Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 29 Nú brosa 3.121 vinningshafar breitt eftir síðasta útdrátt, en þá eru þeir orðnir 29.010 á árinu. Gefðu þér færi á brosi 24. október, því þá drögum við út 10 milljónamæringa. Fáðu þér miða á hhi.is eða í síma 800 6611. það tekur enga stund.010vinningshafar Íslenskum siglingaáhugamönn-um gefst nú kostur á að takaþátt í siglingakeppni, semfram fer við Miðjarðarhafs- strönd Tyrklands dagana 6.–9. nóv- ember. Siglingakeppnin ber yf- irskriftina Göcek Autumn Regatta og er búist við því að 40–50 bátar taki þátt að þessu sinni. Það eru hjónin Önundur Jóhanns- son og Sigurveig Guðmundsdóttir, sem eiga og reka íslensku skútuleig- una Seaways sailing í skútubænum Göcek í Tyrklandi sem ætla að bjóða áhugasömum Íslendingum að taka þátt í þessu skemmtilega sporti með því að leggja til þrjár 45 feta skútur af gerðinni Jeanneau Sun Odyssey í keppnina ef næg þátttaka fæst. Þær sigla undir íslenskum fánum og heita Íslandssól, Sóllilja og Tobba trunta. Skipshöfnin um borð í hverri skútu eru takmörkuð við sex manns auk skipstjóra. Þátttökugjald fyrir hvern einstakling nemur 840 evrum fyrir vikuna 3.–9. nóvember. Innifal- ið er koja, morgunverður, skipstjóri og keppnisgjald, sem felur í sér m.a. aðgang að öllum uppákomum, sem skipulagðar eru af Göcek Yacht Club og styrktaraðilum. Keppt vor og haust „Svona viðburðir fara fram í Gö- cek tvisvar á ári, að vori og hausti, en haustkeppnin er meira fyrir alls konar siglara og því meiri skemmti- keppni en hin. Það ríkir ávallt mikið fjör í kringum keppnina og hingað má komast eftir ýmsum leiðum, til dæmis með Thomas Cook frá London Gatwick og Manchester og með Sun Express frá London Stansted, Stokkhólmi, Ósló og Frankfurt. Svo er nátturulega Turkish- Airlines með flug til Dalaman í gegnum Istanbul frá Kaupmanna- höfn, London Heathrow og Frank- furt og svo mætti lengi telja,“ segir Önundur og bætir við að hann vonist til að sjá fullt af víkingakörlum og víkingakonum í Göcek í nóvember. Nálgast má frekari upplýsingar og skrásetningu hjá Önundi í gegnum info@seaways-sailing.com. Íslendingar í siglinga- keppni í Göcek TENGLAR ..................................................... www.seaways-sailing.com www.gocekyachtclub.org Ávallt mikið fjör og fjölbreytni á öldum Miðjarðarhafsins LES MAROLLES, eitt af elstu hverfum Brusselborgar, er góður viðkomustaður fyrir þá sem hafa gaman af fornmunum. Hverfið, sem á sögu sem nær allt aftur til miðalda, var sannkölluð vin fyrir listamenn og handverksfólk á 18. og 19. öld. Í dag minna þröng og stundum hrör- leg stræti á borð við Rue des Orfvè- res og Rue des Romoneurs á forna handverkstíma. Á flóamarkaðinum í nágrenni Place du Jeu de Balle má finna allt frá fornum matprjónum til íburð- armikilla kertastjaka frá tímum Loðvíks 15 og evrópskt áhugafólk um forngripi gerir sér reglulega ferðir á markaðinn í þeirri von að finna þar óvæntan happafeng. Í sýn- ingarsölum Haute Antiques 207, við Rue Haute, má finna hægindastóla og naumhyggjuleg skandinavísk húsgögn á verði sem New York Tim- es segir stundum einungis fjórðung af því sem þekkist í London og New York. Í verslun franska innanhússhönn- uðarins Muriel Bardinet, Dune við 234 Rue Haute, má svo virða fyrir sér sérstætt samansafn 18. aldar ítalskra húsgagna, taílenskra trúar- gripa og viktoríanskra mjaltastóla. Verðið er allt frá 73 þúsundum upp í litlar 1,7 milljónir króna. Í nágrenni Place du Grand Sablon er svo um helgar að finna antík- muna- og fornbókamarkað með öllu hærra verðlagi en einkennir flóa- markaðinn við Place du Jeu de Balle. Brussel – góð borg fyrir fornmuni Reuters Fornfræg Í Brussel getur verið gaman að fara fornmunaveiðar. á fyrstu fjórum klukkutímunum þann daginn.“ Dásamlega lúin í lok dags Hún segir að þau hafi ekki æft sig neitt sérstaklega mikið fyrir ferðina þó þau hafi auðvitað hjólað einn og einn hring í Elliðaárdalnum þegar veður leyfði. „Vissulega vorum við þreytt þeg- ar við lögðumst á koddann á kvöldin, en það er ekkert nema gott að fara líkamlega þreyttur að sofa. Ég tók með mér bók sem ég ætlaði að lesa en mér tókst ekki einu sinni að byrja á henni, það var nóg annað skemmti- legt að gera. Stundum þegar ég var búin að hjóla mikið þá var ég svo glorhungruð og uppiskroppa með orku að mér fannst varla ganga nógu hratt að koma matnum ofan í mig þegar hann var framreiddur.“ Stúlkan á bláa hjólinu Allt gekk stóráfallalaust fyrir sig þó eitt og annað hafi komið upp á eins og gengur og gerist í svona ferð. „Það sprakk öðru hverju á sumum hjólunum og ein konan í hópnum datt illa á frekar mikilli ferð niður á móti. Hún lenti í lausamöl og missti stjórn á hjólinu og lenti með höfuðið í vegriði. Hjálmurinn kom sann- arlega að góðum notum, því hann brotnaði í tvennt að innanverðu. En hún slapp ágætlega þó hún hafi verið lurkum lamin og húðin fengið að finna fyrir malbikinu. Hjólið var ekki í ökufæru ástandi og hún þurfti að fara upp í bílinn, þó svo að hún hafi viljað halda áfram ótrauð.“ Hjólin sem þau voru á voru tutt- ugu og eins gírs fjallahjól og hver og einn fékk stærð við sitt hæfi. „Ég vandist hjólinu strax þó það hafi verið ólíkt hjólinu mínu hér heima en á því sit ég upprétt eins og Stúlkan á bláa hjólinu. En það hent- aði betur að vera á svona fjallahjóli við þessar aðstæður og mér var næstum farið að þykja vænt um hjól- ið sem mitt eigið í lok ferðar.“ Bryndís segir að hitastigið hafi verið algjörlega mátulegt, um tutt- ugu og fimm stig og vindkæling góð á leiðinni. „Þetta var eins og sér- pantað fyrir okkur því daginn sem við fórum heim þá rigndi eldi og brennisteini.“ Himinblámi Kátur hópur og sæll með náttúrufegurð og félagsskap. www.kailas.it
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.