Morgunblaðið - 11.10.2007, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 47
Elskuleg móður-
systir mín er látin.
Milli okkar ríkti alla
tíð mikill vinskapur, alveg frá því að
ég var lítil stúlka í heimahúsum og
hún ung og ógift og var kostgangari
hjá móður minni. Þegar ég byrjaði
sjálf að búa var stutt á milli okkar,
og oft nutum við hjónin gestrisni
þeirra hjóna, hennar og Ara. Svo
kenndi hún mér ýmislegt til heimilis-
ins, til dæmis að búa til rifsberja-
sultu og taka slátur og meira að
segja að gera kæfu úr hálsæðunum.
Dóra var alla tíð mikil húsmóðir,
hagsýn, smekkvís og gestrisin. Hún
hafði einstakt lag á því að bera allt
svo fallega fram, hráefni sem mörg-
um hefði kannski ekki þótt sérlega
spennandi varð að kræsingum í
höndunum á henni.
En sterkasta minningin um Dóru
er þó sú hvað hún var skemmtileg
manneskja, það var svo gaman að
vera nálægt henni. Hárfínn og beitt-
ur húmor einkenndi hana, hún átti
svo auðvelt með að sjá spaugilegu
hliðarnar á hlutunum. Við spiluðum
saman bridds tvo vetur með móður
minni og stjúpa, þau öll hörkuspil-
arar og keppnisfólk í bridds til
margra ára, og svo aulinn ég. Þetta
voru góðar og ógleymanlegar stund-
ir, og þá voru sagðar margar
skemmtilegar sögur og margt spjall-
að. Ég veit að móðir mín hefur misst
svo miklu meira en litlu systur sína,
hún hefur líka misst bestu vinkonu
sína. Þær systur voru alla tíð mjög
nánar, höfðu samband daglega. Þær
höfðu sama húmor og þurftu varla að
nefna nema nafn eða stað til að fram-
kalla minningar – og þá oftast hlátur
um leið.
Dóra var líka fjölfróð, stálminnug
og fróðleiksfús fram á síðustu
stundu. Hún elskaði að ferðast og sjá
og upplifa nýja hluti. Þau Ari fóru
margar ferðir saman, og eftir lát
hans hélt hún áfram að ferðast mikið
innanlands og utan. Hún sótti ýmis
námskeið hjá Endurmenntunar-
stofnun, og fór á söguslóðir innan
lands og utan. Eftir að sonur hennar
Guðbrandur og maður hans Bjarni
fluttu til Danmerkur fór hún árlega
að heimsækja þá og þá var leigður
bíll og brunað af stað á nýjar slóðir.
Samkomulagið var alltaf jafn gott.
Það var ótrúlegt að fylgjast með
Dóru þessar vikur sem hún átti eftir
þegar hún fékk að vita að þær yrðu
ekki margar í viðbót hjá henni. Hún
tók á móti fólki og kvaddi það, gekk
frá ýmsu innan heimilisins. Ótrúleg
yfirvegun og hugarró og líka stutt í
húmorinn sem gerði okkur hinum
svo miklu auðveldara að vera með
henni á þessum erfiðu tímum.
Hvíldu í friði, elsku Dóra mín.
Þín
Margrét Kolka Haraldsdóttir.
Dóra var engin venjuleg kona.
Sem vinkona í yfir 60 ár fór ekki
framhjá mér hve mörgum góðum
eiginleikum hún var búin. Hún var
bráðgreind, skemmtileg, listfeng og
umfram allt hjálpsöm. Við áttum
margar ánægjulegar stundir saman,
heima hjá hvor annarri, klifum fjöll
og fórum í leikhús svo eitthvað sé
nefnt.
Dóra var vel ritfær og ég dáðist að
því hve fljót hún var að ráða kross-
gátur, danskar sem íslenskar, og
hvað hún var góður bridgespilari.
