Morgunblaðið - 11.10.2007, Page 41

Morgunblaðið - 11.10.2007, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 41 MINNINGAR Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í FYRRA fékk ég birtar í blaðinu þrjár greinar þar sem ég gagn- rýndi Tryggingastofnun og ráða- menn fyrir meðferð á eldra fólki vegna réttinda þess til ellilauna o.fl. Þar ræddi ég m.a. um þá óhæfu að spyrða hjón saman við útreikning tryggingabóta og hvers vegna réttindi eldra fólks væru skert vegna lítilfjörlegra tekna eft- ir að það er komið á ellilaunaaldur. Líklega minnast flestir þess að þeir sem í framboði voru til Al- þingis í vor og töluðu um þessi mál hétu því að gera allt fyrir gamla fólkið. Hins vegar voru kveðjurnar sem það fékk eftir vorþingið 2007 bæði kuldalegar og óvenjulegar að ekki sé meira sagt. Hingað til hefur ellilífeyrisaldur verið 67 ár hjá öllum nema sjó- mönnum og er svo enn. Við breyt- ingar á lögum um málefni aldraðra frá 21. júní 2007 gerist tvennt óvænt og uggvænlegt: Í fyrsta lagi: Hætt verður að spyrða saman hjón við útreikning tryggingabóta þegar bæði hafa náð 70 ára aldri! Hvers konar rugl er þetta. Ég fór að hugsa um öll þau hjón sem ekki eru jafnaldrar og kom mér þá fyrst í hug föðurbróðir minn, Stefán Bjarman, sem var 30 árum eldri en kona hans. Til þess að ná þessu takmarki hefði hann á sínum tíma þurft að verða 100 ára. Í öðru lagi: Atvinnutekjur mega ellilífeyrisþegar hafa án skerð- ingar eftir 70 ára aldur. Hvað um þá sem orðnir eru 67 ára og kjósa að hætta störfum þá? Eiga þeir að sitja með hendur í skauti í þrjú ár, og fara svo aftur að vinna. Hverj- um dettur þessi vitleysa í hug og hvers vegna? Ég held að flestum sem biðu eft- ir raunverulegri réttarbót í þess- um efnum hafi orðið svo mikið um þessar fáránlegu reglur að þeir hafi meira og minna lamast og því ekki gripið til vopna sinna, enda langt til næstu kosninga. Það sem aðallega skelfir fólk er þessi skyndilega 70 ára viðmiðun. Hvað merkir hún? Ef eldra fólk heldur áfram að kvarta, skammta þing- menn því þá e.t.v. viðmiðunina 75 ár eða 80 ár? Kópavogi í október 2007. STEINUNN BJARMAN ellilífeyrisþegi. Óvæntar ofsóknir Frá Steinunni Bjarman Í MORGUNBLAÐINU þ. 9. októ- ber birtist frétt með fyrirsögninni „Stjórnlaus umræða getur skemmt fyrir“. Í greinninni, sem er eftir Steinþór Guðbjartsson, er rætt við Guðmund Þóroddsson, forstjóra Reykjavik Energy Invest, eða REI. Allir sem fylgjast með vita hvaða athygli REI hefur notið að undanförnu og hvers vegna. En það sem er merkilegast og vakti mikla athygli mína kemur í lok fréttarinnar þar sem haft er eftir Guðmundi að erfitt sé að segja til um hvaða áhrif atburða- rás undanfarinna daga hafi á REI, en „hann vonar að hún skemmi ekki mikið fyrir“. Svo kemur bein tilvitnun í hann í lok fréttarinnar; „en svona stjórnlaus umræða get- ur gert það“, segir hann. Tilvitnun í blaðagrein lýkur. Það verður að teljast afar merkilegt að hér skuli Guðmundur afgreiða þá umræðu sem farið hef- ur fram að undanförnu, og er ein- faldlega eðlileg, lýðræðisleg um- ræða um aðgerðir lýðræðislega kjörinna fulltrúa og aðila úr við- skiptalífinu, sem „stjórnlausa“. Og enn merkilegra finnst mér að blaðamaður Morgunblaðsins hafi ekki beðið hann um að skýra út nánar hvað hann meinti með þess- um orðum. Því