Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝
Bróðir okkar,
GÍSLI EYJÓLFSSON,
Aflagranda 40,
lést miðvikudaginn 2. janúar.
Gyða Eyjólfsdóttir,
Ása Eyjólfsdóttir.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÁGÚSTA JÓNSDÓTTIR
frá Efri-Holtum
Langholtsvegi 18,
Reykjavík,
andaðist á Vifilstöðum þriðjudaginn 1. janúar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Jóhann Ólafur Kjartansson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir og
mágur,
GÍSLI ÞÓR AGNARSSON,
Skarðshlíð 23a,
603 Akureyri,
andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 2. janúar.
Jarðarförin fer fram í Möðruvallaklausturskirkju
föstudaginn 11. janúar kl. 13.30.
Starfsfólki Heimahlynningar er sérstaklega þökkuð
hjúkrun og stuðningur í veikindum hans.
Hrefna Þorbergsdóttir,
Eyrún Huld og Bergvin Þór Gíslabörn,
Aðalsteinn Rúnar Agnarsson, Ragnheiður Brynjólfsdóttir,
Þórir Páll Agnarsson, J. Nicoleta Lacramiora,
Jórunn Kolbrún Agnarsdóttir, Sigurgeir Pálsson,
Þórey Agnarsdóttir, Árni Björnsson,
Ingi Stein Agnarsson,
Gissur Agnar Agnarsson, Sigrún Sigfúsdóttir.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÁGÚST BJARNASON
bifreiðastjóri,
lést þriðjudaginn 1. janúar á Hjúkrunarheimilinu
Víðinesi.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðjón Ágústsson, Hrönn Valentínusdóttir,
Bjarni Ágústsson, Ingibjörg Hafsteinsdóttir,
Hrönn Ágústsdóttir, Ágúst Eiríksson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HALLDÓRA F. ÞORVALDSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Hlévangi,
Keflavík,
áður til heimilis í Landakoti,
Sandgerði,
andaðist sunnudaginn 30. desember sl.
Útförin fer fram frá Hvalsneskirkju föstudaginn 4.
janúar kl. 15.00
Hrefna Magnúsdóttir, Viðar Markússon,
Sigríður Á. Árnadóttir,
Þorvaldur Árnason, Auður Harðardóttir,
Magnea Árnadóttir,
Katrín H. Árnadóttir, Helgi Laxdal,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GEORG KRISTJÁN GEORGSSON,
lést að Garðvangi, Garði, miðvikudaginn 2. janúar.
Útförin fer fram frá Njarðvíkurkirkju, Innri Njarðvík,
mánudaginn 7. janúar kl. 11.00.
Reynir Viðar Georgsson, Laufey Jónasdóttir,
Rúnar Heimir Georgsson, Auður Hjördís Sigurðardóttir,
Georg Grundfjörð Georgsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir,
Róbert Heiðar Georgsson, Sædís Bára Jóhannesdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Anna SigríðurÞorsteinsdóttir
fæddist á Akureyri
4. júlí 1927. Hún lést
á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
29. desember 2007,
80 ára að aldri. For-
eldrar Önnu Sigríð-
ar voru Rannveig
Jónsdóttir frá Engi-
mýri í Öxnadal, f.
10. nóvember 1902,
d. 15. febrúar 1994,
og Þorsteinn Gunn-
laugur Halldórsson
frá Rauðalæk í Glæsibæjarhreppi,
f. 24. febrúar 1886, d. 19. febrúar
1972. Systkini Önnu Sigríðar voru
Alda Rannveig, f. 22. október
1923, dáin 14. september 2004,
Hreinn Guðmundur, f. 12. nóvem-
ber 1930, dáinn 29. desember
1979, Laufey Pálína, f. 18. júní
1933, Halldór Valur f. 25. septem-
ber 1937, Ævar, f. 15. desember
1939, Sævar, f. 2. ágúst 1942 og
Jónheiður Pálmey, f. 21. október
1944. Hálfsystkini Önnu Sigríðar,
samfeðra, voru Baldur, f. 2. sept-
ember 1922, hann er látinn, og
og Tinna María, f. 8. október 2005.
c) Hrund, f. 24. ágúst 1975, gift
Gísla Sigmarssyni, börn þeirra eru
Hrefna Brynja, f. 6. apríl 1997,
Bryndís, f. 17. júní 1999, og Matt-
hías, f. 19. apríl 2006. d) Brynj-
ólfur, f. 30. október 1979, kvæntur
Rakel Kerstí Varðardóttur, dóttir
þeirra er Elísabet, f. 7. febrúar
2007. e) Anna Sigríður, f. 24. nóv-
ember 1982, gift Friðjóni Guð-
mundi Snorrasyni, sonur þeirra er
Snorri Karel, f. 9. nóvember 2007.
