Morgunblaðið - 05.11.2007, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2007 39
Morgunverðarfundur Bændasamtaka Íslands verður í
Sunnusal Hótel Sögu þriðjudaginn 6. nóvember nk. frá
kl. 8:15 til 10:00.
Ræðumaður verður Martin Haworth, yfi rmaður
stefnumótunar ensku bændasamtakanna National
Farmers’ Union (NFU). Hann fjallar um þróun
landbúnaðar og búvöruverðs í heiminum. Hver er líkleg
þróun til framtíðar? Mun eftirspurnin halda verði uppi? Hvaða
áhrif eru líkleg af hlýnun andrúmsloftsins og aðgerðum til að
sporna gegn henni? Haworth mun ræða um afl eiðingar
þurrka í Ástralíu, aukna eftirspurn í Asíu, framleiðslu á
lífeldsneyti úr korni og vaxandi umhverfi svitund neytenda.
Spurt verður hvaða áhrif þessir þættir hafa á framleiðslu
landbúnaðarafurða í Norðvestur-Evrópu og hvar íslenskir
bændur standa í umróti framtíðarinnar.
Martin Haworth var í nokkur ár áhrifamikill embættismaður ESB í Brussel áður en
hann réðst til NFU árið 1980. Haworth hefur gengt mörgum ábyrgðarmiklum störfum
hjá NFU og annast nú stefnumótun samtakanna. Hann hefur mikla þekkingu á
landbúnaðarframleiðslu og sölu afurða á evrópskum neytendamarkaði.
Fyrirlestur:
Hvað kostar maturinn minn á morgun?
Martin Haworth, yfi rmaður stefnumótunar NFU
Pallborðsumræður, spurningar og svör.
Þátttakendur ásamt Haworth:
Salvör Jónsdóttir, skipulagsfræðingur, ráðgjafarfyrirtækinu Alta.
Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri
SVÞ-Samtaka verslunar og þjónustu.
Daði Már Kristófersson,
hagfræðingur hjá Bændasamtökunum
Fundarstjóri verður Ágúst Sigurðsson,
rektor Landbúnaðarháskóla Íslands.
Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga
á þessum málefnum. Aðgangur er ókeypis og
veitingar verða í boði bænda.
Martin Haworth
Salvör Jónsdóttir
Sigurður Jónsson
Daði Már Kristófersson
Bændasamtök
Íslands
Hvað kostar
maturinn minn
á morgun?
Morgunverðarfundur
Bændasamtakanna
6. nóvember 2007
KO
M
a
lm
an
na
te
ng
sl
/
s
va
rt
hv
ítt
ÞETTA er falleg sýning. Veggir
Rýmisins eru í upphafi í mildum
rauðgulum lit sólar og grænt er gólf-
ið eins og grasið í Maryland í suð-
urríkjum Bandaríkjanna. Ferkantað
er formið sem Filippía Elísdóttir
rammar okkur og leikarana í og rím-
ar við form í amerískri hönnun sjötta
og sjöunda áratugar aldarinnar sem
leið. Örfáir leikmunir, m.a. tvær leð-
urklæddar pullur á hjólum, í hlut-
verki sófa eða bílsæta. Annars eru
það ótrúlega hugvitssamlega gerðir
búningar og lifandi myndir sem varp-
að er á bakvegg sem flytja okkur inn
í tímann. Myndirnar gera líka at-
hugasemdir við verkið og dýpka það.
Þannig byrjar sýningin – meðan
áhorfendur koma í salinn – á broti úr
sjónvarpsmynd: Mikilli leit að brúðu
sem telpa hefur týnt. En verk banda-
rísku skáldkonunnar og femínistans
Paulu Vogel fjallar um þá mynd sem
samfélagið vill troða upp á stúlku úr
verkamannafjölskyldu í Maryland;
um það hvernig hún er misnotuð af
fjölskyldumeðlimi og hvernig stúlk-
unni tekst að snúa misnotkuninni í
sterka sjálfsmynd. Það fjallar einnig
um „að búa ekki til djöfla úr fólkinu
sem særir okkur“, draga af hræði-
legri reynslu lærdóm, verða ekki
fórnarlamb. Og um ýmislegt fleira.
