Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, STEFÁNS K. ARNÞÓRSSONAR, Karlsbraut 21, Dalvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dalsbæjar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Benediktsdóttir. ✝ Björn Þórhalls-son fæddist á Efri-Hólum í Núpa- sveit í Norður- Þingeyjarsýslu 7. október 1930. Hann lést á Landspít- alanum aðfaranótt 25. desember síðast- liðins. Foreldrar hans voru Þórhallur Björnsson, kaup- félagsstjóri á Kópa- skeri, síðar fulltrúi forstjóra SÍS, f. 1910, d. 2000, og Margrét Friðriksdóttir húsmóðir, f. 1910, d. 1989. Systkini Björns eru Friðrik, f. 1932, d. 1992, Gunnar Þór, f. 1935, Guðrún, f. 1940, d. 2006, Gunnþórunn Rannveig, f. 1941, Barði, f. 1943, d. 1980, Krist- veig, f. 1946, Þorbergur, f. 1949, og Guðbjörg, f. 1952. Björn kvæntist 17. júní árið 1953 Guðnýju S. Sigurðardóttur, f. á Ak- ureyri 10.11. 1933. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Sigurðsson, f. 1905, d. 1943, og Dagmar Karls- dóttir, f. 1914, d. 1996. Hálfbróðir Guðnýjar er Níels Hjaltason, f. 1952. Guðný átti einnig fjögur hálf- systkini, samfeðra. Björn og Guðný eiga tvo syni, þeir eru: 1) Þórhallur viðskipta- varð stúdent frá MA 1951 og flutti þá með Guðnýju til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu frá þeim tíma. Björn lauk viðskiptafræðiprófi í HÍ 1955. Hann var fulltrúi hjá Regin hf. í Reykjavík 1955-59, fulltrúi hjá Últíma hf. 1960-66, vann á eigin vegum við endurskoðun, bókhald og eignaumsýslu 1966-72, var starfsmaður og síðar starfandi for- maður Landssambands íslenskra verslunarmanna 1972-89 og vann síðan aftur á eigin vegum frá 1989 þar til hann lét af störfum sökum aldurs og veikinda árið 2000. Björn sat í stjórn Stúdentafélags Reykja- víkur 1955-56, var í framtalsnefnd Reykjavíkur frá 1962 og formaður 1966-78 og 1982-92, sat í stjórn Sparisjóðs alþýðu 1966-70, í banka- ráði Alþýðubankans 1970-76, í stjórn Landssambands íslenskra verslunarmanna frá 1957 og for- maður 1972-89, sat í stjórn VR 1960-72, í stjórn Lífeyrissjóðs versl- unarmanna 1974-92, var stjórn- arformaður Dagblaðsins 1975-95, sat í stjórn Frjálsrar fjölmiðlunar um árabil, sat í miðstjórn ASÍ 1976- 88 og var varaforseti ASÍ 1980-88, sat í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1977-89, í stjórn Húsnæðisstofn- unar ríkisins 1980-93, var einn af stofnendum útgerðarfélagsins Ög- urvíkur hf. 1971 og stjórn- arformaður þess 1989-95. Útför Björns fer fram frá Lang- holtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. fræðingur og löggilt- ur endurskoðandi, f. 6.12. 1953. Börn hans eru a) Hildur Guðný tónlistarkennari í Reykjavík, f. 1975, sambýlismaður Eyj- ólfur Þorleifsson tón- listarmaður, f. 1973, börn þeirra eru Krist- jana Guðný og Þór- hallur Gísli, b) Hrafn- hildur framhaldsskólanemi, f. 1991, c) Þórhildur f. 1993, og d) fósturson- urinn Jón, f. 1990. Sambýliskona Þórhalls er Anna Janyalert f. 1968. 2) Karl, viðskiptafræðingur, fyrr- verandi bæjarstjóri Selfoss og Ár- borgar og nú sviðsstjóri hjá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga, f. 26.4. 