Morgunblaðið - 11.10.2007, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 11.10.2007, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 37 Í DAG verður fólki oft tíðrætt um valkvíða og tengir það streitu og miklu framboði af alls kyns af- þreyingu, skemmtun, efnislegum verðmæt- um og svo mætti lengi telja. Valkvíði er velmegunarvanda- mál og er að því leyti mjög gott vandamál. Betra er að hafa úr of mörgu að velja en of fáu – ekki satt? En hvað á að gera til að takast á við þetta „frábæra“ vandamál? Á að fækka valmögu- leikum til að gera líf- ið auðveldara hjá þeim sem eiga við valkvíða að etja eða á að hjálpa þeim (sem vilja hjálp) að efla sig og styrkja þann- ig að þeir eigi auðveldara með að taka ákvarðanir, auðveldara með að velja og hafna? Fyrr á þessu ári átti ég áhuga- vert samtal við skólastjóra úti á landi. Hún var að kvarta yfir því hvað unga fólkið í dag hefur mikið að gera og hversu margt væri í boði. Hún vildi meina að krakk- arnir væru orðnir hálfgeðveikir á öllu þessu áreiti. Ég spurði hana þá nokkurra einfaldara spurninga: „Er líklegt að framboð á alls kyns afþreyingu muni aukast á næstu árum?“ „Já,“ svaraði hún. „Er líklegt að áreitið verði meira, hraðinn meiri og að aukinni velmegun fylgi aukin efnisleg gæði?“ „Já,“ svaraði hún aftur. „Er líklegt að við munum ekki geta breytt samfélag- inu, þannig að um muni, til að draga úr þessum hröðu breyt- ingum?“ spurði ég áfram. „Nei, það er ekki líklegt að við getum breytt því mikið, í það minnsta ekki nógu hratt.“ svaraði hún. Þá spurði ég: „Hvað er þá hægt að gera?“ Í framhaldi urðum við sammála um að aukin áhersla á uppbyggingu á sjálfstrausti, sjálfsvirðingu og sjálfsaga í uppeldis- og skóla- málum sé eina raunhæfa lausnin við valkvíða. Manneskja sem ekki hefur sjálfsvirðingu, sjálfstraust, styrk og aga, mun væntanlega frekar segja „já“ við þeim freist- ingum sem verða á vegi hennar. Manneskja sem býr við skort á þessum innri styrk verður fljótari að segja já við áfengi, eiturlyfjum, mat, lánsfé og svo mætti lengi telja. Ef ekki verður farið að leggja meiri áherslu á uppbygg- ingu þessara grunnþátta í karakt- ermótun á heimilum landsins og í skólakerfinu er líklegt að velmeg- unin éti börnin sín (bókstaflega) og hér verði stór hluti næstu kyn- slóða orðinn of feitur, fastur í ein- hverri fíkn og jafnvel orðinn gjald- þrota fyrir tvítugt. Ég hef lengi haldið því fram að besta forvörnin sé uppbygging á sjálfstrausti og sjálfsaga. Persónu- lega er ég þakklátur fyrir það mikla val sem við stöndum frammi fyrir í dag. Það hefur hjálpað mér að þroskast og þróast meira en nokkuð annað á síðustu árum. Enginn verður fullorðinn fyrr en hann lærir að segja „nei“ við sjálf- an sig. Velmegun og valkvíði Guðjón Bergmann skrifar um velmegunarvandamál »Ég hef lengi haldiðþví fram að besta forvörnin sé uppbygg- ing á sjálfstrausti og sjálfsaga. Guðjón Bergmann Höfundur er rithöfundur, fyrirlesari og jógakennari – höfundur bók- arinnar Þú ert það sem þú hugsar. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 www.gimli.is – ww.mbl.is/gimli Raðhús, parhús eða einbýli óskast í Kópavogi, Garðabæ eða Hafnarfirði Við á fasteignasölunni Gimli höfum verið beðin um að leita eftir raðhúsi, parhúsi eða einbýli í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Um er að ræða ákveðna kaupendur með góðar greiðslur. Rúmur afhendingar- tími ef óskað er. Hús á tveimur hæðum kemur til greina. Verð 45 - 60 milljónir. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Gimli sími 570-4800 Traust þjónusta í 30 ár Sveinbjörn Halldórsson lögg. fasteignasali s: 892 2916 Veitingahús - Kringlan Spennandi viðskiptatækifæri í hringiðu Kringlunnar. Fullbúið og glæsilegt veit- ingahús á besta stað í Kringlunni með löngum leigusamningi, ásamt öllu lausafé. Staðurinn er sérlega vel tækjum búinn. Reksturinn hefur skilað góðri afkomu. Nánari upplýsingar gefur Guðmundur Valtýsson hjá Fasteignakaup 515 0500 eða gsm 865 3022 Erna Valsdóttir lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali. Sími 515 0500 www.fasteignakaup.is Strandvegur 3 Sjálandi Garðabæ - Glæsileg útsýnisíbúð á sjávarlóð Opið hús í dag frá kl. 17-18.30 FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. Glæsileg 123 fm útsýnisíbúð á 3. hæð, efstu, (gengið upp eina hæð) í nýju og glæsilegu fjölbýli auk 23 fm bílskúrs. Íbúðin er vel innréttuð með vönduðum innréttingum frá Brúnás. Bjartar og rúmgóðar stofur, 2 góð herbergi og eldhús með vönduðum tækjum. Parket á gólfum, en baðherbergi er flísalagt í gólf og veggi. Stórar flísalagðar svalir til suðurs og austurs. Lofthæð er allt að 4 metrar. Óhindrað sjávarútsýni. Laus fljótlega. Verð 49,9 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, fimmtudag, frá kl. 17-18.30 Íbúð merkt 0303 - Verið velkomin. M b l 9 12 53 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.