Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 11 FRÉTTIR TVÖ umferðarslys urðu með stuttu millibili í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi í mikilli hálku í fyrra- kvöld. Ekki urðu alvarleg meiðsl á fólki, en mikið eignatjón. Um klukkan hálfsjö var bifreið ekið út af til móts við bæinn Tjarn- arkot á Hrútafjarðarhálsi. Kona sem var í bílnum var flutt með sjúkrabíl til Hvammstanga. Þegar lögreglumenn voru að ljúka störf- um á vettvangi um klukkan níu barst tilkynning um annað óhapp, í Hrútafirðinum nærri Gilsstöðum. Þar hafði flutningabifreið með tengivagn oltið og jeppi sem ók á eftir hafnað á bílnum. Einn var í flutningabílnum og tveir menn í jeppanum en engin alvarleg meiðsl urðu á þeim. Að sögn lögreglu eru bílarnir hins vegar mikið skemmdir og því um mikið eignatjón að ræða. Þegar verið var að ljúka störfum í Hrútafirðinum ók framhjá bifreið sem lögreglu þótti ástæða til að kanna. Þegar bifreiðin var stöðvuð kom í ljós að ökumaður var undir áhrifum fíkniefna og fundust ein- hverjir tugir gramma af maríjúana, hassi og amfetamíni á farþega bíls- ins. Morgunblaðið/Júlíus Tvö bílslys í mikilli hálku SAMKVÆMT ársskýrslu Slökkviliðs Vest- mannaeyja var liðið kallað út 18 sinnum árið 2007. Í tólf til- fellum var liðið kallað út vegna bruna í íbúðar- húsi og í þrígang vegna bruna í iðn- aðarhúsum. Þá var slökkviliðið einnig kallað út vegna elds í bílum, gámum og allskonar rusli, eins og segir í skýrslunni og kemur fram á eyjafrettir.is. Þá sér slökkviliðið um eldvarnaeftirlit og voru skoðuð 17 fyrirtæki og stofnanir og einnig gefnar út um 20 umsagnir fyrir gisti- og veitingastaði. 18 brunaútköll í Eyjum í fyrra UM klukkan þrjú í fyrrinótt fékk lögreglan í Vestmannaeyjum til- kynningu um að fólksbíl hefði verið ekið fram af brautarenda á flug- vellinum í Vestmannaeyjum. Fram kemur á vefnum eyjafrettir.is að svo virðist sem bílnum hafi verið ekið eftir brautinni, líklega á mik- illi ferð, og að ökumanninum hafi ekki tekist að stöðva hann í tæka tíð. Því tók hann flugið út af braut- inni sem er í 15 til 20 metra hæð. Ökumaður slapp lítið meiddur og má teljast stálheppinn. Flugferð í Eyjum Skoðaðu Lynx 2008 árgerðina hjá okkur um helgina Stórsýning Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is • Póstsendum um allt land Opið laugardag 10–16 og sunnudag 12–16 www.ellingsen.is Rave 550 919.000 kr. Adventure V-800 1.150.000 kr. Yeti V 800 1.510.000 kr. X-trim 800 Power TEK 1.520.000 kr. Rave 800 Power TEK 1.530.000 kr. X-trim 550 995.000 kr. X-trim 600 SDI 1.350.000 kr. Við kynnum 2008 árgerðina af Lynx-vélsleðunum, laugardag og sunnudag, í verslun okkar að Fiskislóð 1. Lynx átti mikilli velgengni að fagna í snjókrosskeppnum síðasta vetrar og hlaut m.a. Íslandsmeistaratitil í Pro-flokki og 2. sæti í Sportflokki. Lynx-sleðarnir eru enn og aftur söluhæstir í Evrópu og eiga Heims-, Evrópu-, Norðurlanda-, Svíþjóðar- og Finnlands- meistara í snjókrossi. Yeti 600 SDI 1.470.000 kr. Lynx er slyngur eins og refur, fljótur eins og fálki, sterkur eins og björn. TB W A\ R EY KJ AV ÍK \ SÍ A \ 9 O 71 56 5 DAGUR B. Eggertsson borgarstjóri afhenti hinn 28. desember sl. Rögnu Ingólfsdóttur badmintonkonu styrk úr minningarsjóði Gunnars Thorodd- sen, fyrrverandi borgarstjóra og for- sætisráðherra. Sjóðinn stofnuðu hjónin Benta og Valgarð Briem 29. desember 1985, þegar liðin voru 75 ár frá fæðingu Gunnars. Þetta er í tuttugasta og annað sinn sem veitt er úr sjóðnum og hafa styrkþegar bæði verið félagasamtök og einstaklingar. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 1986 sem íþróttafólk verður fyrir valinu en Kristín Rós Hákonardóttir fékk styrkinn árið 2000 og Íþróttasamband fatlaðra árið 1992. Ragna er 24 ára gömul badmin- tonkona úr TBR, Íslandsmeistari í einliðaleik og tvíliðaleik og hefur hún náð mjög góðum árangri á alþjóð- legum mótum á síðasta ári. Ragna varð í þriðja sæti í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins 2007 og er það besti árangur sem badmintonmaður hefur náð í kjörinu frá upphafi. Ragna stefnir á Ólympíuleikana í Peking á þessu ári en hún er í 53. sæti á heimslistanum í einliðaleik kvenna og í 19. sæti yfir sterkustu badmin- tonkonur Evrópu. Styrkurinn afhentur Frá vinstri Valgarð Briem, Benta Jónsdóttir Briem, Ragna Ingólfsdóttir, badminton- kona, sem hlaut styrkinn, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og eiginkona hans, Arna Einarsdóttir. Hlaut styrk úr minningar- sjóði Gunnars Thoroddsen Ljósmynd/Eggert Þór Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.