Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR PILTURINN sem fannst látinn í Elliðavogi á miðvikudagskvöld hét Jakob Hrafn Höskulds- son, til heimilis að Bröndukvísl 14, Reykja- vík. Hann var fæddur 1. desember 1988. Foreldr- ar hans eru Höskuldur Höskuldsson og Aðal- heiður Ríkarðsdóttir. Tilkynnt var um hvarf Jakobs síðdegis á þriðjudag en þá hafði hann ekki sést síðan snemma á nýársmorg- un, skammt frá skemmtistaðnum Broadway í Ármúla. Umfangsmikil leit fór í gang en talið var að Jakob ætlaði að ganga heim til sín frá Broadway. Málið er enn í rannsókn og mun réttar- krufning fara fram af hálfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan telur ekki útilokað að Jakob hafi farið gangandi niður að Elliðavogi og drukknað þar. Aðstandendur hans vilja koma á fram- færi miklu þakklæti til lögreglu og björg- unarsveita og allra þeirra sem tóku þátt í leitinni. Rannsókn lögreglu fram haldið Jakob Hrafn Höskuldsson Aðstandendur þakka leitarmönnum Í FORSÆTISRÁÐUNEYTINU hefur ekki verið tekin afstaða til þess hvort samd- ar verða tillögur að lögum um fjármál og upplýsingaskyldu frambjóðenda í embætti forseta Íslands. Þegar lög um fjármál stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til Alþingis og sveitastjórna og frambjóðenda í persónukjöri voru sam- þykkt skömmu fyrir jól 2006 var ákveðið að taka út úr frumvarpinu ákvæði um forseta- frambjóðendur. Allsherjarnefnd Alþingis beindi því þess í stað til forsætisráðherra að semja nýjar tillögur að reglum um forseta- frambjóðendur. Gréta Ingþórsdóttir, aðstoðarmaður for- sætisráðherra, sagði að frumvarpið hefði á sínum tíma verið lagt fram af formönnum allra flokka. Forsætisráðherra hefði rætt það sem snýr að forsetaframbjóðendum við hina formennina en ekki hefði myndast grundvöllur til að leggja fram tillögur að reglum þá og því væru ekki uppi áform um að gera það í bráð. Hún útilokaði þó ekki að tillögur gætu litið dagsins ljós á vorþingi og í sjálfu sér gætu slík lög tekið gildi fyrir kosningar, þ.e. ef kosið verður milli fram- bjóðenda. Vinna ekki að reglusmíð ♦♦♦ ÞAÐ verður ekkert lát á rigningunni og úr- komunni sem staðið hefur yfir með litlum hléum frá því snemma síðastliðið haust eftir óvenjulangan og mikinn þurrkakafla í fyrra- sumar um allt land. Samkvæmt veðurspánni verður áfram úrkoma og hiti yfir frostmarki á landinu um helgina. Í næstu viku kólnar svo í veðri og gengur á með éljum ef spár ganga eftir. Morgunblaðið/Frikki Ekkert hlé á úrkomunni um helgina Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „UM hálfáttaleytið í fyrrakvöld kom 13 ára dóttir mín heim. Hún sýndi mér Bónus-stuttermabol og sagðist hafa verið að vinna í Bónus síðan klukkan tvö um daginn,“ seg- ir Auður Brynja Proppé. Dóttir hennar hafði nokkru áður, í leyfisleysi foreldranna, spurst fyr- ir um það í Bónus hvort hún gæti fengið vinnu í jólafríinu. