Morgunblaðið - 04.01.2008, Qupperneq 31
anóspil hans alltaf fullkomið en hann
gerði víst meiri kröfur til sín. Það var
kannski það hljóðfæri sem hann spil-
aði minnst á opinberlega, en eins og
þeir sem hann þekktu vita, spilaði
hann á flestöll hljóðfæri.
Á þessum tímamótum þegar líf
Árna hefur runnið til ósa þessa lífs
eru minningarnar um mann sem við
vorum öll stolt af og bárum virðingu
fyrir. Ég minnist tónleika með Út-
lendingahersveitinni þar sem hann
kynnti lag sitt sem hann samdi í til-
efni fæðingar Bryndísar dóttur sinn-
ar og var það dýrmæt gjöf til hennar
sem vermir minningar um föður
hennar.
Það er erfitt að kveðja góðan
tengdaföður en efst í huga mínum er
hlutverk hans í þeim farvegi sem
hann byrjar nú að móta á ókunnum
slóðum og þaðan sendir hann strauma
sína til styrktar fjölskyldu sinni, af-
komendum, skyldmennum, bræðrum
og öllum tónlistarmönnum.
Guð geymi góðan mann, Árna Frið-
rik Scheving.
María Sigmundsdóttir.
Elsku afi minn.
Ég var í vinnunni þegar ég fékk
símtal frá mömmu, hún sagðist vera á
leiðinni til mín með pabba því þau
þyrftu að tala við mig. Ég fékk strax
mjög vonda tilfinningu því ég heyrði
það alveg á röddinni hennar mömmu
að eitthvað hefði komið fyrir. Það
sorglega og skrítna við þetta að þegar
ég var að bíða eftir þeim þá var ég
með stóran hnút í maganum og hugs-
aði allan tíman til þín, elsku afi, eins
og ég hafi fundið þetta á mér.
Mér finnst mjög sorglegt og skrítið
að vera skrifa minningargrein um þig
því þú varst nú ekki gamall, elsku afi
minn. En elsku afi, ég á svo margar
góðar minningar um þig og Völu
ömmu í Gljúfraselinu. Ég man hvað
mér fannst alltaf jafn gaman að koma
til ykkar hvort sem það var bara í
heimsókn eða þegar við systur gistum
hjá ykkur sem var nú ekki sjaldan, og
ein mjög sterk minning um þig er
ristað brauð með osti og marmelaði,
því alltaf þegar við gistum hjá ykkur
þá var ristað brauð með osti og
marmelaði á morgnana.
Svo á ég líka yndislegar og
skemmtilegar minningar frá öllum
jólaboðunum í Gljúfraselinu og þá var
alltaf sungið, spilað á hljóðfæri og
dansað kringum jólatréð. Oftast var
það þá þannig að þú settist við píanóið
og byrjaðir að spila og amma startaði
fjöldasöngnum, þetta voru ógleyman-
legir tímar og alveg yndislegar minn-
ingar um þig að spila á píanóið því þú
spilaðir svo vel á það og kunnir öll lög
man alltaf hvað ég var stolt að eiga
svona afa sem gæti spilað hvað sem
er. Ég veit líka að áhugi minn á tónlist
og það að ég fór að læra á píanó og
allskyns hljóðfæri er allt þér að
þakka.
Svo var auðvitað algjör snilld fyrir
okkur barnabörnin að fá að vera í tón-
listarkjallaranum, því þar var alltaf
nóg að gera, allskyns hljóðfæri og
fullt af plötum og geisladiskum,
manni leiddist sko aldrei þar.
Allir tónleikar sem ég hef farið á til
að hlusta á þig eru líka ógleymanlegir
í minningunni og ég man líka hvað ég
var alltaf jafn stolt að eiga afa sem
væri svona rosalega góður tónlistar-
maður.
Elsku afi, mér þykir alveg ótrúlega
vænt um þig og ég mun sakna þín um
ókomna tíð en minningin um þig mun
lifa endalaust í hjarta mínu eins og
tónlistin þín.
Elsku mamma, Einar, Raggi,
Guðni, Addi, Vala amma og allir aðrir
ástvinir, ég votta ykkur mína dýpstu
samúð og megi guð styrkja ykkur á
þessum erfiðu tímum.
Guð geymi þig, elsku afi.
Þín dótturdóttir,
Hrefna Haraldsdóttir.
Mig langar að minnast Árna bróð-
ur míns með örfáum orðum. Árni var
12 árum eldri en ég, þannig að við átt-
um ekki barnæskuna saman, en við
urðum miklir vinir þegar ég „náði“
honum í þroska. Árni fékk ungur mik-
inn áhuga á tónlist, hann fékk fyrstu
harmonikkuna að gjöf þegar hann var
12 ára og var þá þegar fenginn til að
spila fyrir skólasystkini sín á
skemmtunum í Laugarnesskóla. Ein
af fyrstu minningum mínum er frá því
að vinir Árna söfnuðust saman í her-
berginu hans á Hrísateignum og
hlustuðu á og spiluðu tónlist. Þá lædd-
ist ég inn, sat á gólfinu og fylgdist
með hvernig strákarnir þrömmuðu
taktinn með fótunum. Það var áreið-
anlega verið að spila jazz, sem varð
ein af aðalástríðum bróður míns í
gegnum tíðina.
