Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðrún ÓlafíaSigurgeirsdóttir
fæddist í Reykjavík
5. júlí 1932. Hún lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 21. desem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sigurgeir Guð-
jónsson, húsasmíða-
meistari í Reykja-
vík, f. 9. ágúst 1906,
og Sigurbjörg
Ólafsdóttir, hús-
móðir í Reykjavík, f.
6. október 1907.
Guðrún var elst 5 systkina, yngri
eru Guðjón Viðar, f. 1934, Sig-
mundur, f. 1935, Helga, f. 1936, og
Ólafur Þór, f. 1946, d. 1961.
Dóttir Guðrúnar og Þorvarðar
Guðmundssonar er Sigurbjörg
Þorvarðardóttir, skrifstofumaður
í Garðabæ, f. 9.3. 1951. Hún giftist
Ísleifi Valtýssyni, f. 28.12. 1947, d.
29.11. 2002. Sambýlismaður Sig-
urbjargar er Sólmundur Þormar
Maríusson framhaldskólakennari,
Börn þeirra eru Árni, f. 14.8. 1992,
og Erla Guðrún, f. 14.8. 1992.
Sonur Guðrúnar og Gunnars
Péturssonar er Ólafur Þór, læknir
og bæjarfulltrúi í Kópavogi, f.
17.7. 1963, kvæntur Elínborgu
Bárðardóttur lækni, f. 26.5. 1960.
Synir þeirra eru Helgi Hrafn, f.
24.1. 1988, Hjalti Már, f. 11.5.
1992, og Oddur Örn, f. 10.10.
1998.
Seinni eiginmaður Guðrúnar
var Stefán Vilhjálmsson, f. 20.2.
1931, d. 9.8. 1997.
Guðrún ólst upp í Reykjavík og
gekk í Austurbæjarskólann og tók
þaðan gagnfræðapróf. Hún tók
stúdentspróf frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð 1983. Guðrún starf-
aði við verslunar -og skrifstofu-
störf í Reykjavík allan sinn starfs-
aldur, framan af hjá Flugfrakt,
Bæjarútgerð Reykjavíkur og síð-
ast hjá Tollstjóranum í Reykjavík
þar sem hún var staðgengill yfir-
gjaldkera. Hún tók þátt í verka-
lýðsmálum og var lengi trúnaðar-
maður á þeim vinnustöðum sem
hún var á. Guðrún hafði yndi af
ferðalögum, bæði innanlands og
utan, og gerði víðreist.
Útför Guðrúnar verður gerð frá
Kópavogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11. Jarðsett verð-
ur í Garðakirkjugarði.
f. 12.2. 1947. Dóttir
Sigurbjargar og
Gunnlaugs Melsted
er Harpa Melsted, f.
21.1. 1975. Dóttir
Hörpu er Thelma
Melsted Björgvins-
dóttir, f. 5.7. 2004.
Guðrún giftist
31.12. 1954 Friðriki
Hjaltasyni prentara,
f. 9.6. 1929, d. 12.9.
1999. Þau skildu.
Börn þeirra eru: 1)
Sigurgeir, sjómaður í
Reykjavík, f. 14.6.
1955. Kona hans er Kristín Anna
Þorsteinsdóttir skólaliði, f. 11.12.
1958. Börn Sigurgeirs af fyrra
hjónabandi hans og Guðbjargar
Ríkarðsdóttur eru Friðrik Snær, f.
8.11. 1985, og Katrín Ósk, f. 19.7.
1988. Dóttir Guðbjargar og upp-
eldisdóttir Sigurgeirs er Petra
Vilhjálmsdóttir, f. 18.1. 1979. 2)
Ásta, skrifstofustjóri í Reykjavík,
f. 7.8. 1960, gift Sturlu Geirssyni
viðskiptafræðingi, f. 28.2. 1959.
Elsku mamma.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Hvíl í friði.
Sigurbjörg.
Upp hef ég augu mín,
alvaldi Guð, til þín.
Náð þinni’ er ljúft að lýsa,
lofa þitt nafn og prísa.
