Morgunblaðið - 09.11.2007, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 09.11.2007, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is AFLAVERÐMÆTI íslenzkra frysti- skipa úr Barentshafi gæti orðið um 1,7 milljarðar króna á þessu ári. Það eru fimm skip sem stunda veiðarnar og aflaheimildir færast að miklu leyti á færri fyrirtæki. Mörg skip fá úthlut- að svo litlum heimildum að ekki borg- ar sig að sækja þær. Þessa vegna eru þær fluttar milli skipanna, bæði var- anlega og í skiptum fyrir heimildir heima fyrir. Íslendingar hafa á þessu ári um 3.200 tonna þorskkvóta, miðað við slægt, innan lögsögu Noregs og 2.000 tonn innan rússnesku lögsögunnar. Auk þess hafa útgerðarmenn keypt heimildir sem nema 1.205 tonnum innan rússnesku lögsögunnar auk 30% aukaafla. Þetta er í fyrsta sinn sem heimildir til leigu við Rússland eru nýttar. Til þessa hefur gengið seint og illa af fá þessar heimildir, sem fyrir vikið hafa ekki verið nýttar. Á móti þessu fá Norðmenn heimildir til að veiða 16.000 tonn af loðnu og 500 tonn af löngu og keilu innan íslenzku lögsögunnar. Reikna má með því að aflaverð- mæti um 3.400 tonna af slægðum þorski upp úr sjó geti verið um 1,5 milljarðar króna, þegar búið er að vinna fiskinn um borð. Verðmæti aukategunda er óljóst en hugsanlega gæti það verið um 200 milljónir króna. Á móti kemur svo að greiða þarf fyrir leigukvótann, en með aukategundum gæti sú upphæð verið um 90 milljónir króna. Leiga fyrir hvert kíló af þorski er tæpar 70 krónur. Hér heima er kvótaleiga fyrir þorsk 235 krónur. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir að auðvitað skipti þessi veiði og tekjurnar af henni máli. Hins vegar sé dýrt að sækja svona langt. Það taki um 10 sól- arhringa að sigla fram og til baka og því fylgi mikill olíukostnaður og frá- tafir frá veiðum. Þessar veiðar skili því mun minni tekjum en veiðarnar á heimaslóðinni og segja megi að mjög lítið sé að hafa upp úr veiðum með því að leigja kvótann. Skipin sem eru að stunda þessar veiðar eru Víðir og Málmey frá Fisk Seafood, Víðir frá Samherja, Venus frá HB Granda, Sigurbjörg frá Ramma og Brimnes frá Brimi. Milljarðar úr Barentshafi Morgunblaðið/Kristján Fiskveiðar Landað úr Víði EA á Akureyri. Hann er einn þeirra togara sem stunda veiðar í Barentshafi innan lögsagna Noregs og Rússlands. Í HNOTSKURN »Íslendingar hafa á þessu árium 3.200 tonna þorskkvóta, miðað við slægt, innan lögsögu Noregs og 2.000 tonn innan rússnesku lögsögunnar. Auk þess hafa útgerðarmenn keypt heimildir upp á 1.205 tonn. »Leiga fyrir hvert kíló afþorski eru tæpar 70 krónur. Hér heima er kvótaleiga fyrir þorsk 235 krónur. »Þessar veiðar skila munminni tekjum en veiðarnar á heimaslóðinni og segja má að mjög lítið sé að hafa upp úr veið- um með því að leigja kvótann. Íslenzkir togarar veiða þar um 3.400 tonn af þorski í ár miðað við slægðan fisk RANNSÓKNASKIPIÐ Árni Frið- riksson hefur lagt af stað í loðnu- og sjórannsóknaleiðangur. Rann- sóknasvæðið mun spanna allt frá Vesturlandi að Norðausturlandi og djúpmið (Grænlandssund og Ís- landshaf). Markmið leiðangursins eru að leita ungloðnu og einnig kynþroska loðnu sem verður uppi- staða veiða á komandi ári. Jafn- framt verður ársfjórðungslegum sjórannsóknum vestur