1957, kvæntur Katrínu Ingu Karlsdóttur verslunarmanni, f. 1958, börn þeirra eru Björn Þór framhaldsskólanemi, f. 1988, og Dagmar, f. 1993. Fósturbörn Karls eru Ása Ninna háskólanemi, f. 1985, og Jón Þorkell læknir, f. 1976, kvæntur Álfhildi Þórð- ardóttur hjúkrunarfræðingi, f. 1972, sonur þeirra er Einar, f. 2006. Björn ólst upp á Efri-Hólum og á Kópaskeri og stundaði þar marg- vísleg störf á yngri árum. Hann Minn ástkæri eiginmaður og besti vinur. Flýt þér, vinur, í fegra heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson) Þín Dídí Jólanótt 2007... Falleg, sorgleg jólanótt sem mun aldrei líða mér úr minni – nóttin sem ég kvaddi afa Skegg hinstu kveðjunni... Hann afi var mér svo dýrmætur, hann var stórkostleg manneskja og ég sakna hans sárt. Ég og afi vorum miklir vinir, hann á svo mikið í mér. Hann var og er stór áhrifavaldur í lífi mínu. Hann kenndi mér svo margt og ég hef alltaf átt öruggt skjól í faðmi hans og ömmu Dídí. Síðastliðna daga hefur röddin hans afa hljómað endalaust í huga mín- um... öll lögin, kvæðin, sögurnar og hlýju orðin. Afi hafði alltaf tíma fyrir mig og við brölluðum ýmislegt sam- an, það er ómetanlegt fyrir litla stúlku og nú unga konu að hafa átt svona félaga. Þau eru svo mörg minningabrotin sem koma upp á svona stundu... Bíl- ferðir, þar sem við lékum uppáhalds leikinn okkar „Að kveðast á“ og afi kunni líka sögur og útskýringar á öllu sem blasti við í umhverfinu. Það mætti kannski segja að hann afi hafi látið allt eftir mér en þó á já- kvæðan hátt. Hann var spaugsamur og ef mig langaði að mála hann eins og indjána þá var það nú ekki mikið mál, það var nú bara síðast í fyrra sem við fórum saman á fótboltaleik og hann með skeggið málað eftir mig í frönsku fánalitunum. Afi var óspar á hrós í minn garð og annarra. Hann hjálpaði mér mikið og ég er hálf óörugg með að láta frá mér skrifaðan texta sem ég get ekki sent honum til yfirlestrar, og hver á nú að hjálpa mér með erfiðu krossgátuorð- in sem ég trúði að enginn í heiminum þekkti nema hann. Ég og Eyjólfur maðurinn minn nutum félagskapar afa og ömmu mik- ið, við fjögur áttum gott samneyti, spiluðum Bridge og Trivial og skemmtum okkur alltaf vel saman. Við höfum átt margar okkar bestu stundir í lífinu með þeim. Afi sagði einu sinni við mig að hann hefði óskað þess að ég og afi hans Friðrik, sem hann hélt mikið uppá, hefðum náð að kynnast.... Nú segi ég: Ég hefði óskað þess að börnin mín tvö Kristjana Guðný og Þórhallur Gísli hefðu átt lengri tíma með afa Skegg í fullu fjöri og fengið að njóta alls sem hann hafði uppá að bjóða. Ég ætla mér að halda minningu hans hátt á lofti í uppeldi barna minna og taka hann mér til fyrir- myndar. Nú kveð ég afa með stóra sorg í hjarta, en sé hann fyrir mér með fal- legt bros á vör og glampa í augunum. Sjáumst seinna... Þín afastelpa Hildur Guðný Þórhallsdóttir. Elsku afi minn Björn er dáinn. Þegar ég hugsa til baka brosi ég yfir öllum góðu stundum okkar saman. Við afi erum ekki blóðskyld en það skipti engu máli, afi minn hefur hann verið í tuttugu ár og gerði ekki upp á milli mín og hinna barnabarnanna. Ég var líka afastelpan hans. Ég man að þegar ég var yngri var ég að æfa fimleika. Ég sýndi afa hversu klár ég var orðin og fór í handahlaup og heljarstökk og sýndi honum alls kyns