Morgunblaðið - 09.11.2007, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
AUNG San Suu Kyi, leiðtogi lýð-
ræðisaflanna í Búrma, er reiðubúin
til að eiga viðræður við fulltrúa
herforingjastjórnarinnar í landinu.
Þessu lýsti hún yfir í gær en
skömmu áður en ákvörðun hennar
var gerð lýðum ljós höfðu herfor-
ingjarnir tilkynnt að Suu Kyi
myndi fá að hitta pólitíska banda-
menn sína í Lýðræðisbandalaginu í
dag, föstudag, í fyrsta sinn í þrjú
ár.
Suu Kyi, sem er handhafi frið-
arverðlauna Nóbels, hefur sem
kunnugt er verið haldið í stofufang-
elsi í tólf af sl. átján árum. Stjórn-
málaafl hennar bar sigur úr býtum
í síðustu frjálsu kosningunum í
Búrma árið 1990
en herforingj-
arnir komu í veg
fyrir að hún gæti
tekið við valda-
taumunum þá.
Það var Ibra-
him Gambari, er-
indreki Samein-
uðu þjóðanna,
sem las upp yf-
irlýsingu Suu Kyi fyrir fréttamenn
við komuna til Singapúr en Gamb-
ari var þá nýkominn af fundi með
Suu Kyi. Þetta var önnur heimsókn
Gambaris til Búrma eftir að herfor-
ingjastjórnin barði niður öldu
óeirða í landinu í september.
Suu Kyi tilbúin til viðræðna
við herforingjastjórnina
Aung San Suu Kyi
ÞEGAR kona sveiflar mjöðmunum
á kynþokkafullan hátt og hefur
gott bil milli hnjánna er ekki um að
ræða ómeðvituð skilaboð til karla
um að hún sé á frjósemistímabili og
því til í tuskið, að sögn vefsíðu BBC.
Þetta er niðurstaða vísindamanna í
Ontario í Kanada sem sér til furðu
komust að því að konur sem þannig
gengu voru fjær egglosi en konur
sem sýna meiri hlédrægni. Líklegt
sé að hinar síðarnefndu séu að
reyna að leyna því fyrir öðrum
körlum en makanum að þær séu
frjósamar, þannig komist þær frek-
ar hjá kynferðislegri áreitni.
Alls engin viðreynsla
Mjaðmasveiflur Misskilin skilaboð
kvenna til karlanna.
Reuters
Í HNOTSKURN
»Musharraf er hershöfðingiog lét þingið nýlega kjósa
sig forseta gegn því að lofa að
hætta sem yfirmaður hersins.
Hann segir neyðarlögin hafa
verið óhjákvæmileg vegna
hættu á upplausn.
»Um 160 milljónir mannabúa í Pakistan, langflestir
eru múslímar. Herinn hefur
oftast ráðið ríkjum í landinu
frá því að það hlaut sjálfstæði
frá Bretum 1947.
Islamabad. AFP. |
Forseti Pakist-
ans, Pervez Mus-
harraf, hét því í
gær að þingkosn-
ingar yrðu haldn-
ar fyrir 15. febr-
úar en forsetinn
setti fyrir
skömmu neyðar-
lög. Benazir
Bhutto, fyrrverandi forsætisráð-
herra, sagði loforð forsetans „óljóst“
og ófullnægjandi.
Bandaríkjastjórn lýsti hins vegar
ánægju með að hann skyldi hafa
ákveðið dagsetningu kosninganna og
hvatti hann til að taka frekari skref í
átt til lýðræðis. Musharraf rændi
völdum árið 1999.
Sjálfsmorðssprengjumenn hafa
komið sér fyrir í borginni Rawalp-
indi, að sögn lögreglunnar í Pakistan
í gær. Bhutto, sem nýlega sneri heim
úr útlegð, hyggst í dag efna til fjölda-
mótmæla í Rawalpindi gegn neyðar-
lögunum. Lögreglan segist hafa var-
að hana við því að „mjög alvarleg
hætta“ stafi af umræddum sprengju-
mönnum. Alls létu 139 lífið í sjálfs-
morðstilræði þegar Bhutto sneri
heim í október.
Heitir þingkosningum
fyrir miðjan febrúar
Pervez Musharraf
STÚLKA í Tbilisi strunsar framhjá hópi hermanna í
miðborginni í gær en Mikhail Saakashvili forseti setti
neyðarlög á miðvikudag vegna fjölmennra mótmæla
stjórnarandstæðinga síðustu daga en þeir saka hann
um spillingu og mannréttindabrot. Forsetinn skýrði frá
því í gær að forsetakosningum, sem áttu að verða
næsta haust, yrði flýtt, þær yrðu 5. janúar. Ein af kröf-
um mótmælenda var að kosningunum yrði flýtt.