Allt er að þakka þér
það gott, sem hljótum vér
um allar aldaraðir,
eilífi ljóssins faðir.
Vér erum gleymskugjörn,
gálaus og fávís börn,
en þú, sem aldrei sefur,
á öllum gætur hefur.
Ég veit, að aldrei dvín
ástin og mildin þín,
því fel ég mig og mína,
minn Guð, í umsjá þína.
(Herdís Andrésdóttir.)
Far í friði, elsku mamma.
Sigurgeir
Ég vil í Drottni sofna sætt,
samviskustríðið allt er bætt,
dauðahaldi ég Drottin þríf,
dýrstur gef þú mér eilíft líf.
Kveð ég í Guði góðan lýð,
gleðilegar þeim nætur býð,
þakkandi öllum þeirra styrk,
þjónustu, hjálp og kærleiksverk.
Ástkæra þá, ég eftir skil,
afhenda sjálfum Guði vil,
andvarpið sér hann sárt og heitt,
segja þarf honum ekki neitt.
Lúinn anda ég legg nú af,
lífinu ráði sá, sem gaf,
í sárum Jesú mig sætt innvef,
sálu mína ég Guði gef.
Láttu mig, Drottinn, lofa þig,
með lofi þínu hvíla mig,
ljósið í þínu ljósi sjá,
lofa þig strax sem vakna má.
(Hallgrímur Pétursson.)
Elsku Guðrún, takk fyrir góðar
samverustundir og hlýju í minn
garð.
Minningin lifir.
Kristín Anna.
„Hvaða afsökun hefur þú“. Þannig
hljóðaði fyrirsögn sonar míns og son-
arsonar Guðrúnar í grein sem hann
skrifaði á sl. vetri og fjallaði um
hættur reykinga. Honum fannst að
amma Guðrún hefði afsökun því hún
vissi ekki um hættur reykinga þegar
hún sem ung kona byrjaði að reykja.
Hann vissi líka að reykingar höfðu
rænt ömmu hans heilsunni og mögu-
leikanum til svo margs sem hún ósk-
aði sér. Guðrún var nefnilega atorku-
söm kona sem hafði lifandi áhuga,
vildi ferðast og fræðast, sjá og upp-
lifa. Allt sem hún gat ekki sín síðustu
ár þrátt fyrir góðan vilja.
Guðrún var glæsileg kona, ákveðin
með eindæmum svo jaðraði við þver-
móðsku. Börnin hennar göntuðust
með þennan eiginleika hennar og
hún sjálf gat ekki annað en hlegið
með þeim. Hún vissi líklega að þver-
móðskan í bland við hörkudugnað
hafði oft skipt sköpum á erfiðum tím-
um í lífi hennar. Hún fór nefnilega
ekki troðnar slóðir en bar höfuðið
hátt og það var örugglega ekki auð-
velt að vera fráskilin með 4 börn,
vinnandi langa vinnudaga eins og
hún gerði um árabil. En hún var hug-
rökk og hiklaus og tókst að koma
börnunum til manns, tók stúdents-
próf úr öldungadeild Menntaskólans
við Hamrahlíð, byggði sér einbýlis-
hús í Arnarnesinu sem og ferðaðist
og svalaði þannig lífsviljanum og
fróðleiksfýsninni. Hún var heims-
kona í sér og ég veit að hún hefði vilj-
að ferðast miklu meira, skipulagði
örugglega margar ferðir í huganum
og síðustu ferðirnar voru farnar
meira af vilja en getu og voru því
ljúfsárari. Það er ekki hægt að minn-
ast Guðrúnar án þess að nefna áhuga
hennar á stjórnmálum og þjóðfélags-
málum í heild. Hún hafði gaman af
kröftugum umræðum sem gerðust
stundum háværar og hún lét sig
venjulega ekki, ekki frekar en hún
lét sig vanta á kjörstað. Þangað fór
hún þrátt fyrir að hún þyrfti að hvíla
sig margoft á leið í kjörklefann, ekk-
ert stoppaði hana enda einbeittur
vilji og rík réttlætiskennd sem dró
hana áfram. Guðrúnu var mjög annt
um afkomendur sína, fylgdist vel
með barnabörnunum og reyndi að
styðja og styrkja eins og hún best
gat. Hún var rausnarleg, gaf höfð-
inglegar gjafir og í öllum tækifær-
iskortum frá henni var ósk um guðs
blessun og vernd.
