Morgunblaðið - 09.11.2007, Page 6

Morgunblaðið - 09.11.2007, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is GUÐMUNDUR Bjarnason, forstjóri Íbúðalána- sjóðs, segist reikna með að gera verði breytingar á starfsemi Íbúðalánasjóðs til að mæta kærum við- skiptabankanna til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og EFTA-dómstólsins. Hægt sé að fara tvær leiðir, annars vegar að þrengja hlutverk sjóðsins eða hins vegar að afnema ríkisábyrgð á lánum sjóðsins. Athugun ESA, sem nú stendur yfir, gengur út á að kanna hvort Íbúðalánasjóður er innan svokall- aðra ríkisábyrgðarreglna Evrópusambandsins eða hvort sjóðurinn er að brjóta þær. Stofnunin hefur lagt áherslu á að fá niðurstöðu í málið fyrir árslok. Guðmundur sagði að innan Íbúðalánasjóðs hefðu menn velt fyrir sér hvort til greina kæmi að létta ríkisábyrgð af Íbúðalánasjóði. Hann tók fram að það væri miklu frekar hlutverk stjórnvalda en Íbúðalánasjóðs að svara því hvaða breytingar kæmu til greina að gera á sjóðnum. Hann sagðist hins vegar meta það svo að stjórnvöld kæmust tæplegast hjá því að gera breytingar. Bankarnir kærðu tvisvar „Það liggur fyrir að ESA var búið að samþykkja starfsemi Íbúðalánasjóðs, en slíkt samþykki kom eftir að athugasemdir höfðu komið frá bankakerf- inu hér heima. Bankakerfið sætti sig hins vegar ekki við það og fór með málið fyrir EFTA-dóm- stólinn og dómstólinn vísaði málinu aftur heim til frekari skoðunar hjá ESA. Fyrst svo fór getur ESA tæplega sagt að þeir telji samt að starfsemi Íbúðalánasjóðs samræmist reglum. Þeir vilja þess vegna að það verði einhverjar breytingar og munu leggja þær til ef þær koma ekki frá okkur. Ég held því að breytingar séu óhjákvæmilegar,“ sagði Guðmundur. Óhjákvæmilegt er að gera breytingar á Íbúðalánasjóði Ljóst er að kærur bankanna til ESA leiða til þess að breyta verður Íbúðalánasjóði „ÞAÐ styttist í að við þurfum að afla okkur lánsfjár. Það gerum við með útboðum á íbúðabréfum og vextir þeirra eru háir í augnablikinu og það má leiða líkur að því að Íbúða- lánasjóður verði eitthvað að hækka sína vexti eins og aðr- ir,“ segir Guðmundur Bjarna- son, forstjóri ÍLS. Samkvæmt áætlun Íbúðalánasjóðs þarf hann að afla 11-13 milljarða á fjórða ársfjórðungi. Guðmundur sagðist ekki vilja svara því hvenær næsta útboð færi fram. Tímasetningin réðist af lausafjárstöðu og útlánaþróuninni. „Útlánaþró- unin á þessum ársfjórðungi hefur verið þannig að október var mjög stór mánuður.“ Verða að hækka vexti BIRNA Jónsdótt- ir, formaður Læknafélags Ís- lands, segist kannast við dæmi þess að ungir sér- fræðingar séu tví- stígandi varðandi það að koma heim að námi loknu í út- löndum sökum þess hvernig staðan er á húsnæðis- markaði. „Þetta hefur ekki verið kerf- isbundið skoðað innan félagsins, en ég þekki vel svona dæmi,“ segir Birna. Í samtali við Morgunblaðið bendir Birna á að íslenskir læknar eru að meðaltali 35 ára gamlir þegar þeir ljúka sérfræðinámi og yfirleitt fjöl- skyldufólk, sem vilji eðlilega kaupa sér eigið húsnæði við heimkomu. „Margir súpa hins vegar hveljur yfir því að þurfa að borga nokkur hundr- uð þúsund í afborgunum af húsnæð- islánum á mánuði,“ segir Birna. Aðspurð segir Birna mjög tak- markað hvað sérfræðilæknar í námi geti lagt til hliðar til þess að eiga fyrir útborgun í húsnæði. „Fólk kemur skítblankt