Morgunblaðið - 05.11.2007, Side 26

Morgunblaðið - 05.11.2007, Side 26
26 MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ástkæra móðir okkar, sambýliskona, amma og langamma, JÓNÍNA BJÖRNSDÓTTIR, Bólstaðahlíð 45 áður Bræðraborgarstíg 49, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut fimmtudaginn 1. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ólafía Ingvarsdóttir, Matthías Matthíasson, Jón Ingvarsson, Sigríður Guðjónsdóttir, Ingunn Ingvarsdóttir, Sveinn Leósson, Jóhann Ingvarsson, Stefanía Stefánsdóttir, Björn Ingvarsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Kristrún Ingvarsdóttir, Haraldur Haraldsson, Lára Ingvarsdóttir, Ingvar Ingvarsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Jóna Þuríður Ingvarsdóttir, Bjarni Þór Jakobsson, Guðjón Ingvarsson, Steingrímur Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR IBSEN, Brúnavegi 9, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðvikudaginn 7. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabba- meinsfélagið í Skógarhlíð. Kristín Guðmundsdóttir, Kristján Sigurgeirsson, Dröfn Guðmundsdóttir, Sigurður M. Magnússon, Þórir Ibsen, Dominique Ambroise, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR, Sæviðarsundi 42, sem lést þriðjudaginn 30. október, verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 7. nóvember kl. 15.00. Kristján G. Jóhannsson, Kristín Kristjánsdóttir, Jón Sigurðsson, Brynja Kristjánsdóttir, Hildur Kristjánsdóttir, Jón F. Sigurðsson, Þór Kristjánsson, Birna Jóna Jóhannsdóttir, Elmar Kristjánsson, Margrét Sigfúsdóttir, Kristján G. Kristjánsson, Pálína R. Sigurðardóttir, Dagmar Kristjánsdóttir, Ómar Ægir Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Gróa JóhannaSalvarsdóttir fæddist á Bjarna- stöðum Reykj- arfjarðarhreppi 7. júní 1922. Hún lést á Líknardeild Landa- kots 27. október. Foreldrar hennar voru Ragnheiður Hákonardóttir, f. á Reykhólum á Barða- strönd 1901, d. 1977 og Salvar Ólafsson, f. í Lágadal í Naut- eyrarhreppi 1888, d. 1979. Þau hófu búskap á Bjarna- stöðum en tóku síðan við búi í Reykjarfirði af foreldrum Salvars, Ólafi Jónssyni og Evlalíu Sigríði Kristjánsdóttur. Foreldrar Ragn- heiðar voru Hákon Magnússon og Arndís Bjarnadóttir. Systkini Gróu eru: Hákon, f. 1923, d. 2005, maki Steinunn Ingimundardóttir, f. 1933, þau eiga fjögur börn; Sigríður, f. 1925, hún á sex börn, maki Baldur Bjarnason, f. 1918, d. 1998; Arn- heiður, f. 1927, d. sama ár; Arndís, f. 1929, hún eignaðist átta börn og lifa sex þeirra, maki Júlíus Jónsson f. 1920; Ólafía, f. 1931, hún eign- aðist sex börn. maki Baldur Vil- helmsson, f. 1929. Hinn 13.8. 1943 giftist Gróa Hall- dóri Víglundssyni smið frá Hauks- stöðum í Vopnafirði, f. 11.6. 1911, d. 15.4. 1977. Foreldrar hans voru Svanborg Björnsdóttir, f. á Eyvind- arstöðum í Vopnafirði 1887, d. 1964, og Víglundur Helgason, f. í Hólsseli Hólsfjöllum 1884, d. 1930. Dóttir Gróu og Auðuns Jóhann- essonar, f. 17.12. 1908, d. 3.2. 2003, Leite Santos f. 1985. Börn Salvars: Nína Dögg f. 1997, móðir Sigríður Jóna Albertsdóttir, f. 1973, d. 1998, og Sölvi Dór f. 2000, móðir Sylvía Sölvadóttir f. 1980; b) Árni Björn f. 1987; c) Egill Birnir f. 1993. Gróa lauk barna- og unglinga- námi frá Héraðsskólanum í Reykja- nesi 1938 og forskóla sjúkraliða í Námsflokkum Reykjavíkur 1978. Hún var dugleg að afla sér aukinnar menntunar og sótti fjölda nám- skeiða svo sem í hússtjórn, ræðu- mennsku, tölvuvinnslu og fé- lagsmálum. Sem barn vann Gróa almenn sveitastörf á Bjarnastöðum og í Reykjarfirði. Fjórtán ára varð hún ráðskona í sláturhúsinu Vatns- firði