Í verkinu teflir höfundurinn, gegn
harmleik stúlkunnar Lillu og frænda
Pecks, gamanleik þriggja manna
„grísks kórs“ sem tekur að sér öll
önnur nauðsynleg hlutverk í upp-
rifjun Lillu á hvernig frændi hennar
„kenndi henni að keyra“. Og flottur
er rammi verksins og aðferð upprifj-
unarinnar og minnir svolítið á
Brecht: Helstu reglur ökukennslu
verða að titlum yfir atriðum sem fara
fram og aftur í tíma. María Reyndal,
leikstjórinn, bætir svo einum þætti
enn við verkið en það er stúlkan Lay
Low sem gengur inn í það og syngur
eigin lög. Hún, sem syngur svo und-
ursamlega og er með þetta heillandi
kvika andlit, dregur hins vegar
áhorfendur eins og seiðkona inn í
melankólska stemningu sína, riðlar
um leið takti verksins og gerir áhorf-
endum erfitt fyrir að helga sig hraðri
brotakenndri framvindunni. Svo það
er eiginlega ekki fyrr en eftir hlé
þegar Lay Low er að mestu horfin af
sviðinu, að Kristín Þóra Haraldsdóttir
sem Lilla og Þröstur Leó Gunnarsson
sem Peck frændi, fá óskipta athygli
okkar. Þetta er stærsta hlutverk sem
Kristín Þóra hefur glímt við. Hún
miðlar í frásögninni einhvers konar
þrjóskri vitsmunalegri nálægð sem
hæfir vel þessari persónu og mörg
andartök bernskunnar verða ákaflega
sterk í meðförum hennar, helst að
maður sakni þess að sú Lolita, sem
skáldið tileinkar verkið, brjótist meira
fram og rödd Kristínar Þóru á enn
ekki mörg blæbrigði. Þröstur Leó
Gunnarsson leikur vandasamt hlut-
verk Pecks frænda sem snúið hefur
heim úr seinni heimsstyrjöldinni brot-
inn maður, eða hefur ef til vill sjálfur,
eins og gefið er eitt örskot í skyn, ver-
ið misnotaður í æsku og ekki getað
unnið úr þeirri reynslu. Trúverðug og
eiginlega margbrotin er sú mynd sem
Þröstur dregur upp af beygðum, við-
kvæmum manni sem, eins og Lillan,
er á röngum stað í tilverunni. Girnd-
ina, það ægilega sem teymir hann
áfram og að vísu örlar fyrir, hefði víða
mátt styrkja. Draga hefði átt hins
vegar stundum úr farsanum í leik
kórsins. Því þótt þau séu öll skemmti-
leg þau Guðjón Davíð Karlsson, Hall-
grímur Ólafsson og Þrúður Vilhjálms-
dóttir og bregði sér mjúklega úr einu
hlutverki í annað, sífellt kallandi fram
hlátur, þá glatast félagslegi jarðveg-
urinn – húmor ákveðinnar stéttar,
þróun kvenhlutverksins – í gassa-
ganginum í fjölskyldusenunum líkt og
menn hafi ályktað að Lilla sé fremur
stökkbreyting í lífskeðjunni en afurð
ákveðinna aðstæðna. Það gerist því
miður of sjaldan að maður fái að sjá
Þrúði á sviði og það gladdi því sér-
staklega að sjá glæsilegt eintal henn-
ar sem eiginkona Pecks, í algerri af-
neitun og hörkulegri árás á
áhorfendur.
Það er vandað til allra verka í þess-
ari sýningu sem hlýtur að hafa verið
óhemju erfið í vinnslu fyrir aðstand-
endur. Sá veikleiki sem ég tel þar
helstan verður vafalítið í höndum L.A.
– þar sem allt blómstrar og grær – að
mesta styrk hennar. Lay Low mun
sópa að áhorfendum og sennilega
verður hún líka í huga þeirra, þegar
heim er snúið, táknmynd um fegurð
og styrk konunnar með stórum staf.
Ekki er það beinlínis í mótsögn við
boðskap höfundar.
Að lokum er skylt að benda á þá
gleðilegu staðreynd að með því að
taka Ökutíma til sýningar hefur ís-
lenskt leikhús stigið feti framar en
aðrir í umfjöllun sinni um eitt við-
kvæmasta samfélagsvandamál okkar.
Einungis þess vegna mætti láta rigna
yfir sýninguna stjörnum.
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Viðkvæmt „Með því að taka Ökutíma til sýningar hefur íslenskt leikhús
stigið feti framar en aðrir í umfjöllun sinni um eitt viðkvæmasta samfélags-
vandamál okkar,“ segir í dómi um leikritið Ökutíma.
Að vera ekki
fórnarlamb
María Kristjánsdóttir
LEIKLIST
Leikfélag Akureyrar
Ökutímar
Höfundur Paula Vogel. Þýðandi: Sig-
tryggur Magnason. Leikstjóri: María
Reyndal. Leikmynd og búningar: Filippía
Elísdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guð-
mundsson. Tónlist og tónlistarstjórn: Lay
Low. Leikarar: Kristín Þóra Haraldsdóttir,
Þröstur Leó Gunnarsson, Guðjón Davíð
Karlsson, Hallgrímur Ólafsson og Þrúður
Vilhjálmsdóttir. Rýmið, 2. nóvember
2007, kl. 20.00