Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í myndum okkur þjóðfélag þar sem íbúarnir streymdu út í bíla sína í morgunsárið til að halda síðan út í hið víðáttumikla um- ferðarnet – þar sem þeir létu fyrirberast í átta stundir. Þetta væri þeirra vinnudagur, þeirra vinna. Það væri þetta sem héldi samfélaginu gang- andi, væri hagvaxtaraukandi og at- vinnuskapandi. Fyrir það fyrsta hin yf- irgengilega almenna bílaeign, menn ættu sumarbíla og vetrarbíla, fjallabíla og bæjarbíla, bíla til hátíðabrigða og hversdagsbíla. Gatnagerðin skrúfaðist upp í loftið á mörgum hæðum með fag- urlega bundnum slaufum. Viðamikil viðhalds- og viðgerðarþjónusta væri starfrækt að ógleymdri heilsugæslu til að ráða bót á hinum óhjákvæmilega tíðu umferðarslysum. Að sjálfsögðu hefði fólk sitthvað fyrir stafni í bílum sínum, hlustaði á útvarpsdagskrár, tal- aði í síma, æki inn á sérstakar þjón- ustustöðvar til að nærast og endurnær- ast. Ekki þarf að taka fram að börnin væru vistuð í skólum og hinir öldruðu fengju inni á elliheimilum. Í stuttu máli: þetta væri alls ekki svo frábrugðið sam- félagi okkar og hver sem setti spurn- ingarmerki við lífsmátann yrði titlaður kaffihúsaspekingur, gott ef ekki fjalla- grasafasisti og torfbæjarfíkill … Með öðrum orðum: þetta væri alveg pottþétt þjóðfélag – eins og okkar. Reyndar hvarflar stundum að manni að það sé þegar komið á þegar maður virð- ir fyrir sér hina óslítandi bílaröð frá morgni til kvölds fylla stofnæðar borg- arinnar: maður, bíll og farsími. Við skulum gera ráð fyrir að allt þetta fólk sem æðir hjá í bílum sínum sé í bráðnauðsynlegum erindagjörðum. Að öll þessi smáu viðvik komi saman í ein- hvern heildartilgang. Sá hefur einmitt verið skoðunarmáti frjálshyggjunnar, að með því að fullnægja hinum smá- sæju, síbreytilegu þörfum okkar séum við að leggja í púkk heildarsamheng- isins. Hin ósýnilega hönd haldi á tón- sprotanum, sé með hönd í bagga. En nú er víst komið á daginn að hún var ekki bara ósýnileg, hún var líka blind á afleiðingar gerða sinna og sið- blind að auki. Núverandi vesturheimskt neyslustig gengur svo í skrokk á óend- urnýjanlegum auðlindum jarðar á borð við vatn og loft, að ekki sé minnst á olíu og ræktanlegt yfirborð jarðar – og svo úrgangsyfirfljótandi að menn þora ekki að hugsa þá hugsun til enda ef ósköpin ætti að margfalda með fimm eða jafnvel tuttugu á heimsskala. Af hverju fimm? Af því að það er sú margföldun sem gera þyrfti ráð fyrir ef mannkyn allt ætti að búa við svipað neyslustig og vestrænt meðalríki. Tuttugu ef það væri bandaríska neyslumódelið sem yf- irfæra ætti á allan heiminn. Helgi Pjeturs, hinn ágæti heimspek- ingur og jarðvísindamaður, hafði þung- ar áhyggjur af ógöngum mannkyns og komst svo að orði um miðja síðustu öld: „Mannkyn vort er á barmi glötunar- innar. Og það er aðeins eitt sem getur bjargað því. Eitthvað það þarf að koma fram, sem getur orðið áhugamál alls mannkyns, komið öllum þjóðum til að leggja fram krafta sína að sama marki.