og norður af landinu sinnt. Gert er ráð fyrir að leiðangurinn standi yfir í allt að einn mánuð. Árni Friðriks- son í loðnu- rannsóknir Morgunblaðið/Þorkell Rannsóknir Árni Friðriksson RE er nú byrjaður að leita loðnunnar. ÚR VERINU ÞAÐ vantar skilgreiningu á varnarþörf Ís- lands, sagði Jón Magnússon, Frjálslyndum í umræðunum í gær og spurði um tilgang erlendra flugsveita hér á landi. „Hvar er ógnin? Ég sé það ekki að hefðbundinn her hafi nokkra þýðingu eða tilgang fyrir okkur eins og staðan er í dag.“ Jón lagði áherslu á að Ísland væri vopnlaus þjóð og frið- argæslan ætti því að vera innan borg- aralegra marka. „Ég tel að Ísland verði að leggja sitt lóð á vogarskálina í baráttunni fyrir mannréttindum, gegn mansali og þrælahaldi, baráttu gegn glæpum, fyrir frjálsum heims- viðskiptum og gegn hungri og örbirgð í heiminum,“ sagði Jón og vildi jafnframt að Ísland fordæmi aðskilnaðarstefnu Ísraela gagnvart Palestínumönnum. Vantar skilgreiningu á varnarþörf Íslands Jón Magnússon Aðskilnaðarstefna Ísraels gagnrýnd ÁKVÖRÐUNIN að kalla íslenska frið- argæsluliðann heim frá starfi NATO í Írak var röng og þá ekki síst í miðju framboði til Öryggisráðs SÞ. Þetta kom fram í máli Sivj- ar Friðleifsdóttur, Framsókn, í umræðum um skýrslu utanríkisráðherra á þingi í gær. „Þetta eru alls ekki hernaðarverkefni,“ sagði Siv og vill ekki tala um stríðsrekstur. Siv gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að tala ekki einu máli varðandi „íslenskt ákvæði“ í næstu loftslagssamningaviðræðum og taldi það skaða samningsstöðu Íslands. „Ég tel að það sé alvarleg staða komin upp í ríkisstjórninni varðandi lofts- lagsmálin,“ sagði Siv sem einnig kom inn á mikilvægi þess að Ísland taki ekki þátt í því að lokka heilbrigðisstarfsmenn frá þróunarlöndum til starfa á Vesturlöndum. Verkefnin í Írak voru alls ekki hernaðarverkefni Siv Friðleifsdóttir Alvarleg staða varðandi loftslagsmálin Á EINU og hálfu ári eiga að renna úr rík- issjóði 2,1-2,5 milljarðar króna í hernaðarleg verkefni, að undanskildum útgjöldum sem borgaralegar stofnanir þurfa að bera, t.d. vegna heræfinga hér á landi. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, VG, á Alþingi í gær. „Allt er þetta brölt undir þeim formerkjum að það sé á svokölluðum frið- artímum,“ sagði Steingrímur og taldi Ísland vera að glata „sorglega góðu tækifæri til að brjóta blað í utanríkismálum“. Í stað þess að skilgreina landið sem herlaust, afvopnað og kjarnorkuvopnalaust svæði væri allt fast í gamla fari hern- aðarhyggjunnar. Þá spurði Steingrímur hvers vegna ekki væri búið að skipa hina þverpólitísku öryggismálanefnd sem var lof- að þegar Bandaríkjaher hvarf af landi brott. Milljarðaútgjöld til hernaðarlegra verkefna Steingrímur J. Sigfússon Ekkert bólar á öryggismálanefndinni Hefðbundin þrætuepli Venjubundin þrætuepli voru í um- ræðum á Alþingi í gær um skýrslu utanríkisráðherra , s.s. íslenska frið- argæslan, NATO, staða mála í Afgan- istan og framboð Íslands til Örygg- isráðsins. Frjálslyndir gagnrýndu of mikinn kostnað við utanríkisþjón- ustuna og Vinstri græn lögðu áherslu á að Ísland ætti ekkert erindi í NATO, sem ýmist var kallað varn- arbandalag, öryggisbandalag, hern- aðarbandalag eða árásarbandalag eftir því hver