2) Rannveig Haney, f. 15. maí
1953, gift Marc Jonathan Haney, f.
11. apríl 1955. Þau eru búsett í
Bandaríkjunum. Börn þeirra eru
a) Gísli Brynjar, f. 10. júní 1973,
sambýliskona Guðný Benedikts-
dóttir, sonur hennar er Theodór.
b) Jonathan Yngvi, f. 18. mars
1981, kvæntur Adrienne Haney. c)
Michael Hreinn, f. 7. júlí 1985,
kvæntur Stephanie Haney.
3) Jón Hreinn, f. 5. október 1964,
var kvæntur Guðrúnu Helgadótt-
ur. Hann er búsettur í Svíþjóð.
Útför Önnu Sigríðar fer fram
frá Hvítasunnukirkjunni á Akur-
eyri í dag og hefst athöfnin klukk-
an 11.30.
Bára, f. 11. október
1924.
Anna Sigríður gift-
ist Hálfdáni Brynjari
Brynjólfssyni 31. des-
ember 1949. Hann
fórst viku síðar við
Faxasker í Vest-
mannaeyjum er skip-
ið Helgi fórst, 7. jan-
úar 1950. Seinni
eiginmaður Önnu
Sigríðar er Gísli
Hjálmar Brynjólfs-
son, f. 1. ágúst 1929.
Þau giftu sig 8. sept-
ember 1951. Foreldrar hans voru
Brynjólfur Einarsson bátasmiður
og Hrefna Hálfdánardóttir. Börn
Gísla Hjálmars og Önnu Sigríðar
eru: 1) Hrefna Brynja, f. 28. mars
1952, gift Snorra Óskarssyni, f. 26.
febrúar 1952. Börn þeirra eru: a)
Íris, f. 17. mars 1968, var gift
Brynjólfi Ólasyni, synir þeirra eru
Aron Örn, f. 29. apríl 1987, og
Gísli Hjálmar, f. 7. maí 1989. b)
Stefnir, f. 31. maí 1974, kvæntur
Soffíu Sigurðardóttur, börn þeirra
eru Snorri, f. 10. janúar 1999,
Kristleifur Óskar, f. 3. ágúst 2000,
Nú hefur lygnt í lífi tengdamóður
minnar, Önnu Sigríðar Þorsteins-
dóttur. Hún bjó svo sem ekki alltaf
við mótblástur eða næðing en óneit-
anlega næddi napur mótvindur á
stundum.
Hún kom til Vestmannaeyja 1948
og 17. júní 1949 trúlofaðist hún fyrri
eiginmanni sínum Hálfdani Brynjari
Brynjólfssyni matsveini. Þau giftust
á gamlársdag 1949. En það hjóna-
band varði aðeins í viku því hinn 7.
jan. 1950 fórst Hálfdan í Helgaslys-
inu við Faxasker. Það slys markaði
mjög djúp spor í sögu Vestmanna-
eyja, hvað þá í lífi Sigríðar. En hún
var af þeirri kynslóð sem átti að bera
harm sinn í hljóði.
Seinni eiginmaður hennar og bróð-
ir Hálfdans er Gísli Hjálmar Brynj-
ólfsson málarameistari. Þau giftust
rúmlega einu og hálfu ári seinna eða
hinn 8. sept 1951 og varð þeim
tveggja dætra auðið. Hrefnu Brynju
sem gift er undirrituðum, þá Rann-
veigu sem gift er Marc Haney og búa
þau í Kansasfylki í Bandaríkjunum.
Seinna ættleiddu þau drenginn Jón
Hrein sem varð þeim afar mikill
gleðigjafi, hann er búsettur í Svíþjóð.
