Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 27
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
JÚLÍANA KRISTÍN PÁLSDÓTTIR
lést sunnudaginn 30. desember.
Útför hennar fer fram frá Víðistaðakirkju
þriðjudaginn 8. janúar kl. 13:00.
Páll Brynjólfsson, Margaret Brynjólfsson,
Gunnar Sigfússon, Inga Lára Karlsdóttir,
Jón Gunnarsson,
Borgar Gunnarsson,
Sóley Gunnarsdóttir, Jón Briem Steindórsson,
barnabörn og langömmubarn.
✝
Eiginmaður minn,
RAGNAR LÁRUSSON
teiknari,
Grænlandsleið 43,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn
31. desember.
Jarðarförin verður auglýst síðar,
Kristín Pálsdóttir.
✝
Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi,
JÓN GÍSLASON
andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 1. janúar 2008.
Útförin verður auglýst síðar.
Ingunn Jónsdóttir, Eggert Bergsson,
Bergdís I. Eggertsdóttir, Grettir Sigurðarson,
Pálína S. Eggertsdóttir, Nikulás K. Jónsson,
Sonja Eggertsdóttir,
Hlynur Eggertsson,
systkinabörn og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær systir mín, mágkona og frænka,
SIGRÍÐUR JÓNÍNA GARÐARSDÓTTIR,
Aðalstræti 74,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn
7. janúar kl. 13.30.
Gylfi Marinó Garðarsson,
Sigurrós Jónsdóttir,
Hafdís Pálsdóttir,
Sigurpáll Pálsson.
✝
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR
dvalar- og hjúkrunarheimilinu Lundi,
Hellu,
áður til heimilis að Egilsbraut 23
Þorlákshöfn,
lést fimmtudaginn 27. desember.
Útförin fer fram frá Þorlákskirkju laugardaginn
5. janúar kl. 14.00.
Ragnhildur Ásgeirsdóttir, Ingi Ólafsson,
Laufey Ásgeirsdóttir, Heimir Guðmundsson,
barnabörn og langömmubörn.
✝ Jónína Frið-björg Tómas-
dóttir fæddist í
Auðsholti í Biskups-
tungum 4. febrúar
1923. Hún lést á
heimili sínu, Dal-
braut 25 í Reykja-
vík, að morgni að-
fangadags, 24.
desember síðastlið-
ins. Foreldrar henn-
ar voru Tómas Tóm-
asson frá Auðsholti,
f. 9. október 1874, d.
12. mars 1952, og
Vilborg Jónsdóttir frá Syðra-Seli,
f. 10. október 1879, d. 22. janúar
1960. Systkini Jónínu eru Guð-
mundur Jón, f. 24.2. 1907, d. 1. 5.
1975, Sesselja, f. 22.5. 1908, d. 3.2.
1992, Sigríður, f. 28.9. 1909, d.
29.1. 1987, Tómas 3.1. 1911, d.
3.12. 1974, Einar Guðni, f. 6.9.
1912, d. 25. mars 1988, Guðrún, f.
11.4. 1916, d. 13.12.
1995, Hjálmar Guð-
mundur, f. 11.9.
1917, d. 4.4. 2001, og
Þorfinnur, f. 24.5.
1920.
Jónína giftist í
Reykjavík 28. júlí
1951 Stefáni Jóni
Steinþórssyni, f. 4.
desember 1915.
Synir þeirra eru: 1)
Steinþór, f. 11.5.
1951, kvæntur Hildi
Pétursdóttur, f.
30.8. 1962, börn
þeirra eru Hrannar, f. 27.4. 1989,
og Andrea, f. 9.11. 2000, og 2)
Friðberg, f. 11.6. 1958, kvæntur
Áslaugu Birnu Ólafsdóttur, f.
17.6. 1960, börn þeirra eru Þórdís,
f. 21.4. 1984, og Atli, f. 13.8. 1988.
Jónína verður jarðsungin frá
Víðistaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Horfin er á braut tengdamóðir
mín Jónína. En eins og Andrea, 7 ára
gömul dóttir mín, komst að orði er
hún fékk fréttirnar um að amma
væri dáin; „Hvað gerum við þá á
sunnudögum?“ Það var alltaf gott að
koma til þeirra hjóna, Jónínu og
Stefáns. Slegið var upp veisluborði í
hvert sinn, enda þau mjög rausnar-
leg í alla staði bæði tvö. Mikil breyt-
ing varð á högum þeirra þegar Stef-
án flutti upp í Seljahlíð og Jónína fór
í minni íbúð á Dalbrautinni. Heils-
unni fór að hraka, en ekki kvartaði
hún. Hún bar sig ótrúlega vel, alltaf
var gaman að ræða við hana en hún
lá aldrei á skoðunum sínum og var
alltaf rösk fram á síðasta dag. Ég hef
þekkt Jónínu í nærri 9 ár, tók hún
mér og syni mínum Hrannari eins og
við hefðum alltaf verið í fjölskyld-
unni, ég þakka henni fyrir það.