Seinna, þegar við misstum móður
okkar langt fyrir aldur fram, voru það
Árni og Auður þáverandi kona hans
sem tóku mig upp á arma sína og
hlúðu að mér. Heimili Árna var alltaf
sem annað heimili mitt, eiginkonur
hans, þær Auður, Margrét og Val-
gerður voru mér allar sem systur og
vinkonur og ég fylgdist með börnun-
um hans vaxa úr grasi. Það var gam-
an að sjá hversu ánægður og stoltur
Árni var af öllum afkomendunum sín-
um, börnunum Ragnari, Bryndísi,
Guðna Þór, Einari Val og fóstursyn-
inum Arnaldi Hauki og barnabarna-
fjöldanum.
Minningarnar um Árna eru marg-
ar tengdar því hversu stolt ég var af
þessum stóra bróður mínum sem tón-
listin lék í höndunum á. Það er ómet-
anlegt að geta ornað sér við allar þær
fjölmörgu upptökur sem til eru með
honum, þar finnst mér tilfinningin og
fágunin haldast í hendur.
Genginn er góður bróðir og vinur,
allt of fljótt. Ég samhryggist Sigríði
og börnunum hennar, börnum,
tengdabörnum og barnabörnum
Árna og bræðrunum Erni og Birgi.
Sigurlín Scheving.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund.
Hallgrími Péturssyni var sumarið
ofarlega í huga þegar hann íhugaði
hve líf mannlegt endaði skjótt. Lík-
legast ferðuðust um tuttugu manns
með Sumargleðinni á sinni tíð um
landið, – voru það blómstur sem upp
óx á sléttri grund, „fagurt með frjóvg-
un hreina“ eins og skáldið orðaði það.
Nú hafa sex fallið fyrir manninum
með ljáinn, þar af þrír á skömmum
tíma, öðlingarnir og listamennirnir
Bessi Bjarnason, Jón Sigurðsson og
nú síðast Árni Scheving, – allt menn
sem auðguðu umhverfi sitt með list
sinni, gleði og hlýju. Þegar snillingur
eins og Árni fellur frá vakna ótal
spurningar eins og: Hvern er nú hægt
að fá til að leika á nikkuna í franska
laginu? Hver tekur nú víbrafónsólóið?
Það var eins og hvaða hljóðfæri, sem
hann á annað borð snerti, léki í hönd-
unum á honum og væri honum sem
opin bók. Fágun, fagmennska, kurt-
eisi og lipurð ásamt einstakri tónlist-
argáfu gerðu honum kleift að ná í
fremstu röð að vild sem hljóðfæra-
leikari, útsetjari og hljómsveitar-
stjóri. Mér er minnisstætt þegar ég
heyrði lagið Non dimenco spilað svo
vel í útvarpinu að ég lagði við hlustir,
hækkaði í útvarpinu og hugsaði með
mér: Hvaða erlenda hljómsveit gerir
þetta svona vel? Í ljós kom að þetta
var eitt af lögunum á nýjasta disk-
inum sem hann átti hlut að með Hauki
Heiðari Ingólfssyni og félögum og
hafði útsett svona afburða vel. Þá átt-
aði ég mig á því hvað það er, sem
Björgvin Halldórsson hefur kallað að
eitthvað „sé svo mikið erlendis“. En
nú hefur syrt að og fyrir hönd Sum-
argleðinnar kveð ég góðan vin okkar
allra. „Á snöggu augabragði“ lauk
jarðvist þessa vinar og velgjörðar-
manns og eftir situr sár söknuður,
þökk fyrir þá sumargleði í lífinu sem
hann átti þátt í að við gætum notið
saman allt árið og samúð með nán-
ustu vinum og vandamönnum hans.
Ómar Ragnarsson.
Fleiri minningargreinar um Árna
Friðrik Einarsson Scheving bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 31
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Bækur
Bókaveisla
Hin landsfræga og margrómaða
janúarútsala hefst á morgun í
Kolaportinu, hafnarmegin í
húsinu. Opið laugardag og
sunnudag kl. 11-17.
Almanak Þjóðvinafélagsins 2008
Höfundar: Þorsteinn Sæmundsson og
Heimir Þorleifsson. Í Almanakinu er
m.a. að finna upplýsingar um gang
himintungla, messur kirkjuársins og
sjávarföll. Í Árbókinni er t.d. fjallað
um árferði, atvinnuvegi, stjórnmál,
kosningaúrslit og verklegar fram-
kvæmdir. Fjöldi mynda er í ritinu.
Fæst í bókaverslunum um land
allt.
