Morgunblaðið - 09.11.2007, Síða 23

Morgunblaðið - 09.11.2007, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 23 AUSTURLAND LANDIÐ Hellisheiði | Skipulags- og bygg- inganefnd Hveragerðisbæjar leggst alfarið gegn fyrirhugaðri Bitruvirkj- un sem Orkuveita Reykjavíkur hyggst koma upp á Hengilssvæðinu. Virkjanasvæðið er í nágrenni Hvera- gerðis en telst til Ölfuss og Gríms- nes- og Grafningshrepps. Skipulags- og byggingarnefnd Hveragerðis fundaði um frummats- skýrslu framkvæmdaaðila til að veita umsögn um áformin. Ástæðan fyrir því að nefndin leggst gegn virkjuninni er að hún er sammála um að framkvæmdin muni hafa veruleg skaðleg áhrif á möguleika Hvera- gerðis og nágrennis sem íbúðar- og ferðamannasvæðis. Nefndin nefnir nokkur atriði máli sínu til stuðnings og nefnir önnur sem þurfti að rann- saka betur. Telur nefndin að svæðið sé eitt mikilvægasta óspillta útivist- arsvæðið á Íslandi, meðal annars vegna fjölbreytileika og nálægðar við þéttbýlasta svæði landsins. Framkvæmir muni draga úr fram- tíðarmöguleikum þess. Sagt er að yf- irborðslagnir muni þvera reiðleið á svæðinu og nefndin telur að fram- kvæmdir muni draga verulega úr gæðum göngu- og reiðleiða. Varað er við áhrifum framkvæmda á neyslu- vatn Hvergerðinga og loftgæði íbúa bæjarins. Skipulagsnefnd Hvera- gerðis á móti Bitruvirkjun Eftir Atla Vigfússon Reykjahverfi | „Við höfum mjög gaman af kindunum,“ segir Þráinn Ómar Sigtryggsson, bóndi sem ásamt fjölskyldu sinni býr á Litlu- Reykjum í Reykjahverfi. Einn hrútur þeirra, Sproti að nafni, mældist með einn þykkasta bak- vöðvann á svæðinu nú í haust. Litlu-Reykjabúið hefur lengi verið með afurðasamt fé og var með yfir 30 kg kjöts á hverja skýrslufærða kind á síðasta ári. Sproti sem er veturgamall vakti strax athygli í fyrrahaust sem lamb fyrir sérstaklega góða vöðva- byggingu, en mældist svo með 48 mm bakvöðva í ómsjárskoðun nú í haust sem er óvenjumikill vöðvi. Til samanburðar skal geta þess að meðalbakvöðvi á veturgömlum hrútum er um 34 mm. Ómsjá á 14 þúsund lömb Samkvæmt upplýsingum hjá ráðgjafaþjónustunni voru skoðuð rúmlega 14 þúsund lömb í Þingeyj- arsýslum nú í haust með ómsjá sem auðveldar bændum mjög ræktunarstarfið. Þetta er mikið verk en er að skila miklu í mark- aðsstarfi afurðastöðvanna sem lýs- ir sér í mjög jöfnum gæðum fram- leiðsluvörunnar. Fimmtán ár eru síðan ómsjárskoðanir hófust í hér- aðinu og á árunum 1997-1998 voru nær allir bændur farnir að nýta sér þessa þjónustu búnaðarsam- bandanna. Faðir Sprota er Moli frá Hjarð- arfelli í Dölum en sæðingastöðv- arnar gefa bændum mikla mögu- leika í kynbótastarfinu. Almennar hrútasýningar eru ekki haldnar í Suður-Þingeyjarsýslu vegna riðu- veikivarna og ekki má selja hrúta á milli bæja í sumum sveitum. Og þó að engin riða finnist takmarkar hún hrútaval samkvæmt tuttugu ára reglu sem í gildi er um flutn- ing búfjár á milli bæja. Nú er Sproti kominn á gjöf eins og aðrir hrútar og Þráinn Ómar segir að senn hefjist rúningur eins og venja er á þessum árstíma. Sproti með einn þykkasta bakvöðvann Morgunblaðið/Atli Vigfússon Metfé