Morgunblaðið - 11.10.2007, Side 36

Morgunblaðið - 11.10.2007, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SAMFYLKINGIN hélt flokks- stjórnarfund 22. september sl. á Sel- fossi. Þar var rætt um aðild flokksins að ríkisstjórn og hvernig til hefði tekist fyrstu fjóra mánuðina. Forustumennirnir voru harla ánægðir með árangurinn þessa fyrstu mánuði. Sumir kjósendur eru ekki eins ánægðir og voru farnir að halda að Samfylkingin hefði hugsað um það eitt að komast í ríkisstjórn en minna sinnt því að koma stefumálum sín- um í framkvæmd. Í því sambandi sagði Ingi- björg Sólrún formaður á fundinum: „Mik- ilvægum áfanga er náð en, kæru vinir, við finnum í hjarta okkar og vitum að það eitt er ekki tilgangur Sam- fylkingarinnar að kom- ast í ríkisstjórn. (Okk- ar hreyfing er ekki þannig gerð). Til- gangur okkar er að vera framsækið um- bótaafl í íslensku samfélagi og stuðla að auknum jöfnuði, jafnvægi og far- sæld fólksins í landinu. Við höfum viljann til umbóta og erum flokkur lausna og markvissrar stefnumót- unar. Og sumarið 2007 hófumst við handa. Og vinnudagarnir hafa verið langir, í ráðuneytum hafa embætt- ismenn verið vaktir upp til metn- aðarfyllri verka en þeir höfðu lengi vanist.“ Mörg mál í undirbúningi Á flokksstjórnarfundinum var vik- ið að nokkrum málum sem Samfylk- ingin hefur hafið undirbúning að framkvæmd á sl. fjóra mánuði. Þar ber hæst aðgerðaráætlun í þágu barna og ungmenna sem samykkt var á sumarþinginu eftir þingkosn- ingarnar. Það er raunar eina málið frá Samfylkingunni sem samþykkt var á sumarþinginu. Hér er um mjög mikilkvægt mál að ræða og enda þótt hér sé aðeins fjallað um áætlun er þegar að hefjast framkvæmd fyrstu aðgerða í þágu barna og ungmenna. Hið sama er að segja um ráðstafanir til þess að stytta biðlista eftir að- gangi að Greiningar- og ráðgjaf- arstöð ríkins. Formaður Samfylking- arinnar nefndi einnig nefnd, sem hefur verið skipuð til þess að fjalla um breytingar á húsnæðiskefinu, m.a. til þess að bæta stöðu láglauna- fólks á húsnæðismarkaði, aðgerðir til þess að draga úr kynbundnum launa- mun og hún kvað í undirbúningi að einfalda almannatryggingakerfið. Formaður sagði að tillögur um fyrstu aðgerðir í þágu aldraðra ættu að koma fram fyrir áramót. Það er of seint. Ljóst er að margt er í und- irbúningi og margar nefndir hafa verið skipaðar. En í sumum málum þarf ekki að skipa nefnd, heldur þarf að koma breytingum í framkvæmd strax. Þetta á við um málefni aldr- aðra og öryrkja. Í málefnum þessara hópa liggur alveg fyrir hvað þarf að gera. Það liggur fyrir álit stjórnskip- aðrar nefndar um aðgerðir í mál- efnum öryrkja. Og það liggja fyrir mörg álit frá Félagi eldri borgara í Reykjavík og Landssambandi eldri borgara um aðgerðir í kjaramálum aldraðra. Auk þess hefur Jóhanna Sigurðardóttir, núverandi félags- málaráðherra, flutt fjöl- margar tillögur á Al- þingi um aðgerðir í kjaramálum aldraðra og Samfylkingin flutti slík- ar tillögur á Alþingi sl. vetur. Leiðréttingu strax í haust Kjarninn í tillögum Jóhönnu Sigurð- ardóttur og Samfylk- ingarinnar er sá að hækka eigi lífeyri ellilíf- eyrisþega til samræmis við neysluútgjöld sam- kvæmt könnun Hag- stofu Íslands um með- altals neysluúgjöld. Og síðan eigi að leiðrétta lífeyri aldraðra reglu- lega í samræmi við breytingar á neysluút- gjöldum. Auk þess var gert ráð fyrir í tillög- unum að afnema eða draga verulega úr tekjutengingum trygg- ingabóta. Samfylkingin sagði í kosningabarátunni sl. vor að kjör aldraðra hefðu dregist aftur úr kjörum annarra launþega í launaþró- uninni á löngu undanfarandi skeiði. Samfylkingin sagði: Við ætlum að leiðrétta þetta misrétti. Ljóst er að þessi leiðrétting verður að fara fram í áföngum. Að mínu mati