snúninga. Afi var svo stoltur af mér og sagði að ég ætti eftir að verða fimleikasnillingur. Nokkrum árum seinna, þegar ég var búin að læra á fiðlu í nokkur ár, spil- aði ég fyrir afa. Hann var nú ekki minna stoltur af mér þá og sagði að ég ætti eftir að verða fiðlusnillingur. Afi hafði alltaf fulla trú á mér og studdi mig í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Afi var líka alveg rosalega klár maður og fylgdist vel með öllum í kringum sig. Fyrir tveimur árum var ég að vinna á Eir og var þá dugleg að heimsækja hann, bæði fyrir og eftir vaktir. Þá sátum við oft löngum stundum uppi á herberginu hans og hann sagði mér sögur af fólki og ýmsu öðru. Ekki þýddi að koma með mótbárur eða reyna að rökræða við afa því hann hafði alltaf rétt fyrir sér. Mér þykir vænt um að hafa átt þess- ar stundir með honum. Ég kveð afa Björn með söknuði og stolti. Ég er stolt af því að hafa þekkt þennan frábæra mann og mun sakna samverustunda með honum. Ása Ninna Katrínardóttir. Afi „skegg“ kvaddi á nýliðinni fal- legri jólanótt. Hjá honum voru allir þeir sem honum voru kærastir. Ég hygg að honum hafi verið þess- ar aðstæður að skapi, fyrst hann þurfti nú endilega að hverfa á braut. Það var honum líkt og öllu hans lífs- hlaupi að kveðja með stíl. Mig langar að leiðarlokum að þakka honum alla hans elsku og vin- áttu í minn garð í gegnum tíðina. Ekki þekki ég neinn sem af meiri alúð hefur sinnt sínu barnabarni og hann, henni Hildi Guðnýju . Milli þeirra ríkti einstakt samband alla tíð og saknar hún nú afa sem hafði mikil og mótandi áhrif á æsku hennar og uppvöxt. Björn hafði þvílíka útgeislun, svo fluggáfaður og stórbrotinn karakter að ósjálfrátt gat hann hrifið allt sitt umhverfi og viðmælendur, enda val- inn til góðra verka af sínu samferða- fólki. Hann var sjálfstæðis- og svolít- ill uppreisnarmaður í hjarta sínu og fáa þekki ég sem af meiri sannfær- ingu hafa staðið með lítilmagnanum og þeim sem minna mega sín. Afi „skegg“ kenndi Hildi Guðnýju, þegar hún var barn, ótal vísur og þul- ur og tónlistin bar þau saman á vængjum sínum frá fyrstu tíð, enda minnist ég þess sérstaklega hve Björn hafði fallega söngrödd og var svo vel máli farinn að unun var á að hlýða. Sungu Hildur Guðný og afi gjarnan saman „dúetta“ sem lifa með okkur enn, svo sem: „Flær og lýs, þær bíta mig, sagði prestur“, „Væri ég orðinn ógnarlangur áll!, „Komdu nú og kysstu mig“ og síðast en ekki síst, litla stakan sem Björn af sínum einskæra húmor hélt gjarnan á lofti á góðum stundum: Björn er nefndur baukur, brosa margir að. Hann er ættarlaukur, allir vita það. Ég er svo þakklát og glöð fyrir það að geta minnst þessa mæta manns að svo góðu og er þess fullviss að ætt- arlaukurinn og hans góðu eiginleikar munu blómgast í afkomendum hans og ömmu Dídíar, en varla er hægt að nefna hans nafn án þess að hennar sé getið í sömu andrá. Hafðu þökk fyrir allt, kæri Björn. Hvíl í friði. Guðný Gunnarsdóttir. Undirrituðum er mjög tregt tungu að hræra við brottför systursonar og einkavinarins Björns Þórhallssonar. Frá fæðingu Björns mátti heita að við yrðum samferða allar götur þar til nú. Á æskuárum dvaldi Björn löngum í Efri-Hólum. Kornungur mátti segja að hann tæki