“ Og útgönguleiðin sem Helgi sá helsta var að ná sambandi við fullkomnara mannkyn á öðrum jarðstjörnum. En nú er komið á daginn að við þurfum ekki að leita svo langt yfir skammt. Það sem ljósmyndir teknar frá tunglinu af jörð- PISTILL » Í stuttu máli: þetta væri alls ekki svo frá- brugðið samfélagi okkar og hver sem setti spurn- ingarmerki við lífsmátann yrði titlaður kaffihúsa- spekingur, gott ef ekki fjallagrasafasisti og torf- bæjarfíkill …Pétur Gunnarsson Hvert er förinni heitið? inni sumarið 1969 sýndu í fjarlægri blá- móðu hefur umhverfisröskunin rekið upp í glyrnurnar á okkur tæpum fjöru- tíu árum síðar: að mannkynið deilir sömu jörð og að sá lífsmáti sem orðið hefur til á nýliðinni öld stenst engan veginn. Í tilefni áramótanna spái ég því að á komandi tíð eigi hversdagsiðja manna eftir að verða skipulögð í ríkari mæli en áður hefur þekkst. Með öðrum orðum að hin mjög svo sýnilega hönd heildar- hagsmunanna eigi eftir að láta „hendur standa fram úr ermum“. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is E inn umsækjenda hefur óskað eftir rökstuðningi og fær hann að sjálf- sögðu innan tilskilinna tímamarka,“ segir Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra. „Í þessu efni var það einfaldlega svo að það voru nokkrir hæfir umsækj- endur. Ég taldi, eftir að hafa farið málefnalega yfir umsóknir, að einn þeirra væri hæfastur. Á þeim málefnalega grundvelli valdi ég viðkomandi til starfans og ber þannig sem ráð- herra ábyrgð á ráðningunni. Ég er sannfærður um það að þeir leiðtogahæfileikar og reynsla sem prófessor Guðni A. Jóhann- esson hefur muni nýtast Orku- stofnun vel og spýta nýju blóði í starfsemi hennar. Hann er al- þjóðlega virtur og eftirsóttur fyrirlesari, mjög vel menntaður, og hefur m.a. sérfræðikunnáttu og rannsóknir að baki á sviði orkunýtingar.“ Aðspurður segir Össur að ekki hafi verið gerður skriflegur verksamningur milli ráðuneytis og ráðn- ingafyrirtækisins, Capacent, sem kom að ráðn- ingaferli annars vegar orkumálastjóra og hins veg- ar ferðamálastjóra, en iðnaðarráðherra skipaði í þessi tvö embætti eða stöður nú í byrjun árs. Að sögn Össurar hefur hins vegar um langt skeið verið í gildi munnlegt samkomulag milli ráðuneytisins og Capacent um verkferla í ráðningaferlum, sem sé ávallt svipað. Bendir hann á að í því felist að ráðu- neytið sjái um hina endanlegu gerð auglýsinga þar sem fram komi m.a. lýsing á starfinu, tímasetning umsóknarfrests, kröfur til umsækjenda og hverjir veiti upplýsingar um starfið gagnvart umsækj- endum. Capacent hafi síðan það hlutverk að svara fyrirspurnum og veita upplýsingar um starfið, taka á móti umsóknum og kanna meðmæli umsækjenda. Össur segir það yfirleitt svo að fulltrúar ráðuneyt- isins og fulltrúi Capacent fari í gegnum umsóknir og setji í framhaldinu saman forvalslista (e. short- list) yfir þá sem metnir eru hæfir, og þeir séu síðan boðaðir í viðtal. Aðspurður hvernig ferlinu hafi verið háttað í til- felli ráðningar orkumálastjóra segir Össur ráðu- neytisstjóra iðnaðarráðuneytis og fulltrúa Capa- cent hafa farið yfir umsóknirnar níu sem bárust. Horft hafi verið til reynslu og menntunar á sviði orkumála þegar þrír umsækjendur voru valdir úr hópnum og þeir boðaðir í viðtöl. Að sögn Össurar stýrðu ráðuneytisstjóri iðnaðarráðuneytisins og skrifstofustjóri orkumálasviðs í ráðuneytinu ásamt fulltrúa Capacent þeim viðtölum. „Á þeim grund- velli eru þessir þrír metnir. Síðan er það ráð- herrann sem fer yfir þetta og metur niðurstöður ráðuneytisstjóra og hinna tveggja og velur end- anlega. Það er því auðvitað ráðherra sem ber alla ábyrgðina á ráðningunni.