Morgunblaðið - 05.11.2007, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2007 29
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofa opin kl. 9-
16.30, boccia kl. 10, félagsvist kl. 14. Við-
talstími hjúkrunarfræðings kl. 9-11.
Árskógar 4 | Bað kl. 9-16, handav. kl. 9-12,
smíði/útskurður kl. 9-16.30, félagsvist kl.
13.30 og myndlist kl. 16.
Bólstaðarhlíð 43 | Alm. handavinna,
morgunkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, hádeg-
isverður, bútasaumur, kaffi. Haustfagnaður
verður í félagsmiðstöðinni 12. nóv. Fagnað
verður 20 ára starfsafmæli sem hefst
með veislukaffi kl. 14.30, skemmtiatriði og
happdrætti. Verð kr. 1.000. Skráning á
skrifst. s. 535-2760.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl.
13, kaffitár kl. 13.30, línudanskennsla kl. 18,
samkvæmisdans byrjendur kl. 19 og fram-
hald kl. 20.
Félagsheimilið Gjábakki | Handavinna kl.
9, leiðbeinandi við til hádegis. Botsía kl.
9.30, gler- og postulínsmálun kl. 9.30 og
13, hádegisverður kl. 11.40, lomber kl. 13,
kanasta kl. 13.15, kaffi. Kóræfing kl. 17,
skapandi skrif kl. 20.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postulíns-
hópur kl. 9, ganga kl. 10, hádegisverður kl.
11.40, félagsvist kl. 20.30.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Vatnsleikfimi kl. 8, kvennaleikfimi kl. 9,
9.45 og 10.30, málun kl. 10 og 13, gler-
skurðarhópur kl. 13.
Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur
opnar kl. 9- 16.30, m.a. tréútskurður og
handavinna, sund og leikfimiæfingar í
Breiðholtslaug kl. 9.50. Frá hádegi er
spilasalur opinn. Kóræfing kl. 14.20.
Strætisvagnar S4, 12 og 17 stansa við
Gerðuberg. Uppl. á staðnum, s. 575-7720
og wwwgerduberg.is
Hraunbær 105 | Handavinna og út-
skurður kl. 9, bænastund kl. 10, hádegis-
matur kl. 12, myndlist kl. 13, kaffi kl. 15.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9,
ganga kl. 10, handmennt og gler kl. 10 og
13, Gaflarakórinn kl. 10.30, flélagsvist kl.
13.30.
Hvassaleiti 56-58 | Opin handa-
vinnustofa kl. 9-16 hjá Sigrúnu, skreyting á
kerti, handstúkuprjón o.fl. Jóga kl. 9-11,
Sóley Erla. Frjáls spilamennska kl. 13-16,
hádegisverður kl. 11.30.
Hæðargarður 31 | Listasmiðan opinn alla
daga. Ókeypis leiðbeiningar á tölvu, bók-
menntahópur, Vínarhljómleikar, jólapakka-
skreytingar, framsagnarnámskeið, skap-
andi skrif o.fl. Ævintýri í Iðnó 6. nóv. kl. 14.
Rúta. Uppl. 568-3132.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun er sund-
leikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30.
Kvenfélag Garðabæjar | Félagsfundur 6.
nóvember kl. 20 á Garðaholti. Leynigestir
koma í heimsókn. Kaffinefnd: Hverfi 12, 15
og 17 sem mæta kl. 19. Stjórnin.www.k-
vengb.is
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgun-
kaffi og spjall kl. 9.30, sögustund kl.
10.30, handverks- og bókastofa kl. 13,
kaffiveitingar kl. 14.30, söng og sam-
verustund kl. 15.
Vesturgata 7 | Hárgreiðsla kl. 9-16,
handavinna kl. 9.15-15.30, boccia kl. 9,
leikfimi kl. 11, hádegisverður kl. 11.45, kór-
æfing kl. 13 og kaffi kl. 14.30.