Horfin ertu héðan vina kæra
hnigin ertu nú í svefninn væra.
Sofðu vært uns sólin fagra skín
á sælulandi gleðin aldrei dvín.
(Lilja Guðmundsdóttir)
Hvíl í friði, elsku tengdamamma.
Þín
Hildur.
Jónína Friðbjörg
Tómasdóttir
Fleiri minningargreinar um Önnu
Sigríði Þorsteinsdóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu á
næstu dögum.
Fleiri minningargreinar
um Jónínu Friðbjörgu Tómas-
dóttur bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu á næstu dögum.
ekki annað mögulegt en bæta
meynni við heimilisskarann. Sigga
var ekki alveg reynslulaus þar sem
hún hafði að miklu leyti séð um
heimilið frá 9 ára aldri. Þessi sam-
kennd sem kom fram við þetta atvik
hefur einkennt fjölskyldulíf þessara
systkina.
Sigga vann í Vinnslustöð Vest-
mannaeyja um tíma. Þar var þá
smælingi með henni í pökkuninni. Sú
kona var lögð í einelti af yfirmanni
nokkrum. Dag einn gleymdi þessi
kona slæðunni heima, en allar sem
unnu í pökkun þurftu að hylja hár
sitt. Yfirmaður hennar tók ekki í mál
annað en konan færi heim til að ná í
slæðuna. Þar sem þessi kona átti
heima fyrir utan bæinn var hér um
talsverðan spöl að ræða. Hún grét
yfir þessari harðneskju og ætlaði að
fara af stað. Sigga kemur þá að henni
og spyr hví hún gráti og sé ekki á
leiðinni í pökkunarsalinn. Hún segir
Siggu alla sólarsöguna. Þá grípur
Sigga til flökunarhnífsins, tekur
slæðuna af sér og sneiðir hana til
helminga, horn í horn, og lét hana
hafa annan hlutann. Verkstjórinn
átti ekki orð yfir þetta og báðar stöll-
urnar gátu unnið án truflunar eða
bónusskerðingar.
Á hvítasunnunni 1966 flytjast þau
Gísli og Sigga ásamt börnunum frá
Vestmannaeyjum til Hveragerðis.
Þegar þangað kom lék hún sér að því
að taka á móti fullum rútum af gest-
um. Ég veit að margur gleymir ekki
þeim höfðinglegu móttökum sem þar
voru.
Ég kveð tengdamóður mína með
ljúfum minningarbrotum og kæru
þakklæti fyrir örlætið og hlýjuna
sem hún sýndi mér og mínu fólki.
Snorri í Betel.
Fleiri minningargreinar
um Halldóru F. Þorvaldsdóttur
bíða birtingar og munu birtast í
blaðinu á næstu dögum.
✝ Halldóra Finn-laug Þorvalds-
dóttir fæddist í
Reykjavík 15. maí
1929. Hún lést á
dvalarheimilinu
Hlévangi í Keflavík
sunnudaginn 30.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Katr-
ín Guðmunda
Einarsdóttir, f. í
Svefneyjum í
Flateyjarhreppi
2.10. 1895, d. 18.5.
1978, og Þorvaldur Pétursson, f.
á Selskerjum í Múlahreppi 19.10.
1887, d. 21.3. 1942. Systkini
Halldóru voru samtals sjö en
fjögur dóu í frumbernsku á ár-
unum. 1923-1928. Þau sem upp
komust eru: Ólína Kristín, f.
13.4. 1921, d. 17.2. 1987, Sigríð-
ur Petra, f. 15.4. 1931, og Þórð-
ur Ólafur, f. 26.2. 1934, d. 15.5.
1992.
Halldóra giftist 15.6. 1952
Árna Árnasyni útgerðarmanni, f.
26.5. 1930, d. 1.4. 1993. For-
eldrar hans voru þau Árni Magn-
ússon útvegsbóndi í Landakoti
Sandgerði, f. 1886, d. 1966, og
Sigríður Júlíana Magnúsdóttir, f.
Auður Krista og Andrea Hrönn.
b) Halldóra maki Gunnar Gunn-
arsson, dóttir þeirra er Ingi-
björg Ösp. c) Árni. Dóttir Þor-
valdar er Hafdís Helga. Maki
Sigurður Hilmar Ólafsson. Börn
þeirra eru Eyrún Líf og Rósm-
arý Kristín. Sonur Hafdísar er
Styrmir Gauti. 3) Magnea, f. 2.1.