“ Eiga hlut að tugum ef ekki hundruðum opinberra ráðninga á ári hverju Eftir því sem blaðamaður kemst næst skipta ráðningar á vegum hins opinbera, sem ráðn- ingaskrifstofur eiga hlut að, tugum ef ekki hundr- uðum á ári hverju. Samkvæmt upplýsingum frá Gunnari Haugen, framkvæmdastjóra Capacent ráðningar, er yfirleitt gerður skriflegur verksamn- ingur milli verkkaupa, þ.e. hins opinbera, og verk- sala, þ.e. ráðningaskrifstofunnar, þar sem m.a. er tilgreint hvernig að ráðningaferlinu skuli standa sem og hvaða gögnum ráðningaskrifstofan skuli skila verkkaupa undir lok ferlis. Aðspurður hvers konar gögn þar kunni að vera um að ræða segir Gunnar að í tilfelli Capacent sé yfirleitt um að ræða umsóknir umsækjenda ásamt ferilskrám og meðmælum, auk þess sem þeim álit- um eða þeim greinargerðum sem ráðningaskrif- stofan vinni í ferlinu sé skilað til verkkaupa. Hins vegar veiti Capacent ekki upplýsingar um ein- stakar umsagnir sem veittar hafi verið um umsækj- endur. Í samtali við Morgunblaðið bendir Gunnar á að þótt ráðningaskrifstofan fari yfir umsóknir og fer- ilskrár, kanni meðmæli, sjái um kynningarviðtöl og setji saman lista yfir þá umsækjendur sem teljast hæfir, þ.e. forvalslista, þá sé það ávallt á ábyrgð og valdi verkkaupa að ákveða hverjir skuli boðaðir í atvinnuviðtal og eins hvern skuli að lokum ráða til starfa. Aðspurður segir Gunnar Capacent í þessu ferli öllu fara að lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ásamt lögum um persónu- vernd og meðferð persónuupplýsinga, eins og þau eigi við um einkafyrirtæki á borð við Capacent. Bendir hann á að ríkari upplýsingaskylda hvíli á op- inberum fyrirtækjum en einkafyrirtækjum. Þannig þyrfti opinbert fyrirtæki eða stofnun að veita upp- lýsingar um einstaka umsagnaraðila væri eftir því leitað. Álit um þátt ráðningarfyrirtækja Umboðsmaður Alþingis hefur í að minnsta kosti þremur álitum fjallað um aðkomu ráðningarfyr- irtækja við ráðningu opinberra starfsmanna. Í áliti hans nr. 3616 frá árinu 2002 kemur fram að veiting- arvaldshafa sé eftir atvikum heimilt, án lagaheim- ildar, að leita aðstoðar ráðningarfyrirtækja til að annast afmarkaða þætti við undirbúning ráðningar starfsmanna, svo lengi sem slíkum aðilum sé ekki falið að taka ákvarðanir um stöðu umsækjenda. Einnig megi ákvörðun um hvaða umsækjendur skuli boðaðir í kynningarviðtal ekki vera í höndum ráðningarfyrirtækis heldur skuli hún vera á ábyrgð og valdi veitingarvaldshafa, þ.e. yfirmanns þeirrar stofnunar eða ríkisfyrirtækis sem um ræðir. „Vegna þeirra skyldna sem hvíla á veiting- arvaldshafa samkvæmt almennum reglum stjórn- sýsluréttar í slíkum tilvikum [er] umfang og eðli slíkrar aðstoðar takmörkunum háð. [Verður] eink- um að gæta þess