heim úr námi,“ segir Birna og bendir á að flestir námsmenn leigi húsnæði á námsárum sínum erlendis og þeir fáu sem kaupi sér húsnæði eigi það oftast ekki það lengi að eigna- söfnun verði neitt sem neinu nemi. „Hins vegar hef ég ekki bara áhyggjur af því að ungir læknar séu að námi loknu tvístígandi um það hvort þeir vilji koma heim. Ef sveifl- urnar á húsnæðismarkaði og hið óör- ugga umhverfi ríkir áfram get ég haft áhyggjur af því að ungt fólk setji það fyrir sig að fara út í framhaldsnám, sökum þess hversu ótrygg staðan er hér heima og fólk óttast það ástand sem bíður þeirra við heimkomu að námi loknu.“ Súpa hvelj- ur yfir af- borgunum Birna Jónsdóttir VEXTIR á svonefndum hattalánum sparisjóðanna, sem eru hluti af lána- samstarfi Íbúðalánasjóðs og spari- sjóðanna, hafa verið hækkaðir um 0,20%. Vextir af slíkum lánum með uppgreiðsluþóknun hækkuðu í 6,45% úr 6,25% og lán án uppgreiðsluþókn- unar hækkuðu í 6,75% úr 6,55%. Hækkunin hefur þegar tekið gildi. Sparisjóðirnir eru þar með komnir með vexti sína upp fyrir Kaupþing sem hækkaði vexti í 6,4% hjá þeim sem eru í viðskiptum við bankann. Sparisjóðir hækka vexti HÚSNÆÐISLÁN geta verið með mismunandi vexti. Hér er tekið mið af láni af íbúð, sem ekki fæst sam- þykkt vegna skipulagsmála. Fyrir vikið fást ekki hagstæðustu lánin. Á eigninni hvíldi fyrir þremur árum lán með ríflega 7% föstum vöxtum í Frjálsa fjárfestingarbankanum. Þá var lántakanda boðið að breyta lán- inu og lækka vexti niður undir 6%, þá breytilega. Lánið stóð þá í 5,2 milljónum króna. Jafnframt fékkst viðbótarlán upp á tvær milljónir með sömu kjörum. Afborgun af lánunum samanlagt var í upphafi árs 2005 um 50.000 krónur á mánuði. Nú er afborgunin á mánuði komin yfir 80.000 krónur, hefur hækkað um 30.000 krónur eða ríflega 60%. Hækkunin nemur 360.000 krónum á ári. Vaxtaprósent- an er 10%, hækkunin um 60%. Nú standa lánin í 2,3 og 6,2 milljónum króna. Verðbólgan hefur síðustu 12 mán- uði verið 4-6% og vegna verðtrygg- ingar hækkar höfuðstóll lánanna jafnt og þétt. Lán sem stóð í 5,2 milljónum er þess vegna í dag komið upp í 6,2 milljónir. Afborgunin hækkaði um 60% Dæmi um íbúðalán með 10% vöxtum LÖGREGLURANNSÓKN á eldsvoðanum við Grett- isgötu 61 aðfaranótt fimmtudags leiddi ekki til stað- festingar á eldsupptökum í gær, en málið er áfram í rannsókn. Lögreglan tjáir sig ekki um hvort grunur sé um íkveikju. Húsið hafði verið gert upp að utanverðu og endurbætur hafnar að innanverðu. Enginn var inn- andyra þegar eldurinn kom upp. Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað út og var miðhæð hússins alelda þegar að var komið. Mikinn reyk lagði frá húsinu og voru íbúar í ná- lægum húsum látnir rýma heimili sín til öryggis. Fjórir reykkafarar voru sendir inn í húsið og náðu fljótlega tökum á eldinum. Húsið var að hluta til einangrað með sagi frá eldri tíð en risið hafði verið einangrað með gifsi og segir varðstjóri hjá slökkviliðinu að sú ráð- stöfun hafi sannað gildi sitt sem eldtefjandi einangrun. Miðhæð hússins er mikið skemmd en slökkviliðið telur að ytra byrðið hafi bjargast sem og stoðvirki hússins. Morgunblaðið/Júlíus Gifseinangrunin sannaði gildi sitt ♦♦♦ SÍFELLT meira er um að fólk flytji lánin með sér þegar það kaupir nýtt húsnæði. Eftir því sem blaðamaður kemst næst eru húsnæðislán nær undantekningarlaust