Morgunblaðið - 11.10.2007, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 57
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
SVERRIR Bergmann, fyrr-
verandi Daysleeper-maður
og núverandi tölvuleikja-
gúrú, hefur verið með sóló-
plötu í smíðum í þrjú ár. Nú
hillir undir endalokin, tjáir
glaður en vissulega langþreyttur Sverrir blaða-
manni.
„Við vorum að klára upptökur í Sundlauginni,
hljóðveri Sigur Rósar,“ segir hann. „Nú erum við að
hljóðblanda og verðum klárir með þetta í lok nóv-
ember. Platan kemur svo út í febrúar.“ Það er Sena
sem gefur út hér á landi en svo verður „sjoppað“
með hana á erlendum markaði eins og Sverrir kemst
að orði.
Í lok sumars héldu Sverrir og félagar til Cornwall-
skaga í Bretlandi og tóku upp grunna í Sawmills-
hljóðverinu.
„Með mér voru þeir Franz Gunnarsson, sem er vel
þekktur fyrir störf sín með Dr. Spock og Ensími,
Jónsi sem var með mér í Daysleeper og Halli úr
Lights on the Highway. Bretinn James Hallawell lék
þá á píanó. Það var áhugavert að sjá vinnubrögðin
þarna úti, Bretarnir eru fastir á sínum tetímum en
þeir sem við unnum mest með tóku Íslendinginn á
þetta, þar sem það er bara kýlt á hlutina og þeir
kláraðir einn, tveir og þrír í löngum vinnutörnum.“
Slakur á því
Sverrir viðurkennir að vissulega sé hann orðinn
óþolinmóður og vilji að þetta klárist.
„Þrjú ár eru langur tími og maður er einfaldlega
orðinn vel spenntur að leyfa fólki að heyra sum lag-
anna, en ég er búinn að ganga með nokkur þeirra í
hausnum í tvö ár. En þessi tími gerði það og að verk-
um að ýmislegt breyttist við vinnsluna – og það til
hins betra að mínu mati.
Maður er þá búinn að vera að svara sömu spurn-
ingunni í þrjú ár: „Er platan ekki að koma Sverrir?“
Ég er búinn að vera slakur á því allan tímann og ætíð
svarað því til að hún sé alveg að fara að detta inn
(hlær).“ Sverrir lýsir því að fyrstu tvö árin hafi hann
verið á flandri á milli Íslands, Bretlands og Svíþjóð-
ar, semjandi lög, en þrjú þeirra samdi hann með
Ludwig Böss, fyrrverandi leiðtoga sænsku skrýti-
poppsveitarinnar Ray Wonder. Nú tekur við spilerí
út um velli víða og Sverrir segir mikilvægt að huga
rækilega að heimamarkaðinum áður en útlönd verða
sett inn í myndina.
„Þetta er svona „basic“ vinna framundan,“ segir
yfirvegaður Sverrir. „Spila sig í hengla hér heima og
gægjast eftir það yfir hafið.“
Góðir hlutir gerast hægt
Sjení Sverrir Bergmann deilir því með Stefáni Hilmarssyni
að hafa ekki nýtt háa c-ið í glysrokkið.
www.myspace.com/bergmannspace
www.icelandairwaves.is
Fyrsta sólóplata Sverris Bergmann, Wrong Side of the Sun,
kemur út eftir þriggja ára meðgöngu
Lau. 13. október kl. 17.00
Kristallinn – kammertónleikaröð SÍ í
Þjóðmenningarhúsinu.
Franz Schubert: Oktett
■ Fim. 18. október kl. 19.30
Ófullgerða sinfónían.
Tónlist eftir Schubert, Nielsen og Veigar Margeirsson
■ Fim. 25. október kl. 19.30
Sígildar perlur. Þekktustu perlur tónbókmenntanna frá
Bach til Piazolla
Hljómsveitarstjóri: Esa Heikkilä
Einleikari: Alison Balsom
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is
! "
#
$$$
%
! "# !$
% & ' $
&' (
) *"
+ ,-. / 0
0 1
"+
2
3 1 4
/ "+
2
VAFALAUST eru margir sem telja
dagana niður þangað til Iceland
Airwaves hefst í næstu viku. Nú hef-
ur verið tilkynnt að stærsta svið tón-
listarhátíðarinnar verður sérstakt
MySpace svið.
Í fréttatilkynningu segir að með
framtakinu vilji aðstandendur My-
Space efla samstarfið við Iceland
Airwaves og kynna starfsemi sína
fyrir hátíðargestum, ekki síst tón-
listarmönnum, blaðamönnum og
starfsmönnum tónlistarbransans.
Þeir sem standa að Iceland Airwa-
ves telja hins vegar að þetta sé gott
tækifæri til að kynna hátíðina og þá
listamenn sem koma fram, ekki síst
innlenda listamenn, fyrir notendum
og lesendum MySpace um allan
heim.
Eftir miklu er að slægjast enda
MySpace með hvorki meira né
minna en 200 milljónir notenda um
allan heim.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Lay Low Spilar á Airwaves.
MySpace svið
á Airwaves