að réttarstaða umsækjenda [verði] ekki að efni til önnur og lakari við slíkar að- stæður en lög mæla almennt fyrir um,“ segir m.a. í fyrrgreindu áliti umboðsmanns. Ráðherra segir valið byggt á málefnalegum grundvelli Morgunblaðið/RAX Orkumálastjóri Alls sóttu níu um stöðu orkumálastjóra. Með tilliti til menntunar og reynslu á sviði orkumála voru þrír metnir hæfir. Skipað var í stöðu orkumálastjóra til fimm ára frá 1. janúar sl. Í HNOTSKURN »Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir aðstoð-arorkumálastjóri hefur óskað eftir því við iðnaðarráðherra að hann rökstyðji ráðningu nýs orkumálastjóra. » Iðnaðarráðherra skipaði í stöðuna GuðnaA. Jóhannesson, prófessor og forstöðu- mann Byggingartæknideildar Konunglega verkfræðiháskólans í Stokkhólmi. »Ragnheiður var ein níu umsækjenda umstöðu orkumálastjóra.Össur Skarphéðinsson  Iðnaðarráðherra mun skila rökstuðningi innan tilskilinna tímamarka  Ráðningarfyrirtæki eiga hlut að fjölda ráðn- inga hjá hinu opinbera STJÓRN kvennanefndar Verkfræð- ingafélags Íslands harmar að gengið hafi verið fram hjá Ragnheiði I. Þór- arinsdóttur aðstoðarorkumálastjóra, við skipan í stöðu orkumálastjóra. „Í jafnréttisáætlun iðnaðarráðu- neytis segir að taka skuli mið af jafn- réttissjónarmiðum og að kynjunum skuli ekki mismunað með neinum hætti. Þá segir að hlutur kynjanna í störfum hjá ráðuneytinu skuli jafnað- ur eins og kostur er og að þess skuli jafnan gætt að sá umsækjandi sé ráð- inn sem talinn er hæfastur til þess að gegna starfi, að teknu tilliti til mennt- unar og hæfni en án tillits til kynferð- is. Séu tveir eða fleiri umsækjendur af báðum kynjum taldir jafn hæfir til ráðningar í auglýst starf skal að jafn- aði ráðinn umsækjandi af því kyni sem er í minnihluta á viðkomandi sviði. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar 2007 segir að stefnt skuli að því að jafna stöðu kvenna og karla í nefnd- um og stjórnunarstörfum á vegum ríkisins. Af þeim gögnum sem fyrir liggja verður með engu móti annað séð en að Ragnheiður hafi verið a.m.k. jafnhæfur umsækjandi og Guðni. Sorglegt er að ráðherra flokks sem sagt hefur að jafnréttismál yrðu sett efst á dagskrá, í nýhöfnu stjórnar- samstarfi, hafi ekki nýtt hér gullið tækifæri til að láta verkin tala,“ segir í ályktun nefndarinnar. Harma ákvörðun ráðherra „Gullið tækifæri til að láta verkin tala“ ÞÓRARINN Jónsson, myndlistar- nemi í Toronto, sem á yfir höfði sér viðurlög kanadískra yfirvalda vegna gjörnings sem fólst í að koma fyrir poka sem á var letrað „Þetta er ekki sprengja“ á listasafni í borginni í nóvemberlok, er staddur á Íslandi um þessar mundir. Mál hans verður tekið fyrir 22. janúar í Kanada og mun hann mæta fyrir kanadísk yfirvöld ásamt lög- manni sínum. Ákæra hefur ekki ver- ið gefin út. Lögmaðurinn, Clayton Ruby, er einn þekktasti lögmaður Kanada og hefur tekið að sér mál er varða tjáningarfrelsi skjólstæðinga sinna. Uppátæki Þórarins var hluti af verkefni hans á námskeiði um víd- eólist, en olli talsverðu uppnámi í miðborg Toronto. Málið tekið fyrir 22. janúar ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.