Reuters
Saakashvili flýtir kosningum
Palatka. AP. | Reshane Lewis var
ekki ánægð og svitinn spratt
fram á andliti hennar þegar hún
gekk í hringi fyrir utan dómhús
í Palatka í Flórída og hélt á
skilti með áletruninni: „Ég stal
úr verslun í bænum“.
Lewis gekk þarna í tvær
klukkustundir í brennandi sól-
skini. Skilorðseftirlitsmaður
fylgdist með henni og flestir
vegfarendanna létu sem þeir
sæju hana ekki.
„Þetta er betra en að fara í
fangelsi, en þetta er ekki sann-
gjarnt,“ sagði Lewis, sem
kvaðst hafa verið handtekin í
verslun Wal-Mart í desember
fyrir að aðstoða vinkonu sína að
stela barnafötum.
Dómarinn Peter Miller í Put-
nam-sýslu hefur dæmt Lewis og
yfir 600 aðra til að bera skilti
fyrir utan dómhúsið eða versl-
anir á síðustu tólf árum. Er
þetta liður í refsingum sem
hann hefur lagt við búðarhnupli.
Miller er á meðal nokkurra
dómara í Bandaríkjunum sem
telja að óvenjulegar refsingar,
yfirleitt einhvers konar iðrun
eða auðmýking á almannafæri, hafi
tilætluð áhrif. Fyrirtæki sem annast
framkvæmd skilorðsdóma í Putnam-
sýslu segir að aðeins þrír af þeim
rúmlega 600, sem Miller hefur dæmt
til að bera skilti á almannafæri, hafi
verið dæmdir fyrir þjófnað aft-
ur.
„Ef menn sjá einhvern ganga
fram og til baka fyrir utan versl-
un þá hugsa þeir sig ef til vill
tvisvar um áður en þeir stela.
Ég ætla ekki að halda því fram
að þetta komi í veg fyrir þjófn-
aði en þetta verður til þess að sá
sem gerir þetta endurtekur það
ekki,“ sagði dómarinn. Þjófarnir
geta valið á milli eins til tveggja
mánaða fangelsisvistar og
tveggja klukkustunda auðmýk-
ingar. Þeir sem velja síðari kost-
inn þurfa einnig að greiða 294
dollara, sem svarar tæpum
18.000 krónum, í sekt og inna af
hendi 25 klukkustunda sam-
félagsþjónustu á hálfs árs skil-
orðstíma.
Miller er ekki eini dómarinn
sem hefur getið sér orð fyrir
hugvitssamlegar refsingar.
Nokkrir unglingar, sem köll-
uðu lögregluþjóna í Ohio „svín“,
voru dæmdir til að standa á
götuhorni með svíni og halda á
skilti með áletruninni: „Þetta er
ekki lögreglumaður“.
Dómari í Harris-sýslu í Texas
dæmdi mann, sem hafði slegið konu
sína, til að fara á jóga-námskeið til
að læra að hafa stjórn á skapi sínu.
Óvenjulegir refsidómar
sagðir gefa góða raun
AP
Refsing Reshane Lewis afplánar dóm fyrir
búðarhnupl í Putnam-sýslu í Flórída.
Dalvegi 10-14 • Sími 577 1170
Innrettingar
Þi´n vero¨ld
X
E
IN
N
IX
0
7
10
0
25
Hver á Norðurpólinn?
Málstofa um réttarstöðu Norður-Íshafsins
Þjóðmenningarhúsinu
föstudaginn 9. nóvember kl. 11-14.
Dagskrá:
11.00 Ávarp Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur
utanríkisráðherra.
11.15 Ron Macnab, meðlimur Norðurskautsnefndar
Kanada:
The Central Arctic Ocean
- Shrinking Ice and Expanding Jurisdiction.
11.45 Jóhann Sigurjónsson, forstjóri
Hafrannsóknastofnunarinnar:
Fiskveiðar á norðurslóð við breyttar aðstæður.
12.15 Veitingar í boði Hafréttarstofnunar Íslands.
13.00 Douglas Brubaker, Fridtjof Nansen-stofnuninni:
The Northern Sea Routes - Legal Considerations.
13.30 Pallborðsumræður og fyrirspurnir.
Þátttakandi ásamt frummælendum: Trausti Valsson,
prófessor í skipulagsfræði við Háskóla Íslands.
14.00 Slit.
Málstofustjóri: Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í
utanríkisráðuneytinu, forstöðumaður
Hafréttarstofnunar Íslands.
Málstofan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir.
m
b
l 9
30
68
1