átti í hlut. Á staðinn Bjarni Benedikts- son, formaður ut- anríkismála- nefndar þingsins, viðraði þá skoðun sína að Alþingi hefði ekki fylgt þróunaraðstoð Ís- lendinga sér- staklega eftir. Taldi hann mik- ilvægt að þing- menn færu í auknari mæli í vett- vangsheimsóknir, og þá sérstaklega utanríkismálanefnd. Hættumat fyrir Ísland Utanríkisráðherra greindi frá því í ræðu sinni að hún hefði skipað 12 manna starfshóp til að gera faglegt hættumat fyrir Ísland sem væri und- irstaða haldgóðrar varnarstefnu til framtíðar. Formaður nefndarinnar verður Valur Ingimundarson en Aly- son Bailes verður sérstakur ráðgjafi. Bjarni Benediktsson Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is MÖGULEG þróunarverkefni í sam- vinnu við eyjar í Karíba- og Kyrra- hafi eru í skoðun en markmiðið yrði að stuðla að sjálfbærri þróun og þá einkum á sviði fiskveiða og sjávar- útvegs og í nýtingu endurnýjanlegra auðlinda. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra en hún flutti munnlega skýrslu um utanríkismál á Alþingi í gær. Ingibjörg lagði þunga áherslu á þróunarsamvinnu og sagði þekkingu Íslendinga á nýt- ingu endurnýjanlegra orkugjafa hafa nýst fátækum þjóðum vel. Hún sagði að með auknum framlögum til þróunaraðstoðar ykjust jafnframt kröfur til fagmennsku og að þess vegna hefði verið ákveðið að Ísland gerðist aðili að DAC, þróunarsam- vinnunefnd OECD, sem aftur tryggði faglegt aðhald að íslenskri þróunaraðstoð. Aðgang að fundargerð NATO Ingibjörg sagðist jafnframt hafa ákveðið að tvöfalda framlög sem ráðstafað er til þróunaraðstoðar í gegnum íslensk, frjáls félagasam- tök, þannig að þau hækki úr 60 milljónum króna í 120 milljónir. „Hagsmunir okkar felast ekki síst í því að virkja þann kraft sem þau búa yfir og styrkja það frumkvöðlastarf sem fram fer á þeirra vegum.“ Í ræðu Ingibjargar kom fram að utanríkismálanefnd Alþingis fái að- gang að fundargerð NATO-ráðsins frá 4. október 2001. „Geta nefnd- armenn því gengið úr skugga um það, eins og ég hef þegar gert sjálf, að NATO veitti ekki heimildir til fangaflugs, leynifangelsa eða pynt- inga,“ sagði Ingibjörg en hún ræddi jafnframt mikilvægi þessi að þrýsta á stjórnvöld í Íran um að gera fulla grein fyrir kjarnorkuáætlun sinni. Hins vegar væri ekki síður mikil- vægt að varast „hættulegt ofmat sem einkenndi svipaða umræðu um málefni Íraks í aðdraganda innrás- arinnar 2003“. Ingibjörg sagði Norðurslóðir vera nýtt kjarnamál í íslenskri utanrík- isstefnu og að öryggi á Norður-Atl- antshafinu væri eitt mest áríðandi öryggismál Íslands. „Við Íslending- ar hljótum að leggja áherslu á góða samvinnu þeirra ríkja sem eiga hagsmuna að gæta á norðurslóðum en vara við kapphlaupi um auðlindir norðursins og einhliða aðgerðir,“ sagði Ingibjörg. Þróunarverkefni í Karíba- og Kyrrahafi í skoðun Morgunblaðið/Frikki Leyniskjöl Utanríkismálanefnd fær aðgang að fundargerð NATO-ráðsins frá 2001 en Ingibjörg leggur áherslu á bætt samstarf ráðuneytis og þings. Í HNOTSKURN » Utanríkisráðherra flyturmunnlega skýrslu um utan- ríkismál tvisvar á hverjum þing- vetri. » Ingibjörg Sólrún Gísladóttirer fimmti ráðherrann á jafn- mörgum árum til að flytja skýrslu um utanríkismál. ÞETTA HELST …

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.