Þórðarsveigur 3 | Félagsráðgjafi kl. 10,
leikfimi kl. 13.15, boccia kl. 14.45. Sölu-
kynning á Volare-vörum verður í salnum
6. nóv. kl. 14.
Kirkjustarf
Áskirkja | Djákni Áskirkju verður með
bænastund / morgunsöng á Dalbraut 27,
kl. 9.30.
Grafarvogskirkja | TTT fyrir 10-12 ára kl.
17-18 í Grafarvogskirkju og Húsaskóla.
Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8.-10. bekk
kl. 20 í Grafarvogskirkju.
Hallgrímskirkja | Bænastund kl. 12.15.
Hjálpræðisherinn á Akureyri | Heim-
ilasambandsfundur kl. 15. Nánari upplýs-
ingar í s. 896-6891.
Kristniboðssalurinn | Fundur í Kristni-
boðsfélagi karla kl. 20, á Háaleitisbraut
58, 3. hæð. Ræðumaður dr. Sigurjón Árni
Eyjólfsson.
Laugarneskirkja | Harðjaxlahópurinn (7.
bekkur) mætir kl. 12.15 í óvissuferð. Kven-
félag Laugarneskirkju heldur fund kl. 20.
dagbók
Í dag er mánudagur 5. nóvember, 309. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Drottinn er hlutskipti mitt og minn afmældi bikar; þú heldur uppi hlut mínum. (Sálm. 16, 5.)
Tónlist
Húsgagnaverslunin Bjarg við Kalmans-
velli | Saxófónleikarinn Sigurður Flosason
ásamt Þóri Baldurssyni hljómborðsleikara
verða með skammmenningartónleika kl.
20.30. Á Vökudögum verður einnig mál-
verkasýning, verkin eru eftir Baska –
Bjarna Skúla Ketilsson.
Fyrirlestrar og fundir
Geðhjálp | Túngötu 7. Sjálfshjálparhópur
þeirra sem þjást af kvíða er starfræktur í
húsi Geðhjálpar alla mánudaga kl. 19.30-21.
Hópurinn er öllum opinn sem eiga við ofan-
greindan vanda að stríða.
Lífssýn | Félagsfundur verður 6. nóvember
kl. 20.30, í Bolholti 4, 4. hæð. Jóhanna
Þormar fjallar um lækningajurtir. Kaffiveit-
ingar, aðgangseyrir 500 kr.
Skrúðgarðurinn | Á ferð um Ekvador, Ama-
zon, Andes og Galapagos, Guðbjörn Oddur
Bjarnason skrúðgarðyrkjumeistari kynnir í
máli og myndum ævintýralega ferð sem
hann fór í september árið 2006 um Ekva-
dor, Amazon-frumskóginn, Andesfjöll og
Galapagoseyjar.
KANADÍSKA skautadansparið Scott Moir og Tessa Virtue þeyttist um ísinn í gær í
Skate Canada-skautadanskeppninni sem haldin var í Quebec. Parið fór með sigur
af hólmi, sjálfsagt skiptu æfingarnar þar mestu en ekki má þó gera lítið úr elsku-
legu augnaráði á borð við það sem Moir sýnir á myndinni.
Leikræn tilþrif eru nauðsynleg í skautadansi ekki síður en fótafimi
Ástúðlegt augnaráð
Reuters
MORGUNBLAÐIÐ birtir til
kynningar um afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira lesendum sín-
um að kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrirvara
fyrir sunnudags- og mánudags-
blað.
Samþykki afmælisbarns þarf
að fylgja.
FRÉTTIR
Bridsdeild FEB í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í
Ásgarði, Stangarhyl, fimmtud.
1.11.
Spilað var á 12 borðum.
Meðalskor 216 stig.
