Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 25 AUSTURLAND Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is ÚR Ullarvinnslu Frú Láru ehf., sem starfrækt er í látlausu húsi skammt frá Seyðisfjarðarhöfn, berst þæfð ull til eins af betri fatahönnuðum lands- ins, sem skapar úr henni eftirsóttan hátískufatnað og selur m.a. á Lauga- veginum og í Leifsstöð. Það er Þórdís Bergsdóttir, 78 ára gömul athafnakona ættuð af Héraði og búsett á Seyðisfirði, sem á að mestu og rekur nýsköpunarfyr- irtækið Ullarvinnsluna og skimar á grunni bestu ullar í heimi um lendur hönnunar og harðan heim tískunnar. Mikil ásókn í þæfða ull Ullarvinnslan er starfrækt á grunni kvennafyrirtækisins Frú Láru ehf. á Seyðisfirði, sem var sér- stakt atvinnuþróunarverkefni og verslaði með handverk íslenskra kvenna. Áður fyrr á árunum þvoði Ullarvinnslan og tætti sína ull sjálf og framleiddi prjónagarn. Nú sérvelur Þórdís lambsull hjá austfirskum bændum, sendir í þvott til Ístex á Blönduósi og fær svo ullina til baka. Þar er sumt af henni tætt og litað og loks allt þæft í þar til gerðri vél, sem er að vísu lítil og hefur ekki annað miklu. Nú er að verða breyting þar á, því uppfinningamaðurinn Hallgrímur Jónsson, sem jafnframt er hluthafi í fyrirtækinu, hefur smíðað nýja og stærri vél til þæfingar sem mun vera sú eina sinna tegundar og á eftir að auka framleiðslugetu Ullarvinnsl- unnar til muna. Enda veitir ekki af, slík er eftirspurnin frá fatahönnuðum heima og erlendis eftir þæfðri ís- lenskri ull. „Íslenska ullin hefur sérstaka eig- inleika sem mér finnst ekki hafa verið veitt næg athygli, m.a. af bændum sjálfum,“ segir Þórdís. „Markmið Ull- arvinnslunnar er að sérhæfa sig í vinnslu og framleiðslu á ullarvörum úr sérvalinni íslenskri ull í hæsta gæða- flokki. Sérstaða íslensku ullarinnar er að þelhárin hafa það umfram aðra ull að vera óreglulega liðuð, hárin falla ekki þétt hvert að öðru og verður þelið því fyrirferðarmeira, heldur í sér meira lofti og einangrar betur. Þel og tog saman er hlýtt, einangrar vel, er sterkt og gefur íslensku ullinni algera sérstöðu.“ Þórdís segir allt í prjóni, ull og þæf- ingu núna, sama hvar maður grípi nið- ur. „Það er hægt að leika sér enda- laust með þæfða ull og nánast hægt að gera hvað sem er með hana, hafi fólk tíma og hugvit. Margir hönnuðir eru farnir að nota ull og vöruþróun hefur verið ör.“ Þórdís hefur sl. sex ár verið í sam- starfi við Ingibjörgu Hönnu Péturs- dóttur fatahönnuð og segir það sam- starf gifturíkt. Það hófst með hartnær tveggja ára löngu markaðsverkefni á vegum Útflutningsráðs og nú fer nán- ast öll framleiðsla Ullarvinnslunnar til Hönnu. „Hún er frábær listakona, hönnuður og manneskja, bjó til skamms tíma í Hollandi og er nú búin að opna verslunina Hönnu á Lauga- vegi 20, þar sem hún selur hönnun sína,“ segir Þórdís. Vél til að taka togið frá þelinu Það sem út af stendur af þæfðu ull- inni hefur Bryndís Bolladóttir, hönn- uður og listakona í Reykjavík, nýtt, m.a. í lampaskerma og veggskúlptúra úr ull. Fleiri hönnuðir hafa komið við sögu hjá Ullarvinnslunni gegnum tíð- ina, og má t.d. nefna Láru Vilbergs- dóttur sem hannaði flíkur úr prjóna- garni. Marga klæjar undan ull og Þórdís segir jafnan reynt að velja lambsull- ina í framleiðslu, enda sé hún mýkri. „Toghárin í lambsullinni eru ekki nema um 10-12 sm og mjög fín. Í rauninni þarf að taka togið frá þelinu á ull af fullorðnu fé til að ná öll- um grófleika úr henni en það er ákaf- lega seinlegt að gera það með hönd- unum.“ Hallgrímur uppfinningamaður er með frumgerð af vél til þessa verks í smíðum og von- ar Þórdís að það skili sér í bættum framleiðsluaðferðum. Slíkar vélar munu vera til úti í heimi en eru það dýrar að ekkert íslenskt fyrirtæki hefur treyst sér til að kaupa þær. Ullarvinnslan framleiðir m.a. vin- sælar dýramottur sem gæludýr landsins eru sögð slást um, marg- vísleg sjöl, dúka, klæði og gólfmottur. Fyrirtækið hefur séð fjórum fötluðum einstaklingum fyrir vinnu sl. áratug og auk ullarvinnslunnar tekur það á móti skilagjaldsskyldum umbúðum og kemur þeim í endurvinnslu. Þórdís Bergsdóttir hefur frá því hún var ung kona verið í fremstu