki um það árið 2000 – þegar Ítalía, Noregur og Írland kepptu um tvö sæti í öryggisráðinu – að Ítalir víluðu slíkt ekki fyrir sér. Það hafði þó ekki tilætluð áhrif því að Noregur og Írland fóru inn í ráðið það ár. Kristín A. Árnadóttir sagði að ekki kæmi til greina af hálfu Íslands að borga aðildargjöld ríkja að SÞ til að tryggja að þau hefðu atkvæð- isrétt á kjördag. Lögð yrði áhersla á að barátta okkar fyrir sæti í öryggisráðinu væri háð á mál- efnalegum forsendum. Kostnaður Tyrkja áætlaður 3 milljarðar  Tyrknesk stjórnvöld sögð greiða upp skuldir fátækra aðildarríkja SÞ til að tryggja sér atkvæði þeirra vegna öryggisráðskosninga  Tyrkir hafa aukið mjög framlög sín til þróunarmála á undanförnum árum Í HNOTSKURN »Ísland, Tyrkland og Austurríkikeppa um tvö laus sæti í örygg- isráðinu tímabilið 2009-2010 í WEOG- grúppunni svokölluðu, hópi Vestur- Evrópuþjóða og annarra. Kosið verður í október 2008. »Fimmtán ríki eiga aðild að örygg-isráðinu á hverjum tíma, þar af fimm fastaríki: Kína, Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Rússland. Reuters Ákveðnir Tyrkir vilja inn í öryggisráð SÞ. Mín hugmynd! Miklar umræður spunnust á Alþingi í gær um þingsályktunartillögu þriggja þingmanna Framsókn- arflokksins þess efnis að skattaí- vilnanir verði heimilaðar fyrir fyr- irtæki sem leggja út í kostnað vegna rannsóknar og þróunar. Þó má segja að um- ræðan hafi að- eins farið út í aðra sálma… Katrín Júl- íusdóttir, Sam- fylkingu, fagnaði framtakinu enda væri um gamla til- lögu frá Samfylk- ingunni að ræða sem hafi verið lögð fram og verð- launuð á Sprota- þingi í febrúar sl. Valgerður Sverr- isdóttir, Fram- sókn, sagði hins vegar að tillögur til að bæta um- hverfi sprotafyrirtækja hafi verið lagðar fram í sinni tíð í iðnaðarráðu- neytinu en ekki hlotið stuðning frá Sjálfstæðisflokknum. „Hins vegar var Samfylkingin mjög útsmogin. Hún notaði þessar tillögur sem sínar tillögur á Sprotaþingi og fékk verð- laun fyrir tillögurnar mínar!“ Kapítalistar úti í bæ Valgerður og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra áttust einnig við eft- ir að Valgerður sagði að Össur hefði misnotað vald sitt sem formaður heilbrigðis- og tryggingamálanefndar í tíð síðustu ríkisstjórnar. Össur ósk- aði eftir að bera af sér sakir og sagði að hann hefði aðeins farið eftir sann- færingu sinni, eins og honum bæri samkvæmt stjórnarskrá, þegar hann hafnaði kröfu Framsóknarflokksins um að fara að ráðum DeCode um hvernig lög skyldu sett um gagna- grunna. „Það eru ekki fyrirtæki og kapítalistar úti í bæ sem ráða mínum gjörðum eins og þeir hafa því miður alltof lengi og alltof oft gert varðandi Framsóknarflokkinn,“ sagði Össur. Dagskrá þingsins Þingfundur hefst kl. 10.30 í dag. Tólf mál eru á dagskrá, þar á meðal fjár- aukalög, vatnalög og frumvarp um lánasýslu ríkisins. Valgerður Sverrisdóttir Össur Skarphéðinsson STJÓRNARSKRÁIN er brotin á lesblindum börnum, sagði Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, á Alþingi í gær og vísaði til jafnréttisákvæðis stjórnarskrár- innar. Atli spurði menntamála- ráðherra m.a. hvort hún hygðist beita sér fyrir því að lesblindir nemendur í grunn- og framhalds- skóla ættu kost á lesblinduleiðrétt- ingu sér að kostnaðarlausu og taldi sjálfur að svo ætti tvímælalaust að vera. