Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þjóðin fylgist að sjálfsögðu spennt með hver hagnaður bankanna verður af því að hella víni í ráðherrana. VEÐUR Einn helsti kostur lýðræðisins erað almenningur fær vald til þess að segja nei.     Að vísu gerist það alltof sjaldanað almenningur er spurður. Enda aldrei að vita upp á hverju fólk getur tekið.     Ánægjuleg undantekning á þvívar atkvæðagreiðslan meðal Hafnfirðinga um stækkun álversins í Straumsvík. Kosn- ingaþátttaka var glæsileg og hlýtur að kalla á að fleiri slíkar ákvarðanir verði tekn- ar með íbúakosningum. Nið- urstaðan með naumum meirihluta var: „Nei“.     Meðal röksemda Alcan var aðstækkun væri „forsenda þess að fyrirtækið gæti haldið velli í samkeppni við álver um allan heim á næstu áratugum“. Einnig að með því „að auka framleiðslugetuna upp í 460 þúsund tonn með nýjustu og bestu tækni“ yrði „hægt að tryggja framtíð rekstursins í Straumsvík og þau störf sem þúsundir ein- staklinga hafa framfæri af“.     Auðvitað á það ekki við í lýðræð-isþjóðfélagi að hóta kjósendum með því að fyrirtæki hverfi á braut ef ekki er farið að vilja þess. Hvað þá að stilla starfsmönnum upp við vegg með því að þeir missi störfin sín.     Rúmu hálfu ári síðar hefur Alcanboðað aukningu á framleiðslu álversins í Straumsvík, í núverandi kerskálum, um 40 þúsund tonn ári. Slík aukning kallar á miklar fjár- festingar. Og álverið varla á förum! Það eru rök fyrir íbúakosningum að kjósendur láta ekki stilla sér upp við vegg. Hvað um stjórn- málamenn? STAKSTEINAR Álverið í Straumsvík. Rétturinn til að segja nei SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                     *(!  + ,- .  & / 0    + -               ! ! "! "   #        12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (   $     % !!&   % &   #'       :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? "  " $" "    " $"  " "       "                             *$BC !!           !    "" #" $  %  "" &    '  *! $$ B *! ( )  * !  !) !   '  +' <2 <! <2 <! <2 (  *  !, &-!.'/  D2 E                 B  ($ )! "%*    *  +,      $ " $    -     %,)   , &   .  /     "" / ' $    -   0%"  &    '  01! !'22 ' ! !3 ''!, & Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ágúst H. Bjarnason | 3. janúar Nýárshalastjarnan Tuttle Annað slagið birtast halastjörnur á himn- inum. Stundum koma þær óvænt, en stund- um koma þær aftur og aftur, jafnvel með ára- tuga millibili. Alltaf ríkir þó óvissa um hve mikilfenglegar þær eru. Nú er halastjarnan 8P/Tuttle á stjörnuhimninum. Hún er þó á mörk- um þess að sjást með berum augum, en sést með handsjónauka, þ.e. ef vel viðrar. Það er þó ekkert síðra- Meira: agbjarn.blog.is Júlíus Valdimar Finnbogason | 3. janúar Benitez heldur enn í vonina! Ég er stuðningsmaður Liverpool og búinn að vera í tæp 27 ár eða frá 5-6 ára aldri og hef aldr- ei á ævinni verið eins pirraður á nokkrum manni og Rafael Beni- tez. Maðurinn getur ekki stýrt Liver- pool í ensku deildinni það er alveg ljóst. Rafa er snillingur þegar kemur að útsláttarkeppnum en EPL er deild sem hann ræður ekki við. Þar fyrir ut- an þá sólundar hann peningum í ... Meira: juliusvf.blog.is Kristinn Petursson | 3. janúar Bankaleynd – bara stundum? Sumt í starfsemi fyrir- tækisins Lánstraust – tel ég að orki tvímælis (sbr. þessa færslu) – um meðferð persónu- upplýsinga og friðhelgi einkalífs. Einfaldasti rökstuðningurinn í því máli – er svokölluð bankaleynd að meðferð upplýsinga um einkamálefni – séu einkamál – og skuli því með- höndlast sem slíkar. Ef aðilar skulda - virðist allt í einu verða til nýtt ... Meira: kristinnp.blog.is Einar Kristinn Guðfinnsson | 3. janúar Tími hins þrönga sjónarhorns Áramótin eru tími upp- gjöra. Ekki er óalgengt að menn séu kvaddir til og þeir beðnir um að segja álit sitt á helstu atburðum líðandi árs. Þetta er oft fróðlegt. Bæði fyrir það sem sagt er og einnig í ljósi þess sem ekki