Morgunblaðið - 11.10.2007, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 11.10.2007, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is ÚTGERÐUM hafa nú borizt greiðsluseðlar frá Fiskistofu um veiðigjald. Á seðlunum er þorskur- inn ekki undanskilinn eins og búast hefði mátt við af yfirlýsingu stjórn- valda um mótvægisaðgerðir. Skýringin á þessu er sú að sbr. 23. gr. laga nr. 116 um stjórn fiskveiða skal Fiskistofa innheimta veiðigjald. Gjalddagar eru þrír, 1. október, 1. janúar og 1. maí. Eindagi er 15 dög- um eftir gjalddaga. Þar sem engar breytingar hafa enn verið gerðar á lögunum var því ekki heimilt að undanskilja þorskinn á greiðsluseðl- inum. 250 til 275 milljónir króna Lagt hefur verið fram frumvarp til laga um afnám veiðigjalds á þorsk fyrir þetta og næsta fiskveiði- ár. Meðan frumvarpið hefur ekki verið samþykkt, verða útgerðirnar að greiða veiðigjaldið fyrir þorskinn á gjalddaga. Gert er ráð fyrir að tekjutap ríkissjóð vegna afnáms gjaldsins verði 250 til 275 milljónir króna. Heildartekjur af veiðigjaldi að þorski meðtöldum voru áætlaðar um einn milljarður. Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra segist gera ráð fyrir að frumvarpið verði orðið að lögum fyrir áramót, þegar annar gjalddagi veiðigjaldsins verður. Þá fellur gjaldið á þorskinn niður og greiðsla fyrir þorskinn í haust verður tekin sem greiðsla fyrir aðrar tegundir, svo langt sem hún nær. Hafi greiðsla fyrir þorskinn í haust orðið meiri en greiða þarf fyrir aðrar teg- undir um áramótin má gera ráð fyr- ir endurgreiðslu sem þeim mismun nemur. Framlengt í rækjunni Með lögum nr. 42/2006 um breyt- ingu á lögum um stjórn fiskveiða var ákveðið að til fiskveiðiársins 2007/ 2008 skyldi veiðigjald vegna úthafs- rækju og rækju sem veidd er á Flæmingjagrunni miðast við land- aðan afla en ekki úthlutaðar veiði- heimildir. Jafnframt var ákveðið að aflétta veiðiskyldu í þeim veiðum til sama tíma. Var þetta gert til þess að koma til móts við rækjuveiðar og -vinnslu sem áttu við erfiðleika að etja. Í frumvarpinu nú er lagt til að þessar sérstöku ráðstafanir gildi einu ári lengur eða til loka fiskveiði- árs 2008/2009 enda stendur rækju- iðnaðurinn mjög höllum fæti. Rukkað fyrir þorskinn í haust Í HNOTSKURN »Gjalddagar eru þrír, 1. októ-ber, 1. janúar og 1. maí. Ein- dagi er 15 dögum eftir gjalddaga. Þar sem engar breytingar hafa enn verið gerðar á lögunum var því ekki heimilt að undanskilja þorskinn. »Gert er ráð fyrir að tekjutapríkissjóð vegna afnáms gjalds- ins verði 250 til 275 milljónir króna. Heildartekjur af veiði- gjaldi að þorski meðtöldum voru áætlaðar um einn milljarður. »Ráðstafanir vegna bágrarstöðu rækjuveiða og vinnslu verða framlengdar til loka næsta fiskveiðiárs. SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur staðfest tillögu Hafrann- sóknastofnunarinnar um breytt við- miðunarmörk á ýsu úr 30% undir 45 cm í 25% undir 41 cm. Umrædd við- miðunarmörk eru til skyndilokunar veiðisvæða. Jafnframt hefur verið aflétt kröfu um smáfiskaskilju við togveiðar á stóru svæði fyrir Suðurlandi. Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir þessar breytingar ánægjulegar, þótt ganga hefði mátt lengra. Til dæmis hefði mátt opna skiljuhólf út af Vestfjörðum líka. „Það er jákvætt að gripið skuli til aðgerða til að auðvelda mönnum aðgang að ýs- unni með þessum hætti. Þarna er verið að taka á afleiðingum sam- dráttar í þorskkvótanum og segja má að þetta sé eina aðgerðin, að minnsta kosti hingað til sem kemur með beinum hætti sjómönnum til góða,“ segir Árni. Hann bendir á að þegar notuð sé smáfiskaskilja við ýsuveiðar drep- ist sú ýsa sem skiljist frá í gegnum skiljuna. Hún þoli ekki hreist- urskemmdir af því að smjúga gegn- um skiljuna. Því sé betra að sleppa skiljunni. Þannig nýtist ýsan betur og komi það sjómönnum til góða. Mörk