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði fram- kvæmdahóp vera starfandi sem ynni að því að hrinda í framkvæmd tillögum sem nefnd um málið skil- aði af sér sl. vor. „Nú þegar sýnt hefur verið fram á að takmörkuð lestrarfærni getur haft marg- víslegar neikvæðar afleiðingar má alveg ljóst vera að það þarf að bregðast við með markvissum þætti,“ sagði Þorgerður og nefndi m.a. að verið sé að skoða mögu- legar breytingar á samræmdum prófum í 4. og 7. bekk. Þá lagði Þorgerður ríka áherslu á að áfram verði unnið að því að mæta þörfum lesblindra barna. Stjórnarskráin brotin á lesblindum börnum Morgunblaðið/Kristinn Fylgst með Þingmenn kröfðu ráðherra svara við hinum ýmsu fyr- irspurnum á Alþingi í gær, m.a. varðandi málefni lesblindra barna. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is EKKI er gert ráð fyrir efnislegum breytingum á núgildandi reglum um nálgunarbann, að því er fram kom í svari Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur, þing- manns Vinstri grænna, á Alþingi í gær. Kolbrún vísaði til frumvarps VG frá síðasta þingi þar sem lagt er til að farin verði svonefnd austurrísk leið þannig að lögregla hafi heimild til að fjarlægja ofbeldismann af heimili sínu með sérstökum dóms- úrskurði. Alþingi getur breytt Björn sagði að réttarfarsnefnd hefði unnið frumvarp til laga um nálgunarbann sem verður lagt fram á Alþingi en að ekki væri gert ráð fyrir „efnislegum breytingum á gildandi rétti“ í því. „Ef vilji er til þess í allsherjarnefnd að breyta frumvarpinu frá því sem það kemur fyrir að tillögu réttarfarsnefndar er það að sjálfsögðu réttur nefndarinn- ar að taka málið til þeirrar skoð- unar,“ sagði Björn. Kolbrún var hins vegar ekki sátt við svarið og spurði hvers vegna ráðherra hafnaði þessari hugmynd sem hefði reynst vel í nágranna- löndunum. „Ofbeldismenn ganga lausir og lögreglan hefur engin úr- ræði að öðru leyti en því að hún get- ur komið fórnarlömbum ofbeldis- mannsins í athvarf,“ sagði Kolbrún. Björn sagðist hins vegar þeirrar skoðunar að lögregla hefði heimildir til að grípa inn í mál af þessum toga og ítrekaði að Alþingi gæti tekið af- stöðu til frumvarpsins, sem verður lagt fram, og breytt ef vilji væri fyr- ir því. Engar breytingar varðandi nálgunarbann GUÐJÓN A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, mælti fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi í gær þess efnis að þorskafli fyrir veiðiárið 2007-2008 yrði aukinn um 40 þúsund tonn. Flutningsmenn frumvarpsins telja að margt bendi til þess að upp- vaxandi árgangur ungþorsks sé í meira mæli en gert er ráð fyrir í gögn- um Hafrannsóknastofnunar. „Við leggjum til í Frjálslynda flokknum að menn spari sér loðnuveiðarnar,“ sagði Guðjón m.a. og bætti við að það myndi gefa besta raun við að stækka þorsk- stofninn. Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráð- herra, sagði Frjálslynda flokkinn við- urkenna að það kynni að vera háska- leg staða á miðunum enda legði hann til skerðingu, bara ekki eins mikla. „Ef þeir væru fullkomlega sannfærðir um sinn málflutning hefðu þeir lagt til að það yrði engin skerðing,“ sagði Össur. Loðnu eða þorsk? Frjálslyndir vilja aukinn þorskafla ÞINGMENN BLOGGA Jón Magnússon 10. október Ekki af himnum ofan Ljóst er að ákvarðanir um stofnun REI og starfsemi duttu ekki af himnum ofan. Þar er um nokkuð langt ferli að ræða þar sem stjórnmálamennirnir sem að málinu stóðu mótuðu stefnuna og embætt- ismennirnir framkvæmdu það sem stjórnmálamennirnir lögðu fyrir þá. Meira: jonmagnusson.blog.is Björn Bjarnason 9. október Logar í ófriði Ljós í þágu friðar boð- aði Yoko Ono með sól- gleraugu á nefi í myrkri í Viðey, þegar kveikt var á friðarsúlu til minningar um John Lennon. Orkugjafi friðarsúlunnar er OR, þar sem allt logar í ófriði. Meira: www.bjorn.is ÞETTA HELST ...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.