Minningarnar um Dóru hrannast
upp og eftirsjáin er mikil. Í vor átt-
um við skólasysturnar 60 ára út-
skriftarafmæli úr Kvennaskólanum í
Reykjavík. Þetta er samheldinn og
góður hópur. Í tilefni þess fórum við
í rútu og borðuðum á Hótel Glym í
Halldóra Kolka Ísberg
✝ Halldóra KolkaÍsberg fæddist í
Vestmannaeyjum 3.
september 1929.
Hún andaðist á líkn-
ardeild Landspít-
alans, Landakoti,
20. september síð-
astliðinn og var út-
för hennar gerð frá
Háteigskirkju 1.
október.
Hvalfirði og áttum
góðan dag. Á leiðinni
greip Dóra hljóðnem-
ann og sagði skemmti-
legar sögur og var
sannarlega hrókur alls
fagnaðar.
Dóra var alin upp á
góðu menningarheim-
ili og bar hún það með
sér alla ævi. Hún átti
góðan eiginmann,
syni, tengdadætur og
tengdason og barna-
börnin voru alltaf í
fyrirrúmi. Innilegar
samúðarkveðjur til fjölskyldunnar
frá okkur skólasystrum.
Margrét Halldóra Sveinsdóttir.
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast góðrar konu og kærrar
vinkonu, Halldóru Kolka Ísberg.
Halldóra var glæsileg kona í víðum
skilningi, ung í anda og höfðingi mik-
ill. Yfir henni var yfirveguð reisn og
hlýja, sem laðaði að. Við kynntumst
fyrir sjö árum þegar ég keypti af
henni íbúð. Með okkur tókst góður
vinskapur og ásamt Erlu nágranna-
konu okkar í sama húsi hittumst við
reglulega síðustu ár og ræktuðum
vináttu okkar þótt flutt væri á milli
húsa. Halldóra var nútímakona, vit-
ur og skemmtileg. Hún kom reglu-
lega á opnanir sýninga í safnið til
mín og ásamt Erlu hittumst við
reglulega yfir kaffibolla. Í vor bað
hún mig um að segja frá Þjóðminja-
safninu í Skólabæ þar sem hittust
fyrrverandi vinnufélagar hennar úr
Háskóla Íslands. Það var ánægjuleg
stund. Er ég þakklát fyrir allar sam-
verustundirnar okkar og hlýju henn-
ar í minn garð og barna minna. Ég
vil votta fjölskyldu hennar mína
dýpstu samúð. Heiðruð sé minning
góðrar konu.
Margrét Hallgrímsdóttir.
Velvild, hjartagæska og gestrisni
Halldóru var einstök. Náði hún með-
al annars yfir allan vinahóp sona
hennar. Er sá hópur stór sem á
fjölda góðra minninga frá Tómasar-
haganum. Þar var jafnan glatt á
hjalla og mikið hlegið, hvort sem var
eftir skóla að degi til eða á kvöldin.
Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir
áralanga vináttu og hlýhug sem
Halldóra veitti mér allt frá því að ég
kom fyrst inn á heimili hennar lítill
drengur.
Ættingjum Halldóru votta ég hug-
heila samúð.
Friðbert Friðbertsson
og fjölskylda.
Þegar ég heimsótti Halldóru
Kolka, móður Guðbrands Ísberg
æskuvinar míns, um daginn rifjuð-
um við upp ferð sem við fórum í sam-
an fyrir um tuttugu árum. Þetta var
ferð yfir hálf Bandaríkin á amerísk-
um sportbíl, ásamt Guðbrandi og
tveimur öðrum vinum. Við gistum á
misjöfnum vegahótelum, keyrðum
alla leiðina frá Illinois til New Or-
leans og þaðan alla leiðina upp aftur
til Washington D.C. Lítið var um
ferðaplön og túrinn allur hinn æv-
intýralegasti og átti Dóra auðvitað
sinn þátt í því að gera þessa ferð ein-
hverja eftirminnilegustu upplifun
ævinnar. Hún vílaði fátt fyrir sér á
þessari löngu leið, sat í framsætinu
með kort og stýrði bílstjóranum með
handapati, alltaf jákvæð og til í slag-
inn, reytti af sér brandara. „Að þú
skyldir nenna að koma með okkur,
hálfstálpuðum unglingum, í þessa
svaðilför, það lýsir þér vel,“ sagði ég
við Dóru áður en við kvöddumst. „Að
þið skylduð nenna að hafa mig með,“
svaraði hún, „virðulega húsfrú úr
Vesturbænum.“
Það var hins vegar aldrei spurning
um það, þvert á móti sóttum við í að
vera í kringum hana, félagarnir. Hún
var stálminnug og margfróð, hægt
að sækja í minni hennar uppákomur
og atvik sem öðrum voru löngu
gleymd, svo var hún svo fyndin, gat
sagt svo skemmtilega frá að menn
veltust um af hlátri. Við fengum
hana til að segja okkur sömu sög-
urnar aftur og aftur, kusum oft frek-
ar að vera heima hjá henni en að fara
út að skemmta okkur.
