Morgunblaðið - 11.10.2007, Síða 46
46 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
RUTH JÓNSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Höfða,
áður Sólvöllum,
Innri Akraneshreppi,
sem lést fimmtudaginn 4. október, verður
jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn
12. október kl. 14.00.
Elín Kolbeinsdóttir, Guðbjörn Ásgeirsson,
Þorgeir Kolbeinsson, Hrönn Hjörleifsdóttir,
Guðfinna Valdimarsdóttir, Sigurður Hauksson,
Ingólfur Valdimarsson, Guðný Sjöfn Sigurðardóttir,
barnabörn og langömmubörn.
Afi var besti maður
sem ég hef kynnst og
hann hefur alltaf verið
stór hluti af lífi mínu.
Það var afi sem kenndi
mér að lesa og hann sýndi námsár-
angri mínum mikinn áhuga í gegnum
tíðina. Ef hann var þreyttur vegna
veikindanna þá vaknaði hann alltaf
til lífsins þegar ég sagði honum frá
skólanum.
Nær alltaf þegar ég kvaddi afa eft-
ir að hafa verið hjá honum þá spurði
hann mig hvenær ég ætlaði að koma
til hans á morgun, því við þyrftum að
fara vestureftir að synda eða að
versla.
Elsku afi minn, ég mun sakna þín
mikið. Ég veit að nú ert þú á góðum
stað og að þú tekur þar á móti mér
þegar minn tími kemur – og við vit-
um báðir að sá tími verður um tvö-
leytið.
Hannes Pétur.
Hannes Ragnar
Þórarinsson
✝ Hannes RagnarÞórarinsson
fæddist í Reykjavík
19. desember 1916.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 13.
september síðastlið-
inn og var jarðsung-
inn í kyrrþey.
Nú er enginn afi á
Sóló lengur, en svo var
Hannes Þórarinsson
læknir ávallt kallaður
af barnabörnum sín-
um.
Sóló er hús við Sól-
eyjargötuna sem hef-
ur verið í fjölskyldunni
í fjóra ættliði og hefur
verið fasti punkturinn
í tilverunni. Sóló var
annað heimili sonar
míns Hannesar Pét-
urs, en tengsl þeirra
nafnanna voru náin og
einstök.
Afi á Sóló var yndislegur, blíður og
hlýr. Það sem sérstaklega einkenndi
hann var hógværð hans og hégómal-
eysi með öllu. Hann vildi öllum gott
gera enda læknir af guðs náð.
Afi á Sóló var mikill sjúklingur síð-
ustu árin og þráði að búa heima inn-
an um fjölskyldu sína. Það gerði
Adda dóttir hans honum kleift. Hún
annaðist hann af fórnfýsi, kærleika
og sérstakri alúð.
Afi á Sóló var Hannesi Pétri syni
mínum alltaf svo kærleiksríkur, vel-
viljaður og umhyggjusamur og alltaf
til staðar fyrir hann.
Ég kveð hann afa á Sóló með virð-
ingu og dýpsta þakklæti.
Anna Katrín Ottesen.
Ég trúi því varla
enn að þú sért farinn,
sársaukinn er svo
mikill.
Ég bjóst aldrei við öðru en við
ættum eftir að eiga fleiri góðar
stundir saman.
Við fjölskyldan fórum mikið í
ferðalög þegar við vorum yngri og
þaðan eigum við ógleymanlegar
stundir.
Við fórum mikið að veiða í
Blöndu og gistum við því oft í veiði-
húsum og á bænum Hnausum fyrir
norðan. Finnbogi var reyndar aldr-
ei mikill veiðimaður. Hann vor-
kenndi ormunum svo mikið að hann
gat ekki þrætt þá upp á öngul og
því síður að hann gæti drepið fisk-
inn.
Við spiluðum mikið enda mikil
spilafjölskylda og oftast höfðum við
gaman af því að teikna. Finnbogi
var alveg einstaklega klár á því
sviði og öfundaði ég hann mikið af
þessum hæfileikum. Hann hlustaði
mikið á tónlist, við vorum með sama
Finnbogi Már
Ólafsson
✝ Finnbogi MárÓlafsson fædd-
ist í Reykjavík 19.
desember 1974.
Hann lést í
Nottingham á Eng-
landi 19. septem-
ber síðastliðinn og
var minnst í
Lágafellskirkju í
Mosfellsbæ 1. októ-
ber.
tónlistarsmekk og
gátum því setið og
rætt tónlist fram og
til baka.
Þú varst mér afar
kær þótt ekki lægju
leiðir okkar alltaf
saman.
Ég geymi með mér
allar okkar góðu
stundir.
Elsku Finnbogi
minn, það er stórt
skarð í okkar systk-
inahópi sem aldrei
verður fyllt.
Eigi stjörnum ofar
á ég þig að finna,
meðal bræðra minna
mín þú leitar, Guð.
Nær en blærinn, blómið,
barn á mínum armi,
ást í eigin barmi,
ertu hjá mér, Guð.