Ég minnist Guðrúnar og sé hana
fyrir mér sitjandi við eldhúsborðið
með rjúkandi kaffibolla, einbeitta
konu, hugdjarfa konu sem gafst ekki
upp fyrr en í fulla hnefana og kvart-
aði ekki. Með þessum fátæklegu orð-
um bið ég henni blessunar guðs og
verndar og þakka samfylgdina.
Elínborg Bárðardóttir.
Guðrún Ólafía
Sigurgeirsdóttir
Fleiri minningargreinar um Guð-
rúnu Ólafíu Sigurgeirsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu á
næstu dögum.
Fleiri minningargreinar um Ás-
laugu Jónsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu á næstu dög-
um.
✝ Áslaug Jóns-dóttir fæddist í
Prestshúsinu í Flat-
ey á Breiðafirði 6.
október 1926. Hún
lést á heimili sínu,
Hrísalundi 4 á
Akureyri, hinn 20.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar Ás-
laugar voru hjónin
Rósa Oddsdóttir, f.
5. október 1880, d.
23. janúar 1980 og
Jón Jónsson tré-
smiður í Flatey, f. 9.
október 1877, d. 20. desember
1959. Systir hennar er Jakobína, f.
4. nóvember 1919, hálfsystir henn-
ar og samfeðra Guðrún, f. 9. maí
1915, d. 16. nóv. 2006. Einnig ólst
upp á heimilinu frænka hennar
Guðfinna Þóra Þórðardóttir
1957, börn þeirra, Guðrún María
og Kristján. Börn Jóns af fyrra
hjónabandi eru Björn Jóhann, f.
14. október 1946, maki Halldóra
Steindórsdóttir, f. 1. apríl 1946,
börn þeirra Guðbjörg og Jón, Sæv-
ar Ingi, f. 18. ágúst 1948, maki
Elín Jóhanna Gunnarsdóttir, f. 15.
júlí 1950, synir þeirra, Valur Heið-
ar, Gunnar og Kristinn, og Ingi-
björg, f. 9. maí 1954, synir hennar
Sævar og Arnar Freyr.
Áslaug ólst upp í Flatey á
Breiðafirði með foreldrum sínum
en bjó síðan um tíma í Vestmanna-
eyjum og í Reykjavík þar sem hún
starfaði um tíma í Sandholts bak-
aríi. Eftir að hún flutti til Akur-
eyrar starfaði hún í nokkur ár í
Brauðgerð Kristjáns á Akureyri.
En árið 1974 hóf hún störf hjá
Hagkaupum á Akureyri og starf-
aði þar samfellt í 23 ár, þar til hún
lét af störfum sökum aldurs.
Útför Áslaugar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
(Tóta), f. 20. október
1916, d. 24. septem-
ber 1999.
Áslaug giftist hinn
19. desember 1959
Jóni Björnssyni loft-
skeytamanni, f. 7.
febrúar 1910, d. 17.
nóvember 1992. Syn-
ir þeirra eru Atli
Örn, f. 8. október
1960, maki Arnfríður
Eva Jónsdóttir, f. 2.
september 1965, syn-
ir þeirra, Daníel Örn
og Andri Þór, og Jón
Már, f. 8. október 1960, maki Unn-
ur Elín Guðmundsdóttir, f. 9. des-
ember 1970, synir þeirra, Elvar og
Alexander. Dóttir Áslaugar af
fyrra sambandi er Rósa Friðriks-
dóttir, f. 15. desember 1957, maki
Ólafur Halldórsson, f. 3. desember
Elsku Áslaug mín, nú er komið að
kveðjustund og þú horfin burt úr
þessari veröld. Sorgin er sár og
söknuðurinn mikill. Aldrei er maður
alveg tilbúinn þegar dauðinn kallar,
ég hefði viljað hafa þig lengur hjá
mér. En ég veit að þú varst orðin
þreytt og tilbúin að fara. Minning
þín mun þó alltaf lifa í huga mínum.