og var þar í þrjú haust. Næstu tvö ár vann Gróa á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri undir stjórn föð- ursystur sinnar Guðrúnar Ólafs- dóttur. Árið 1942 fór Gróa sem ráðskona að Reykjanesskóla og vann þar með hléum til 1947 en það ár kenndi hún stúlkum handmennt. Sumrin 1947 og 1948 ráku þau Hall- dór gisti- og veitingasölu í Reykja- nesi. Haustið 1949 fluttust Gróa og fjölskylda að Skógum og var hún þar eitt ár sem ráðskonan og handa- vinnukennari. Leiðin lá aftur í Djúp- ið og næstu fimm ár bjuggu þau í Botni Reykjarfirði og Múla. Gróa sá um heimili og bú en Halldór vann við smíðar víða við Djúp. Árið 1955 fluttist fjölskyldan að Hornbjargsvita og Gróa og Halldór urðu vitaverðir og veðurathugun- armenn. Þarna voru þau í þrjú ár nema hvað Gróa var eitt ár bóndi og stöðvarstjóri Pósts og síma á Arn- gerðareyri. Sumarið 1958 fluttist fjölskyldan enn og nú á Dalatanga þar sem Gróa og Halldór tóku við búskap, vitavörslu og veðurathug- unum. Haustið 1967 fluttist fjöl- skyldan að Eiðum þar sem Gróa var ráðskona Alþýðuskólans og annað- ist alla umsýslu mötuneytis skólans. Halldór var ráðsmaður en vann einnig við smíðar á Egilsstöðum. Sumarið 1976 fluttist Gróa til Reykjavíkur í kjölfar alvarlegra veikinda Halldórs og vann eitt ár á Fæðingardeild Landspítalans til að geta verið í nánd við mann sinn sem lá á spítalanum. Þetta var Gróu erf- iður tími en samhliða því að annast Halldór, er lést í apríl 1977, lá Ragnheiður móðir hennar bana- leguna. Á sama tíma var Gróa í for- skólanámi sjúkraliða. Haustið 1977 hóf Gróa störf sem ritari og símavörður á Veðurstofu Íslands en sumrin 1981 og 1982 rak hún greiðasölu í Djúpmannabúð í Mjóafirði vestur. Gróa lauk laun- aðri starfsævi á Veðurstofunni 1992 er hún lét af störfum vegna aldurs. Gróa var félagslynd og jafnréttis- sinnuð og lét til sín taka á þeim vettvangi. Sem barn gekk hún í ungmennafélagið Vísi, Reykjar- fjarðarhreppi. Hún starfaði í kven- félögum og kirkjukór og tók lítil- lega þátt í sveitarstjórnarmálum. Var trúnaðarmaður SFR allan starfstímann á Veðurstofnni og sat í stjórn Lífeyrisþegadeildar SFR frá 1989 og lét af formennsku þar 2005 þá orðin veik. Árin 1998 til 2002 sat Gróa í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík (FEB) og ná- grenni. Auk þessa stafaði Gróa í fjölda nefnda á vegum Lífeyris- þegadeildarinnar, SFR, BSRB og FEB. Gróa verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. er Aðalheiður, f. 6.11. 1941, maki Guð- mundur Lárusson, f. 1939, börn: a) Gréta Vilborg, f. 1965, maki Úlfar Snær Arnarson, f. 1966, börn: Saga f. 1990 og Guðmundur Karl f. 1998; b) Lárus Steinþór Guðmunds- son f. 1967, maki Kristín Ólafsdóttir f. 1966; c) Jóhann Ragn- ar Guðmundsson f. 1968 barn: Eyrún f. 2000, móðir Guðrún Scheving Thorsteinsson f. 1971. Börn Gróu og Halldórs eru: 1) Sal- var, f. 17.2. 1944, d. 9.5. 1974; 2) Há- kon Örn, f. 30.9. 1945, maki Pál- fríður Benjamínsdóttir, f. 1946, börn: a) Hákon Örn f. 1967, maki Si- bylle von Löwis of Menar f. 1973, barn: Henrik f. 2002; b) Gróa Halla f. 1968, maki Guðni Kristinn Guð- mundsson f. 1967, börn: Gunnar Örn f. 1989, Þrúður Sóley f. 2003 og Þór- dís Páley f. 2005; 3 og 4) Tvíburar f. 14.8. 1946; stúlka, andvana fædd og drengur er lifði í tvo daga; 5) Ragn- ar Jóhann, f. 2.1. 1954. Fyrri kona: Álfhildur Benediktsdóttir f. 1955, börn: a) Halldór Jóhann f. 1981, börn: Adam Gísli f. 2004, móðir Lilja Sif Eggertsdóttir f. 1980 og Hrafn- tinna Alba f. 2006, móðir Telma Rut Georgsdóttir f. 1988; b) Bjarni Rafn f. 1985 og c) Guðrún Hildur f. 1985. Seinni kona: Karen Q. Halldórsson f. 1960, börn: Viktor Eiríkur f. 1993 og Katrín Laufey f. 1994; 6) Björn f. 22.9. 