Morgunblaðið - 11.10.2007, Side 54
„Þannig að tengsla-
netið okkar í bænum
er ekki eins þétt og inn-
fæddra!“ … 58
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
BANDARÍSKI ljósmyndarinn Bob Gruen var
staddur hér á landi í vikunni, en hann var við-
staddur tendrun ljóssins í friðarsúlu Yoko Ono í
Viðey í fyrrakvöld. „Mér finnst verkið alveg frá-
bært og ég vona að það veki fólk til umhugsunar
um mikilvægi friðar í heiminum,“ segir Gruen sem
er góður vinur Yoko, og var auk þess náinn vinur
John Lennons. „Ég held að John sé líka mjög hrif-
inn af þessu verki, hvar sem hann er staddur.
John hreifst mjög af Yoko sem listamanni strax í
upphafi, þau kynntust á sýningu sem hún hélt í
Lundúnum. Hann fór ekki á sýninguna til þess að
kynnast kynþokkafullri stúlku heldur til þess að
kynnast listamanni. Og hann kunni að meta það
sem fyrir augu bar, og hann hefði án efa kunnað
að meta þetta verk líka.“ Gruen tók fjölda mynda í
Viðey, en hann vinnur sjálfstætt fyrir ýmis dag-
blöð og tímarit, bæði í Bandaríkjunum og víðar.
Hann er einna þekktastur fyrir myndir sínar af
þeim Lennon og Yoko. „Ég tók fyrst mynd af
þeim í Appollo leikhúsinu í New York árið 1971,“
segir Gruen sem vann náið með þeim hjónum
næstu níu árin, og varð einskonar hirðljósmyndari
þeirra. „John og Yoko voru auðvitað heimsfrægt
par sem var ljósmyndað í bak og fyrir hvert sem
þau fóru í heiminum. En þegar þau vildu fá mynd-
ir fyrir sitt einkasafn höfðu þau oftast samband
við mig, til dæmis þegar Sean fæddist. Þá vildu
þau myndir af hinu nýfædda barni til að senda vin-
um og ættingjum, og hringdu í mig.“
Skemmtilegast að mynda The Clash
Gruen hefur haldið reglulegu sambandi við
Yoko síðan Lennon lést, og tekur oftast myndir á
þeim viðburðum sem hún stendur fyrir. Hann sér-
hæfir sig hins vegar í að taka myndir af þekktum
tónlistarmönnum, en á meðal þeirra þekktustu
eru Bob Dylan, David Bowie, Rolling Stones, Led
Zeppelin og Sex Pistols. „Ég segi stundum að mér
finnist gaman að taka myndir af mönnum allt frá
John Lennon til John Lydon [Johnny Rotten] og
frá Bob Dylan til Bob Marley,“ segir hann. „Mér
finnst nefnilega rokktónlist skemmtileg, og tján-
ingarfrelsið sem fylgir henni. “
Aðspurður segir Gruen að skemmtilegast hafi
verið að mynda bresku hljómsveitina The Clash.
„Það var eina hljómsveitin sem skipti einhverju
máli. Fólk segir að Sex Pistols hafi fengið fólk til
þess að öskra og æpa, en The Clash gaf fólki ein-
hvern tilgang.“ Af yngri flytjendum sem setið
hafa fyrir hjá Gruen má nefna Green Day, Ryan
Adams og Courtney Love. „Svo tók ég nýlega
myndir af finnsku tröllunum í Lordi, þeir voru
staddir á miðju Times Square í New York. Þeir
voru alveg magnaðir,“ segir hann. „En svo held ég
oft sýningar á myndunum mínum, núna síðast var
ég með stóra sýningu í Sao Paolo í Brasilíu.“
Nýverið sendi Gruen svo frá sér bókina John
Lennon: The New York Years, en í bókinni má
finna yfir 150 myndir Gruens af Lennon.
Ljósmyndari Lennons
Morgunblaðið/RAX
Friður á jörð Bob Gruen í Viðey í fyrrakvöld. Til vinstri er ein frægasta mynd hans af John Lennon, en hún var tekin við Frelsisstyttuna í New York.