Minningin um allar okkar yndislegu
og skemmtilegu samverustundir og
alla þá ást og umhyggju sem þú alla
tíð umvafðir mig með. Þú komst inn í
líf mitt og gekkst mér í móðurstað
þegar ég var fimm ára og þú hófst
sambúð með föður mínum. Við urð-
um strax mjög nánar og höfum verið
það alla tíð. Þú elskaðir mig og
studdir og hafðir alltaf óbilandi trú á
mér, nokkuð sem er að mínu mati
eitt það mikilvægasta sem foreldri
getur gefið barni sínu.
Lífsganga þín lá ekki alltaf um
sléttlendi, verkefni þín í lífinu voru
oft erfið og þú þurftir að klífa þína
hóla og fjöll. Það var á tímum erf-
iðleika sem helstu mannkostir þínir
komu best í ljós. Þá sýndir þú ótrú-
legan dugnað, stillingu og æðruleysi.
Þú varst létt í lund og skemmtileg
kona, mikill húmoristi og fundvís á
björtu hliðarnar í tilverunni. Þú
greindist fyrst með krabbamein árið
2000 og fórst í stóra aðgerð sem
tókst vel og við vorum bjartsýn. Í
fimm ár lét meinið ekkert á sér
kræla en þá tók það sig upp aftur.
Við tók skurðaðgerð og geislameð-
ferðir sem oft tóku á krafta þína og
þrek en þú gafst ekki upp og kvart-
aðir aldrei. Í veikindum þínum naust
þú aðstoðar Heimahlynningar. Eng-
in orð megna að tjá þakklæti okkar
aðstandenda þinna í garð þeirra sem
þar starfa. Umhyggja þeirra og
hlýja var þér og okkur öllum ómet-
anleg. Þú áttir fallegt heimili í
Hrísalundinum, alltaf svo fínt hjá
þér og þar leið þér vel. Ég er svo
þakklát fyrir að þú fékkst að vera til
hinstu stundar á heimili þínu og fyrir
að fá að vera hjá þér þegar þú
kvaddir, halda í höndina þína og
ekkert ósagt okkar á milli.
Þær eru svo ótal margar góðu og
skemmtilegu minningarnar sem
streyma fram þegar ég hugsa til þín.
Allar skemmtilegu sumarbústaða-
ferðirnar, áttræðisafmæli þitt í októ-
ber 2006 þar sem þér var tilkynnt að
yngsti fjölskyldumeðlimurinn, ynd-
isleg, lítil, nýfædd langömmustelpa,
yrði skýrð Áslaug. Fyrsta og eina
nafnan þín, þú varst svo stolt og
ánægð.
Það er erfitt að kveðja þig, erfitt
til þess að hugsa að fá ekki lengur að
njóta samvista við þig, þú hefur skip-
að svo stóran sess í lífi mínu og verið
minn besti vinur. En nú þegar leiðir
skilur er mér efst í huga þakklæti.
Þakklæti fyrir að hafa átt þig sem
móður og fyrir allt sem þú varst
mér.
Þú veist, að ég mun
aldrei, aldrei gleyma –
öllu sem ég notið
hef með þér.
Ó, minning kær, ég mun þig
ávallt geyma –
af mýkt og gleði,
innst í hjarta mér.
(Guðrún V. Gísladóttir)
Guð blessi minningu þína.
Þín dóttir,
Inga.
Nú þegar komið er að leiðarlokum
hjá mömmu og ég sest niður til að
skrifa nokkur orð um hana kemur
svo margt upp í hugann, margar
gleðistundir sem við áttum saman.
Ef mamma hefði vitað að ég ætlaði
að setja á blað nokkur orð um hana
hefði hún tekið af mér loforð um að
vera nú ekki með neitt væl.