það vakna ýmsar spurn- ingar: Hvers vegna á að stjórna umræðunni, hver á að stjórna henni, hvernig og af hverju? Hverjir hafa, eða hefðu, hag af því að „stjórna“ umræðunni? Og fyrir hverjum skemmir þá svona „stjórnlaus“ umræða? Skemmir hún einhverjar útrás- aráætlanir? Og eru þær þá hafnar yfir lýðræðislega og opna um- ræðu? Er það kannski kjarni máls- ins? Á öll útrás að geta farið fram án nokkurrar umræðu og aðhalds þess lýðræðislega kerfis sem við búum eða eigum að búa við? Það hefði verið gott ef blaða- maður Morgunblaðsins hefði gefið sér aðeins meiri tíma til að íhuga ummæli viðmælanda síns og leyft sér kannski þann munað að hugsa á gagnrýninn hátt. Því það er ein- mitt eitt af lykilhlutverkum fjöl- miðla. GUNNAR HÓLMSTEINN ÁRSÆLSSON, stjórnmálafræðingur. Um „stjórnlausa“ umræðu um REI Frá Gunnari Hólmsteini Ársælssyni DAGANA 3.–5. október sl. fór fimm manna hópur frá Blindra- bókasafni Íslands til London á ráðstefnu um svokallaða DAISY tækni, en það er tækni sem gerir blindum og sjónskertum fært að hlusta á hljóðbækur, eins og venjulegt fólk les svartlet- ursbækur, þ.e að geta flett milli lesinna blaðsíðna eins og verið væri að fletta í venjulegri bók. Þessi tækni er þó ekki alveg ný af nálinni, en verið er að þróa hana og nú eru til alheimssamtök um þessa tækni, Daisy Consorti- um, sem halda utan um staðalinn fyrir þessa tækni. Þessi ferð var mjög fróðleg og fékk hópurinn mikla innsýn í notkun þessarar tækni fyrir fleiri hópa sem eiga við lesörðugleika að stríða, s.s les- blinda og vonumst við til að geta nýtt okkur þessa tækni fyrir stærri hóp en áður og á fleiri snið- um en áður, en hingað til hefur bókasafnið eingöngu notað þessa tækni fyrir hljóð, en einnig er hægt að nýta hana á fleiri sniðum, s.s textasniði. EINAR LEE, Hamrahlíð 17, Reykjavík Blindum gert kleift að lesa næstum eins og sjáandi Frá Einari Lee Hinn 22. ágúst sl. andaðist í Reykjavík elskuleg frænka mín Gróa Krist- jánsdóttir. Hafði hún eitt ár yfir nírætt þá er hún lést. Hún fæddist á Brúsastöðum í Vatnsdal 12. maí 1915. Foreldrar hennar voru hjón- in Margrét Sigríður Björnsdóttir Blöndal og Kristján Sigurðsson barnakennari til 40 ára, er þar bjuggu. Við Gróa vorum systkina- börn, því faðir minn Benedikt Blöndal og Margrét frænka eins og ég kallaði hana alltaf, voru systkini. 13 ára aldursmunur var á okkur frænkunum og þegar ég var að alast upp var Gróa mikið að heiman vegna skólagöngu sinnar, fyrst í Gagnfræðaskóla á Akureyri og síðan í Kennaraskólanum í Reykjavík. Þau systkin Gróa og Björn bróðir hennar, fetuðu í fót- Gróa Kristjánsdóttir ✝ Gróa Kristjáns-dóttir fæddist á Brúsastöðum í Vatnsdal í Austur- Húnavatnssýslu 12. maí 1915. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 22. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Laugarnes- kirkju 30. ágúst, í kyrrþey. spor föður síns því bæði störfuðu við kennslu barna, Gróa allan sinn starfsaldur en Björn kenndi ásamt því að stunda búskap á Húnsstöð- um. Gróa kenndi lengst af við Laugar- nesskóla í Reykjavík og á yngri árum við farkennslu í sveitum. Gróa var einhleyp alla tíð og eignaðist ekki börn en hún eignaðist mörg frændsystkini sem hún var afar góð og fór ég ekki varhluta af því. Þær gleymast ekki gjafirnar frá henni við hin ýmsu tækifæri. Mikið