Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 15 Dagskrá 15:00-15:10 Setning 15:10-15:30 Vilhjálmur Árnason, prófessor HÍ Uppeldi til frelsis í neyslusamfélagi 15:30-15:50 Baldur Kristjánsson, dósent KHÍ Hvernig fer fjölskyldulíf og foreldraábyrgð saman í nútímasamfélagi? 15:50-16:10 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu Foreldraábyrgð og barnasáttmáli S.Þ. 16:10-16:40 Umræður með þátttöku pallborðs Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor Séra Sigurður Pálsson, fyrrv. sóknarprestur Boðið er uppá kaffiveitingar í anddyri Norræna hússins að málþingi loknu Fundarstjóri: Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ. Gildismat og velferð barna í neyslusamfélagi nútímans: Ábyrgð foreldra og fjölskyldulíf - Hugvekja um stöðu barna í upphafi nýs árs - Norræna húsið 4. janúar 2008 M b l 9 55 20 8 SÓL og snjór og stafalogn í græn- um skógi. Er hægt að hugsa sér margt yndislegra? Þannig er nú tíð- in í Tíról um þessar mundir og full ástæða fyrir vatnsósa Íslendinga að öfunda innbyggjarana af dýrðinni. AP Sól og snjór í Tíról VATNSSKORTUR er vaxandi vandamál víða um heim, meðal ann- ars í sunnan- og vestanverðum Bandaríkjunum. Raunar hefur lengi stefnt í algert óefni á þessum slóð- um vegna fólksfjölgunar og gífur- legrar vatnsþarfar en nú hefur eitt sveitarfélagið snúið vörn í sókn. Í Orange County er búið að koma upp miklu mannvirki, hreinsunar- stöð, sem nær yfir 40 ekrur og mun vinna drykkjarhæft vatn úr þeim 265.000 tonnum af skolpi, sem frá íbúunum kemur dag hvern. Raunar verður vatninu ekki dælt beint inn í neysluvatnslagnirnar, heldur verður því dælt aftur ofan í jörðina. Það er til þess að hækka grunnvatnsstöð- una og koma í veg fyrir, að vaxandi saltmengun geri grunnvatnið ónot- hæft. Íbúar í Orange County og mjög víða á sunnanverðri austurströnd- inni hafa lengi treyst á vatnið í Colorado-fljóti en það annar hvergi eftirspurninni. Þar fyrir utan var nýlega kveðinn upp sá dómur í San Francisco, að minnka yrði vatns- töku í Sacramento-San Joaquin-ár- ósunum um 30% til að vernda við- kvæmt lífríkið þar. Fyrirhugað er að auka afköst hreinsunarstöðvar- innar verulega, allt að því tvöfalda þau, og vonast er til, að hún verði til að vísa öðrum bæjarfélögum í Bandaríkjunum veginn. Raunar er vinna hafin við hreinsistöðvar af þessu tagi annars staðar í landinu og erlendis en fyrsta stöðin var reist í Los Angeles fyrir meira en áratug. Henni var lokað árið 2000 vegna þess, að almenningur gat ekki hugsað sér að neyta vatns, sem hefði farið frá klósetti í krana eins og það var kallað. Endurunnið vatn Brugðist við vaxandi vatnsskorti með hreinsistöðvum sem skilja frá skolpinu kristaltært og drykkjarhæft vatn TRÚLEGA eru margir búnir að gleyma Ariel Sharon, fyrrver- andi forsætis- ráðherra Ísr- aels, en nú eru liðin tvö ár síð- an hann féll í dá vegna mikillar heilablæðingar. Liggur hann á sjúkrahúsi í Jerú- salem og líðan hans sögð „góð eftir atvikum“ en ekki verður vart mikillar heilastarfsemi. Það var 4. janúar fyrir tveimur árum, að Sharon fékk heilablóð- fall, sem þó var ekki talið mjög alvarlegt. Önnur og alvarlegri áttu þó eftir að fylgja og voru um það nokkrar vangaveltur, að blóðþynningarlyf, sem honum voru gefin eftir fyrsta áfallið, hefðu hugsanlega átt þátt í þeim síðari. Læknar segja, að Sharon sé ekki í djúpu dái og hann hafi sýnt viðbrögð við sumu áreiti. Gera sumir vinir hans og ættingjar sér vonir, að vísu veikar, um að hann komist til meðvitundar en í Ísrael sakna margir ótvíræðra for- ystuhæfileika „Jarðýtunnar“ eins og Sharon var stundum kallaður. Sharon í dái í tvö ár Ariel Sharon FINNSKIR fiski- og sjávarlíffræð- ingar hafa fundið mjög skaðlega marglyttutegund í Eystrasalti og óttast, að hún eigi eftir að valda þar miklu tjóni eins og víða annars stað- ar. Áhöfnin á finnska hafrannsókna- skipinu Aranda fann marglyttuna, Mnemiopsis leidyi, í Finnska flóa í síðustu viku en náttúruleg heim- kynni hennar eru við strendur Norð- ur- og Suður-Ameríku. Þaðan hefur hún síðan borist víða með kjölvatni skipa. Marglyttan barst í Svartahafið og Kaspíahafið fyrir allnokkrum árum og hefur unnið þar sannkallað her- virki í lífríkinu, allt að því útrýmt sumum fiskstofnum. Hafa menn eðli- lega áhyggjur af því, að það sama verði upp á teningnum í Eystrasalti og ekki á bætandi en hafsvæðið er eitt það mengaðasta í heimi. Fréttin um marglyttuna kemur í kjölfar annarra ótíðinda en rann- sóknir sýna, að áratuga langar til- raunir til að minnka mengun í Eystrasalti hafa lítinn árangur bor- ið. Hefur einkum fosfórmengunin aukist en hún eykur þörungagróður, sem aftur veldur því, að sjórinn verð- ur súrefnissnauður og oft alveg „dauður“ á stórum svæðum. Skaðleg marglytta í Eystrasalti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.