sér verkstjórn á hend- ur, svo sem við heyskap á því um- svifamikla heimili. Kom strax í ljós verkhyggni hans og hæfileikar til mannaforráða. Á kveðjustundu sækja að minning- ar um hinn frábæra og umhyggju- sama frænda, sem alltaf var boðinn og búinn að greiða götu vina sinna og samferðamanna. Við Lúlú sendum Guðnýju konu hans, sonum og fjölskyldum þeirra hugheilar samúðarkveðjur. Missir þeirra er mestur, en það er huggun harmi gegn að hafa átt svo frábæran eiginmann og ættföður. Barði Friðriksson. Besti vinur minn og frændi, hann Bjössi, er lagður af stað til „Austurs- ins eilífa“. Hann var viðbúinn kallinu og vildi vera stundvís svo hann hafnaði til- gangslausri læknisfræðilegri tækni, sem hefði tafið brottför. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Ég var svo lánsamur að við Bjössi vorum óslitið bestu vinir, og mjög nánir í sextíu ár. Hann var einstaklega góður dreng- ur, sem ekkert aumt mátti sjá án þess að rétta hjálparhönd. Ég þarf ekki að kveðja hann Bjössa, því hann heldur áfram að vera ljóslifandi í mínu sinni og sál, þangað til ég sjálfur legg í hann. Ég hlakka til endurfundanna. Dídí, Þórhallur, Karl og fjölskylda, ég er samferða ykkur í söknuðinum. Knútur Björnsson. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Árið 1972 hóf undirrituð störf hjá Ásgeiri Bjarnasyni. Þetta varð upp- haf kynna við Björn Þórhallsson, sem nú á jólanóttina lagði í sína hinstu för. Þá voru þessir tveir heiðursmenn Ás- geir og Björn með starfsstöðvar sínar á sömu hæð hússins að Laugavegi 178. Samvinnu höfðu þeir sín á milli og m.a. deildu þeir saman kaffistofu þar sem oft var glatt á hjalla. Árið 1981 hóf ég svo störf á skrifstofu Landssambands íslenskra verslunar- manna undir stjórn Björns sem þá var formaður sambandsins. Eftir að Björn lét þar af formennsku árið 1989 rak hann bókhaldsþjónustu og starf- aði ég hjá honum og með honum, eins og hann sagði sjálfur, til ársins 2000 er hann hætti störfum sökum heilsu- brests. Að vinna fyrir Björn var með fá- dæmum gott og lærdómsríkt. Hann var einstaklega hæverskur og þægi- legur yfirmaður, sem kunni vel að koma til skila góðum leiðbeiningum og jákvæðri hvatningu. Síðast hitti ég Björn nú fyrr í des- ember á Eir þar sem hann dvaldi síð- ustu árin og undi hag sínum vel miðað við aðstæður. Enda gerði hann sér grein fyrir að best er að sætta sig við það sem ekki verður breytt. Ljóst var að heilsu hans hafði enn hrakað en þó hafði hann skroppið í bíltúr með vini sínum Ólafi Þorlákssyni fyrr um dag- inn og sagðist því lúra og hvíla sig. Hann var vel málhress og áttum við ánægjulegar samræður sem svo oft áður. Þótt líkamleg heilsa Björns hafi ekki verið góð síðustu árin hélt hann sinni andlegu reisn. Hann las mikið og hafði sem fyrr yndi af góðum texta, hvort sem var í bundnu eða óbundnu máli. Hann unni íslenskri tungu og vandaði málfar sitt bæði í tali og rituðu máli. Hann átti líka ein- staklega auðvelt með að koma hugs- unum sínum á blað svo vel færi. Það var ævinlega auðvelt og ánægjulegt að vélrita bréf eða annað sem Björn lét frá sér fara. Þegar kom að bók- menntum var ekki komið að tómum kofunum hjá honum, svo víðlesinn og minnugur sem hann var. Þegar