Morgunblaðið - 11.10.2007, Síða 35

Morgunblaðið - 11.10.2007, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 35 SKJÓTT skipast veður í lofti. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síð- an ríkið ákvað að losa um 15% eigna- hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja, sem þeir eignuðust við að veita fyr- irtækinu ríkisábyrgð og stuðning í upphafi starfseminnar. Auðvitað má segja að eðlilegt geti talist að ríkið hafi tekið hæsta tilboðinu sem barst, frá Geysir Green Energy. Og ekki svo skrýtin viðbrögð stjórnenda Reykjanesbæjar að leggjast á sveif með þeim GGE-mönnum í framhald- inu, þar sem þeir höfðu þá nýverið opnað aðalskrifstofur sínar hér í Reykjanesbæ, og verið ötulir við að styrkja þá starfsemi sem þá var ný- hafin á Keflavíkurflugvelli þ.e. Keili. Forsvarsmenn GGE létu þá hafa eftir sér að einn megintilgangurinn með kaupum sínum að væri að gott að geta sýnt erlendum viðskipta- félögum hvernig hlutirnir væru gerðir og sýnt bæði virkjanirnar á Svartsengi og Reykjanesi. Eftir mikinn ólgusjó þar sem tekist var á um eignarhaldið í Hitaveitu Suð- urnesja var svo undirrituð sátt um eignarhaldið í byrjun júlí síðastliðins þar sem menn töldu sig hafa gert samning um tryggar skorður um eignarhaldið og hugðust einhuga standa saman um að vinna ötullega að vexti og viðgangi HS sem sjálf- stæðs og öflugs orkufyrirtækis. Við það tilefni sagði forstjóri Geysir Green Energy „Við teljum það mikið ábyrgðarhlutverk að vera hluthafar í fyrirtæki eins og hitaveitan er og það er okkar markmið að félagið haldi áfram að vaxa og dafna, öllum hagsmunaaðilum félagsins, við- skiptavinum og öðrum til heilla.“ Menn litu bjartsýnir til framtíðar og töldu að hag þess fyrirtækis, sem byggt hafði verið upp af almannafé undanfarin 30, ár væri borgið og menn myndu standa við innihald sáttarinnar. Hlutur Reykjanesbæjar eftir samkomulagið var metinn á 18, 5 milljarða kr. Markaðurinn hefur sinn gang, segja spekingarnir, og án þess að því er virðist að tala við kóng eða prest ákveða eigendur GGE að sameinast útrásararmi Orkuveitu Reykjavíkur, Reykjavík Energy Invest með þeim rökum að fyrirtækin væru byrjuð að rekast á hvort annað á erlendum mörkuðum. Flestir eru sammála um að sú gjörð í sjálfu sé bæði skyn- samleg og rétt, um það er ekki deilt. Hinsvegar held ég að það sé nánast samdómaálit allra að aðferðafræðin sem beitt var við þessa sameiningu er alls ekki í anda þess lýðræðis sem við Íslendingar teljum okkur standa fyrir. Af því er best verður séð af frétt- um þeim er berast af málinu hafa t.d hvorki stjórn hitaveitunnar né bæj- arstjórn Reykjanesbæjar fengið möguleika á að tjá sig um málið fyrr en það var gengið í gegn. Við sam- einingu REI og GGE lögðu félögin OR og GGE inn eignarhluta sína í Hitaveitu Suðurnesja sem nú er 48%. Hugmyndir hafa verið uppi um að skipta hitaveitunni upp þannig að Reykjanesbær eignist meirihluta í fyrirtæki sem tryggir að vatn, hiti, og rafmagn ásamt frárennsli verði í meirihlutaeign Reyknesinga, en öll réttindin því fylgjandi verði í hönd- um REI. Þetta myndi þýða fyrir okkur íbúa Suð- urnesja, Hafn- arfjarðar og Vest- mannaeyja að við verðum undir hælnum á REI hvað varðar verðlagningu á þess- um gæðum. Þetta get- ur í mínum huga ekki verið það sem var lagt upp með þegar ríkið ákvað að selja hlut sinn og samræmist ekki á nokkurn hátt þeim hugmyndum sem kynntar voru í aðdraganda sölunnar. Það er alveg ljóst af viðbrögðum fólks án tillits til flokksskírteina, án tillits til búsetu, að flestum finnst hér heldur bratt farið og skilja ekki þann hraða sem á málinu er. Eftir atburði dagsins í dag 8/10 skyldi maður ætla að þeir sem ennþá ráða yfir meirhlutanum í Hitaveitu Suðurnesja þ.e. Reykjanesbær 34,75%, Hafnarfjörður 15,42%, Grindavík, Sandgerði, Garður og Vogar 1,25%, haldi að sér höndum þar til menn hafa orðið sam- mála um hvernig að- komu einkaaðila að orkufyrirtækjum skuli háttað og almenn sátt náist þar um. Það myndi vera í anda sátt- arsamkomulagsins sem menn und- irrituðu á sumarmánuðum. Skjótt skipast veður í lofti Hannes Friðriksson vill sátt um Hitaveitu Suðurnesja »Menn litu bjartsýnirtil framtíðar og töldu að hag þess fyr- irtækis, sem byggt hafði verið upp af almannafé undanfarin 30 ár væri borgið. Hannes Friðriksson Höfundur er innanhússarkitekt og íbúi í Reykjanesbæ. Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.