Síðast en ekki síst stóð Dóra með
sínum, fordómalaus og opin, hún
varð vinur barnanna sinna, vinur
vina þeirra, vinur tengdabarna
sinna, og jafnvel vinur vina þeirra
líka. Hún hvatti aðra til dáða með já-
kvæðni sinni og hreinskilni og var
þess vegna elskuð og virt, þess
vegna varð hún jafnvel fyrir okkur
vinum Guðbrands eitthvað miklu
meira en bara móðir náins vinar.
Ég á eftir að sakna Dóru, heim-
sóknanna til hennar, allra samtal-
anna við hana í gegnum tíðina. Og
þakka fyrir að hafa fengið að um-
gangast þessa merkilegu konu í öll
þessi ár.
Hrafnhildur Hagalín.
Dóra mín.
Þá ertu svifin á brott frá okkur
hinum sem höldum áfram í daglegu
amstri, að reyna að vera góð, góð
hvert við annað, dugleg, vinnusöm,
skemmtileg, skapandi, vakandi, lif-
andi. Þú varst þetta allt saman á svo
afskaplega eðlilegan hátt, einhvern
veginn var allt í kringum þig svo fal-
legt og fullkomið.
Heimili þitt var yndislegt þar sem
fegurðarskyn þitt fékk svo sannar-
lega að njóta sín, Kjarval og blóma-
vasar, silkistólar og útsaumaðir
glæsipúðar. Og þó svo að þú værir í
vinnu og oft eflaust mikið að gera
hvíldi alltaf svo mikill friður og af-
slappelsi yfir öllu í kringum þig.
Ég man eftir þér frá barnæsku
minni þegar við bjuggum hvor á
sinni hæðinni á Tómasarhaganum
einhvern veginn alltaf hlæjandi með
kaffibollann eða að gera eitthvað
sniðugt og skemmtilegt, eins og að
gantast með vísur, kveðast á við
pabba, spjallandi við mömmu um
heima og geima.
Eins var heimsókn ykkar Bubba
til okkar til Kanada ógleymanleg,
það var mikið hlegið og jafnvel dans-
að um stofuna við okkur. Þessar
minningar á maður alltaf. Þegar ég
var svo eldri og fjölskyldan mín bjó
enn í Kanada varst þú svo rausn-
arleg að bjóða mér að vera hjá ykkur
eitt sumarið. Það var mikill heiður að
fá að vera fósturdóttir þín þetta
sumar. Larry maðurinn minn minnti
mig svo á að í fyrsta sinn sem hann
hitti Dóru, nýkominn frá Ameríku,
bauð hún okkur í heimsókn, og sposk
á svip bar hún fram fyrir hann al-
vöru þorramat, Larry til mikillar
skelfingar. Hann var ekki viss um
hvort hann ætti í alvöru að borða
hrútspungana og hákarlinn! En
þetta var ekta Dóra, svo mikill höfð-
ingi, og um leið var allt gert svo
skemmtilegt, svo mikið upplifelsi.