En Anna Sigríður eða Sigga hafði
skemmtilega mannkosti. Hún var ör
og skjótráð. Þannig var að móðir
hennar gekk með yngsta barnið sitt
1944 þegar Sigga var 17 ára. Sú
meðganga reyndist erfið og til að
létta á barnmörgu heimilinu, en þar
voru fyrir 6 börn á aldrinum tveggja
ára til tuttugu og eins, ætluðu for-
eldrarnir Þorsteinn og Rannveig að
gefa yngsta barnið til læknis-
hjónanna á Siglufirði. Það var næst-
um því frágengið en þegar yngsta
dóttirin fæddist neitaði Sigga að láta
hana fara að heiman. Eftir það var
Anna Sigríður Þorsteinsdóttir
Fleiri minningargreinar um Guð-
nýju Einarsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu á næstu dögum.
✝ Guðný Einars-dóttir fæddist í
Hafnarfirði 18. jan-
úar 1919. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi á jóladag.
Foreldrar hennar
voru Einar Dag-
finnsson, sjómaður
og síðar pípulagn-
ingamaður, f. 12.
október 1885, d. 31.
maí 1970, og kona
hans Ingibjörg Guð-
jónsdóttir, hús-
móðir, f. 6. apríl
1889, d. 28. ágúst 1955. Guðný var
næst yngst sex systkina, sem öll eru
látin. Þau voru: Dagfinnur, f. 1910,
Ólöf, f. 1912, Erlendur, f. 1914,
Páll, f. 1917 og Kristján, f. 1920.
Guðný giftist hinn 29. júní 1946
Halldóri Sigurþórssyni, stýrimanni
og síðar fulltrúa hjá Kassagerð
Reykjavíkur, f. í Reykjavík 14. apríl
1915, d. 2. júlí 1981. Foreldrar hans
voru Sigurþór Sigurðsson, mat-
október 1992 og b) Oddur 21. jan-
úar 1995.
Guðný ólst upp í Hafnarfirði til 9
ára aldurs er fjölskyldan flutti til
Reykjavíkur og bjó þar á ýmsum
stöðum, lengst af á Vesturgötu og í
Skerjarfirði. Eftir hefðbundið
skólanám vann hún í Kexverk-
smiðjunni Frón og síðar við af-
greiðslustöf, lengst hjá skóverslun
Hvannbergs, þar til frumburðurinn
fæddist. Áður hafði hún stundað
nám við Húsmæðraskóla Reykja-
víkur. Eftir það sinnti hún húsmóð-
urstarfinu þar til hún varð ekkja.
Þá fór hún aftur út á vinnumark-
aðinn og var gæslukona á Þjóð-
minjasafninu í 13 ár. Einnig starf-
aði hún innan kvennadeildar Rauða
krossins. Guðný og Halldór hófu
búskap á Laugavegi 37. Ári síðar
fluttust þau til foreldra hennar að
Hörpugötu 9 og bjuggu þar í nokk-
ur ár. Þau byggðu sér hús að
Granaskjóli 20 og fluttu þangað ár-
ið 1956. Síðustu 17 ár átti hún
heimili að Grandavegi 47.
Útför Guðnýjar fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
sveinn og Halldóra
Ingibjörg Halldórs-
dóttir. Guðný og Hall-
dór eignuðust tvö
börn, þau eru: 1) Ein-
ar Ingi, lögfræðingur,
f. 5. júní 1947, kvænt-
ur Ástu Báru Jóns-
dóttur, námsráðgjafa,
f. 23. júlí 1948. Börn
þeirra eru: a) Guðný
Katrín, iðjuþjálfi, f.
18, september 1973,
sambýlismaður Reyn-
ir Gylfason, húsa-
smíðameistari, f. 20.
apríl 1969. Börn þeirra eru: Sólrún
Ásta, f. 4. september 2000 og Dag-
ur, f. 10. október 2004. b) Þorvald-
ur Einarsson, verkfræðingur, f. 18.
júlí 1977, sambýliskona Ólöf Elsa
Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur,
f. 30. október 1977. 2) Ingibjörg
Halldóra, líffræðingur, f. 21. júní
1954, gift Snorra Zóphóníassyni,
jarðfræðingi, f. 9. desember 1949.