var hlakkað til, þá sjaldan hún kom heim. Alltaf hitti hún á að finna skemmtilegustu bækurnar og fal- legustu munina sem hugurinn gat kosið sér. Gróa frænka var yndisleg mann- eskja. Bókhneigð, fróð og vel að sér um hvað eina, enda bráðgreind. Ég hélt í barnaskap mínum að hún væri svo rík, en seinna skildi ég að hún var ekki rík af veraldlegum auði, en svo gjafmild og gaf á báð- ar hendur af brjóstgæðum sínum og hjartahlýju. Heimili hennar var indælt og gott þar að koma og naut ég þess oft í ríkum mæli. Í fyrsta skipti er ég fór í Þjóð- leikhúsið bauð hún mér og það var ekki í eina skiptið. Hún átti sér íbúð að Karlagötu 20 í Reykjavík en síðustu árin dvaldi hún á Dal- braut, heimili fyrir aldraða í Reykjavík, og leið þar vel. Þar var gott starfsfólk sem sinnti henni. Ekki má gleyma þætti Ingibjargar systur Gróu, barna og Árna Her- mannssonar sambýlismanns Ingi- bjargar. Þau komu oft og voru henni afar kær. Gróa var alltaf svo fín og falleg og ákaflega smekkleg, þess báru líka heimili hennar og klæðaburður glöggt vitni. Henni vildi ég líkjast, hugsaði ég oft, lítil. Svo hafði hún skemmtilega kímnigáfu og oftast var hún hress og glöð og heilsugóð, en ellina enginn flýr. Ég hitti hana síðast í sumar sem leið. Sat hún þá í matsal Dalbrautarheimilisins og drakk sunnudagskaffið sitt bara hress og undrandi að sjá okkur mæðgur. Nokkrum vikum síðar var hún öll þessi góða frænka mín sem gott er að minnast. Hún var jarðsett í Gufunes- kirkjugarði að aflokinni athöfn í Laugarneskirkju að viðstöddum fjölmörgum vinum og ættingjum hinn 30. ágúst. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Ragnheiður Blöndal frá Brúsastöðum. Elsku frændi. Þegar við horfum til baka þá munum við bara eftir því hvað þú varst duglegur að skemmta öll- um í kringum þig. Vinur,brosið þitt verður minningin sem fylgir þér í hjörtum okkar. Það er allt svo tómt hérna núna en við höfum þá full- vissu að Guð heldur á þér núna. Allir brandararnir sem þú sagðir um Pétur, maður vissi alltaf að brandari væri í uppsiglingu þegar þú minntist á Pétur. Þú snerir öllu upp í grín og gast alltaf fundið fyndnu hliðina á hlutunum. Okkur langar bara til að þakka þér, elsku vinur, fyrir tímann okk- ar. Þó það hafi oft verið erfitt þá var alltaf gaman. Þegar við fengum nýtt gæludýr þá vildir þú alltaf skíra það Pétur. Ef einhver minnist á Pétur þá brosum við og sjáum þig glottandi fyrir okkur. Að hafa feng- ið þennan tíma með þér, elsku vin- ur, er ómetanlegt. Þú varst okkar stjarna hér á heimilinu. Við fengum að sjá þig blómstra á svo stuttum tíma og þegar þú fórst að vinna við smíðarnar þá var dásamlegt að sjá þig. Þú varst svo ánægður að fá að byggja eins og pabbi þinn. Þú sagð- ir alltaf ,,þessi hús byggja sig ekki sjálf“. Þú varst alltaf vinurinn sem reyttir af þér brandarana. Þó svo að sorgin sé mjög mikil þá kemur enn bros á andlit okkar með ynd- islegum minningum, engillinn okk- ar. Við stóðum upp saman og þú varst góður vinur. Foreldrar þínir eru dásamleg alveg eins og þú lýst- ir þeim alltaf. Alveg frá því þú komst inn í líf okkar, elsku Dúddi, þá var fjölskyldan þín þér efst í huga og þótti þér erfitt hvað þú hefðir lagt mikið á þau. En svo þegar þú blómstraðir þá sagðirðu okkur sögur af þínum yngri árum með fjölskyldu þinni og