Bob Gruen hefur tekið myndir af mörgum þekktustu tónlistarmönnum heims
www.bobgruen.com
Bennett. Kvikmyndirnar Heima,
101 Reykjavík og Gargandi snilld
(Screaming Masterpiece) verða
sýndar, Ragnar Ómarsson mun
elda íslenskan fisk á einum helsta
veitingastað borgarinnar og átján
íslenskir hönnuðir sýna verk sín.
Upplýsingar um fleiri viðburði
má nálgast á vefsetri hátíðarinnar
en samstarfsaðilar eru m.a. Ís-
lenska sendiráðið, útflutningsráð,
ferðamálaráð, Útflutnings-
skrifstofa íslenskrar tónlistar,
Mersey Partnership og Albert
Dock.
Á hátíðinni
verður meðal
annars smá-
sagnakeppni á
milli barnaskóla
Liverpool en
dómarar í henni
verða Mike
McCartney, Mar-
grét Sjöfn Torp
og Andri Snær
Magnason. Í verðlaun er ferð til Ís-
lands. Þá munu Mugison og Pétur
Ben troða upp á tónleikastaðnum
Barfly og fleiri tónlistarmenn eiga
eftir að tilkynna komu sína. Ragn-
ar Axelsson, RAX, verður með ljós-
myndasýningu og einnig Hafdís
ÍSLENSKA menningarhátíðin ICE
2007 fer fram í fyrsta skipti í
bresku borginni Liverpool í end-
aðan nóvember – stendur frá 29.
nóvember til 2. desember. Vernd-
ari hátíðarinnar er Mike McCart-
ney, bróðir Bítilsins Paul, en fram-
kvæmdastjóri hátíðarinnar er Ingi
Þór Jónsson. McCartney kom hing-
að til lands í sumar til að kynna
hátíðina sem er gjöf Íslendinga til
Liverpool í tilefni 800 ára afmælis
borgarinnar.
Liverpool verður þá menning-
arborg Evrópu á næsta ári og hef-
ur McCartney haft hönd í bagga
með skipulagninguna í kringum
það.
Andri Snær, Mugison og Raxi
Morgunblaðið/Kristinn
Kostulegur Mugison fór á kostum á afmælistónleikum Kaupþings í sumar
og endurtekur vísast leikinn í Bítlaborginni í næsta mánuði.
www.ice07.org
Styttist óðum í íslenska menningarhátíð í Liverpool
Mike McCartney
Grallarakrakkarnir í Skakka-
manage hyggjast afhjúpa sína eigin
friðarsúlu á Organ annað kvöld í
tilefni af tónleikum sveitarinnar.
Ýjað er að því að þekktur
trommuleikari heiðri samkomuna
með nærveru sinni en þá munu að-
standendur Rafskinnu gefa hátíð-
argestum sýnishorn af næsta tölu-
blaði. Veislan hefst kl. 21.
Er Reykjavík nógu stór
fyrir tvær friðarsúlur?
„Ég var reyndar í bölvuðu basli
með brjóstin allt kvöldið því þau
láku sífellt niður á maga. Hefði bet-
ur fengið mér sílikon fyrr um dag-
inn eða munað eftir að taka með
mér brjóstahaldara. Satt að segja
minnti ég engan veginn á Tinu Tur-
ner og ég er ekki frá því að áhorf-
endur hafi frekar talið að einhver
gleðikona hefði villst upp á svið
með hljóðnemann.“ Svo bloggar
Þorgrímur Þráinsson um uppátæki
sitt á hæfileikakeppni starfsmanna
leikskólanna á Suðurnesjum.
Það fylgir svo einnig sögunni að
Þorgrímur valdi sér ljósa hárkollu
fyrir kvöldið.
Ljóshærð og brjósta-
haldaralaus Tina
Hönnuðurinn Ingi Erlingsson er
ekki nema 25 ára gamall en hefur
þegar unnið auglýsingar fyrir fyr-
irtæki á borð við Nike, Jordan,
Pepsi, Comedy Central, Universal,
Sony, Macys, Barclays og Orange.
Hann starfar nú í Englandi.
Ingi heldur fyrirlestur í dag kl.
12 í Bláa sal gamla Morgunblaðs-
hússins við Kringluna, um teikni-
myndir í auglýsingum. Fyrirlest-
urinn er öllum opinn.
25 ára fyrirlesari
miðlar af reynslu sinni