Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 20
Mér fannst baunirnar svolítil fyrirstaða þegarég var að byrja að elda grænmetisfæði ogvar frekar föst í því að hugsa matinn út frápróteinríkum aðalrétti sem kæmi í staðinn fyrir fiskinn og kjötið og borinn væri fram með ýmsum hliðarréttum,“ segir Valentína Björnsdóttir sem rekur fyrirtækið Móður náttúru ásamt manni sínum Karli Ei- ríkssyni. „Með því að breyta hins vegar um hugsunarhátt og velta því þess í stað fyrir mér hvar ég fengi bestu pró- teinin, eða bestu kolvetnin, var ég komin með miklu betri leiðarvísi og matseldin varð mun auðveldari.“ Hún bætir við að þekki maður fæðuflokkana vel og hvaðan næringarefnin komi sé lítið mál að setja saman góða máltíð. Hvorki Valentína né Karl eru grænmetisætur, en þau gera engu að síður mikið af því að elda grænmetisrétti. „Við höfum bæði mikinn áhuga á eldamennsku og finnst sérstaklega gaman að elda grænmeti,“ segir Valentína og kveður Karl vera snilling í matreiðslu grænmetis- rétta. Fiskur er þó líka mikið á boðstólum hjá fjölskyld- unni og raunar, að hennar sögn, allur léttari matur sem fer vel í maga. Indversk matargerð í uppáhaldi Hjá Valentínu er mataráhuginn samtvinnaður áhug- anum á hollustu og heilbrigði. „Ég er lærður svæða- nuddari og hef alltaf haft áhuga á heildrænum lækn- ingum. Ég hef líka trú á því að hollur matur geti haft forvarnargildi og að með því að borða skynsamlega og lifa svolítið skynsamlegu lífi geti maður farið betur með heilsuna,“ segir Valentína sem er dugleg að hugsa upp nýjar uppskriftir sem margar hverjar má finna á vef Móður náttúru. Tilraunamennskan setur líka oft svip sinn á matseld þeirra hjóna. „Við reynum að gera hlutina frá hjartanu og oft koma tímabil þar sem eitthvert eitt hráefni er áberandi,“ segir Valentína og nefnir sem dæmi að þau hafi gengið í gegn- um tímabil þar sem núðlur, pönnukökur og súpur voru mikið á borðum. Og núna eftir jólin er það ferskmetið sem hefur forgang, enda kærkomin tilbreyting frá þung- um veisluréttum. Indversk matargerð er líka búin að vera lengi í uppá- haldi hjá þeim og þau gera meðal annars mikið af því að fara á indverska veitingastaði í heimsóknum sínum til London. „Þar er að finna marga frábæra indverska veit- ingastaði sem sumir hverjir eru í Michelin-klassa,“ seg- ir hún. Indverska eldhúsið setur líka á vissan hátt svip sinn á uppskriftirnar sem Valentína býður lesendum Morg- unblaðsins upp á, enda eiga skemmtilega kryddaðir réttir vel við á dimmum vetrarkvöldum. „Það þarf alls ekki að vera erfitt að elda grænmetisrétti og þeir fara vel í maga,“ segir Valentína. „Baunirnar hafa svo líka þann kost að þær geta verið góð búbót. Þetta er ekki dýr fæða og því er virkilega góð hugmynd að sjóða stærri skammt en maður ætlar að nota og frysta því þeim má auðveldlega bæta frosnum út í pottrétti eftir þörfum.“ „Trúi því að hollur matur hafi forvarnargildi“ Matgæðingarnir Þau Karl Eiríksson og Valentína Björnsdóttir hafa gaman af að elda grænmetisrétti. Grænmeti og baunir í kókoskarrísósu Skemmtilega krydd- aður grænmetisréttur sem á vel við í kuldanum. Grænmetistortilla Baunir geta verið sannkallaður herra- mannsmatur og eru þess utan góð búbót. Þegar nýtt ár gengur í garð erum við mörg hver uppfull af góðum ásetningi um að hreyfa okkur nú meira og borða hollari mat. Valent- ína Björnsdóttir gaf Önnu Sigríði Einarsdóttur nokkrar góðar upp- skriftir til að byrja árið með. Gulrótasúpa með engifer Litsterk súpa sem er full af vítam- ínum sem veitir ekki af á þessum árstíma. Morgunblaðið/Árni Sæberg matur 20 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Gulrótasúpa með engifer og kóríanderrjóma 1,5 l vatn 500 g gulrætur í bitum 200 g blómkál í bitum 1 tsk. ferskt engifer, smátt skorið 50 g sellerí, sneitt 100 g sætar kartöflur, afhýddar og skornar í bita 25 g grænmetiskraftur 1 tsk. smjör smá sítrónusafi salt og pipar Setjið vatnið í pott og allt grænmetið út í. Sjóðið í 20 mínútur, bætið út í grænmet- iskraftinum og maukið súpuna með töfra- sprota eða í matvinnsluvél. Bætið út í smjöri og sítrónusafa. Saltið og piprið eftir smekk. Kóríanderrjómi rjómi ferskt kóríander Setjið rjóma og ferskt kóríander saman í matvinnsluvél og þeytið saman þar til blandan þykknar. Borið fram með súpunni. Grænmetistortillur 5 stk. 10" tortillur Fylling olía til steikingar 1 rauðlaukur, sneiddur 3 hvítlauksrif 2 dl puy-linsur, soðnar (eða t.d. kjúklingabaunir) 1 paprika í bitum 100 g brokkólí í bitum 1 tómatur, skorinn í bita 3 dl Sólskinssósa frá Móður náttúru smá salt svartur pipar ½ bolli koríander 100 g rifinn ostur Steikið lauk, hvítlauk og papriku á pönnu látið brúnast aðeins. Bætið linsum, brokk- ólíi, tómötum og sólskinssósu saman við og hrærið öllu vel saman. Saltið og piprið eftir smekk. Látið fyllinguna kólna aðeins og bætið rifnum osti saman við. Fyllingin er sett á um 5 pönnukökur, þær brotnar saman í hliðunum og þeim rúllað upp. Bakað við 170°C í um 15 mín- útur. Grænmeti og baunir í kókoskarrísósu olía 2 laukar, saxaðir 1 msk. engifer, fínt skorið 2 hvítlauksrif, söxuð 2 tómatar í bitum ½ tsk. kóríanderfræ ½ tsk. cummin-fræ 2 msk. Karrý deluxe frá Pottagöldrum negull á hnífsoddi chili eftir smekk ½ tsk. svartur pipar 1 dós kókosmjólk 1 dl mangó-smoothie 1 tsk. grænmetiskraftur smá sítrónusafi 1 paprika í bitum 300 g blómkál í bitum 200 g soðnar kjúklingabaunir 1 msk. smjör ½ bolli ferskt kóríander salt eftir smekk Steikið lauk, engifer og hvítlauk í potti, bætið út í tómötum og hrærið öllu kryddinu saman við. Setjið kókosmjólk, mangó- smoothie og grænmetiskraft út í og látið suðuna koma upp. Bætið restinni út í pott- inn og látið grænmetið mýkjast í um 5-10 mínútur. Borið fram með hýðishrísgrjónum. annaei@mbl.is Valentína verður með eins dags mat- reiðslunámskeið nú í janúar og febrúar og er áhugasömum bent á að setja sig í sam- band við hana í síma 862 8296.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.