á fyrsti áfangi þessarar leiðréttingar að taka gildi strax í haust. Það gengur ekki að ýta þessu máli á undan sér á þeim grundvelli að það þurfi að athuga það nánar. Allar athuganir liggja fyrir. Allar staðreyndir liggja á borðinu. Það er komið að framkvæmdum. Það kann að vera að það þurfi að athuga eitthvað nánar hvað afnema eigi miklar tekjutengingar í trygg- ingakerfinu (ef menn vilja ekki fylgja fordæmi Svía og afnema þær með öllu). En það þarf ekki að kanna neitt hækkun á lífeyri aldraðra. Það er einföld pólitísk ákvörðun hvað fyrsti áfangi slíkrar leiðréttingar eigi að vera stór. Ég geri kröfu til þess að lífeyrir aldraðra verði hækkaður strax í haust. Þessi lífeyrir er í dag skammarlega lágur og dugar hvegi nærri til framfærslu. Eins og Framsókn hefði verið í stjórn! Að því er varðar kjaramál aldraðra og öryrkja hefur ekkert gerst enn þótt fjórir mánuðir séu liðnir síðan ríkisstjórnin tók við völdum. Ástand- ið væri því ekkert verra í þeim mál- um þó að Framsókn væri enn í stjórn. Kjósendur Samfylking- arinnar reiknuðu með árangri strax í sumar miðað við kosningaloforðin. Eldri borgarar taka ekki mark á neinum afsökunum í þessu efni. Það þarf ekkert að kanna eða athuga í þessu efni. Það hefur allt verið gert áður. Það þarf einfaldlega að hækka lífeyrinn og til þess þarf aðeins póli- tískan vilja. Það eru nógir peningar til. Er Samfylkingin á réttri leið? Björgvin Guðmundsson skrifar um kjaramál aldraðra og ör- yrkja Björgvin Guðmundsson. » Að því ervarðar kjaramál aldr- aðra og öryrkja hefur ekkert gerst enn þótt fjórir mánuðir séu liðnir síðan ríkisstjórnin tók við völdum. Höfundur er viðskiptafræðingur. ÉG Á reglulega erindi í Sorpu hér í Hafnarfirði með það sem til fellur af úrgangi frá heimilinu eins og gengur og gerist um flesta býst ég við. Við heimilisfólkið reynum að flokka rusl- ið að einhverju leyti og vera þannig umhverf- isvæn, þótt oft vilji nú því miður verða mis- brestur þar á. En ég var sem sagt staddur í Sorpu í sól- skininu sem kom óvænt milli haustlægð- anna í liðinni viku, með fulla kerru af rusli sem átti að fara í hina margvíslegu gáma og pressur. Það var mikið að gera þennan dag í ruslinu, margir að taka til í sínum eigin ranni og löng biðröð við gámana. Nokkrir vaskir starfsmenn Sorpu voru því mættir að aðstoða okkur kúnnana við flokk- un og affermingu á ruslinu og menn hlupu fram og aftur milli gáma með heimilissorpið. Þar sem ég var á kafi við pressuna að tæma misvel þefjandi poka af kerrunni með hjálp áðurnefndra starfsmanna Sorpu leit einn við- skiptavinur Sorpu snöggt á mig og sagði um leið og hann mokaði poka í pressuna: „Þú ert prestur er það ekki?“ Ekki gat ég neitað því. „Hvað finnst þér um nýju Biblíuþýð- inguna?“ spurði hann þá eins og ekkert væri eðlilegra þarna í rusl- inu. Það kom smáfát á mig enda með fangið fullt af gamalli glerull sem ég var að losa mig við án þess að vita al- veg í hvaða gám hún ætti að fara og ég uml- aði eitthvað miður skynsamlegt af veikum mætti um störf þýðingarnefndarinnar um leið og ég skimaði eftir starfsmanni til að aðstoða mig við flokkunina. „Ja, ég hef nú lesið mikið af þessari þýðingu og ég er bara hræddur um að með því að þýða Biblíuna upp á nýtt séu menn að breyta því sem hún er að segja okkur, já eiginlega að búa til nýja Biblíu,“ svaraði þessi ágæti gestur Sorpu mér að bragði. „En auðvitað þarf að orða hlutina þannig að nýjar kynslóðir skilji,“ bætti hann við, „þannig að þetta er nú ekki ein- falt mál.