Morgunblaðið - 09.11.2007, Síða 29

Morgunblaðið - 09.11.2007, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 29 NÝVERIÐ birtist í fjölmiðlum frétt um það, að Björgólfur Guðmundsson, stjórn- arformaður Landsbanka, væri með fjölda manns í vinnu við að afla upplýsinga og skoða svokallað Hafskipsmál. Í Morg- unblaðinu á árinu 2005 birtust með skömmu millibili alhyglisverðar greinar um þetta mál eftir tvo þjóðkunna menn, þá Matthías Bjarnason, fv. ráðherra og Jón G. Tómasson, fv. ríkislögmann. Matthías fjallaði m.a. um málaferlin gegn fv. stjórn- endum Hafskips og Útvegs- banka í ljósi Baugsmálsins og Jón um málsmeðferð ákæruvalds og vitnaði þar til þessara tveggja mála. Ég var bankastjóri Útvegs- bankans í apríl 1987 þegar Hallvarður Einvarðsson, fv. ríkissaksóknari, gaf út ákæru á mig og þrjá kollega mína vegna þessa máls. Ég var því einn þolenda í þess- um skrípaleik, sem óhætt er að kalla svo, og þekki vel þá vitleysu sem þarna var búin til hjá ríkissaksóknurum, á Alþingi, hjá rannsóknarnefnd Alþingis, í fjölmiðlum og skúmaskotum úti í bæ. Að gefnu tilefni ætla ég að leggja hér orð í belg. Vinnubrögð ákæruvaldsins Hafskips-Útvegsbankamálið er eins fráleitt mál og frekast má vera, raunar reginhneyksli. Málið ætti að rifja upp með jöfnu millibili, yngri kynslóðum til kennslu og viðvörunar og ræða aðdraganda þess, aðkomu stjórnmálamanna að því, vinnu- brögð rannsóknarnefndar Alþingis og rík- issaksóknara, svo ekki sé talað um þátt horfinna sorpblaða og pólitískra flokks- blaða. Það er ekki að ástæðulausu sem Al- þingi hefur smám saman glatað því sem kjörnum fulltrúum var trúað fyrir – virð- ingunni. Vegna upplýsingaöflunar Björg- ólfs og vegna Baugsmálsins, er þetta gamla mál skyndilega dregið fram í dags- ljósið á ný og notað til samanburðar, – fyrst og fremst vegna aðkomu stjórnmála- manna að því og vinnubragða ákæru- valdsins. Aldrei sakamál Hafskips-Útvegsbankamálið var aldrei mál sem varðaði brot á lögum, þótt allt hafi verið gert til að láta líta svo út. Málið snerist um stjórnmál, samkeppni í við- skiptum og bankamál. Ástæðu þess má fyrst og fremst rekja til harðra átaka á milli fylkinga innan Sjálfstæðisflokks, sem andstæðingar hans blönduðu sér síðar í. Þegar Hafskip var endurreist 1978 og Ragnar Kjartansson og Björgólfur Guð- mundsson tóku við forystu þess, varð til keppinautur sem Sambandið og Eimskip fundu fyrir. Hafskip varð Eimskip sér- staklega erfiður keppinautur. Aðkoma forystumanna þess félags að málinu var meiri en margir vita af og þar hefur örugglega ekkert verið til sparað til að koma Hafskipi af markaði, en málið var flóknara og tengdist líka hagsmunum og metnaði þeirra, sem vildu og höfðu lagt til einfaldað bankakerfi. Yfirvöld og áhrifa- menn í bankamálum höfðu um áratuga skeið unnið að því að fækka bönkum en án árangurs. Þá störfuðu hér 7 viðskipta- bankar og yfir 50 sparisjóðir. Að- alskotmark margra, sem þetta vildu, varð á þessum tíma Útvegsbankinn. Þeir vildu að hann yrði yfirtekinn af hinum tveimur ríkisbönkunum, Landsbanka og Bún- aðarbanka. Framsókn stóð fyrir skipan rannsóknarnefndar Það voru þingmenn Framsóknarflokks, annars ríkisstjórnarflokkanna, sem stóðu í vegi fyrir því að þetta gjaldþrotamál fengi sömu málsmeðferð og önnur slík. Að baki