Morgunblaðið - 09.11.2007, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 09.11.2007, Qupperneq 53
Christina Ong Tony Blair TENÓRINN Garðar Thór Cortes söng fyrir gesti í veislu ríkustu konu Asíu, Christinu Ong, í gærkvöldi að sögn um- boðsmanns hans Einars Bárðarsonar. Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, var ræðumaður kvöldsins í veislunni. „Hann er þar í kvöld og kemur til Bret- lands á morgun,“ sagði Einar í gær þegar blaðamaður náði tali af honum. „Þetta er einkaveisla hjá þessari konu, hún á mörg flottustu hótelin í London og Armani- keðjurnar í Asíu, svo eitthvað sé nefnt. Garðar er eina skemmtiatriði kvöldsins, þannig að þetta er ekki dónalegur fé- lagsskapur. Hann flýgur í 12 tíma nið- ureftir, tekur eitt gigg og flýgur til baka. Þetta er náttúrlega algjör geðveiki,“ seg- ir Einar og hlær. Einar hefur samið um útgáfu á plötu Garðars, Cortes, út um allan heim. „Við erum búnir að gera samning um alla Mið- Ameríku og síðan samning við einhver Evrópulönd. Við eigum í mjög intensífum samningaviðræðum um útgáfu í Þýska- landi um að gefa út meira eða minna í allri Mið-Evrópu. Svo er ég að fara til Ameríku seint í næstu viku og hitta Universal upp á útgáfu í Bandaríkjunum. Það er bara blúss- andi keyrsla á því öllu,“ segir Einar. Annars er það líka að frétta af Einari að hann hefur verið Nylon-stúlkum innan handar eftir að þær sögðu upp umboðs- manni sínum, Martin O’Shea, og býst Einar við því að umboðsskrifstofa hans í Bret- landi, Mother Management, taki þær að sér. Enginn samningur hefur þó verið gerður enn. Garðar söng í teiti ríkustu konu Asíu Tony Blair var ræðu- maður kvöldsins Eftirsóttur Garðar Thór söng fyrir margt hefðarfólkið í gærkvöldi. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 53 BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDI / AKUREYRI THE ASSASIN. OF JESSIE JAMES kl. 8 B.i. 16 ára 30 DAYS OF NIGHT kl. 8 - 10 B.i. 16 ára ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ STARDUST kl. 5:50 B.i. 10 ára WWW.SAMBIO.IS / KEFLAVÍK BALLS OF FURY kl. 8 - 10 B.i. 7 ára EASTERN PROMISES kl. 8 B.i. 16 ára THE KINGDOM kl. 10:10 B.i. 16 ára / SELFOSSI MICHAEL CLAYTON kl. 8 B.i. 7 ára THE INVASION kl. 8 B.i. 16 ára THE BRAVE ONE kl. 10:20 B.i. 16 ára THE KINGDOM kl. 10:20 B.i. 16 ára SÝND Í ÁLFABAKKA STÆRSTA MYND ÁRSINS Á ÍSLANDI eeee - JIS, FILM.IS eeee - A.S, MBL SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI GEORGE CLOONEY LEIKUR LÖGFRÆÐING Í EINUM AF BETRI „ÞRILLERUM“ SEM SÉST HAFA Á ÞESSU ÁRI. SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI NICOLE KIDMAN DANIEL CRAIG BYGGÐ Á KVIKMYNDINNI „INVASION OF THE BODY SNATCHERS“ VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK OG SELFOSSI eeee H.J. MBL. eeee KVIKMYNDIR.IS eee MORGUNBLAÐIÐ eeee TOPP5.IS ÞEGAR Á BJÁTAR MÁ TREYSTA Á ÞAÐ AÐ SANNAR HETJUR GEFAST EKKI UPP! 600 kr.M iðaverð SÝND LAUGARDAG OG SUNNUDAG THE HEARTBREAK KID SÝND LAUGARDAG OG SUNNUDAGBALLS OF FURY - S.F.S., FILM.IS ÓLAFUR Egill Egilsson leikari tilkynnti Páli Magnússyni út- varpsstjóra, á opnum starfs- mannafundi Ríkisútvarpsins í fyrradag, að hann myndi ekki þiggja laun fyrir vinnu við upp- tökur á Stundinni okkar. Ólafur segir ástæðuna þá að launin sem Sjónvarpið bjóði fyrir vinnu við þáttinn séu einfaldlega móðgun við þá listamenn sem þar koma fram og í raun neytendurna, börnin heima í stofu. Hann hafi átt að fá 15.000 krónur, eftir skatta, fyrir undirbúning, per- sónusköpun, utanbókarlærdóm á 15 blaðsíðum af texta og fimm tíma upptökur, þar sem unnið sé í kapp við klukkuna. „Það á greinilega ekki að kosta miklu til þegar fram- leiðsla á barnaefni í ríkissjón- varpinu er annarsvegar,“ segir Ólafur. Páll Magnússon mun hafa þakkað fyrir, fyrir hönd ríkissjónvarpsins, og slegið á létta strengi. Enda stakk Ólafur upp á því að peningarnir sem spöruðust við þetta færu í jóla- gjafir handa starfsmönnum. „Ég var reyndar búinn að taka þessa ákvörðun mína löngu áður en ég mætti á fundinn, að afþakka greiðslur, einfaldlega vegna þess að launin fyrir að vinna þarna uppi í Sjónvarpi eru gjörsamlega úr takti við það sem þau ættu að vera ef maður ætti að gera þetta sóma- samlega,“ segir Ólafur. 3.000 krónur séu greiddar á klukku- stund og þá aðeins fyrir tökur og ekki undirbúning. Peningar skattborgaranna Ólafur segist vita vel að eng- inn neyði hann til að vinna fyrir RÚV á þessum launum, hann hafi vel getað afþakkað atvinnu- boðið. „Mér fannst bara að það yrði að vekja á þessu athygli. Þetta eru okkar peningar, skattborgaranna, og það eru börn skattborgaranna sem eru neytendur að þessu efni. Ég er ekki að segja að Stundin okkar sé lélegt barnaefni en það verð- ur að koma til aðeins meiri metnaður í því að gefa leik- urum, aðstandendum og þeim sem framleiða þetta, fjárhags- legt svigrúm til þess að gera þetta með sómasamlegum hætti.“ Ekki heyrt fleiri kvarta Páll Magnússon útvarpsstjóri segir Ólaf hafa mætt í búningi, tilbúinn í tökur, og því hafi uppákoman verið nokkuð skemmtileg. Páll segist ekki hafa á hraðbergi taxta eða samninga en Ólafur hafi vitað hverjar greiðslurnar yrðu. „Ég hef hins vegar ekki heyrt af neinum kvörtunum út af launa- greiðslum okkar til leikara, fyrr en ég heyrði þetta á fundinum í gær,“ segir Páll. Aðspurður segist Páll ekki kannast við að ólga sé meðal starfsmanna RÚV vegna lélegra launa. „Ég get ekki kallað það ólgu en tæknimenn hafa unað hag sínum illa og finnst þeir vanhaldnir í launum,“ segir Páll, og þá miðað við sambærileg störf á opnum markaði. Afþakkaði launagreiðslu fyrir leik í Stundinni okkar Páll Magnússon Ólafur Egilsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.