Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HÆKKUN OLÍUVERÐS Hækkun olíuverðs á heims-markaði er komin á alvarlegtstig. Á síðustu 12 mánuðum hefur olíutunnan hækkað úr 60 Bandaríkjadölum í 100 dali. Þetta er gífurleg hækkun á einu ári. Í gær kom fram í Viðskiptablaði Morgun- blaðsins að raunverð olíu er nánast að verða hið sama og það var á árinu 1980 í annarri olíukreppunni, sem reið yfir á áttunda áratugnum en sú hækkun og sú fyrri höfðu afdrifarík áhrif á íslenzkt efnahagslíf. Í fréttum Morgunblaðsins í dag kemur fram að stórhækkun olíuverðs er farin að hafa mjög íþyngjandi áhrif á rekstur útgerðarfyrirtækja. Þó er ljóst að veiking dollars hefur auðvitað einhver áhrif í þá átt að draga úr slík- um áhrifum. Bensínverð er orðið ótrúlega hátt og hlýtur að vera byrj- að að ganga mjög nærri almennum borgurum. Fólk hefur keypt mikið af eyðslufrekum bílum á undanförnum árum. Rekstrarkostnaður þeirra hlýtur að vera farinn að hafa áhrif á afkomu þeirra sem þurfa að greiða þann kostnað, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki. Miklar hækkanir á eldsneyti koma að sjálfsögðu niður á rekstri ís- lenzkra flugfélaga og leiða til hækk- andi fargjalda. Stundum er sagt að fyrirtæki geti varið sig fyrir slíkum hækkunum en þær varnir kosta líka peninga. Hækkandi olíuverð og afleiðingar þess koma að sjálfsögðu fram í öllum þáttum efnahagslífsins. Versnandi afkoma fyrirtækja kemur auðvitað fram í verði hlutabréfa á markaði bæði hérlendis og erlendis. Lækk- andi verð hlutabréfa hefur víðtæk áhrif um samfélagið allt eins og landsmenn hafa kynnzt síðustu mán- uði. Mikill auður, sem talið var að væri til í samfélaginu, hefur skyndi- lega gufað upp með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þegar hækkun olíuverðs kemur til viðbótar þeim hremmingum, sem gengið hafa yfir alþjóðlega fjármála- markaði á undanförnum mánuðum, aukast líkur á þeirri niðursveiflu í bandarísku efnahagslífi, sem mjög er umrætt um þessar mundir hvort sé skollin á eða sé í aðsigi. Í Bandaríkjunum ríkir nú meiri svartsýni en í Bretlandi, þótt áhyggj- ur þar séu miklar, ekki sízt vegna lækkandi húsnæðisverðs. Hvað gera einstaklingar og fyrir- tæki þegar harðnar á dalnum? Þessir aðilar draga úr útgjöldum og skera niður kostnað. Hvað á þjóðarbúið að gera þegar þannig horfir? Auðvitað hið sama. Það á bæði við um ríki og sveitar- félög. Alþingi hefur nýlega afgreitt fjárlög en það hlýtur að vera áleitin spurning, hvort ekki er nauðsynlegt að endurskoða þau með einhverjum hætti. Mörg sveitarfélög eiga eftir að af- greiða fjárhagsáætlanir og það er tæpast mikil ábyrgð fólgin í því að skoða a.m.k. ekki afleiðingar hugsan- legs samdráttar í efnahagslífi okkar. ÓÖLD Í KENÝA Ástandið í Kenýa hefur verið gottundanfarin ár og margir voru farnir að líta svo á að landið gæti orð- ið öðrum ríkjum í Afríku leiðarljós um það hvernig á að koma á stöðug- leika og verða gildandi í samfélagi þjóðanna. Forsetakosningarnar í landinu hafa hins vegar sýnt hvað ástandið getur verið viðkvæmt í lönd- um þar sem uppbygging á sér stað en grunnstoðirnar eru enn veikar. Í kosningunum á sunnudag áttust við fyrrverandi samherjar, Mwai Ki- baki forseti og Raila Odinga. Mjótt var á munum og þegar Kibaki lýsti yf- ir sigri komu þegar fram ásakanir um að hann hefði haft rangt við. Odinga sagði að hann hefði verið rændur for- setaembættinu. Það renndi stoðum undir yfirlýsingar hans að eftirlits- menn á vegum Evrópusambandsins sögðu að kosningamisferli hefði verið víðtækt. Ofbeldi hefur brotist út og talið er að um 300 manns hafi fallið nú þegar. Kibaki er af þjóðflokki Kibuja, en Odinga af þjóðflokki Luo. Sam- skipti þjóðflokka í Kenýa hafa yfir- leitt verið friðsamleg, en í sókn sinni eftir völdum hafa stjórnmálamenn egnt saman þjóðflokkum. Fyrir vikið er nú hamrað á því í fyrirsögnum vestrænna fjölmiðla að upp hafi blossað þjóðflokkarígur, þótt það sé ekki alls kostar rétt. En hvað sem því líður ofsækja nú þjóðflokkarnir hverjir aðra og hryllilegasta dæmið er frá bænum Eldoret þar sem 50 manns voru brenndir inni í kirkju. Fórnarlömbin höfðu leitað þar hælis og voru öll af þjóðflokki Kikuju. Nú er talað um að efnahagur Ken- ýa gæti hrunið. Hagkerfi landsins er eitt það stærsta í Afríku. Þegar er kominn fram skortur á olíu í Austur- Afríku vegna þess að samgöngur hafa rofnað