þú áttir dásamlega æsku og fjölskyldu, dýrð sé Guði. Þú leist svo mikið Þorsteinn Þorsteinsson ✝ Þorsteinn Þor-steinsson fædd- ist á fæðingardeild Landspítalans 29. desember 1984. Hann lést 17. sept- ember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 27. september. upp til fjölskyldu þinnar og var það yndislegt, þó þú hafir ekki verið á réttum stað í lífinu þá varstu alltaf litla barn for- eldra þinna og vott- um við þeim okkar dýpstu samúð og fjöl- skyldu þinni. Guð er með þeim, elsku Dúddi okkar. Bjarta brosið þitt er minn- ingin í hjörtum okk- ar. Þótt erfitt sé að kveðja þig núna þá þökkum við Guði fyrir að hafa fengið að eiga þig sem vin og bróð- ur í Jesú Kristi. Elsku hjartað okk- ar. Þó þú sért farin af jörðu þá sjáum við þig þegar við förum heim til föður okkar á himnum. Blessuð sé minning þín, elsku besti vinur okkar. Sálm 51:19; Guði þekkar fórnir eru sundurmarinn andi, sundur- marið og sundurkramið hjarta munt þú, ó Guð eigi fyrirlíta. Þínir vinir að eilífu, Anna Margrét og Baldur Freyr. Ég trúi ekki að þú sért horfinn yfir móðuna miklu, elsku Dúddi minn. Þú varst einn af þeim sem fékk að kynnast lausninni, það ljómaði allur salurinn þegar þú byrjaðir að segja frá þér, á þann skemmtilega hátt, sem þér einum er lagið. Ég fékk að njóta þess heiðurs að sjá líf þitt lifna við í þann tíma sem ég fékk að fylgja þér, og kýs ég að láta þær minn- ingar sitja eftir um dreng sem ég dáðist svo að vegna lífshamingju, blíðu og húmors. Alltaf þegar ég hitti þig spurði ég þig, hvað er að frétta? og þá sagðir þú að það væri ekki hægt að segja neitt annað, en að allt væri frábært. Ég glotti út í annað og þá sagðirðu: Ég meina það – getur þetta verið eitthvað betra. Þú varst svo ánægður að vera kominn með fjölskyldu þína – og að þú værir að massa vinnuna, og allt var svo bjart yfir hjá þér, elsku strákurinn minn. En það er stutt á milli hláturs og gráts og því miður varstu sigraður af sjúkdómi okkar. Það er sárt að horfa á eftir þér, drengur, en ég veit að þú ert kom- inn á góðan stað. Þú skilur stórt skarð eftir þig á svo margan hátt, sem enginn getur fyllt upp í, og þú verður geymdur í minningu okkar og bænum sem eftir lifum. Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund Guð síns. Aðeins sá sem drekkur af vatni þagnarinnar mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn. Sé þig hinum megin, elsku vinur. Ég vil votta fjölskyldu þinni dýpstu samúð mína á þessari sorg- arstundu. Sigrún Lína Helgadóttir og litla vinkona þín Camilla Líf Arnarsdóttir. Elsku Dúddi okkar! Það er erfitt að sætta sig við að sjá á eftir jafn ungum og yndisleg- um vini og þér! En svona er víst lífið og góðu minningarnar lifa áfram í brjósti okkar. Þú komst öllum alltaf til að hlæja og varst hrókur alls fagnaðar. Þú ert nú farinn úr þessum heimi til ríkis hins hæsta þar sem þú ert eflaust að láta alla hlæja. Þú ert núna að undirbúa komu okkar hinna og gerir það pottþétt með glæsibrag. Elsku Dúddi, þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar. Við hlökkum til að sjá þig þegar sá tími kemur, þangað til hvíldu í friði, elsku vinur Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Við biðjum fyrir fjölskyldu þinni. Þínir vinir í Kærleikanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.