þeim stóðu einnig margir þingmenn Sjálfstæðisflokks, hins stjórnarflokksins, sem vildu klekkja á Alberti Guðmundsyni, fv. ráðherra. Í stað eðlilegrar máls- meðferðar, þar sem skiptastjóri fer með mál bús og getur, telji hann gögn þess sýna brot á lögum, vísað málum til réttra yfirvalda, gekkst ríkisstjórnin fyrir skip- un rannsóknarnefndar sem átti að rann- saka hvort um óeðlilega viðskiptahætti hefði verið að ræða milli Útvegsbanka og Hafskips! Mér vitanlega er þetta eina rannsóknarnefndin sem nokkru sinni hafa verið sett lög um á Alþingi í slíkum til- gangi og verk hennar ættu að verða öðr- um víti til varnaðar, svo Alþingi leggist aldrei jafnlágt og þarna var gert. Í for- tískra afla að málunum og óvæginni um- ræðu á þeim vettvangi sem aftur leiddi til miklu víðtækari rannsókna og harðari rannsóknaraðferða en efni stóðu til. Hinn þátturinn er atgangur fjölmiðla. Þar er þó ólíkri stöðu saman að jafna, en það sem fyrst og fremst er átt við er sú „hystería“, sem fjölmiðlar hafa búið til í þjóðfélaginu í kringum bæði málin. Af hverju varð málið til? Í mínum huga varð Hafskips-Útvegs- bankamálið til vegna sérstakra aðstæðna, sem voru fyrir hendi í stjórnmálum lands- ins á sínum tíma. Öfl innan Sjálfstæð- isflokks tókust á með þeim afleiðingum m.a., að flokkurinn klofnaði. Enda þótt Hafskip hafi í lok sögu sinnar átt við mikla rekstrarerfiðleika að stríða átti félagið fyrir skuldum þegar ákveðið var að selja það í rekstri. Komið var í veg fyrir það með alls konar ráðum og gerðum, að sú sala tækist. Á bak við þessi eyðileggingaröfl stóðu m.a. fjölmiðlar og stjórnmálamenn, en inn í mál- ið blönduðust líka önnur hagsmunaöfl og þess vegna vatt málið upp á sig. Með ákvörðun Alþingis um stofnun rannsókn- arnefndarinnar var lagður grunnur að því, að fjöldi saklausra manna var ákærður með tilheyrandi afleiðingum. Þegar niðurstöður Sakadóms Reykjavíkur lágu fyrir, tæpum fjórum árum eftir ákæru, bjóst ég við að forseti Alþingis bæði mig og fjölskyldu mína opinberlega afsökunar vegna þeirra erfiðleika, sem Alþingi hafði sannarlega kallað yfir okkur. Ekki varð af því. Ekki hvarflaði að mér að þeir þingmenn, sem harðast gengu fram á þingi í skítkastinu á okkur bankamenn, hefðu manndóm í sér né kjark til þess, enda hefur sú orðið raunin á. Víti til varnaðar Undir lok greinar sinnar segir Jón G. Tómassonar m.a.: „Ákæruvaldið er vand- meðfarið. Þeir sem eru sekir um afbrot verða að taka afleiðingum gerða sinna, en gæta verður þess að fara ekki með valdið á þann veg, að grunur vakni um, að þar gæti utanaðkomandi áhrifa, pólitískra eða ann- arra, og við framkvæmd rannsóknar verð- ur að gæta meðalhófs“. Hafskips- Útvegsbankamálið er sannarlega víti til varnaðar, þegar þessi orð Jóns eru höfð í huga. Allt málið er lýsandi dæmi um það sem Jón varar við. Það er alveg sama hvar borið er niður, hvort það er í skýrslu skiptastjóra, í störf endurskoðenda á þeirra vegum, í fjálglegar yfirlýsingar bústjóra, í hatrammar árásir stjórnmálamanna úr ræðustóli Alþingis á viðkomandi ein- staklinga, í pólitísk afskipti þingmanna á eðlilega gjaldþrotameðferð Hafskips með skipun rannsóknarnefndar, í forkastanleg vinnubrögð nefndarinnar, í óvenju harða framgöngu ákæruvaldsins gagnvart helstu stjórnendum og endurskoðanda