Það eru endalausir veisluréttirnir
sem maður man eftir úr þeim mörgu
heimsóknum sem við fórum í til
Dóru, tertur par excellence, og alls
kyns eitthvert óheyrilega flott
brauðdúllerí, en stórkostlegastar af
öllu fannst mér alltaf fiskirendurnar
sem hún bjó til margvíslegar. Þetta
var allt saman ævintýri líkast í sinni
fullkomnun.
Það var bara alltaf svo einstaklega
gott að sækja Dóru heim. Manni leið
svo vel í návist hennar. Það mætti
helst líkja því við að vera nálægt
mjúkri og góðri kisu sem malaði
þægilega. Hún bjó yfir þessari ein-
stöku snilld, að kunna hreinlega að
lifa lífinu eins og maður á að gera
það. Að njóta alls þess besta sem í
kringum okkur er. Minning hennar
mun lifa með mér og ég mun sakna
hennar mikið. Mínar innilegustu
samúðarkveðjur til Palla, Binga og
Bubba, systra Dóru og fjölskyldu.
Arngunnur Ýr Gylfadóttir.
Eitt sinn verða allir menn að deyja,
eftir bjartan daginn kemur nótt.
(Vilhjálmur Viljhálmsson)
Ég fékk áfall þegar ég las í Morg-
unblaðinu að yndislegur vinnufélagi
hafði fallið frá löngu fyrir tímann.
Halldóra, sem alltaf var svo glöð
og hafði alltaf frá einhverju
skemmtilegu að segja þegar við fór-
um í kaffi eða mat við Háskóla Ís-
lands. Það var allaf bjart og glens í
kringum hana. Fyrir nokrum vikum
talaði ég við hana. Þá lá hún á
sjúkrahúsi og var í rannsókn, en
samtalið var stutt, því hún hafði ekki
tíma þá, sem ég skil vel, svo að ég
vissi ekki hvað var að henni. Var ég
að leita að fv. yfirmanni okkar, Eddu
Magnúsdóttur. Síðan hringdi ég í
annan vinnufélaga, Rósu, og hún
sagði mér að Halldóra væri með
krabbamein. Ég taldi það öruggt að
Dóra mín myndi redda þessu með
glaðværð sinni og hugrekki. En því
miður varð hún að lúta í lægri valdi.
Elsku Dóra mín. Þú gafst okkur
mikla gleði uppi í Háskóla. Sérstak-
lega varst þú mér hliðholl vegna sér-
stakra aðstæðna hjá mér. Ég varð að
hverfa burt frá Háskólanum á móti
mínum vilja og flytja utan. Ég
hringdi nokkrum sinnum í þig þegar
ég var leið og svo einn góðan veð-
urdag fékk ég bréf frá þér sem er
mér ákaflega dýrmætt, með hand-
saumuðum vasaklút og ilmandi af
góðu ilmvatni. Þú hughreystir mig
og svo komu þær línur sem ég var
stoltust af: „Villa mín, þú með þitt
fallega bros og gleði og þú ert Prim-
us Motor í félagslífinu hér við Há-
skólann. Haltu áfram að vera jafn
glöð og þú hefur sýnt okkur.“ Bréfið
fór beint í myndaramma og er ég
ákaflega stolt yfir þessum orðum frá
þér. Já við brölluðum margt og
leigðum Skólabæ fyrir ýmsar sam-
komur. Höfðum þorrablót og eitt
sem mér er sérstaklega minnisstætt
er þegar við fengum Stangaveiði-
félagið til að kenna okkur að „kasta“.
Við stóðum á túninu fyrir framan að-
albygginguna og skemmtum okkur
vel yfir því að við værum að veiða
„túnfisk“.
Síðan hef ég fylgst með áfram-
haldinu með morgunfundina og
ferðalögin ykkar og alltaf varst þú
með. Á síðustu myndunum sem ég sá
voruð þið á Selfossi og alltaf var
Perla systir þín með. Þið voruð eins
og tvíburar.
Elsku Dóra mín. Ég vil á þennan
hátt kveðja þig í augnablikinu, því ég
vona að við hittumst á ný.