í Kenýa. Upplausn hefur því áhrif langt út fyrir landamærin. Nú eru um 70 þúsund manns á vergangi í Kenýa eftir að hafa misst heimili sín. Ef ástandið magnast gæti skapast flóttamannavandi í næstu löndum. Enn er hins vegar von um að draga megi úr spennunni. Stjórnarandstað- an hugðist halda fjölmennan mót- mælafund í Naíróbí í gær og var ótt- ast að hann gæti breyst í blóðbað. Þeim fundi hefur nú verið aflýst. Dómsmálaráðherra landsins hvatti í gær til þess að farið yrði yfir kosning- arnar að nýju og þar á meðal yrðu at- kvæði endurtalin. Ef það yrði gert og alþjóðlegir eftirlitsmenn, sem báðir aðilar treysta, fylgdust með mætti lægja öldurnar. Odinga hefur áður boðið sig fram til forseta og átti lyk- ilþátt í sigri Kibakis árið 2002, en þeim sinnaðist og Odinga gekk úr stjórn hans. Nú þurfa þessir tveir menn að koma í veg fyrir að illu blóði verði hleypt í samskipti þjóðflokka, sem búið hafa saman í friði, og hugsa um framtíð landsins, en ekki eigin völd. Á því veltur ekki bara framhald- ið í Kenýa, heldur mun víðar í Afríku. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is HEKLA er komin að því að gjósa og reiknað er með að Grímsvötn geti gosið innan fárra ára. Tvö ár eru nefnd í því sambandi. Lítið er vitað um hversu nálægt gosi Katla er og er fylgst vel með henni þar sem hún er langhættuleg- asta eldstöð landsins. „Við fylgj- umst með jarð- hræringum á öllu landinu og aðstæður hér eru orðnar nokkuð góðar til að fylgj- ast með umbrotum í jarðskorp- unni,“ segir Páll Einarsson, pró- fessor í jarðeðlisfræði hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Ís- lands. „Fylgst er með eldstöðvunum og eldvirku svæðunum sér- staklega. Þar er nú helst fylgst með megineldstöðvunum því lang- flest eldgosin verða þar. Þrjár eldstöðvar eru langvirkastar og þær eru allar með einhverju lífi núna; Hekla, Katla og Grímsvötn. Þær eru allar að undirbúa eitt- hvað.“ Bábilja að eldstöðvar gjósi alltaf með reglulegum hætti Páll segir eldstöðvar yfirleitt haga sér mjög óreglulega og ekk- ert sérstakt þótt mismunandi langur tími líði milli gosa. Ekki sé um það að ræða að eldstöðvarnar þrjár séu komnar á tíma, eins og stundum hefur verið talað um. „Það er að mörgu leyti bábilja, hversu lengi hún þurfi að irbúa sig. Því verði að láta að fylgjast vel með Kötlu ekki sé mikið vitað um í h ástandi hún er. Grímsvötn gusu 2004 og uðu strax að safna í nýtt g er fylgst vandlega með þv ig þrýstingur vex undir el inni. Enn er hann minni e var fyrir síðasta gos en bú við að hann fari yfir mörk fárra ára. Vel fylgst með Upptyppingum en óvís að þar komi til eldgoss „Þetta eru helstu eldstö sem koma til greina núna þótt þær hafi gefið ákveðið tilefni til þess því þær hafa verið ótrú- lega reglulegar stundum. En svo bregða þær út af því.“ Nú eru gerðar mælingar á jarðskorpuhreyfingum í kringum eldstöðvarnar þrjár og unnt er að sjá í hvaða ástandi þær eru, sem Páll segir miklu meira að marka heldur en einhverjar tímasetn- ingar. Sjá má að Hekla hefur verið að undirbúa gos síðan í síðasta gosi. Hún létti af sér þrýstingnum í gosinu árið 2000 en byrjaði strax að safna í nýtt. Mælingar sýna að þar er þrýstingurinn nú orðinn meiri en hann var fyrir síðasta gos og er Hekla því tilbúin. Hvað Kötlu varðar hefur hún sýnt allskonar lífsmörk síðustu árin og segir Páll að reikna verði með því að þar sé eitthvað í upp- siglingu, en lítið sé vitað um Náið er fylgst með Heklu, Kötlu, Grímsvötnum og Kraumar undir kyrru ytra byrði Hekla var fyrir nokkru tilbúin í gos og reikna jarðvísindamenn með að Búist er við að H geti gosið þá og þ Hekla er tilbúin í gos, Grímsvötn eiga lítið eftir og Kat Páll Einarsson Í HNOTSKURN »Jarðvísindamenn fylgjastgaumgæfilega með virkum eldstöðvum og er athygli sér- staklega beint að Upptyppingum, Heklu, Kötlu og Grímsvötnum. »Talið er að Hekla geti í raungosið hvenær sem er, í það minnsta á næstu tveimur árum. Grímsvötn gjósa líklega innan fárra ára og umbrot eru í Kötlu sem benda til að gos þar sé í und- irbúningi, þótt ekkert sé vitað um hvenær með slíku megi reikna. »Við Upptyppinga færist kvikahægt í átt að yfirborðinu, en taldar eru um helmingslíkur á gosi þar og hefur skjálftavirkni verið mikil á svæðinu undanfarið. Katla rótar sér Skjálftam árum og sýna mælingar að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.