skipa- félagsins eða í hatrammar árásir ýmissa blaða á stjórnendur skipafélagsins og bankans. Það sem þó skipti hér höfuðmáli var hin einkennilega ákæra Hallvarðs Ein- varðsson á hendur okkur. Það var aldrei neinn grundvöllur fyrir henni. Það sést glöggt í forsendum Sakadóms. Þar segir á mannamáli: Menn ákæra ekki björg- unarmennina fyrir glæpinn! Hvers vegna í ósköpunum datt honum þá þessi vitleysa í hug, hvað lá að baki? Það er margt í þessu máli sem ég sleppi og auðvelt er að færa rök fyrir því sem sagt er. Innihald ákærunnar á hendur okkur Útvegsbankamönnum, undirbúningur hennar og tímasetning – allt eru þetta at- riði sem hægt er að sýna fram á að falla undir það sem Jón geldur varhug við í grein sinni. Í okkar hugum var tímasetning ákærunnar, tveimur dögum eftir að Út- vegsbanki Íslands hf. var stofnaður, engin tilviljun heldur úthugsað mál. Með ákær- unum, hversu fáránlegar sem þær voru og þótt við síðar yrðum sýknaðir, þá var til- ganginum náð – að dæma okkur saklausa úr leik á þessum tíma. Þeir sem kæra sig um, geta lesið þetta allt í fyrri grein Matth- íasar. Hvað hér lá að baki, hvaða hulduöfl hér voru á ferð og hvers vegna þeim var svo í mun að koma okkur úr störfum, þessu getur enginn svarað betur en Hallvarður Einvarðsson og væri hann maður að meiru ef hann gerði það á meðan tími er til. skrift nefndarinnar um óeðlilega við- skiptahætti fólst augljóslega fyrirfram gefin niðurstaða. Skýrsla nefndarinnar hneyksli Allir sem málið þekkja vita, að þarna réð ekki ferðinni þörf á slíkri rannsókn- arnefnd. Skiptastjórarnir, Markús Sig- urbjörnsson, núverandi hæstaréttardóm- ari og Ragnar Hall, lögmaður, höfðu sett fram athugasemdir til þáverandi rík- issaksóknara, Þórðar Björnssonar, vegna búsins og það hefði verið auð- velt að svara þeim, ef mark- miðið hefði verið að leita sannleikans – t.d. með því að veita bankastjórn Útvegs- bankans rétt til andmæla. En að honum var alls ekki leitað og hann var því ekki ástæða tilurðar rannsóknarnefnd- arinnar, heldur þörfin á að klekkja á Alberti, sem hafði um skeið verið stjórn- arformaður Hafskips og for- maður bankaráðs Útvegs- bankans en var, þegar þarna var komið sögu, ráðherra í ríkisstjórn. Skýrsla rann- sóknarnefndarinnar var hneyksli. For- maður hennar og líklega aðaltextahöf- undur var Jón Þorsteinsson lögmaður, fv. alþingismaður Alþýðuflokks, en aðrir nefndarmenn voru Brynjólfur Sigurðsson, fv. prófessor og núverandi fram- kvæmdastjóri Happdrættis Háskólans og Sigurður Tómasson, löggiltur endurskoð- andi. Niðurstaðan fyrirfram ákveðin Nefndinni var falið með lögunum að rannsaka og kanna viðskipti Útvegsbanka og Hafskips. Formanni var fundin skrif- stofuaðstaða hjá bankaeftirliti Seðlabank- ans, en því var falið að aðstoða nefndina við upplýsingaöflun. Án þess að ég ætli að nota þennan vettvang til að skýra frá mörgu því sem aldrei hefur verið upplýst í málinu ætla ég þó að upplýsa hér, að þá- verandi forstöðumanni bankaeftirlitsins, Þórði Ólafssyni lögfræðingi, var sér- staklega í nöp við Útvegsbankann og stjórnendur hans. Með það fór hann ekk- ert í launkofa. Í mínum huga og kollega minna hefur aldrei verið neinn efi á því, að Þórður hafi haft mikil áhrif á vinnubrögð og niðurstöður nefndarinnar. Nefndin fór líka langt út fyrir