Þegar mamma og pabbi hófu sam-
búð árið 1959 átti mamma fyrir hana
Rósu sem þá var 2 ára. Frá fyrra
hjónabandi átti pabbi Ingu sem var 5
ára, Sævar 11 ára, Bjössa 13 ára, síð-
an fæddumst við Atli ári síðar. Á
þessum tíma var pabbi á sjó þannig
að þetta var mikið og stórt heimili
sem mamma tók að sér þegar þau
fóru að búa saman. Mamma annaðist
þetta heimili af mikilli væntumþykju
og hlýju. Það eru margar góðar
minningar sem maður á úr Strand-
götu 37 en þar áttu mamma og pabbi
heimili í nær 40 ár. Mamma starfaði
í nokkur ár í Kristjánsbakaríi, sem
þá var á jarðhæð í sama húsi, en síð-
an árið 1974 hóf hún störf í Hag-
kaupum þar sem hún starfaði sam-
fellt í 23 ár. Eftir að pabbi dó árið
1992 bjó mamma áfram í Strandgöt-
unni en flutti síðan árið 2000 í íbúð í
Hrísalundi, þar átti hún fallegt og
hlýlegt heimili.
Mamma hafði gaman af því að
ferðast og sumarbústaðaferðir voru
hjá henni í sérstöku uppáhaldi, enda
fór hún margar slíkar ferðir. Eftir að
mamma greindist með krabbamein
árið 2000 naut hún aðhlynningar
Heimahlynningar á Akureyri. Sú
þjónusta sem þar er í boði reyndist
henni og okkur fjölskyldunni ómet-
anleg. Þessar konur sem annast
þessa þjónustu hér á Akureyri eru í
einu orði sagt frábærar, viðmót
þeirra og væntumþykja ómetanleg.
Til þess að geta gengið í gegnum
svona veikindi eins og mamma gerði,
þ.e. parkison-sjúkdóm og svo
krabbamein, þarf sterkan og já-
kvæðan persónuleika. Hún lét þessi
veikindi aldrei standa í vegi fyrir því
að gera það sem hana langaði til.
Hún var kjarnorkukona, hún kvart-
aði aldrei, var glaðlynd og lífsglöð og
ég man ekki eftir því að hún hafi
skeytt skapi á einum eða neinum.
Það sem hún hafði mestar áhyggjur
af var að við börnin hennar þyrftum
að hafa of mikið fyrir henni. Í dag er-
um ég og fjölskyldan mín þakklát
fyrir það sem hún gaf okkur og þær
stundir sem við áttum saman. Hún
var traustur vinur og félagi sem gott
var að leita til og hún fann alltaf ef
það var eitthvað sem var að angra
mann. Hún reyndist Unni góð
tengdamóðir og strákunum okkar
góð og hlý amma. Nú veit ég að hún
er komin á góðan stað og í góðum
höndum og að henni líður vel með
pabba, Tótu og Geira, og nú geta þau
tekið í spil því nú er spilaborðið full-
mannað. Til að minnast hennar lang-
ar mig að vísa í nokkrar línur í ljóð-
inu um „Íslensku konuna“.
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér.
Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf.
Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér
helgaði sitt líf.
(Ómar Ragnarsson)
Ég og fjölskylda mín þökkum
mömmu samfylgdina og biðjum góð-
an guð að blessa minningu hennar.
Þinn sonur,
Jón Már og fjölskylda.
Áslaug Jónsdóttir
Elsku amma Áslaug.
Okkur fannst mjög gaman
í ferðalögum með þér. Okkur
þótti mjög vænt um þig.
Okkur finnst mjög leiðinlegt
að þú sért farin frá okkur.
Við þökkum þér fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir okk-
ur. Okkur fannst mjög gam-
an með þér í sumarbústöð-
um. Þú varst góð amma. Þú
áttir alltaf nammi uppi í
skápnum. Við vonum að þú
vakir yfir okkur. Við munum
sakna þín mjög.
Andri Snær, Arna Sól
og Áslaug Ýr.
HINSTA KVEÐJA