gefin út á fyrsta veðrétti og þegar lán flyst með einstaklingi milli eigna flyst lán- ið yfir á sama veðrétt. Ingibergur Ragnarsson verkfræð- ingur lýsti því í samtali við Morg- unblaðið í gær að kaupandi íbúðar hans gat ekki fengið að yfirtaka 10 milljóna króna lán hjá Netbankanum án þess að vextirnir hækkuðu úr 4,15% í 5,7%. Kostað hefði Ingiberg 250 þúsund krónur að greiða lánið upp og því kaus hann að flytja lánið með sér á nýju íbúðina. Hún er nokkru dýrari en sú gamla, en 10 milljóna króna lán Netbankans hef- ur fyrsta veðrétt í nýju íbúðinni. „Það þýddi að ég gat ekki fengið íbúðasjóðslán, af því það þarf að hafa fyrsta veðrétt,“ segir Ingibergur og bendir á að lánakjör fyrir lán sem hafa annan veðrétt séu lakari en lán sem hafa fyrsta veðrétt. „Í dag sit ég því uppi með tvö 10 milljóna króna lán, annað á fyrsta veðrétti og hitt á öðrum veðrétti, í stað þess að geta verið með eitt 20 milljóna króna lán á fyrsta veðrétti,“ segir Ingibergur. 80% af kaupverði Samkvæmt upplýsingum frá Íbúðalánasjóði gerir sjóðurinn ekki kröfu um fyrsta veðrétt. Ef eldri lán eru yfirtekin á fyrri veðréttum og/ eða ný tekin til viðbótar og sett á veðrétt framar Íbúðalánasjóði skerðist upphæð nýja Íbúðalána- sjóðslánsins um krónu á móti krónu. Ef t.d. er yfirtekið lán með eftir- stöðvar sem nema 1 milljón kr. á fyrsta veðrétti getur lán sjóðsins að hámarki orðið 17 milljónir eða sem nemur hámarksláni á hverjum tíma, sem nú er 18 milljónir. Samkvæmt upplýsingum blaða- manns þurfa lán Íbúðalánasjóðs einnig ávallt að vera innan við 80% af kaupverði eignar og rúmast innan brunabótamats að viðbættu lóðar- mati. Svo framarlega sem öll lán kaupanda eru undir þessum þrenn- um mörkum lánar Íbúðalánasjóður óháð kröfu um fyrsta veðrétt. Neyddist til að flytja húsnæðislánið með sér Endaði með tvö 10 millj. kr. lán, annað á 1. veðrétti hitt á 2. „ALLUR ávinningurinn sem fólk hafði af breytingunni árið 2004 með lægri vöxtum, innkomu bankanna og hærra lánshlutfalli er horfinn og meira en það,“ segir Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra. Hún bendir á að á skömmum tíma hafi vextir hækkað um 50-60%, verð- sprenging orðið á húsnæði og húsa- leiga hækkað gífurlega. „Staðan sem upp er komin sýnir hve mikilvægur Íbúðalánasjóður er. Margir viðurkenna að það hve bratt bankarnir komu inn á þennan mark- að 2004 skýrist af því að þeir hafi fyrst og fremst viljað koma Íbúða- lánasjóði út af markaðnum. Sem bet- ur fer hefur það ekki tekist,“ sagði Jóhanna. Hún telur að ef Íbúðalána- sjóður hefði farið af markaðnum hefði hækkun íbúðarlánavaxta kom- ið mun fyrr fram. „Ég held að staðreyndin sé sú að bankarnir hafi aldrei getað stað- ið við svona lága vexti. Þeir hafi fyrst og fremst farið svona lágt með vextina til að koma Íbúðalána- sjóði út af mark- aðnum og þeir hafi niðurgreitt vextina. Það er að koma í ljós þessa dagana.“ Varðandi viðbrögð við kæru við- skiptabankanna á starfsemi Íbúða- lánasjóðs til ESA sagði Jóhanna að ESA hefði verið send greinargerð stjórnvalda. „Við teljum að við höf- um ekki brotið gegn ríkisábyrgðar- reglum hjá ESA. Ég sé ekki ástæðu til að grípa til aðgerða nema ESA telji að við höfum brotið gegn þeim reglum,“ sagði Jóhanna. Allur ávinningur- inn er horfinn Jóhanna Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.