Árangur N-S
Bragi Björnsson -
Albert Þorsteinss. 272
Björn E. Péturss. -
Oliver Kristóferss. 253
Friðrik Jónsson -
Tómas Sigurjónss. 247
Árangur A-V
Þorsteinn Sveinss.-
Kristmann Jónss. 290
Þröstur Sveinss. -
Bjarni Ásmunds 279
Eyjólfur Ólafsson - Óli Gíslason 274
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
NÝSKÖPUNARKEPPNI
grunnskólanemenda (NKG) er
keppni í nýsköpun fyrir alla ald-
urshópa í grunnskólum lands-
ins. Markmið keppninnar er að
virkja sköpunarkraft barna og
unglinga í landinu.
Í fréttatilkynningu segir að
keppnin í ár leggi sérstaka
áherslu á uppfinningar á sviði
orkumála, endurvinnslu og um-
hverfisverndunar, að auka sýni-
leika umhverfisvæns eldsneytis
fyrir bifreiðar og möguleika
þess sem staðgengils umhverf-
ismengandi eldneytisgjafa eins
og bensíns og olíu.
Brimborg er einn af bak-
hjörlum keppninnar og fyrir
skömmu afhenti fyrirtækið Ólafi
Sveini Jóhannessyni, fram-
kvæmdastjóra Vitans – verk-
efnastofu, Ford C-MAX líf-
etanól, sem Vitinn mun hafa til
afnota í eitt ár vegna keppn-
innar 2008. Vitinn annast rekst-
ur, framkvæmd og þróun Ný-
sköpunarkeppni grunnskóla-
nemenda í samstarfi við
menntamálaráðuneytið
Að sögn Ólafs Sveins Jóhann-
essonar, framkvæmdastjóra
Vitans, er stuðningur Brimborg-
ar við keppnina mikilvægur.
„Það fer einnig vel á því að velja
bíl sem gengur fyrir lífetanóli,
sem er ný lausn hér á landi, sem
vonandi festir rætur í náinni
framtíð. Sú vinna, sem Brim-
borg hefur innt af hendi til að
kynna hugmyndina hérlendis, er
frumkvöðlastarf, sem fellur vel
að þeirri hugsun, sem Nýsköp-
unarkeppni grunnskólanem-
enda, er ætlað að virkja meðal
barna og unglinga,“ segir Ólaf-
ur.
Mikill áhugi
grunnskólanema
Í ár tóku rúmlega þrjú þús-
und börn og unglingar þátt frá
52 grunnskólum. Um miðjan
september síðastliðinn var hald-
in vinnusmiðja, þar sem 62 nem-
endur á aldrinum 8 ára til 15 ára
frá alls 20 grunnskólum komu
saman. Nemendurnir komust í
gegnum strangt matsferli þar
sem uppfinningar þeirra voru
metnar með tilliti til hagnýti,
nýnæmi og markaðshæfi.
Ánægðir Ólafur Sveinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Vitans
verkefnastofu, fékk Ford C-MAX lífetanól afhentan af fulltrúa
Brimborgar. Vitinn mun hafa bílinn til afnota í eitt ár vegna
keppninnar 2008.
Brimborg afhenti
NGK lífetanólbíl
BLINDRAFÉLAGIÐ gefur út þrjár gerðir af
jólakortum í ár til styrktar félaginu. Jólakort
með myndinni „Jólagleði“ eftir listakonuna
Mæju eru seld 8 saman í pakka ásamt umslögum
á 1.000 kr. Merkispjöldin eru 8 í pakka og eru
seld á 300 kr.
Kort með ljósmynd af Heklu eftir Sigurgeir
Sigurjónsson eru seld 15 saman í pakka ásamt
umslögum á 1.800 kr.
Jólakort með myndinni „Að kvöldi dags“ eftir
Helenu Björnsdóttur, lögblinda íslenska konu sem býr í Noregi,
eru seld 8 saman í pakka ásamt 8 merkispjöldum á 1.300 kr.
Sölumenn frá Blindrafélaginu munu ganga í hús í nóvember og
desember og bjóða kortin til sölu. Óskað er eftir sölumönnum.
Hægt er að nálgast kortin hjá Blindrafélaginu, Hamrahlíð 17, sími
525 0000, eða með því að senda tölvupóst á blind@blind.is.
