Morgunblaðið - 11.10.2007, Síða 21

Morgunblaðið - 11.10.2007, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 21 GEORGE W. Bush Banda- ríkjaforseti og eiginkona hans ætla að taka þátt í athöfn í næstu viku þegar Dalai Lama, trúar- leiðtogi Tíbeta, verður heiðraður af Bandaríkja- þingi. Bush ákvað að vera við at- höfnina þótt líklegt sé að það vekji reiði kínverskra ráðamanna. Þetta verður í fyrsta skipti sem sitjandi forseti Bandaríkjanna hitt- ir Dalai Lama við opinbera athöfn. Forseti fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings, Nancy Pelosi, mun af- henda Dalai Lama æðstu orðu, sem þingið veitir, á miðvikudag. Bush heiðrar Dalai Lama Dalai Lama TEKJUR víða um heim hafa aukist mikið á síðustu tveimur áratugum enda hefur efnahagslífið í heim- inum vaxið mjög á þessum tíma. Það sama á hins vegar við um mis- réttið, launabilið á milli manna. Vaxandi launabil KONA nokkur og starfsmaður Óslóarborgar hefur verið rekin. Ástæðan er sú, að á fimm mánuðum talaði hún til útlanda fyrir um 300.000 ísl. kr. og í 115 tíma alls, næstum því í þrjár vinnuvikur. Mælirinn fullur NICOLAS Sarkozy, forseti Frakk- lands, sótti í gær heim Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Fékk hann ekki breytt afstöðu hans til Írans- deilunnar en ætlaði að leggja mikla áherslu á mannréttindamál. Reuters Í Moskvu Fögnuður með forsetum. Gist hjá Pútín ISMAIL Haniya, sem gegndi stöðu forsætis- ráðherra Palest- ínumanna fyrr á þessu ári, gaf í gær yfirlýsingu um að Ham- as-samtökin væru tilbúin að ræða við Fatah- samtökin sem keppt hafa um völd- in í Palestínu. Hamas tók öll völd á Gaza-svæð- inu í júní eftir vopnuð átök við liðs- menn Fatah. Í yfirlýsingu Haniya sagði að stjórn Hamas á Gaza væru tímabundin. Jafnframt kem- ur fram í yfirlýsingunni að við- ræður leiðtoga Hamas og Fatah færu fram í arabískri borg. Forseti Palestínumanna og leið- togi Fatah, Mahmoud Abbas, hefur útilokað viðræður við Hamas nema samtökin láti stjórn Gaza-svæðisins af hendi. Tilbúinn að ræða við Fatah Ismail Haniya SAMTÖK, sem lýsa sjálfum sér sem „grasrótardemókrötum“, hafa skorað á Al Gore að endurtaka leik- inn frá árinu 2000 og bjóða sig fram til forseta. Kemur það fram í heil- síðuauglýsingu í New York Times. Gore í framboð? ÓNÓG loft- og vatnsgæði og þær breytingar, sem hækkandi hitastig veldur um allan heim, hafa gert það að verkum, að ævilíkur Evrópu- manna hafa styst um eitt ár. Kemur þetta fram í 400 blaðsíðna skýrslu Evrópsku umhverfisvernd- arstofnunarinnar en hún var kynnt á ráðherrafundi í Belgrad í Serbíu. Í skýrslunni segir, að hundruð þúsunda Evrópumanna falli í valinn fyrir menguninni á ári hverju og miklu fleiri en látist í bílslysum. Í Vestur- og Mið-Evrópu geta karlar nú búist við að lifa í 70 ár og konur í 74 eða árinu skemur en áður var. Fram kemur, að um 100 milljónir Norðurálfumanna hafi ekki aðgang að hreinu vatni auk þess sem meng- unin, útblástur gróðurhúsaloftteg- unda, aukist ára frá ári. Þar að auki hafi fiskstofnar verið miskunnar- laust rányrktir og loftslagsbreyting- ar séu nú farnar að hafa veruleg áhrif á mörg vistkerfi. Evrópusambandið hefur sett sér það takmark að draga úr mengandi útblæstri um 50% fyrir 2050. Reuters Eitruð veröld Mengunin þekkir engin landamæri og afleiðingar hennar fyrir lífríkið allt verða meiri og alvarlegri með hverju árinu sem líður. Mengunin styttir ævilíkurnar MEST BÝÐUR TIL SÝNINGAR Á ÖLLU ÞVÍ HEITASTA Í LAGNAEFNI Á MARKAÐNUM Í DAG. Kynningin fer fram í verslun MEST að Norðlingabraut 12, Norðlingaholti, fimmtudaginn 11. okt. kl. 10-18 og föstudaginn 12. okt. kl. 10-18. Á staðnum verða fulltrúar allra helstu framleiðenda lagnaefnis og kynna vöru sína. Líttu við og kynntu þér allt það nýjasta í lagnaefni á einum stað! E N N E M M / S IA / N M 29 86 6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.