Þráinn Ómar Sigtryggsson, bóndi á Litlu-Reykjum, er ánægður með nýja kynbótahrútinn, Sprota, í fjárhúsunum. Glæsilegur kyn- bótahrútur vekur athygli bænda Í HNOTSKURN »SauðfjársæðingastöðNorðurlands hóf starfsemi sína 1964 í litlum bragga á Rangárvöllum fyrir ofan Ak- ureyri. Fyrsta haustið voru keyptir 5 hrútar, allir ættaðir úr Þistilfirði. »Tímamót urðu í rekstristöðvarinnar 1985 þegar tekið var á leigu húsnæði á Möðruvöllum. Starfaði stöðin út árið 2002. Í dag eru ein- ungis tvær sauðfjársæð- ingastöðvar á landinu, þ.e. í Borgarnesi og í Þorleifskoti við Selfoss. Ísafjörður | „Vestfirðir á teikni- borðinu“ er yfirskrift vetrarþings sem Framtíðarlandið efnir til í Ed- inborgarhúsinu á Ísafirði á morg- un, laugardag, á milli kl. 9 og 17. Sest verður á rökstóla um stöðu ný- sköpunar á Vestfjörðum. Framtíðarlandið mun leiða sam- an sérfræðinga á sviði nýsköpunar og fremstu eldhuga vestfirsks at- vinnulífs, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Framtíð- arlandinu. Fyrri hluta dags verða flutt framsöguerindi undir yfirskriftinni „Nýsköpun í verki“. Þar verður meðal annars rætt um frum- kvöðlaverkefni og ímynd svæðisins. „Auðlind sérstöðunnar“ er yf- irskrift eftirmiðdagspallborðs með þátttöku fimm einstaklinga. Þingið er öllum opið en óskað er eftir að þátttakendur tilkynni komu sína á vef Framtíðarlandsins. Vestfirðir á teikniborðinu Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is UM 250 nemar eru nú í fjarháskóla- námi á Austurlandi og fjölgar þeim sem sækja í slíkt nám jafnt og þétt, þó námsframboð hafi ekki aukist til muna. Flestir eru í fjarnámi frá Kennaraháskóla Íslands og Háskól- anum á Akureyri, en einnig er nokk- ur fjöldi í fjarnámi frá Bifröst og Há- skólanum í Reykjavík og færri við aðrar stofnanir. Í fyrra voru 198 í fjarháskólanámi. Góð aðstaða er til fjarnáms á Eg- ilsstöðum, í Neskaupstað og á Höfn og fræðasetur á viðkomandi stöðum njóta góðs af návistinni og hafa tæki- færi til að kenna t.d. suður til höf- uðborgarsvæðis gegnum fjarfunda- búnað og í staðbundnu námi. Efling tækni- og verknáms Auk þess sem unnið er með hug- mynd að netháskóla vinnur Þekking- arnet Austurlands (ÞNA) með þekk- ingarsetrum og sveitarfélögum á Austurlandi að þróun hugmyndar um staðbundið háskólanám, byggt á austfirskri sérstöðu og sérfræði- þekkingu. Þá eru á byrjunarstigi hugmyndir sem varða samstarf Fjarðabyggðar, Verkmenntaskóla Austurlands og Háskólans í Reykjavík um mögu- leika á því að efla tækni- og verknám í sveitarfélaginu og hugsanlega að opna námsver á Reyðarfirði í tengslum við slíkt. ÞNA kæmi að slíku með námsveri og þjónustu. Mikil uppbygging hefur verið á námsmöguleikum á Höfn og þar er t.a.m. í farvatninu hugmynd um staðbundið háskólanám í tengslum við þjóðgarðafræði, umhverfis- menntun, sumarháskóla, námskeið fyrir bændur o.fl. Stefanía G. Kristinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Þekkingarnets Aust- urlands, segir að Austfirðingar þurfi að vera ófeimnir við að búa til náms- brautir og margt sé að sækja á Aust- urland. Hún tekur skógfræði