Morgunblaðið - 04.01.2008, Síða 1

Morgunblaðið - 04.01.2008, Síða 1
STOFNAÐ 1913 3. TBL. 96. ÁRG. FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is HEILBRIGÐI HEILSA OG LÍFSSTÍLL Í STÚT- FULLU 40 SÍÐNA SÉRBLAÐI Í DAG FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is EFTIR tvær vikur verður enginn læknir um borð í neyðarbílnum á höfuðborgar- svæðinu líkt og verið hefur í ríflega 25 ár. Fjöldi lækna sem starfa eða hafa starfað á neyðarbílnum hafa lýst yfir þungum áhyggjum af þessum breytingum og sagt að þær leiði til skerts öryggis fyrir þá sem þurfa á bráðaaðstoð að halda. Þessu neita forsvarsmenn Landspítalans og benda á að bráðatæknar séu mun betur þjálfaðir en áð- ur en auk þess verði gripið til aðgerða sem eiga að tryggja að öryggið verði jafnmikið. Með breytingunni er gert ráð fyrir að spítalinn spari 30 milljónir. Bjarni Þór Ey- vindarson, læknir á neyðarbílnum, telur raunar að sparnaðurinn verði minni. „Manni finnst sem verið sé að fórna miklu fyrir litla peninga og við höfum áhyggjur af því að hugsanlega kosti þetta einhver mannslíf,“ sagði hann. Bráðatæknar væru afar vel þjálfaðir en gætu á hinn bóginn ekki framkvæmt allar þær aðgerðir sem læknar gætu gert, þeir gætu t.a.m. ekki svæft fólk sem stundum væri nauðsynlegt. Í slíkum tilfellum yrði að bregðast strax við. Bjarni benti á að svipaðar breytingar hefðu verið gerðar í Helsinki fyrir nokkru. Í stað þess að hafa lækni á neyðarbíl hefði verið hægt að kalla til lækni frá spítala. Við það hefði hlutfall þeirra sem hefði tekist að endurlífga eftir hjartastopp í heimahúsi lækkað úr 18% í 11%. Áfram hægt að kalla lækna út Jón Baldursson, yfirlæknir á slysa- og bráðadeild Landspítalans, hefur lengi verið þeirrar skoðunar að endurskoða þurfi starf- semi neyðarbílsins. Það væri t.a.m. ljóst að það mætti fækka þeim útköllum sem læknar væru sendir í. „Það er mikill mis- skilningur uppi í allri þessari umræðu. Menn hafa talað um að leggja eigi niður þjónustu læknisins sem að sjálfsögðu kem- ur ekki til greina,“ sagði hann. Læknar sem áður stóðu vaktir á slökkvistöðinni í Skóg- arhlíð og fóru þaðan í útköll myndu flytja aðsetur sitt á Landspítalann í Fossvogi og hefðu þar aðstöðu til að fara í útköll þegar þörf væri á. Jón lagði til að á spítalanum yrði til staðar hraðskreiður útkallsbíll og ökumaður sem gæti ekið lækninum á slys- stað. Viðbragðstími læknis þyrfti ekki og mætti ekki lengjast frá því sem nú er, og hægt væri að tryggja að það gerðist ekki. Að sjálfsögðu yrði fylgst vel með áhrifunum af breytingunum og starfseminni breytt ef ástæða þætti til. Morgunblaðið/Júlíus Hjálp Bráðatæknir á vettvangi. Af bílnum inn á deild Brátt verður enginn læknir í neyðarbílnum HÁTT olíuverð íþyngir útgerðinni mikið, að sögn Sveins Hjartar Hjartarsonar, hagfræðings LÍÚ. Hann segir verð á gasolíutonni komið yfir 800 dollara og hafa nærri fimmfaldast á tíu ár- um en olíukostnaður er næsthæsti kostnaðarlið- ur útgerðarinnar, fyrir utan laun. Sveinn segir sjávarútveginn hafa sýnt gríðarlega aðlögunar- hæfni á síðustu árum sem þetta háa olíuverð hefur verið við lýði. Hækkandi hráolíuverð á heimsmarkaði getur haft víðtæk áhrif á þjóðarbúskapinn, ýtt undir verðbólgu, skert kaupmátt og komið niður á af- komu fyrirtækja sem reiða sig hvað mest á olíu. „Í sjálfu sér veldur þetta skerðingu á lífs- kjörum okkar,“ segir Hannes G. Sigurðsson, forstöðumaður hagdeildar Samtaka atvinnulífs- ins. Hann telur að hækkandi olíuverð til lengri tíma litið muni verða til þess að gera aðra orku- gjafa samkeppnisfærari og að fjárfestingar auk- ist í orkusparandi tækni. Bensínverðið hækkaði hjá N1 Vegna hækkunar verðs á heimsmarkaði hækkaði N1 eldsneytisverð á bensínstöðvum sínum í gær. Bensínlítrinn hefur hækkað um 1,5 krónur og verð á dísilolíulítra um 0,50 krónur. Almennt bensínverð í sjálfsafgreiðslu kostar því nú 134,40 krónur hjá N1 og dísilolíulítrinn kost- ar 136,90 krónur. Verð á gasolíu hefur nærri fimmfaldast á áratug  Íþyngir útgerðinni mikið  Mikil hækkun hráolíuverðs skerðir lífskjör og kemur niður á afkomu fyrirtækja  Bensínlítrinn hækkar í 134,40 krónur  Áhrif hækkandi olíuverðs | 13 FARÞEGAR raða sér upp við rútu í borginni Kisumu í vestanverðu Kenía í gær, vopnaðir lögreglu- menn fylgjast með. Á þriðja hundrað manns hafa fallið í átök- um síðan í forsetakosningunum 27. desember, tugþúsundir hafa flúið heimili sín og skortur á brýnum nauðsynjum fer vaxandi. Evrópusambandið og Banda- ríkin reyna nú ákaft að koma á sáttum í Kenía. Forsetinn, Mwai Kibaki, sagðist í gær vera reiðubúinn að ræða við stjórn- arandstæðinga, sem saka hann um kosningasvik, ef þeir láti af öllu ofbeldi. Lögregla beitti tára- gasi og vatnsþrýstibyssum og skaut viðvörunarskotum til að hindra keppinaut Kibakis, Raila Odinga og stuðningsmenn hans í að halda útifund í Naíróbí í gær. Stjórnarandstaðan hafnaði tillögu um óháða rannsókn á atkvæða- talningunni, sagði að þegar væri búið að breyta öllum gögnum til að tryggja að ekki væri hægt að koma upp um svikin. | 14 Reuters Ótryggt í Kisumu DAGUR B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, vill að húsin við Laugaveg 4-6 verði flutt annað á kostnað borgarinnar, þau gerð upp í sem næst upprunalegt horf og hann hefur síðan í huga að koma þeim fyrir í Hljómskálagarðinum. Borgarstjóri segir að húsafriðunarnefnd hafi tekið afstöðu til skyndifriðunar og tekið þá afstöðu að mæla ekki með niðurrifi húsanna. Í gær hafi hann heyrt að lóðarhafi, sem sé með öll tilskilin leyfi, hafi ætlað að hefja niðurrif, og þá hafi hann óskað eftir því að skipulagsstjóri hefði samband við lóðarhafa og færi þess á leit að borgin fengi tækifæri til þess að flytja húsin til að hægt yrði að end- urgera þau á nýjum stað. „Mér fannst mikilvægt að gera það sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að niðurrifið verði ekki,“ seg- ir Dagur B. Eggertsson. Hann bætir við að ekki sé útséð um það, því samningur þess efnis liggi ekki fyrir, en skipulagsstjóri hafi boðað lóðarhafa á sinn fund árdegis í dag, í þeirri von að um semjist. Vill Laugavegshúsin í Hljómskálagarðinn Höll ævintýranna >> 37 Magnaðar stundir í leihúsinu Leikhúsin í landinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.