umboð sitt að rannsaka og kanna það sem henni var falið og kvað upp sinn einkadóm um sekt okkar banka- stjóranna. Um Albert, aðalástæðu fyrir skipan hennar, fór hún mjúkum höndum. Þegar Sakadómur kvað upp dóm sinn í ákærum Jónatans Þórmundssonar, eins saksóknara í málinu, tæpum 4 árum síðar, vorum við bankastjórarnir ekki bara sýkn- aðir af öllum ákærum heldur var tekið fram, að við hefðum staðið okkur vel í því starfi, sem við vorum ákærðir fyrir að van- rækja og sagt, að við hefðum unnið að björgunaraðgerðum – bæði í þágu bank- ans og félagsins! Aðalástæða ákæranna Enginn vafi er á því, að tilurð þessarar nefndar og hvernig hún vann störf sín er aðalástæða þess að fjöldi saklausra manna voru ákærðir. Matthías segir í greinum sínum, að saklausir menn hafi verið dæmd- ir með ákærunni einni – að þeir hafi mátt þola missi atvinnu sinnar, aðkast fólks sem tók dómsvaldið í sínar hendur og þar hafi tilgreindir alþingismenn staðið í far- arbroddi. En fleira kom til. Í grein Jóns G. Tómassonar er m.a. vikið að því hvernig staðið var að málatilbúnaði, hvernig þeir þrír saksóknarar, sem að því komu, hafi haft ólíkar skoðanir á því hverjir ættu að svara til saka og fyrir hvað. Í málinu voru 20 menn ákærðir og þegar því lauk eftir fjögur ár, hlutu fjórir Hafskipsmenn dóm fyrir lítilræði, sem öll lúsarleitin skilaði. Ég tek undir með Jóni, þegar hann segir í grein sinni, að hið raunverulega Hafskips- mál hafi snúist um önnur atriði en byggt var á í dómsniðurstöðu. Lítið var um þau atriði fjallað opinberlega, þótt sannarlega hafi verið ástæða til að upplýsa hvað leynd- ist þarna að baki og hvaða huldumenn það voru, sem toguðu í spottana. Vitnað í Baugsmálið Það er sannarlega umhugsunarvert hvernig þetta mál gat orðið að því sem það varð. Báðir framangreindir greinahöf- undar vitna í Baugsmálið, sem þeim þykir í sumu minna nokkuð á það, þótt málin séu í fáu lík. Aðallega vísa þeir í tvo þætti sem um margt þykja svipaðir og vert er að hafa í huga. Í fyrsta lagi aðkomu sterkra póli- Banki, Hafskip og huldumenn Eftir Halldór Guðbjarnason »Hafskips-Útvegsbanka-málið er eins fráleitt mál og frekast má vera, raunar reginhneyksli. Halldór Guðbjarnason Höfundur er viðskiptafræðingur. formi. Leitast verður við að gera alla aðstöðu þannig úr garði að hún auðveldi íslenskum fræðimönnum starf þeirra, auk þess að laða að erlenda fræðimenn til rann- sókna hér á landi. Sérhæfð bókasöfn verða til staðar og sérhönnuð heimasvæði ætluð þeim tungumálum sem kennd eru við HÍ. Sérstakt rými verður helgað lífi og starfi Vigdísar Finnbogadóttur, einkum í þágu tungumála. Aðspurð segir Auður Hauksdóttir slíkt verkefni aldr- ei verða of metnaðarfullt: „Það eina sem ég óttast í sam- bandi við þetta verkefni er að við hugsum ekki nógu stórt. Því metnaðarfyllra sem það verður, þeim mun áhugaverðara verður það sem alþjóðlegt verkefni og svona verkefni verður ekki gert vel nema með alþjóð- legu samstarfi.