og rannsóknir þeim tengdar sem dæmi, umhverfismenntun og félagsvísinda- nám. Hún segir dreifbýlið bæði kost og rannsóknarefni. Hugsa mætti sér að fólk úr strjálbýli t.d. frá Austur- Evrópu eða Kanada kæmi til að sjá hvernig Austurland er rekið. Hvern- ig Samband sveitarfélaga virkar, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra, sveitarfélögin, Þekkingarnetið, Þró- unarfélagið og fleiri stofnanir eru reknar. Búa mætti til „best practice center“ á Austurlandi um stjórn- sýslu, stjórnmál, rekstur og sam- starf og gæti fullt eins virkað og heimsóknir erlendra aðila til Reykja- víkurborgar. Ófeimnir að búa til námsbrautir Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Kátir Einhverjir þessara ungu Eg- ilsstaðabúa fara líklega í háskóla. NÚ á haustdögum var slátrað um 1.100 hreindýrum úr hjörð Stefáns Hrafns Magnússonar sem býr með hrein- dýr í Isortoq á Grænlandi. Þar hefur Stefán reist full- komið sláturhús með Evrópuviðurkenningu. Hreindýr- unum var smalað saman nú í október úr sumarhögunum á þyrlu inn í sláturhagana, sem eru af- girtir. Þaðan eru dýrin rekin eftir hendinni, oft 200 til 300 inn í réttina. Þar eru tarfarnir eru teknir úr, snar- aðir með lassó, heftir, markaðir og síðan dregnir út úr réttinni og þeim sleppt, vegna þess að ekki er hægt lóga törfum þetta seint vegna brundbragðs sem kemur í tarfana á fengitímanum. Síðan eru lífdýrin, ungar kýr og efnilegar kvígur, teknar úr til ásetnings og sleppt, en restinni svo lógað. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Tarfarnir snaraðir og merktir ÍBÚAR í Langanesbyggð ætla að ganga frá Bakka- firði til Þórshafnar á morgun til að vekja athygli á að einn samborgari þeirra, Wioleta Kuczynska, þarfnast stuðnings í baráttu sinni við illvígt krabbamein. Lagt verður upp kl. 10 og endað við íþróttahúsið á Þórs- höfn, þar sem kvenfélagið mun bjóða upp á heitt kakó og meðlæti fyrir þreytta göngugarpa. „Eins og við íbúar í Langanesbyggð vitum er Wio- leta Kuczynska mikið veik og barátta hennar við krabbamein heldur áfram. Staða Wioletu og fjöl- skyldu hennar er mjög erfið þar sem dýrt er að dvelja fjarri heimabyggð og standa straum af öllum kostnaði sem fylgir meðferð sem þessari. Hún á ekki rétt á framfærslu frá Tryggingastofnun eða öðrum bóta- sjóðum eins og um íslenskan ríkisborgara væri að ræða og hlaðast því reikningarnir upp. Þrátt fyrir einstakan velvilja íbúa Langanesbyggðar í fyrri söfn- unum er enn brýn þörf á áframhaldandi stuðningi ykkar,“ segir á vef Langanesbyggðar. Sjá nánar á www.bakkafjordur.is. Gengið í þágu Wioletu Íbúar í Langanesbyggð hlúa að krabbameinssjúkri konu SENDUM Í PÓSTKRÖFU www.simnet.is/heilsuhorn Spektro Multivítamín, steinefnablanda ásamt spirulinu, Lecthini, Aloe vera o.fl. fæðubótarefnum Ein með öllu Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Maður Lifandi Hæðarsmára 6, Lyfja, heilsuvörudeild, Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16 og Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Krónan Mosfellsbæ Nóatún Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.