Hvar sem þrautir þjaka,
þig ég heyri biðja:
Viltu veikan styðja,
vera hjá mér þar?
Já, þinn vil ég vera,
vígja þér mitt hjarta,
láta ljós þitt bjarta
leiða, blessa mig.
(Sigurbjörn Einarsson)
Elska þig og sakna þín sárt.
Þín systir
Ollý Björk.
Ástkær vinkona
okkar Jóhanna er fall-
in frá allt of snemma. Jóhanna barð-
ist við krabbamein og var mikil hetja
í sinni baráttu.
Hún lætur eftir sig eiginmann
sinn Brahim og son Helga Idder.
Við kynntumst þessari litlu fjöl-
skyldu fyrir nokkrum árum þegar
við vorum að vinna saman úti í Tyrk-
landi við fararstjórn. Jóhanna var yf-
irfararstjórinn okkar. Þá var Helgi
Idder 5-6 ára. Hann var með sitt yf-
Jóhanna Á. H.
Jóhannsdóttir
✝ Jóhanna Árn-heiður Helga Jó-
hannsdóttir fæddist
í Reykjavík 15. maí
1957. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands á Sel-
fossi að morgni 6.
september síðastlið-
ins og var útför
hennar gerð frá
Fossvogskirkju 13.
september.
ir-fararstjóraskilti og
fór stundum með móð-
ur sinni í ferðir. Eitt
sinn sem oftar fór
hann í ferð. Hann tal-
aði hátt og mikið í
sinni rútu og tilkynnti
það með mikilli rögg-
semd að hér væri hann
yfirfararstjóri og
stjórnaði öllu. Útkom-
an var sú að án hans
væri öll starfsemin á
svæðinu í lamasessi.
Þessi skelegga yfirlýs-
ing vakti mikla kátínu
í rútunni. Þetta er ein af mörgum
sögum af Helga Idder sem yfirfar-
arstjóra og sagði Jóhanna stundum
„hann talar meira en ég og er mér nú
sjaldan orða vant“.
Jóhanna var sérsaklega orðheppin
kona og gædd mikilli kímnigáfu.
Hún var blátt áfram, einlæg og það
gustaði af henni. Hún var mjög vin-
sæll fararstjóri og frábær samstarfs-
maður.
Sem dæmi um kímnigáfu Jóhönnu
sagði hún okkur frá fyrstu kynnum
sínum af Brahim í Marokkó.
Hún vann í Marokkó um tíma við
fararstjórn og kynntist þar Brahim
sem er marokkóskur og vann þar
sem þarlendur fararstjóri. Þau lentu
saman í rútu og það varð ást við
fyrstu sýn. Brahim hafði sagt vinum
sínum frá þessari fallegu íslensku
stúlku og biðu þeir spenntir eftir að
sjá þessa norrænu þokkadís þar sem
þeir bjuggust við stúlku með sítt
bylgjandi ljóst hár, ljósblá augu, há-
leggjaða í háhæla skóm.
Þegar þeir sáu svo Jóhönnu með
sitt fallega dökka hár og brúnu augu
varð þeim að orði að hann hefði nú
getað fundið „svona konu“ á næsta
götuhorni og sneru sér vonsviknir
frá.
Jóhanna og Brahim komu úr ólík-
um áttum en voru samstiga og sam-
lynd hjón.
Brahim var Jóhönnu trúfastur og
traustur lífsförunautur. Hann er
góður maður og vék ekki frá Jó-
hönnu á þessum erfiðu tímum.
Megi guð vernda Brahim og Helga
Idder og gefa þeim styrk.
Jóhanna, hvíl þú í friði.
Ástarkveðja. Við söknum þín.
Sólrún og Ingrid,
í Tyrklandi núna.
Elsku amma. Ég
trúði ekki mínum eigin
eyrum þegar ég frétti að þú værir
komin með illkynja krabbamein. Þú
sem varst bara að fara suður í gift-
ingu og heim aftur. Ég hringdi í þig
eftir afmælið þitt til að óska þér til
hamingju með daginn og sagði við
þig eitthvað í þessa áttina: Þú kemst
loksins suður í skemmtiferð, engar
læknisferðir. En þá sagðir þú mér að
þú værir líka að fara í þína hefð-
bundnu skoðun. Stuttu síðar fékkstu
þessar hræðilegu fréttir en ég var
alltaf bjartsýn á að þú myndir ná þér.
Þú varst send austur í byrjun ágúst
og varst ánægð með að vera loksins
komin heim. Þú byrjaðir að hressast
og hvarflaði ekki að mér að þú yrðir
tekin frá okkur mánuði seinna.
Kata amma var stórglæsileg kona,
alltaf vel til höfð, í smart fötum og
hárið alltaf nýlagt enda átti hún góða
vinkonu, hana Ástu, sem passaði vel
upp á hárið á henni. Talaði amma oft
um hvað Ásta væri henni góð. Amma
Katrín
Rósmundsdóttir
✝ Katrín KristínRósmundsdóttir
fæddist á Eskifirði
18. júní 1932. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu í Nes-
kaupstað fimmtu-
daginn 13. septem-
ber síðastliðinn.