“ Þekkingar- og upplifunarsetur Hugmyndin með þekkingar- og upplifunarsetri innan miðstöðvarinnar er að vekja almenning til umhugsunar um mikilvægi tungumálsins og gildi þess. Þar verður al- menningi gefinn kostur á að fræðast um ýmsa þætti tungumála, m.a. hvernig þau tengjast menningu, nátt- úru og atvinnuháttum og hvernig þau hafa verið efnivið- ur í listsköpun á ólíkum tímum. Meðal þess sem skýra mætti er, hvers vegna barka- söngur er tíðkaður á Grænlandi, þjóðkvæði í Færeyjum, örljóð í Japan, kalevala í Finnlandi og Íslendingasögur hérlendis. Hvers vegna eru hefðirnar svo ólíkar og hvernig tengist það menningu og sögu þjóða? Allt kapp verður lagt á að kynna tungumálin í sínu menningarlega samhengi og setja upplýsingar fram á listrænan hátt með aðstoð nýjustu tækni. „Við viljum koma fyrir tölvum sem gætu haft lögun hnattar og við það að þrýsta fingri á t.d. Haítí, Tíbet eða Pólland, þá birtist tungumálið og menning þess í máli og myndum og þannig verði hægt að skyggnast inn í annan menn- ingarheim. Tilgangurinn er að fræða um tungumál og framandi menningarheima, við færum á þennan hátt út- lönd til okkar og vekjum áhuga á þessu sviði,“ sagði Auður Hauksdóttir forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. tunar eigin sé vert að ssum svið- í íslenskri ennslu er- aarf okkar . Þá segir ingu Bibl- sku snúast eymast að aldi í Nor- past getað ví að hann kti erlenda haldið að hálfa sög- amenn hafi um það sé við upphaf ákvæða at- kom fram í drei heyrt ilningi um élagið. ísar Finn- miðstöð fái n. Miðstöð- ands og er 2010, sem um bygg- mina, sem komið upp stafrænu n til okkar Tölvumynd/Teiknistofan Tröð álamiðstöðvar verður annað hvort í húsinu milli Háskólabíós og Suð- ötu. Háskóli Íslands hefur samþykkt þessa staðsetningu. lu íslenskunnar og m Íslendingum n á áform um gumálamiðstöðvar tningu til verkefn- óska sé í verk- álum og mikill , almennings og ki tungumála og Möguleikar séu því samstarfi. ísar Finn- ðlegrar tungumála- r mikilvægan þar hafi starfað í nafni ðum, m.a. fyrir r Austins í Lund- lanema í að safna í útrýming- hefur verið í ýrra aðferða og ldasöfnun. Hann segir mikinn áhuga vera hjá fræðimönnum stofnunar sinnar að koma hingað til lands og þjálfa íslenska fræðimenn og þá í sam- starfi við nýja tungumálamiðstöð. Ný upptöku- og tölvutækni hefur að sögn Austins umbylt tungumálarannsóknum á síðustu árum, nú sé málfræði ekki lengur miðpunkturinn eins og verið hafi, heldur snúist nýrri rannsóknir að menningar- og samfélagslegum þáttum tungumálanna. Jákvætt umhverfi Austin segir Íslendinga hafa mörgu að miðla til annarra menningarhluta þar sem tungumál kunni að vera í útrýmingarhættu. Varðveisla íslenskunnar eigi sér langa sögu, tungumálið sé enn mjög sterkt og þrífist vel samhliða fjöltyngi í landinu, sem sé mjög óvenjulegt. „Mörg samfélög geta lært af árangri Íslendinga, þrátt fyrir að mörg ykkar tali önnur tungumál þá er ís- lenskan enn sterk. Hvernig má það vera og hvernig getið þið komið ykkar reynslu á framfæri til samfélaga sem eru jafnvel að missa sín tungumál?,“ sagði Austin. Jákvæð viðhorf forsætisráðherra Íslands í ávarpi við upphaf ráðstefnunnar komu honum verulega á óvart. Austin, sem er Ástrali, segir að í Bretlandi og flestum enskumælandi löndum sé litið á fjöltyngi sem vandamál sem þurfi að leysa, fremur en jákvætt tækifæri fyrir samfélagið. Ánægjulegt sé að íslenskir ráðamenn virð- ist gera sér grein fyrir mikilvægi tungu- mála fyrir menningarlega og efnahagslega velsæld þjóða. mfélög geta lært ri Íslendinga Peter Austin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.