röð í málefnum samfélagins. Hún sat í bæj- arstjórn Seyðisfjarðar í mörg ár, sem varamaður á þingi fyrir Framsókn- arflokkinn, stýrði Orlofi húsmæðra á Austurlandi og hefur setið í marg- víslegum nefndum, ráðum og fyr- irtækjastjórnum um ævina auk þess að sinna mannúðarstarfi og atvinnu- og félagsuppbyggingu í þágu kvenna. Hún lætur ekki deigan síga og starfar enn að nýsköpunar- og þróun- arverkefnum í ullarvinnslu. Hennar framleiðsla er einstök á landsvísu og hún segir mál til komið að íslensk ull vinni sér þann sess sem hún eigi skil- ið. Íslenska ullin þæfð í hátískufatnað Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Metnaður Þórdís Bergsdóttir hjá Ullarvinnslu Frú Láru ehf. á Seyðisfirði vill sjá veg íslensku ullarinnar aukast og segir hana bestu ull sem völ sé á. Í HNOTSKURN »Mikil vöruþróun hefur ver-ið undanfarið í meðferð og úrvinnslu íslensku ullarinnar. »Ullarvinnsla Frú Láru ehf.á Seyðisfirði sér hönn- uðum fyrir þæfðri ull í hæsta gæðaflokki og er eftirspurnin mjög vaxandi. » Íslenska ullin á mun meiriathygli skilda, bæði frá sauðfjárbændum sjálfum, sem og hönnuðum og almenningi. Ullarvinnsla Frú Láru á Seyðisfirði í nýsköpun Ísafjörður | Settar verða af stað fimm nýjar alþjóðlegar námsleiðir á meistarastigi við Háskólasetur Vestfjarða á næstu fimm árum. Sú fyrsta er í haf- og strandsvæð- astjórnun og fer hún í gang haustið 2008 í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Starfsmenn Háskólaseturs Vest- fjarða kynntu í vikunni framtíð- arsýn sína um uppbyggingu há- skólasamfélags á Vestfjörðum þar sem þessi markmið koma fram. Einnig verður farið af stað með frumgreinanám í staðnámi í sam- vinnu við Háskólann í Reykjavík og mun fyrsti hópurinn hefja nám í frumgreinum við Háskólasetur Vestfjarða í janúar næstkomandi. Í framtíðarsýninni kemur fram að gert er ráð fyrir því að starfs- menn Háskólaseturs verði orðnir 40 eftir fimm ár, þar af tuttugu í föstum stöðum. Þá kemur fram að gert er ráð fyrir að um það bil 550 nemendur fari í gegnum Há- skólasetrið á árinu 2011 en það er ígildi tæplega 300 nemenda í heils- ársnámi. Fram kemur í frétta- tilkynningu að bjartsýni og til- hlökkun ríkir innan Háskólaseturs vegna þessarar uppbyggingar. Háskóli hafsins Háskólasetrið hyggst einbeita sér að málefnum hafsins og strand- svæða almennt. Kennsla tengd haf- rannsóknum, loftslagsmælingum, hafstraumarannsóknum og um- hverfisrannsóknum á sviði hafs og strandsvæða verður meðal sviða sem setrið sérhæfir sig í. Hug- myndin er að námsleiðir við Há- skólasetur Vestfjarða myndi þann- ig eina heild, Háskóla hafsins. Stefnt að fimm nýjum námsleiðum LANDIÐ Eftir Örn Þórarinsson Fljót | Verið er að fjarlægja mann- virki sem áður tilheyrðu Miklalaxi í Fljótum. Þarna er um að ræða eign- ir í eldisstöðinni á Hraunum sem um árabil hafa verið í eigu Kaup- þings banka. Það er talsvert magn af rörum sem notuð voru til að dæla sjó- blönduðu vatni úr Miklavatni og í eldiskerin sem búið er að taka upp. Þessi rör eru um metri í ummál og alls um 600 metrar að lengd. Þessa dagana er verið að flytja þau suður á land. Það er einstaklingur í Blá- skógabyggð sem kaupir rörin og hyggst nýta þau síðar við gerð virkjunar. Auk þess að grafa upp rörin hef- ur verið brotið niður svokallað dæluhús þar sem í var dælubúnaður eldisstöðvarinnar. Þetta hús var steypt. Einnig var brotin niður vatnsþró við dæluhúsið. Húsið og þróin voru grafin á staðnum og yf- irborðið sléttað. Slysahætta skapaðist Að sögn bóndans á Hraunum, Viðars Péturssonar, var orðin slysahætta af þessum mannvirkjum því milligólf í húsinu var orðið fúið en undir var 5-6 metra fall niður á steyptan botn hússins. Ekki hefur verið alinn fiskur í stöðinni á Hraunum síðan árið 1997, en þá var síðustu fiskunum slátrað. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Endurnýting Margir bílfarmar af rörum voru fjarlægðir af athafnasvæði sem áður tilheyrði Miklalaxi. Rörum staflað á vörubílspall. 600 metrar af rörum fjarlægðir Hafnarstræti 97, 600 Akureyri, sími 462 3505. Ný sending haustvörur Christa YFIRHAFNIR KÁPUR JAKKAR BOLIR PILS BUXUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.