Börn þeirra eru: a) Halldóra, f. 28.
Í dag kveð ég ástkæra tengdamóð-
ur mína eftir langa samfylgd. Það var
um þetta leyti árs fyrir fjörutíu og
tveimur árum sem ég kom í fyrsta
sinn í Granaskjólið til tengdaforeldra
minna, þeirra Guðnýjar og Halldórs.
Mér var frá fyrstu stundu einstaklega
vel tekið. Ég fann fljótt hversu gott
samband þeirra hjóna var, þau voru
samstiga um að byggja upp fagurt og
smekklegt heimili. Þau höfðu yndi af
því að ferðast saman bæði innan lands
og utan, en alltaf fannst Guðnýju samt
best að koma aftur heim. Við Einar
Ingi hófum búskap í kjallaranum að
Granaskjóli 20. Af Guðnýju lærði ég
margt enda var hún einstök húsmóðir
og góður kokkur. Guðný var mynd-
arleg kona, smekkleg og fáguð. Hún
bar sterkan persónuleika, var vilja-
sterk, dugleg og traust. Hún kom því í
framkvæmd sem hún ætlaði sér og
hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum. Guðný var fædd í Hafnar-
firði og bjó þar til 9 ára aldurs. Fjöl-
skyldan eignaðist góða vini í Firðinum
og var Hafnarfjörður henni ávallt
kær. Síðar fluttu foreldrarnir og börn-
in sex til Reykjavíkur og bjuggu
lengst af á Hörpugötu 9. Guðný bjó
nánast alltaf með foreldrum sínum,
sinnti þeim vel og annaðist í veikind-
um. Þegar frumburður okkar og nafna
hennar fæddist var Guðný amma allt-
af tilbúin til að hjálpa til með pössun
og það sama var uppi á teningnum
þegar Þorvaldur fæddist. Þegar börn
Ingibjargar komu í heiminn u.þ.þ 20
árum síðar var Guðný amma enn boð-
in og búin til að taka þátt í uppeldi
þeirra, komin á áttræðisaldur. Guðný
var einstök fjölskyldukona og hafði
óbilandi trú á afkomendum sínum
enda fylgdist hún vel með námi þeirra
og störfum. Þegar talið barst að fjöl-
skyldum og stærð þeirra hafði hún
gjarnan á orði að það væri ekki magn-
ið heldur gæðin sem skipti máli. Hall-
dór lést 66 ára gamall og var það mikill
missir fyrir Guðnýju. Þá hófst nýr
kafli í lífi hennar, hún sýndi mikið
áræði og dugnað. Hún tók bílpróf 63
ára gömul og keyrði fram yfir áttrætt.
Guðný hóf störf á Þjóðminjasafninu og
starfaði þar næstu 13 ár, m.a. með
Bergþóru og Sigrúnu mágkonu sinni.
Hún gekk til liðs við kvennadeild
Rauða krossins þar sem hæfileikar
hennar í hannyrðum nýttust vel. Á
meðan heilsan leyfði naut hún þess að
ferðast árlega til útlanda með góðum
vinkonum. Guðný var ákaflega heilsu-
hraust þar til síðustu þrjú árin. Hún
hefur með einstakri hjálp Ingibjargar
dóttur sinnar og fjölskyldunnar getað
búið heima fram á það síðasta. Fyrir
tveimur mánuðum lærbrotnaði hún og
náði sér ekki eftir það. Eftir að heilsu
hennar tók að hraka hefur hún farið í
dagvistun í Þorraseli og jafnframt not-
ið aðstoðar heimaþjónustu. Guðný tók
veikindum sínum af miklu æðruleysi,
var ætíð bjartsýn, jákvæð og einstak-
lega þakklát öllum þeim sem veittu
henni aðstoð. Að leiðarlokum er mér
þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir
allt sem Guðný var mér og fjölskyld-
unni. Þakklæti fyrir umhyggjuna og
hjálpsemina sem hún sýndi okkur alla
tíð. Þakklæti fyrir að hafa fengið að
kynnast þessari einstöku konu og
fengið að njóta hennar svona lengi.
Guð blessi minningu hennar.
Ásta.
Guðný Einarsdóttir