1953, d. 28.12. 1953. 4) Magnea,
f. 17.1. 1955. Börn hennar og
Viðars Lökens eru: a) Sonja Ýr,
maki Pål Kullerud. b) Therese,
maki Per Kristian Vestre. c)
Árni, maki Annika Olsson. d)
Victoria Katrin. 5) Katrín Hall-
dóra, f. 30.7.1960. Maki Helgi
Laxdal. Börn þeirra eru Arnar
Jökull og Arndís Halla.
Halldóra ólst upp í Flatey á
Breiðafirði til 14 ára aldurs en
fluttist þá til Reykjavíkur með
móður sinni og systkinum. Hún
fluttist síðan til Sandgerðis vet-
urinn 1951 er þau Árni hófu bú-
skap í Landakoti og bjó þar alla
tíð til ársins 2000. Eftir það bjó
hún á dvalarheimilinu Hlévangi
til dánardags. Halldóra var hús-
móðir stærstan hluta ævinnar
auk þess sem hún starfaði með
hléum við fiskvinnslu í Sand-
gerði fram til ársins 1972. Þá
starfaði hún við eigið útgerð-
arfyrirtæki ásamt eiginmanni
sínum. Eftir lát hans árið 1993
rak hún útgerðina til ársins
1997.
Halldóra verður jarðsungin
frá Hvalsneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
1887, d. 1961. Hall-
dóra og Árni eign-
uðust fimm börn.
Fyrir átti Halldóra
Hrefnu, f. 2.11.
1947. Maki Viðar A.
Markússon. Börn
þeirra eru: a) Mar-
grét Ósk, maki Sig-
urbjörn Árni Árna-
son, dætur þeirra
eru Hrefna Ösp,
Margrét Dögg og
Stefanía Eir. b)
Halldóra Árný,
maki Daði Rún-
arsson. c) Þorgerður Ásdís, maki
Halldór Halldórsson, börn þeirra
eru Bergþóra Hulda, Selma Rún
og Halldór. d) Markús Auðunn.
Börn Árna og Halldóru eru: 1)
Sigríður Árný, f. 20.12. 1950.
Maki Sigurður H. Guðjónsson, d.
1996. Börn þeirra eru: a) Aldís
Guðný, maki Kristján Arnarsson.
Synir Aldísar eru Sigurður Guð-
jón og Gabríel Orri. b) Hildur
Brynja, maki Erlendur Guð-
mundsson, sonur þeirra er Emil
Snær. c) Málfríður Dögg. 2) Þor-
valdur, f. 22.1. 1952. Maki Auður
Harðardóttir. Börn þeirra eru:
a) Hörður Már, maki Þórdís
Þórðardóttir. Dætur þeirra eru
Elsku amma, nú hefur þú fengið
hvíldina sem þú varst farin að bíða
eftir.
Minningarnar sem við eigum af
ömmu okkar og afa í Landakoti eru
dýrmætar.
Við hlökkuðum alltaf til að koma
í heimsókn til þeirra í Sandgerði.
Þar var margt hægt að bralla og
það brást ekki að við enduðum með
að suða í mömmu og pabba um að
fá að gista þar við lok hverrar
heimsóknar. Þar vorum við vön að
leika okkur úti á stóra túninu um-
hverfis húsið, fara í feluleiki og
gramsa í fjósinu þar sem gamlir
ónýtir bílar voru ásamt ýmsum for-
vitnilegum hlutum, svo ekki sé
minnst á alla kettina sem fengu
mjólk og rjóma hjá ömmu.
Skemmtileg voru líka gamlárs-
kvöldin hjá ömmu og afa því þar
voru stærstu bomburnar og girni-
legar klessur eins og amma kallaði
alltaf kökurnar sem hún bakaði.
Gaman var að skreppa í bíltúr með
afa á pickupnum þar sem bekk-
urinn frammí hafði svo stóra
gorma að maður tókst á loft í
stærstu holunum. Einnig er okkur
minnistætt þegar báðir nafnar
hans afa fengu að taka í sundur
gamla Renault-inn hennar ömmu
eða ,,fjarska fríð“ eins og hún kall-
aði hann. Í Landakoti fengum við
síðan alltaf að velja okkur herbergi
til að sofa í en herbergin voru mörg
og hvergi sváfum við betur. Ávallt
bauðst okkur að sofa út en spenn-
ingurinn var svo mikill á morgnana
að við vorum komin eldsnemma á
fætur til að horfa á stöð tvö og fá
kókópuffs í morgunmat, en af því
átti amma alltaf nóg.
Nú að leiðarlokum kveðjum við
elskulega ömmu okkar og óskum
henni góðrar ferðar.
Árni og Halldóra
Þorvaldsbörn.
Halldóra F.
Þorvaldsdóttir