er sagt. Það er kannski til marks um sjálfhverf við- horf þess sem hér stýrir tölvubendli að athygli mín beindist ekki síst að því sem ekki var sagt. Þögnin getur nefnilega verið ótrúlega upplýsandi. Sumpart má sjá af áliti manna að minni þeirra nær oft til nýliðinna at- burða og því falla atburðir sem gerast fyrr á árinu frekar í gleymskunnar dá. Það skýrir væntanlega sumt, en verð- ur varla sagt um allt. Skrýtið var til dæmis að lesa að í svörum álitsgjafa mátti sjá að ofar voru í sinni þeirra, hinir dramatísku dagar þegar borg- arstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík féll, en alþingiskosningarnar í vor og stjórnarmyndun Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Hefði þó mátt ætla að alþingiskosningar, lok 12 ára stjórn- arsamstarfs og myndun ríkisstjórnar tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna gætu ratað inn í analýsur um minn- isstæða atburði. Segja má að í um- fjöllunum hafi þessir atburðir verið sem lítil neðanmálsgrein. Annað vakti líka athygli – og furðu. Það var til dæmis áberandi að í upp- gjöri um atvinnulíf og efnahagsmál, var samviskusamlega sneitt hjá því að leita álits allra helstu útflutnings- greinanna. Kastljósinu var nær ein- göngu beint að skoðunum úr fjár- málageiranum. Hvergi gat til dæmis að líta viðhorf fólks í sjávarútvegi. Hefði þó mátt ætla að forvitnilegt væri að lesa eða heyra skoðanir manna í þeirri grein sem hefur mátt búa við gríðarlegar sviptingar á nýliðnu ári, sem hafa munu áhrif á framvindu hins nýja árs. Niðurskurður aflaheimilda og svipt- ingar á gjaldeyrismörkuðum hafa mik- il áhrif á þessa burðargrein íslensks atvinnulífs. Það var þó ekki tilefni til hjá nokkrum fjölmiðli að fjalla um það, svo einhverju nemi. Önnur stór og – og mjög vaxandi út- flutningsgrein – stóriðjan, var heldur ekki til umfjöllunar. Var þó árið 2007 stórt ár á þessu sviði. … Meira: ekg.blog.is BLOG.IS FRÉTTIR UM áramótin fluttust Skógrækt rík- isins, Landgræðsla ríkisins og Vatnamælingar Orkustofnunar til umhverfisráðuneytisins í samræmi við breytingar sem gerðar voru á verkefnaskiptingu innan stjórnar- ráðsins með breytingu á lögum frá Alþingi skömmu fyrir jól. Frá sama tíma fluttist matvælasvið Umhverf- isstofnunar til sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytisins. Með þessum breytingum verður umtalsverð aukning á umsvifum um- hverfisráðuneytisins. Þannig fjölgar stofnunum ráðuneytisins um þrjár. Þær voru níu en verða tólf þangað til um næstu áramót þegar Veðurstofa Íslands og Vatnamælingar Orku- stofnunar sameinast í eina stofnun. Við þessar breytingar fjölgar starfs- mönnum á vegum ráðuneytisins úr um 280 í 470 og fjárhagsleg umsvif aukast um 20%, segir í frétt frá ráðu- neytinu. Skógrækt ríkisins er þekkingar-, þróunar- og þjónustuaðili sem vinn- ur með og fyrir stjórnvöld, almenn- ing og aðra hagsmunaaðila að rann- sóknum, þróun, ráðgjöf og þekkingarmiðlun á sviði skógrækt- ar. Landgræðsla ríkisins vinnur að stöðvun jarðvegs- og gróðureyðing- ar, endurheimt landkosta, gróðureft- irliti og gróðurvernd. Ennfremur að fræðslu, leiðbeiningum, rannsóknum og þróunarstarfi á þessu sviði. Orkustofnun heyrir tímabundið undir tvö ráðuneyti Vatnamælingar munu starfa áfram fyrst um sinn sem deild innan Orkustofnunar eða þar til ný stofnun tekur yfir starfsemi Vatnamælinga og Veðurstofu Íslands. Er þegar haf- inn undirbúningur að myndun hinn- ar nýju stofnunar í umhverfisráðu- neytinu. Stefnt er að því að stofnunin taki til starfa eigi síðar en 1. janúar 2009. Orkustofnun mun þannig heyra undir tvö ráðuneyti þar til ný stofn- un tekur til starfa þ.e. iðnaðarráðu- neyti og umhverfisráðuneyti eftir því hvaða málefni stofnunarinnar eiga í hlut. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Gróska Unaðsreitur skógræktar- félagsins á Djúpavogi. Aukin umsvif um- hverfisráðuneytis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.