Katrín var jarð-
sungin frá Norð-
fjarðarkirkju 22.
sept. sl.
var 75 ára og héldu
margir að hún væri um
sextugt, svo glæsileg
var hún.
Hún hafði góða nær-
veru og hélt góðu sam-
bandi við fjölskylduna
sína og vini enda sást
það vel í veikindum
hennar hversu margir
fylgdust með henni og
sendu henni góðar
kveðjur.
Allt sem þú hefur
búið til handa okkur,
þú varst sko listamað-
ur amma mín. Má þar nefna Pallana,
jólasveinana sem afi sagaði út og þú
málaðir og ekki má gleyma Gosunum
sem prýða mörg heimili. Minnisstæð-
ar eru góðu stundirnar með ykkur
afa í bústaðaferðunum og hvað þið
voruð dugleg að taka barnabörnin
með ykkur. Þessar stundir geymi ég í
hjarta mínu.
Alltaf var gaman að koma inn á
Framnes og fara upp á loft með þér
og skoða allt fallega föndrið þitt. Það
var eins og að vera komin í föndur-
verslun að sjá allt dótið þitt.
Þú talaðir oft um það við mig hvað
eitt skipti þegar þú varst að passa
mig væri þér minnisstætt. Ég var ro-
samikil mömmustelpa og eftir að
mamma fór settist ég út í horn og
sagði: Nú er ég bara alein. Þú sagðist
hafa hlegið mikið að þessu.
Þótt amma hafi fæðst á Eskifirði
var engin meiri Norðfirðingur en
hún. Henni þótti Norðfjörður falleg-
asti staður á jörðu og veðrið hvergi
betra.
Meðan amma lá veik á spítalanum
hafði hún orð á því að það væru tvær
peysur í pöntun hjá henni og hún
væri leið yfir því að geta ekki prjónað
þær. Þetta lýsti ömmu vel, hún var
alltaf að hugsa um aðra.
Elsku amma, þú varst alls ekki
sátt við að þurfa að fara frá okkur
enda ekki nema 75 ára og áttir eftir
að gera svo margt fyrir barnabörnin
þín, eins og þú sagðir. Það er svo
sorglegt að litli strákurinn minn fékk
svo stuttan tíma með þér.
Elsku amma, ég þakka þér sam-
fylgdina og kveð þig með söknuð í
hjarta.
Elsku amma, þú þarft ekki að hafa
áhyggjur af Dóra afa því við munum
gæta hans vel þar til leiðir ykkar
liggja saman á ný.
Elsku afi. Guð gefi þér styrk á
sorgarstundu því missir þinn er mik-
ill, enda eruð þið búin að vera saman í
57 ár.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Hvíl í friði amma mín.
Ingibjörg Finnsdóttir.
Það er með hlýjum
hug að við minnumst
Jóns bónda þar sem
við vorum í sveit á sumrin í meir en
áratug. Þau hjónin Jón og Snjólaug
voru þá nýlega búin að taka við búi af
afa Grími og ömmu Sigurdísi.
Jón var staðráðinn í því að verða
fyrirmyndarbóndi og lagði mikið upp
úr því að allt væri gert á besta veg
Jón Laxdal
✝ Jón Laxdalfæddist á Gauts-
stöðum á Svalbarðs-
strönd 22. maí 1919.
Hann lést á heimili
sínu, Víðilundi 20 á
Akureyri, hinn 3.
september síðastlið-
inn.
Jón var jarðsung-
inn frá Laufáskirkju
15. sept. sl.
þannig að afurðir bús-
ins væru ávallt í hæsta
gæðaflokki. Jón var
skapgóður og horfði á
björtu og spaugilegu
hliðarnar. Við upplifð-
um búskaparhætti allt
frá því að slegið var
með orfi og ljá, sláttu-
vélar sem dregnar
voru af hesti og upp-
haf vélvæðingarinnar.
Það var í raun stór-
kostlegt ævintýri að fá
að taka þátt í þessu
stórbrotna tímabil í
sögu landbúnaðarins. Jón var nýj-
ungagjarn og var sífellt að kaupa
spennandi búnað sem átti að létta og
efla bústörfin. Við bræðrabörnin
undum okkar hag vel og lærðum að
vinna öll helstu verk eftir því sem
aldur og reynsla leyfði. Þetta tímabil
í æsku okkar er fullt af ljúfum minn-
ingum um alls konar ævintýri sem
við lentum í og gætum við hæglega
skrifað bækur hliðstæðar Nonna og
Manna bókunum.
Við kveðjum með þakklæti Jón
bónda að Nesi, sem reyndist okkur
vel í alla staði og var okkur fyrir-
mynd um stórhug og bjartsýni.
Blessuð sé minning hans.
Bræðrabörnin,
Sigurdís Eggertsdóttir Laxdal
og Grímur Halldórsson Laxdal.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Myndir | Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið sé
um annað. Ef nota á nýja mynd er
ráðlegt að senda hana á mynda-
móttöku: pix@mbl.is og láta um-
sjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar