Morgunblaðið - 09.11.2007, Side 20
Páll Pampichler
Pálsson var orðinn
trompetleikari við
óperuna í Graz
sautján ára. Hann
kom hingað tvítugur,
árið 1949, til þess að
stjórna Lúðrasveit
Reykjavíkur. Var
einnig trompetleik-
ari í SÍ og hljómsveit-
arstjóri um árabil.
Stjórnaði Karlakór
Reykjavíkur, samdi fjölda tónverka og var
mjög virkur í íslensku tónlistarlífi.
Carl Billich kom til
Íslands árið 1933
fyrir tilstuðlan
Franz Mixa. Hann
var fjölhæfur tón-
listarmaður og jafnt
heima í klassík og
dægurtónlist. Um
árabil starfaði hann
við Þjóðleikhúsið og
var tónlistarstjóri
sýninga þar sem
tónlist kom við sögu.
Hann var píanóleikari, hljómsveitarstjóri,
útsetjari og tónskáld.
Poul O. Bernburg,
fiðluleikarinn
danski, flutti til Ís-
lands árið 1900. Ár-
ið 1905 stofnaði
hann hljómsveit
sem lék á kaffi-
húsum í Reykjavík,
fyrstu eiginlegu
dægurlaga-
hljómsveitina á Ís-
landi. Hann var
með fleiri hljóm-
sveitir á sínum snærum, meðal annars
hljómsveit sem lék fyrir dansi í Bárubúð.
Róbert Abraham
Ottósson settist að
á Íslandi 1935. Hann
stjórnaði kórum og
hljómsveitum, þar á
meðal Söngsveitinni
Fílharmóníu og Sin-
fóníuhljómsveit Ís-
lands. Hann var sér-
fræðingur í
kirkjutónlist og
skrifaði dokt-
orsritgerð um Þor-
lákstíðir. Róbert Abraham var söng-
málastjóra þjóðkirkjunnar frá 1961 til
dauðadags.
Fritz Weisshappel
kom til Íslands 19
ára, árið 1928.
Hann var sellóleik-
ari í erlendri dans-
hljómsveit sem lék
fyrir dansi á Hótel
Borg. Fritz ílentist
hér og varð einn
mikilvirkasti píanó-
leikari þjóðarinnar
og gríðarlega vin-
sæll sem meðleik-
ari söngvara. Árið 1939 varð hann pí-
anóleikari Ríkisútvarpsins og
hljóðritanir með leik hans skipta hundr-
uðum.
Viktor Urbancic var
hámenntaður á ýms-
um sviðum tónlistar.
Hann gegndi virð-
ingarstörfum í tón-
listarlífi Evrópu
þegar hann kom til
Íslands árið 1938.
Hann starfaði fyrir
Tónlistarfélagið,
skipulagði tónleika,
stjórnaði og gekk í
þau tónlistarstörf
sem hér þurfti að vinna en hann samdi
einnig tónlist. Urbancic var einn af að-
alkennurum Tónlistarskólans í Reykjavík.
Franz Mixa var ráð-
inn hingað til að
undirbúa leik
Hljómsveitar
Reykjavíkur á Al-
þingishátíðinni
1930. Austurríska
óperettu- tónskáldið
Frans Lehár hafði
milligöngu um ráðn-
ingu hans fyrir til-
stilli Sigfúsar Ein-
arssonar. Mixa bjó
hér og starfaði í um áratug, kenndi við
Tónlistarskólann í Reykjavík og stjórnaði
hljómsveit- inni.
Færðu heiminn heim
Erlendir tónlistarmenn kynntu okkur heimsmenninguna
Heinz Edelstein
var ráðinn sem
sellókennari og
kennari í kamm-
ermúsík að Tónlist-
arskólanum í
Reykjavík haustið
1938, en lék einnig á
hljóðfæri sitt með
Hljómsveit Reykja-
víkur. Hann hafði
sérstakan áhuga á
að kenna börnum
tónlist og stofnaði Barnamúsíkskólann,
sem síðar varð Tónmenntaskólinn í
Reykjavík, árið 1952.
Þorsteinn Hann-
esson, f. 1917 á
Siglufirði, stundaði
söngnám í Kon-
unglega tónlistar-
skólanum í London
1943-47. Hann var
aðaltenór Kon-
unglegu óperunnar í
Covent Garden á ár-
unum 1947-54, en
söng jafnframt sem
gestur hjá Saddlers
Wells-óperunni og við óperurnar í Amst-
erdam í Hollandi og Cork á Írlandi.
Stefán Íslandi, f.
1907 í Skagafirði,
lærði söng í Mílanó
1930-33. Söng við
óperuna í Flórens.
Stefán var ráðinn til
Konunglegu óper-
unnar í Kaup-
mannahöfn 1938 og
útnefndur Kon-
unglegur hirð-
söngvari árið 1949.
Var prófessor við
Konunglegu akademíuna frá 1959. Stefán
söng um allan heim við góðan orðstír og
flutti heim 1966.
Einar Kristjánsson,
f. 1910 í Reykjavík,
stundaði söngnám í
Vín 1930-31 og við
Ríkisóperuna í Dres-
den til 1933. Einar
var óperusöngvari
við óperuhúsin í
Dresden, Suttgart,
Berlín, München,
Düsseldorf og Ham-
borg, við Kon-
unglegu óperuna í
Stokkhólmi 1933-47 og Konunglegu
óperuna í Kaupmannahöfn 1948-62.
Sveinbjörn Svein-
björnsson, f. 1847,
var guðfræðinemi
þegar norska tón-
skáldið og fiðlu-
leikarinn Johan
Svendsen leiddi
hann inn á braut
tónlistarinnar.
Sveinbjörn lærði
tónlist í Kaup-
mannahöfn og
Leipzig, en settist
að í Skotlandi. Þar starfaði hann að
tónlist og samdi bæði sönglög og
kammerverk, meðal annars þjóðsöng
okkar.
Haraldur Sigurðs-
son, f. 1892 í Kald-
aðarnesi í Flóa, nam
píanóleik við Kon-
unglega tónlistar-
skólann í Kaup-
mannahöfn og í
Köningsliches Kons-
ervatorium í Dres-
den. Meðan hann
var í námi tók hann
þátt í Mendelssohn-
keppninni í Berlín
og sigraði. Haraldur hélt tónleika um alla
Evrópu á árunum 1916-1956. Varð pró-
fessor við gamla skólann sinn í Kaup-
mannahöfn.
María Markan, f.
1905 í Ólafsvík,
lærði á píanó frá 8
ára aldri. Hún hóf
söngnám í Berlín
1927 og lauk þaðan
prófi í óperusöng
1935. María söng við
óperuhús í Kaup-
mannahöfn, Ósló,
Stokkhólmi, Ham-
borg og við Glyn-
debourne-óperuna í
London að námi loknu og fór í tónleika-
ferðir bæði til Ástralíu og Kanada. Hún
var fastráðin við Metropolitan-óperuna í
New York á árunum 1941-43.
Pétur Á. Jónsson,
f. 1884, var við
læknanám þegar
hann ákvað að nema
frekar söng. Eftir
nám starfaði Pétur
við óperuhúsin í
Bremen, Berlín og
Kiel. Hann þótti
framúrskarandi
hetjutenór og söng
flest aðalhlutverk
ópera Wagners.
Hann hélt tónleika hér heima á sumrin; í
Bárubúð. Þar ætlaði allt um koll að keyra
af hrifningu á söngnum sem ómaði yfir
Tjörnina.
Þau sigruðu heiminn
Útrás íslensks tónlistarfólks er ekki ný af nálinni
20 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
1106 Jón biskup Ögmundsson réð
franskan söngkennara, Richini, að
Hólaskóla til að kenna prestsefnum
sönglist og versagerð.
1329 Arngrímur Brandsson, prestur
í Odda, kom til landsins með org-
anum sem hann hafði sjálfur smíð-
að. Slíkt hljóðfæri hafði ekki verið
til á Íslandi fyrr.
1550 Jón Arason hálshöggvinn og
kaþólskur messusöngur með lat-
neskum texta víkur smám saman
fyrir íslenskum sálmum sungnum
við þýsk og dönsk lög.
1589 Nótnaprentun hefst á Íslandi
er Hólabókin, sálmabók Guðbrands
biskups kemur út.
1594 Grallarinn, messusöngsbók
Guðbrandar biskups, gefinn út.
1691 Fyrsta fræðsluritið í söng
kemur út á Íslandi, Örstutt ágrip af
söngfræði eftir Þórð biskup Þorláks-
son.
1801 Magnús Stephensen gefur út
messusöngs- og sálmabók.
1840 Pétur Guðjohnsen kemur
heim úr námi í Kaupmannahöfn og
verður dómorganisti. Pípuorgel var
keypt til landsins og sett upp í
Dómkirkjunni, fyrsta hljóðfæri sinn-
ar tegundar í landinu.
1854 Kórstarf hefst, er Pétur Guð-
johnsen efnir til fyrsta samsöngs á
Íslandi með kór pilta úr Latínuskól-
anum.
1862 Jónas Helgason stofnar
Söngfélag Reykjavíkur, karlakór iðn-
aðarmanna. Kórinn var síður opn-
aður fyrir konum og kallaðist þá
Harpa.
1873 Fyrsta íslenska sönglagið
prentað, Andvarp, eftir Jónas Helga-
son.
1874 Þjóðsöngurinn, eftir Svein-
björn Sveinbjörnsson frumfluttur á
Þjóðhátíð. Sveinbjörn var fyrsta
menntaða tónskáld okkar á nútíma-
vísu.
1876 Helgi Helgason, bróðir Jón-
asar, stofnar Lúðurþeytarafélag
Reykjavíkur, fyrstu hljómsveit á Ís-
landi.
1900 Danski fiðluleikarinn Poul
Bernburg flyst til Íslands. Hann
stofnaði fyrstu danshljómsveit
landsins og tríó sem lék undir bíó-
sýningum í Gamla bíói.
1906 Sigfús Einarsson kemur heim
úr tónlistarnámi frá Danmörku.
Hann var fyrstur Íslendinga til að
gera sönglist að ævistarfi, kenndi
söng, stjórnaði kórum og samdi
sönglög.
1910 Pétur Á. Jónsson hljóðritar
þrjú íslensk lög í Kaupmannahöfn,
Dalvísur, Augun bláu og Gígjuna.
1911 Fyrsti tónlistarskólinn stofn-
aður á Ísafirði af Jónasi Tómassyni
organista.
1920 Páll Ísólfsson heldur fyrstu
orgeltónleika sína í Dómkirkjunni og
leikur verk Bachs.
1921 Hljómsveit Reykjavíkur stofn-
uð af Þórarni Guðmundssyni fiðlu-
leikara.
1922 Tónlistarhús byggt í Reykja-
vík, Hljómskálinn við Tjörnina.
1925 Jón Leifs ferðast um landið
og hljóðritar þjóðlegan söng.
1926 Fílharmóníusveitin í Hamborg
heldur tónleika í Reykjavík undir
stjórn Jóns Leifs. Þetta var í fyrsta
sinn sem Íslendingar sáu fullskip-
aða sinfóníuhljómsveit.
1930 Fyrstu plötuupptökur gerðar á
Íslandi í Fálkanum er Emil Thorodd-
sen lék tvö lög eftir Sveinbjörn
Sveinbjörnsson.
1930 Tónlistarskólinn í Reykjavík og
Ríkisútvarpið taka til starfa.
1934 Fyrsta óperettusýningin á Ís-
landi er Tónlistarfélagið setti upp
Meyjarskemmuna eftir Schubert
undir stjórn Franz Mixa.
1944 Fyrsti strengjakvartettinn
stofnaður í Reykjavík; Haukur Mort-
hens kemur í fyrsta sinn fram op-
inberlega; fyrsta íslenska óper-
ettan: Í álögum eftir Sigurð
Þórðarson frumflutt.
Vörður á leið
til lýðveldis
Stiklur úr tónlistarsögu
TENGLAR
.....................................................
www.musik.is
SKYNJUN, tími og taktur í
list Valgerðar Hauksdóttur, er
yfirskrift á fyrirlestri sem Val-
gerður heldur í Ketilhúsinu á
Akureyri í dag kl. 14.50. Í er-
indi sínu mun hún fjalla um
eigin myndverk og þær hug-
myndir sem liggja að baki. Í
verkum Valgerðar beinist
áhuginn að því að rannsaka og
spyrja spurninga og veltir hún
fyrir sér samsetningu hlut-
anna, orsök og afleiðingu, takmörkum okkar í
skynjun á því sem fyrir ber og leiðum okkar til að
reyna að nálgast hvað það er sem felst í hugtökum
eins og tími, taktur eða púls.
Fyrirlestur
Skynjun, tími og
taktur í Ketilhúsinu
Valgerður
Hauksdóttir
SIGTRYGGUR Bjarni Bald-
vinsson opnar sýninguna Vetr-
arvötn Sunnanheiða í Gallery
Turpentine í dag kl. 17.
Þar sýnir hann á annan tug
nýrra olíumálverka sem eru
unnin út frá ljósmyndum sem
listamaðurinn tók á björtum en
köldum febrúardögum á þessu
ári, af straumvötnum á Suður-
og Suðvesturlandi. „Hinn gjör-
ólíki karakter vatnsfallanna
hefur að vissu leyti fært mig nær hefðbundnu
landslagsmálverki. Hvert fljót eða lækur sem ég
heimsæki persónugerist í huga mínum og dregur
mig aftur til sín,“ segir listamaðurinn um verk sín.
Myndlist
Vetrarvötn
Sunnanheiða
Sigtryggur Bjarni
Baldvinsson
UMRÆÐUR verða eftir sýn-
ingu á Svörtum fugli í Hafn-
arfjarðarleikhúsinu annað
kvöld. Rætt verður um verkið
og þær spurningar sem vakna
hjá áhorfendum um það við-
kvæma málefni sem verkið
fjallar um, forboðið samband
fertugs manns og 12 ára gam-
allar stúlku.
Katrín Jakobsdóttir stjórn-
ar umræðum og munu Bragi
Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, Sig-
ríður Björnsdóttir frá Blátt áfram og Þorbjörg S.
Gunnlaugsdóttir lögfræðingur taka þátt í um-
ræðunum ásamt leikurum og leikstjóra.
Leikhús
Rætt um leikritið
Svartan fugl
Pálmi Gestsson
leikur í verkinu.
LAMBDA, nýr diskur með tónlist eftir Kjartan
Ólafsson, kemur út í dag. Diskurinn inniheldur
fjögur hljómsveitarverk í flutningi Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands sem voru hljóðrituð á tón-
leikum hljómsveitarinnar á tímabilinu 1988 til
2005. Þetta er fyrsti diskurinn með hljómsveit-
arverkum eftir Kjartan en hann hefur áður gefið
út fjölda diska með tónlist af ýmsum toga.
Kjartan segir verkin fjögur á diskinum eiga
ýmislegt sameiginlegt þó þau séu samin á mörg-
um árum.
„Efnið er í hefðbundnari kantinum en með-
höndlað með nútíma aðferðum, t.d. er eitt verkið,
„Sólófónía“, byggt á íslenskum þjóðlögum. Þær
hugmyndir sem ég er að vinna með árið 1988 eru
að brjótast fram með öðrum hætti í seinni verk-
unum. Það eru samt ákveðin persónueinkenni á
öllum verkunum sem kannski koma út með nýj-
um hætti í þeim yngstu. Þetta er ekki beint tísku-
straumadiskur heldur eru verkin meira bundin
við það efni og þá aðferðafræði sem mér persónu-
lega finnst áhugavert að eiga við,“ segir Kjartan.
Áður hafa komið út eftir Kjartan diskar með
popptónlist, leikhústónlist, unglingaóperu og raf-
tónlist. „Tónlistarmenn í dag eru að fást við tón-
list á miklu breiðari grundvelli en t.d. fyrir þrjá-
tíu árum. Ég held að þetta diskaúrval mitt sé
bundið við það fjölbreytta tónlistarumhverfi sem
er í dag.“
Nafn disksins, Lambda, er nokkuð óvenjulegt
en það vísar í grískar reikniaðgerðir. „Í forrit-
unarmálum, sem ég hef verið að vinna með, er
ákveðin virkni sem heitir Lambda og mér fannst
það ákveðinn samnefnari þó þessi tónlist sé engin
stærðfræðitónlist.“
Á næsta ári kemur frá Kjartani diskur með
elektrónískri balletttónlist auk þess sem hann er
að vinna að nýju hljómsveitarverki.
Fjögur hljómsveitarverk á Lambda
Morgunblaðið/Kristinn
Tónskáld Fjögur verk eftir Kjartan Ólafsson í
flutningi Sinfóníunnar eru komin út á geisladisk.
Eggert Stefánsson,
f. 1890, lærði söng í
Kaupmannahöfn
1911-14 en síðar í
Stokkhólmi, Lund-
únum og Mílanó.
Eggert starfaði við
söng ytra og bjó er-
lendis bróðurpart
ævinnar, lengst af á
Ítalíu. Hann var ötull
landkynnir og ritaði
fjölda greina um Ís-
land í erlend blöð og tímarit. Hann var
bróðir Sigvalda Kaldalóns.