1955 maki Árnína Guðbjörg Sumarliðadóttir f. 1955, börn: a) Sal- var Halldór f. 1974, maki Karina Mamma dó á líknardeild Landa- kots aðfaranótt laugardagsins 27. október eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm sem hún greindist með í vor. Þetta var í annað sinn sem hún glímdi við krabbamein en fyrir um 40 árum hafði hún betur. Lengst af fór lífið hrjúfum höndum um mömmu. Barnung vann hún þau störf er falla til á sveitaheimilum en síðar launavinnu. Ábyrgðartilfinn- ingin sem var henni í brjóst borin þroskaðist með henni gegnum lífið. Sem elsta barn foreldra sinna tók hún fljótt ábyrgð og annaðist systkini sín eða druslaðist með þessa krakka eins og hún sjálf orðaði það. Lengst af starfsævinni vann mamma langan vinnudag og hlífði sér í engu, gekk til allra verka af kjarki og ótrúlegri ósérhlífni og leysti þau öll. Það eru engir endar lausir. Mamma eignaðist sjö börn og lifðu þrjú þeirra. Þá missti hún eiginmann sinn og foreldra. Ég var litli dreng- urinn hennar og naut þess í mörgu. Sem barn var ég myrkfælinn enda al- gengt að óstýrilátum börnum væri haldið í skefjum með því að telja þeim trú um að hér og þar væru púkar sem annað hvort klipu þau eða ætu ef þau væru ekki góð. Þá var yndislegt að eiga góða mömmu til að hjúfra sig að og skríða undir sængina hjá þótt það hafi ekki alltaf verið föður mínum jafn mikið fagnaðarefni. Mamma var sonum mínum og eiginkonu góð, þökk fyrir það. Mamma var hjálpsöm, ættrækin og félagslynd, stjórnsöm, hugrökk og ótrúlega þrekmikil. Hún hafði sterka réttlætiskennd, sérstaklega gagn- vart þeim sem minna máttu sín, og missti aldrei þann eiginleika að sjá hinar bjartari og betri hliðar mann- lífsins. Hún hélt í léttleikann á hverju sem dundi og stóðst hvert það próf sem lagt var fyrir hana í lífinu með ágætum. Hún var hetja. Ekki hetja eins og íþróttagarpur sem nýtur hylli þúsunda er hann vinnur afrek eftir áralanga þjálfun við bestu aðstæður. Hún var hetja hversdagsins, hinna smáu hluta og athafna sem flestum sést yfir og eiga innihaldslítið líf fyrir vikið. Mamma var stolt af sjálfri sér og mátti vera það. Undanfarna mánuði var ég mikið hjá mömmu, einkum eftir að veikind- in urðu alvarlegri, og þá kynntist ég henni á nýjan hátt. Hún dvaldi heima eins lengi og forsvaranlegt var með hjálp okkar systkinanna. Ferðin til Bjarnastaða í ágúst var henni mjög mikilvæg en þá gat hún kvatt bernskustöðvar sínar og ættmenni. Líkamlegur þróttur þvarr og þar kom að hún var lögð inn á sjúkrahús enda þurfti hún umönnun fagfólks allan sólarhringinn. Minningin um hvernig hún tókst á við hið óumflýj- anlega, hugprýðina og rósemina sem hún hélt til hinstu stundar mun fylgja mér það sem eftir er ævinnar. Er ég kvaddi hana á líknaradeildinni seinni part föstudagsins 26. október laut ég niður að henni helsjúkri, kyssti á vanga og kvaddi. Hún greip í jakka- boðunginn hjá mér og hélt í hann smástund en sleppti síðan. Þetta var hennar hinsta kveðja til mín. Vertu sæl mamma mín. Þú varst hetjan mín. Fyrir hönd okkar systkinanna færi ég starfsfólki líknardeildar Lands- kots, sem annaðist mömmu af ein- stakri alúð, hjartans þakkir. Björn Halldórsson. Sérhvert barn á mætri móður margt að þakka, er samvist dvín. Yfir brautir æskubreka okkur leiddi höndin þín. Því við bindum þöglum huga, þýtt, með hlýrri vinamund, þakkarkrans, sem tregatárin tállaus vökva á kveðjustund. (Höfundur ókunnur.) Undir þessi orð er létt að taka og gera þau að sínum er ég minnist móð- ur minnar. Hún var