Jólakort Blindrafélagsins
ÚT ERU komin jólakort Félags eldri
borgara í Reykjavík. Myndin er eftir
myndlistakonuna Jónínu Magnúsdóttur
(Ninný) og heitir „Bænasöngur“. Í hverj-
um pakka eru 5 jólakort.
Jólakortin eru mikilvægasta fjáröfl-
unarleið félagsins og eru send til fé-
lagsmanna og annarra velunnara félagsins. Einnig er hægt að
panta kort á skrifstofu félagsins í Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, s.
588 2111, eða með tölvupósti á dagmar@feb.is.
Jólakort Félags eldri
borgara í Reykjavík
Sagnfræðingafélag Íslands efnirtil fyrirlestrar í Þjóðminja-safninu á þriðjudag. Þar ætlarSverrir Jakobsson sagnfræð-
ingur að flytja erindið Uppruni
Evrópu.
„Fyrirlesturinn segir frá þróun hug-
taksins Evrópa og merkingu þess,“ út-
skýrir Sverrir. „Evrópa kemur fyrst
fram í grískum goðsögnum, en Evrópa
hét dóttir Fönikíukonungs sem rænt
var til Krítar. Grikkir voru síðan fyrstir
til að skipta heiminum í þrjú svæði:
Afríku, Asíu, og þann hluta sem þeir
nefndu Evrópu.“
Sverrir segir þó skiptingu hins
þekkta heims í álfur ekki hafa skipt
miklu máli í menningarlegum- og póli-
tískum skilningi á tímum Grikkja:
„Sem dæmi þótti Heródótosi, föður
sagnfræðinnar, merkingarlaust að
skipta heiminum upp með þessum
hætti,“ segir Sverrir. „Það gerist síðan
á miðöldum að Evrópuhugtakið fær
sterkari stöðu í valdafræðilegum skiln-
ingi, en þó var t.d. mjög sjaldgæft að
hugtakið væri notað til að lýsa fólki, og
þannig sárasjaldan talað um Evrópu-
menn.“
Fall Konstantínópel
Þáttaskil verða á 15 öld, með falli
Konstantínópel: „Kristin samfélög ein-
angrast þá í Evrópu, og fara menn í
auknum mæli að nota Evrópu sem
samheiti yfir lönd kristinna manna.“
Í erindi sínu ætlar Sverrir einnig að
fjalla um Evrópu-miðjaða heimssýn 19.
aldar: „Á þeim tíma, og fyrri hluta 20.
aldar, voru ríki Evrópu valdamest í
heiminum. Söguskoðun okkar í dag
virðist enn litast af þessu tímabili
mannkynssögunnar og vægi þessa
heimshluta í hefðbundnum söguritum
kannski meira, og hlutverk Evrópu
glæstara, en tilefni er til.“
Finna má nánari upplýsingar um
fyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins á
slóðinni www.sagnfraedingafelag.net.
Fyrirlestur þriðjudagsins hefst kl.
12.05 og lýkur um kl. 12.55. Aðgangur
er öllum heimill og ókeypis.
Næsti fyrirlestur verður 20. nóvem-
ber, en þá ætlar Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir utanríkisráðherra að flytja
erindið Minn staður er hér þar sem
Evrópa endar.
Fræði | Fyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins heldur áfram á þriðjudag
Uppruni Evrópu
Sverrir Jakobs-
son fæddist í
Reykjavík 1970.
Hann lauk stúd-
entsprófi frá
Menntaskólanum
við Sund 1990, BA-
prófi í sagnfræði
frá Háskóla Ís-
lands 1993, BA-
prófi í grísku frá sama skóla 2005,
MA-prófi í miðaldafræði frá Leeds-
háskóla 1994 og doktorsnámi við HÍ
2005. Sverrir hefur fengist við
kennslu, fræðaskrif, ritstjórn og þýð-
ingar. Hann er nú stundakennari við
Háskóla Íslands.