Heilsa
REYKSTOPP MEÐ ÁRANGRI
STREITU- OG KVÍÐALOSUN.
Notuð er m.a. dáleiðsla og
EFT (Emotional Freedom
Techniques).
Viðar Aðalsteinsson,
dáleiðslufræðingur,
sérfræðingur í EFT,
sími 694-5494,
www.EFTiceland.com.
Húsgögn
Afsláttur hjá Maddömunum á
Selfossi ! Í janúar verður 10%
afsláttur af öllum vörum hjá okkur.
Við erum með postulín, silfur,
húsgögn, smádót og allt þar á milli!
www.maddomurnar.com
Sumarhús
Sumarhús - orlofshús .
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbúin
hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Tómstundir
Plastmódel í miklu úrvali.
Tómstundahúsið,
Nethyl 2, sími 587 0600.
www.tomstundahusid.is.
Til sölu
Jóla-
skraut
50%
afsláttur
Bókhald
Bókhaldsþjónusta
Öll almenn bókhaldsþjónusta fyrir
einstaklinga og fyrirtæki í rekstri.
Mikil reynsla - fljót afgreiðsla -
vönduð vinnubrögð. Arnarsetur ehf.
Uppl. í síma 899-8185.
Viðskipti
Tækifæri fyrir allt gott fólk!
Viltu vera með í að byggja upp öflugt
og vel rekið fyrirtæki sem getur skil-
að þér góðum hagnaði og vaxandi
arði um ókomin ár? Skoðaðu
http://www.Netis.is í dag!
Notaðu skynsemina og skoðaðu
möguleikann. Viltu vera með í að
byggja upp öflugt og vel rekið fyrir-
tæki sem getur skilað þér góðum og
vaxandi arði um ókomin ár? Skoðaðu
þá http://www.Netis.is í dag!
Þjónusta
Raflagnir og
dyrasímaþjónusta
Setjum upp dyrasímakerfi
og gerum við eldri kerfi
Nýlagnir og
endurnýjun raflagna.
Gerum verðtilboð
Rafneisti
sími 896 6025
lögg. rafverktaki • www.rafneisti.is
Ýmislegt
Lífsorka. Frábærir hitabakstrar
Gigtarfélag Íslands, s. 530 3600,
Betra líf, s. 581 1380, Kringlunni. Um-
boðsm. Hellu, Sólveig sími 863 7273.
www.lifsorka.com
Vélar & tæki
Plötufrystir
Til sölu Gram plötufrystir 8 stöðva. Er
í mjög góðu lagi. Verð 1.500 þús. (til-
boð). Uppl. í s.431 1562 og 898 6152.
Bílar
Til sölu Toy Hilux 3L sjálfsk., árg.
03/07, ekinn 20 þ. Klæðning í palli,
krókur, húdd og gluggahlífar.
Klassabíll, verð 3.250 þús. Uppl. í s.
894 6562, Gunnar.
Nissan, árg. '99, ek. 140 þús. km
Til sölu Nizzan Primera, árg.‘99, ekinn
140 þús., sjálfsk. með 2000 vél. Til-
boð óskast. Uppl. í s. 694 5422.
Smáauglýsingar
sími 569 1100
Við erum á toppnum - hvar ert þú?
Hópeinkaþjálfun í fjallgöngum og
hlaupum. Metnaðarfull dagskrá og
persónuleg eftirfylgni. Heilsurækt
með áherzlu á hreyfingu og útiveru
allt árið um kring. www.fjallgongur.is
www.hadegisskokk.is
Lr- kúrinn er tær snilld
Léttist um 22 kg á 6 mán. Þú kemst í
jafnvægi, sefur betur, aukin orka og
grennist í leiðinni.
www.dietkur.is/Dóra 869-2024
Kynningarfundur um Kriya Yoga
verður haldinn í kvöld kl. 20:00 í sal
Rósarinnar, Bolholti 4. Allir velkomnir.
Námskeið verður haldið um helgina í
Yogastúdíóinu Heilsubót.
Upplýsingar í síma 869 7151.
Allar góðar vættir verndi
þig, elsku Árni.
Hjartans þakkir fyrir allar
góðu samverustundirnar og
alla hjálpsemi, alúð og elsku
við okkur öll. Þín er sárt
saknað.
Guð geymi þig.
Elsku Sigga mín, Guð gefi
þér og allri hans fjölskyldu
styrk í sorginni.
Björk Halldórsdóttir.
Kynni okkar af Árna voru
því miður stutt, en mjög
ánægjuleg, og það var um-
fram allt mjög gleðilegt að
sjá og finna samhljóminn í
ykkar hjónabandi.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Elsku Sigga, okkar inni-
legustu samúðarkveðjur
vegna andláts hans Árna
þíns. Við hugsum til þín úr
fjarlægðinni og vonum að
góður guð gefi þér styrk á
þessum erfiðu tímum. Þín
Guðbjörg og Juan
í Madrid.
HINSTA KVEÐJA