þann- ig lá á honum þuldi hann upp heilu ljóðabálkana og skipti þá ekki máli hvort þeir voru á íslensku, þýsku, ensku eða einhverju Norðurlanda- málanna. Það var engin lognmolla í kringum Björn. Hann vann fyrir verkalýðs- hreyfinguna stóran hluta starfsævi sinnar og barðist þar fyrir kaupi og réttindum launafólks. Hann var málafylgjumaður, sem vann af sann- girni og heilindum. Til hans var gott að leita eftir hjálp þegar vanda bar að höndum eða fólk hafði af einhverjum ástæðum lent undir í lífsbaráttunni. Margir lögðu leið sína til hans til að fá góð ráð og aðstoð þegar eitthvað bjátaði á í lífinu og marga hef ég hitt sem segjast eiga Birni Þórhallssyni mikið að þakka. Enda sinnti hann þá oft lítt um hvort von var daglauna að kveldi. Við hjónin þökkum Birni ára- tuga vináttu og velvilja sem aldrei bar skugga á. Við vottum eiginkonu hans, Guðnýju og sonum þeirra Þór- halli og Karli og fjölskyldum þeirra innilega samúð okkar. Blessuð sé minning Björns Þórhallssonar. Bergdís Ósk Sigmars- dóttir, Davíð W. Jack. Kveðja frá Alþýðusambandi Íslands Við fráfall Björns Þórhallssonar er einn af helstu forvígismönnum versl- unarmanna og launafólks alls um langt árabil fallinn frá. Björn helgaði stóran hluta ævi sinnar baráttunni fyrir bættum kjörum launafólks. Björn hóf snemma afskipti af verka- lýðsmálum innan raða Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur og Lands- sambands íslenskra verzlunarmanna. Hann var fyrst kjörinn á þing Al- þýðusambands Íslands árið 1964 og sat öll þing sambandsins til ársins 1988. Björn var varamaður í mið- stjórn ASÍ árið 1972 og aðalmaður 1976-1988. Hann var kosinn varafor- seti ASÍ árið 1980 og gegndi því emb- ætti í tvö kjörtímabil til ársins 1988. Björn gegndi jafnframt fjölmörgum trúnaðarstöðum fyrir Alþýðusam- bandið í stjórnum og ráðum og átti m.a. sæti í Húsnæðismálastjórn í fjölda ára. Björn var mjög fylginn sér í starfi sínu fyrir verkalýðshreyfinguna og var hugsjónum og hagsmunum launafólks ákaflega trúr. Björn var einkar hress og skemmtilegur maður sem gott var að umgangast og starfa með. Umfram allt var hann traustur og góður félagi þegar á reyndi og lað- aði þannig að sér fólk. Heilsteypt við- horf hans og tryggð hans við hags- muni launafólks skópu honum víðtækt traust innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Það traust og sú virðing sem Björn naut gekk þvert á allar flokkspólitískar línur og náði til ólíkra hópa launafólks innan verka- lýðshreyfingarinnar. Björn var mikill málafylgjumaður – var maður orðsins – þannig að fáir stóðust röksemdafærslu hans. Með starfi sínu lagði hann mikilvægan skerf til þess að efla samtök launa- fólks og bæta hag félagsmannanna. Fyrir hönd Alþýðusambands Ís- lands og íslensks launafólks votta ég fjölskyldu Björns Þórhallssonar inni- lega samúð. Grétar Þorsteinsson, forseti. Kveðja frá Landssambandi íslenzkra verzlunarmanna Það er með mikilli eftirsjá, sem við kveðjum vin okkar Björn Þórhalls- son, fyrrverandi formann Landssam- bands íslenzkra verzlunarmanna (LÍV), sem nú er látinn eftir löng og erfið veikindi. Björn tók sæti í fyrstu stjórn LÍV Björn Þórhallsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.