Vil ég votta öllum mínum starfs-
félögum við Háskóla Íslands mína
innilegustu samúð fyrir að missa
þessa yndislegu konu, einnig fjöl-
skyldu hennar, ættingjum og vinum,
sérstaklega Perlu systur hennar.
Hvíl í friði elsku vinkona.
Vilhelmína Ragn-
arsdóttir Olsson.
Það hafði rignt í
marga daga, verið
dimmt yfir en nú rann upp bjartur
og fagur dagur. Það var sunnudag-
ur og þetta var í síðasta skipti sem
ég sá Kristján. Hann kvaddi þenn-
an heim nokkrum andartökum síð-
ar. Heilsu Kristjáns hafði hrakað
mikið síðustu misserin og hann
hefur verið hvíldinni feginn.
Ég kynntist Stjána og Dóru fyr-
ir rúmum 16 árum þegar við Heiða
vorum að rugla saman reytum.
Þau tóku á móti mér opnum örm-
um og yndislegt að vera samferða
þeim síðan. Stjáni var orðinn veik-
ur þegar ég kynnist honum og
starfsþrekið skert. Hann var þó
alltaf að. Hann fór rólega en
komst alla leið. Þau hjónin byggðu
Ásaból, fallegan sumarbústað rétt
við Flúðir. Þar hefur alltaf verið
mikill gestagangur og flestir ætt-
ingjar og vinir eiga þaðan góðar
minningar. Stjáni var mikill barna-
karl og gaf sér alltaf nægan tíma
með stelpunum sínum. Þá var spil-
að á spil út í eitt. Hann kenndi
Halldóru litlu að meta hákarl þeg-
ar hún var þriggja ára. Hún var
síðan eini krakkinn í leikskólanum
sem hakkaði þorramatinn í sig
eins og sælgæti. Litlu stelpurnar
Kristján Ebenezersson
✝ Kristján Ebene-zersson fæddist
í Tungu í Val-
þjófsdal í Önund-
arfirði 20. maí 1924.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Sunnuhlíð 16. sept-
ember síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Kópavogs-
kirkju 27. sept-
ember.
minnast afa síns oft
með hníf og spýtu í
hendi að tálga eitt-
hvað út. Hann smíð-
aði fyrir þær lítið fal-
legt sumarhús,
Systrakot, við hlið
sumarbústaðarins.
Það var líklega eitt
síðasta smiðsverkið
sem hann gerði og
ber það vott um
hversu hagur hann
var. Stjáni hafði alla
tíð gaman af lestri
góðra bóka, hvort
sem það voru spennusögur, ævi-
sögur eða ljóðabækur. Ég held að
hann hafi kunnað Íslendingasög-
urnar utan að. Þau voru oft
skemmtileg kvöldin í Ásabóli þeg-
ar við vorum að spyrja Stjána
hvort hann kannaðist við einhverja
hendingu úr gömlum ljóðum. Yf-
irleitt kláraði hann textann. Þegar
starfsævinni lauk ætlaði hann m.a.
að ferðast og fræðast meira um
fornsögurnar en því miður varð
ekkert af því v/heilsubrests.
Við eigum eftir að sakna stund-
anna með honum, t.d. kvöldanna í
Ásabóli þar sem spilað var stokk
eða gott kvöld, dama fram á nótt
eða rætt um lífið og tilveruna.
Takk fyrir allt, Stjáni minn,
Haukur.
Elsku afi minn.
Afi minn, nú ertu farinn, ein-
hversstaðar á annan staðinn.
Þú ert einhversstaðar hinum
megin, þú fórst ánægður, ham-
ingjusamur og feginn með það
sem þú verkaðir, smíðaðir ból,
sem var nefnt Ásaból.
Þú giftist ömmu, ólst upp
mömmu.
Þú elskaðir landið og náttúruna.
Ég vona að þú sért sáttur
þarna.
Elsku afi minn,við söknum þín.
Góða nótt.
Þóra Lilja Bergmann.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi.
Minningargreinar