óþreytandi við að leið- beina og hvetja í hverju verkefni og jafnan fljót að þerra burtu tárin þeg- ar á móti blés barnssálinni. Mamma var létt á fæti, glaðsinna og víkingur, dugleg, bráðlagin og hafði gott lag á að fá fólk til að vinna með sér. Hún hafði sterka réttlætiskennd og lagði ætíð ríka áherslu á að komið væri af virðingu fram við lítilmagnann. Hana dreymdi um að mennta sig og lagði ýmislegt á sig til á ná því markmiði. Man ég vel eftir henni með útvarps- tækið í botni, þar sem pabbi var að byggja hús, sussandi á okkur bræður „að hafa nú ekki hátt rétt á meðan“ hún fylgdist með tungumálakennsl- unni. Hún var alla tíð óhrædd við að tak- ast á við ný viðfangsefni. Af þeim sökum lágu leiðir okkar víða um Djúp, á Hornstrandir, að Skógum undir Eyjafjöllum og að Dalatanga svo nokkrir staðir séu nefndir. Hún fékk sinn skerf af mótlæti þegar hún, ung að árum, missti tví- bura nýfædda. Rétt eftir fimmtugt missti hún Salla bróður og stuttu seinna móður og eiginmann. Þessum áföllum tók hún af æðruleysi án þess að brotna og átti huggun handa öðr- um. Okkar vegferð er orðin löng. Samt er það svo að minningabrot úr bernskunni eru efst í huganum nú er hún hverfur á braut. Atvik frá veru okkar í Botni í Mjóafirði við Djúp er ljóslifandi í minni mínu. Það hafði kviknað í efri hæð hússins. Þegar ljóst var að eldurinn yrði ekki slökkt- ur var án hiks drifið í að bjarga verð- mætum úr brennandi húsinu. Samband okkar var ætíð gott og þurfti oft engin orð til að koma skila- boðum á milli. Er mér enn í fersku minni eitt sinn er við vorum að fara frá Hornbjargsvita með vitaskipinu, Salli bróðir, mamma og yngstu bræð- ur mínir, Björn og Ragnar á fyrsta og öðru ári. Mamma sat á fremstu þóftu með litlu strákana í fanginu, þegar skvetta kom á þau. Hrinu þeir við hátt en mamma reyndi að hugga þá. „Gætið að móður ykkar strákar,“ kölluðu hásetar sem voru undir ár- um. Háseti, fram í stafni, sem dró ínn taugina frá drekanum kallaði að allt væri fast, þegar í enda rennunnar, út úr lendingunni, kom. Stýrimaður skipaði að skera á spottann, en háseti kallaði aftur að allt væri fast. „Skerðu á h..v.. spottann,“ öskraði stýrimaður á móti. Ég leit á mömmu þar sem ég stóð rétt hjá henni og orð- laus hvatning hennar var augljós, skerðu á spottann ef þú hefur hníf- inn. Fyrir nokkrum árum hrakaði sjón hennar verulega. Tók hún því af sama æðruleysi og öðrum áföllum, gerði hún lítið úr og taldi það nú í lagi á meðan hún rataði um íbúðina. Síð- ustu mánuðir voru henni erfiðir, eftir að hún greindist með krabbamein, en lítið gerði hún úr veikindum sínum og var ávallt þakklát hjúkrunarfólki fyr- ir alla þá umönnun sem það veitti henni. Það er ég þakklátur fyrir. Hvíl í friði. Hákon Örn Halldórsson Hún amma mín er dáin. Hún var alltaf góð við mig og ég á erfitt með að hugsa mér betri ömmu en ömmu Gróu. Ég sakna hennar mjög mikið. Það verður tómlegt að geta ekki heimsótt hana á Flókagötuna. Hún var gestrisin, heiðarleg, dugleg og góð kona. Ég man eftir því hversu góður spilamaður hún var og oft spil- uðum við saman. Það var líka mjög gott þegar við komum í heimsókn er hún bauð upp á kakó, pönnukökur og fleira góðgæti. Það er hins vegar gott að hún þjáist ekki lengur. Ég þakka ömmu fyrir allt sem hún kenndi mér og gerði fyrir mig og alla góð- mennskuna sem hún sýndi. Þetta er bænin sem amma kenndi mér þegar ég var yngri. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Egill Birnir Björnsson. Gróa Jóhanna Salvarsdóttir  Fleiri minningargreinar um Gróu Jóhönnu Salvarsdóttur bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.