í ýsu lækkuð ÚR VERINU Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is SPURNINGIN hlýtur alltaf á endanum að verða hvort hægt sé að draga svo mikið úr nei- kvæðu afleiðingunum við nýtingu vatnsafls að fórnarkostnaðurinn sé viðunandi. Ég vil ekki tjá mig um einstakar framkvæmdir en það er ljóst að við höfum dæmi um góðar stífl- ur í heiminum og líka um skelfi- legar stíflur,“ segir Achim Stein- er, yfirmaður Umhverfisstofn- unar Sameinuðu þjóðanna (UNEP). Steiner, sem er Þjóðverji og tók við embættinu í fyrra, verður heiðursgestur Umhverfisþings og flytur ávarp við setningu þess á morgun, föstudag. UNEP sinnir stefnumótun á sviði umhverfis- mála og veitir aðildarríkjum SÞ og öðrum stofnunum samtakanna vísindaleg ráð. Rætt var við Steiner í síma en hann var á ráðstefnu í Belgrad og sagði hann loftslagsbreytingar vera mikilvægasta málið á dag- skrá UNEP. „Við vinnum með ríkisstjórnum um allan heim að því að finna lausnir og móta stefnuna til framtíðar,“ sagði hann. „Við tökumst á við vísindalegu hliðina á þessum málum og rannsökum hvaða áhrif nið- urstöður loftslagsnefndar SÞ hafa í hverju ein- stöku landi.“ – Þú veist að Íslendingar nota mjög vatnsafl, reisa þá stundum miklar stíflur og gera uppi- stöðulón og þú ert einmitt sérfræðingur á því sviði. Eru ókostirnir of miklir? „Alþjóðanefndin um stíflur og lón komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að úrskurða að slík mannvirki væru góð eða slæm. Meta þarf hvert verkefni fyrir sig, hvert mannvirki er ein- stakt. Þess vegna þarf líka að meta hvert mann- virki á Íslandi, kostina og gallana. Oft eru menn að byggja mannvirki af þessu tagi án þess að taka tillit til félagslegu afleiðinganna.“ Er kjarnorka lausnin? – Er kjarnorka hugsanlega lausnin á vand- anum vegna losunar gróðurhúsalofttegunda? „Vandinn við hana er sá sami og við svo margt annað, tækni af þessu tagi er oft lýst eins og um sé að ræða tækifæri sem annaðhvort beri að nýta eða hafna algerlega. Það blasir við að mörg ríki hafa þegar ákveð- ið að velja kjarnorkuna, Frakkar fá nú yfir 70% af öllu rafmagni frá kjarnorkuverum. Ég hygg að ekki sé hægt að fullyrða umsvifalaust að kjarnorkan sé eina svarið við loftslagsvandan- um, málið þarf mun meiri skoðun en svo. Í fyrsta lagi er ekki til endalaust magn af úrani og í öðru lagi eru nú aðeins rúmlega 420 kjarn- orkuver starfandi í heiminum. Ef við ætluðum að leysa vandann vegna hlýnandi loftslags með kjarnorkuverum gætum við þurft 4.000 kjarnakljúfa, sem er óraun- hæft. En að mínu mati eru það þrjár mikilvægar spurningar sem vakna. Í fyrsta lagi er það efna- hagslegi þátturinn, í öðru lagi er það öryggisþátturinn og þá á ég við hugsanleg slys, hryðjuverk og hættuna á að ríki komist yfir úr- gang sem nota megi til vopna- gerðar og loks er það sú stað- reynd að við vitum ekki hvernig ber að leysa til langframa vand- ann vegna kjarnorkuúrgangsins frá verunum. Við erum nú að framleiða birgð- ir af geislavirkum úrgangsefnum, þetta er varðveitt til bráðabirgða neðanjarðar eða í skemmum. En heimurinn bíður enn eftir að fá að vita hvað gera skuli við þessi efni sem geta verið geisla- virk í þúsundir ára. Samfélagið verður því einnig að vega og meta kostina og hætturnar við kjarnorkuna. Ég spyr einfaldlega: Ef kjarnorkan er vænleg í tækni- legum skilningi, finnst okkur þá, með vanda- málin sem ég lýsti áðan í huga, að leggja beri mikla áherslu á hana sem framtíðarkost?