“ Um leið og ég dustaði framan úr mér restina af glerullinni, sem mér hafði tekist að koma á rétt- an stað, benti ég á af guðfræðilegu innsæi að Biblían væri náttúrlega alltaf til í frumtextunum á grísku og hebresku. En síðan tók ég undir að við hlytum einmitt að verða að þýða hana upp á nýtt með orðfæri nýrra tíma til þess að merking hennar væri skiljanleg nýjum kynslóðum. „Jú, jú,“ svaraði viðmælandi minn kank- víslega eins og hann hefði nú heyrt þetta allt áður, „en það verður nú samt að passa að breytingarnar verði ekki til þess að menn missi trú á ritinu.“ Með þessum orðum skellti hann síðasta pokanum sínum í pressuna, vinkaði mér bless og var rokinn og ég þurfti að drífa mig áfram enda kerran mín tóm og margir í röðinni eins og fyrr segir. Þessi guðfræðilega umræða um Biblíuþýðinguna sem fór fram í Sorpu hér í liðinni viku sýndi mér enn einu sinni það sem ég reyndar hef lengi haft grun um. Það er sú staðreynd að áhuginn á trúmálum er mikill meðal almennings sem fylgist mun betur með umræðunni um trúarleg málefni en oft er talið. Það sama sést reyndar líka á þeim fjölda sem sækir starfsemi kirkjunnar alla daga – um 2.000 manns vikulega í Hafnarfjarðarkirkju svo dæmi sé tekið og sú tala margfaldast á jólum og öðrum hátíðum. Og fólk hefur sín- ar skoðanir sem það gjarnan vill ræða og viðra af áhuga og í vinsemd – rétt eins og viðmælandi minn á haugunum sem í erli dagsins var að íhuga biblíutextana og þýðingu þeirra – sannur hlaðvarpaguðfræð- ingur í sorpinu. Biblíuþýðingin á ruslahaugunum Þórhallur Heimisson skrifar um samræður sínar um bibl- íuþýðingar við viðskiptavin Sorpu » Það er sú staðreyndað áhuginn á trú- málum er mikill meðal almennings sem fylgist mun betur með um- ræðunni um trúarleg málefni en oft er talið. Þórhallur Heimisson Höfundur er prestur. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Fréttir í tölvupósti Landsþing Landssamtakanna Þroskahjálpar haldið á Grand hóteli Reykjavík 11.-13. október 2007 Fimmtudagur 11. október kl. 20:00. Fundarstjóri: Ólafur Snævar Aðalsteinsson. Ávarp: Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. Ræða: Gerður Aagot Árnadóttur formaður Landssamtakanna. Tónlist: Gradualekór Langholtskirkju. Kaffiveitingar í boði samtakanna. Laugardagur 13. október „Manna börn eru merkileg“ Ráðstefna á Grand hótel Reykjavík 13. október 2007 Ráðstefnustjórar: Anna Kristinsdóttir og Aileen Soffía Svensdóttir. 10:00-12:00 Barn eða fötlun - hvort er í forgrunni? 10:00-10:20 Eru öll manna börn jafn merkileg? Ólafur Páll Jónsson, lektor við KHÍ 10:20-10:40 Hvað segja barnasáttmálinn og nýr sáttmáli SÞ um fötluð börn? Helga Baldvins- og Bjargardóttir, þroskaþjálfi og laganemi. 10:40-11:00 Umboðsmaður allra barna. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna. 11:00-11:20 Barnavernd og fötluð börn. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. 11:20-12:00 Pallborð og fyrirspurnir til frummælenda auk Gerðar A. Árnadóttur formanns Þroskahjálpar. 12:00-13:00 Matur. 13:00-15:00 Fötluð börn og fjölskyldur þeirra. 13:00-13:20 Hvað segja fötluðu börnin? Rannveig Traustadóttir, prófessor HÍ. 13:20-13:40 Hvað segja foreldrar fatlaðra barna? Dóra Bjarnason, prófessor KHÍ. 13:40-14:00 Fjölskyldan og fatlaða barnið. Sigurður Sigurðsson, þroskaþjálfi og faðir. 14:00-14:20 Fatlaða barnið og fjölskyldan. Freyja Haraldsdóttir, þroskaþjálfanemi 14:20-15:00 Pallborð og fyrirspurnir. 15:00-15:20 Kaffi. 15:20 - 16:50 Fötluð börn og umhverfi. 15:20-15:40 Daglegt líf fatlaðra barna. Helga Stefánsdóttir, meistaraprófsnemi HÍ. 15:40-16:00 Félagsleg samskipti barna með þroskahömlun. Elsa Sigríður Jónsdóttir, lektor KHÍ. 16:00-16:20 Fatlaða barnið og skólinn. Ingibjörg H. Harðardóttir, lektor KHÍ 16:20-16:50 Pallborð og fyrirspurnir. 16:50 Ráðstefnuslit Allir velkomnir - ekkert þátttökugjald Skráning á www.throskahjalp.is eða í síma 588 9390

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.