Morgunblaðið - 11.10.2007, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 11.10.2007, Qupperneq 27
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 27 Búist er við þúsundum gesta á sýninguna MATUR-INN 2007 sem fram fer í Verk- menntaskólanum á laugardag og sunnudag. Fyrir henni stendur félagið Matur úr héraði – Local Food og endurspegla á fjölbreytni í mat og matarmenningu á Norðurlandi.    Sýning með sama nafni var haldin í VMA fyrir tveimur árum en sýnendur nú eru nálægt helmingi fleiri, um 60. Aðgangur er ókeypis en á markaðstorgi geta gestir keypt alls kyns norðlensk matvæli. Meðal viðburða á sýningunni er úrslitakeppni Klúbbs matreiðslumeistara um titilinn Mat- reiðslumaður ársins 2007 en fólki til skemmt- unar verður m.a. einnig matreiðslukeppni þjóðþekktra einstaklinga. Þar reyna með sér þau Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, Kristján L. Möller samgöngu- ráðherra, Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæj- arstjóri á Akureyri, Ágúst Ólafsson, for- stöðumaður RÚV á Akureyri, og Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri LA.    Færeyski rithöfundurinn og prófessorinn Bogi Hansen er aðalfyrirlesari málþings um lofts- lagsbreytingar í Ketilhúsinu í dag kl. 14-17.    Sungið verður um ást og söknuð á tónleikum Óskars Péturssonar og Eyþórs Inga Jóns- sonar organista í safnaðarheimili Akureyr- arkirkju í kvöld kl. 20. Þetta eru þeir fyrstu í röð tónleika sem félagarnir halda í safn- aðarheimilinu og víðar í vetur. Gestaspilari í kvöld verður Björn Elvar Óskarsson. Á tónleikunum í safnaðarheimilinu mun séra Óskar Hafsteinn Óskarsson fjalla um mik- ilvægi söngva í gleði og sorg. Kaffi og konfekt verður á borðum. Aðgangseyrir er 1500 kr.    KK heldur tónleika ásamt Guðmundi Péturs- syni í Þorgeirskirkju við Ljósavatn kl. 20.30 í kvöld, og á sama tíma annað kvöld í Laug- arborg. Í kvöld leika þeir „andans tónlist“ en efnisskráin verður meira blúsuð annað kvöld.    Meiri músík: Airwaves-kvöld verður á Græna hattinum á laugardagskvöldið þar sem fram koma Buck 65 frá Kanada, Plants and Ani- mals, sömuleiðis frá Kanada, og íslensku hljómsveitirnar Forgotten Lores og Audio Improvement. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni AIM tónleika og Hr. Örlygs. Morgunblaðið/G.Rúnar Eldar í VMA Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Hreiðar Karlsson veltir fyrir sér stöðu mála í höfuðborginni: Vilhjálmur gerði en vildi ekki, Vilhjálmur heyrði og skildi ekki. Vilhjálmur vissi en sá ekki, Vilhjálmur ræður, en má ekki. Hjálmar Freysteinsson bætir við: Forðast vildi þref og þras, – þessu trúi ég á’ann – Villi ekki listann las og langaði ekki að sjá’ann. Kristján Bersi Ólafsson er ósáttur: Gullkálfanna græðgi eykst; gína þeir yfir hverjum læk. Heiður þeirra hefur veikst; af hátterni þeirra er fýla stæk. Hólmfríður Bjartmarsdóttir á Sandi í Aðaldal yrkir: Ég vildi föt mín væru gyllt og voðalega flott og ný. Þó ég yrði eitthvað spillt ætti að mega venjast því. Jón Ingvar Jónsson hefur búið til athvarf fyrir vísnaáhugamenn á netinu, þar sem þeir geta flett upp rími í svokölluðum rímbanka. Slóðin er www.heimskringla.net/rim og kemst Jón Ingvar svo að orði: Þegar renna vill af vörum vísnarusl í heljar magni vandað rím á kostakjörum kemur þér að mestu gagni. VÍSNAHORN Af borginni og rímbanka NÝLEGA tóku nokkrir vís- indamenn sig til og rannsökuðu á hvaða aldri menn hefðu mest fjár- málavit. Svipaðar rannsóknir hafa verið gerðar á fólki á ýmsum öðrum sviðum. Knattspyrnumenn eru tald- ir vera upp á sitt besta er þeir nálg- ast þrítugt og stærðfræðingar frjóastir um þrítugt. Skákmenn ná hæstum hæðum um 35 ára aldurinn og rithöfundar um fimmtugt. Í nýjasta tölublaði þýska vikurits- ins Der Spiegel segir frá því að nú hafi bandarískir fjármálasérfræð- ingar rannsakað á hvaða aldri fólk fari best með peninga. „Aldur skyn- seminnar: fjármálaákvarðanir á lífs- ins leið“ nefnist rannsóknin, sem Su- mit Agarwal, John Driscoll, Xavier Gabaix og David Laibson gerðu á rúmlega 30 þúsund samningum um lán, fasteignakaup, greiðslukort og fjármögnun. Niðurstaðan var sú að menn væru klókastir þegar þeir væru 53 ára. Þá hefðu þeir safnað nægri reynslu, létu ekki bugast af þeim aragrúa tilboða, sem völ væri á og ættu auðveldast með að meta áhættu og knýja fram hagstæðustu vextina og gjöldin. Aldur skyn- seminnar og peningavit
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.