“ – Ríkar þjóðir semja stundum við fátækar í Afríku og annars staðar um að mega losa þar sorp gegn greiðslu. Er siðferðislega rangt að efna til slíkra viðskipta? „Ég held að við ættum að fara varlega. Sorp á 20. öld var eitthvað sem var bara fleygt en sorp á 21. öld getur orðið uppspretta nýtanlegra efna. Öll hugsunin á bak við endurvinnslu og tækni endurnýtingarinnar gengur út á það. Það sem við hjá UNEP höfum fyrst og fremst áhyggjur af er þáttur hnattvæðingarinnar í þessu ferli, að ríkar þjóðir reyni að leysa sorp- vandamál sitt með því fleygja því frá sér í þró- unarlöndunum. Sú hegðun hefur leitt til vandræða. Tryggja þarf að markaðurinn á þessu sviði sé undir traustu eftirliti og gegnsær, að glæpir séu hindraðir og reyna að nota þessi viðskipti til að ýta undir endurnýtingu,“ sagði Achim Steiner. Meta þarf fórnarkostnaðinn Achim Steiner, yfirmaður UNEP. Yfirmaður Umhverfisstofnunar SÞ segir stíflur og uppistöðulón hvorki slæm né góð heldur misjöfn „ÉG GET varla beðið eftir því að koma heim og segja börnunum allt um Ísland, sýna þeim myndir og bera þeim kveðju frá styrktarfor- eldrum þeirra,“ segir Nouria Nagi, fram- kvæmdastjóri YERO-miðstöðvarinnar í Jemen sem um nokkurt skeið hefur notið stuðnings styrktarsjóðs félaga í VIMA, Vin- áttu- og menningarfélags Mið-Austurlanda. Nagi er í heimsókn á Íslandi en hún segir það hafa komið sér algerlega í opna skjöldu hversu vingjarnlegir Íslendingar séu. Nagi hefur rekið YERO-miðstöðina (Yemeni Education & Relief Organization) í Saana, höfuðborg Jemen, frá því í ársbyrjun 2005 og þar eru nú um 250 börn. Börnin koma tvisvar í viku, eru á aldrinum sex til sextán ára, og fá aðstoð við heimanámið og kennslu í fög- unum sem ekki eru kennd í skólum þeirra. Þau fá líka að borða, reglulega læknisskoðun, þeim er gefinn skólabúnaður sem þau kann að skorta og skólafatnaður. Öll eiga þau það sam- eiginlegt að búa við mikla fátækt. Alls er nú 101 barn á miðstöðinni styrkt af Íslendingum en þar er einkum um að ræða fólk sem tengist VIMA og Jóhönnu Kristjóns- dóttur. Jóhanna hefur staðið fyrir ferðum til arabalanda, þ.m.t. Jemens, og fjölmargir Ís- lendinganna sem styrkja börn í YERO-mið- stöðinni hafa hitt styrktarbörn sín þar á sl. tveimur árum. Nagi brosir er hún rifjar upp að hún var heldur efins er hún hélt upp í ferðalag sitt til Íslands, óttaðist að Íslendingar yrðu kuldaleg- ir. „En það hafa allir sýnt mér svo mikla vin- semd. Ég hef ferðast mikið um ævina en hvergi hitt eins vingjarnlegt fólk. Mér líður nú þegar eins og þetta sé heimili mitt,“ segir hún. Nagi kveðst komin til Íslands í þeirri von að fjölga stuðningsfólki enn frekar og líka til að skoða möguleika á því að YERO kaupi hús- næði undir starfsemi sína í Saana, en hún er nú rekin í leiguhúsnæði. „Ég vil líka geta veitt húsaskjól fólki frá Íslandi og annars staðar frá sem vill koma og vinna sjálfboðavinnu með börnunum, við kennslu og annað þess háttar.“ Hún segir börnin í Saana skiljanlega ekki vita mikið um Ísland en að þau beri hlýjan hug til styrktarforeldra sinna. „Svo ég sé fullkom- lega heiðarleg þá voru þau í upphafi, þegar fyrst kom til tals að Íslendingar styddu börn í Jemen, heldur tortryggin. Skildu ekki hvers vegna einhver sem byggi svo langt í burtu hefði áhuga á að styðja við bakið á þeim. En ég útskýrði fyrir þeim að það skipti engu máli hvaða trúdeild þau tilheyrðu eða hvaða lit hör- und þeirra bæri; að fólk tæki þeim eins og þau væru og vildi hjálpa þeim. Ég hef sjálf alltaf kennt mínum börnum þetta: að ekki bæri að óttast útlendinga. Börnin vita núna að það er hjartagæska sem ræður för hjá fólki.“ Aðstæður kvenna eru bágbornar í Jemen en um áramótin 2006 hleypti Nagi af stað fullorð- insfræðslunámskeiði fyrir konur og styrkja Ís- lendingar nú 24 konur í fullorðinsfræðslunni. Nagi segir hins vegar að konur hafi ágæt tæki- færi á að láta ljós sitt skína, sendiherra Jemens hjá Sameinuðu þjóðunum sé t.a.m. kona. „Við eigum margar menntaðar konur og þær eru ekki undirokaðar í þeim skilningi sem fólk á Vesturlöndum telur.“ Morgunblaðið/Sverrir Góðar móttökur Nouria Nagi ávarpar fund VIMA í Kornhlöðunni sl. sunnudag. Hjartagæskan ræður för hjá fólki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.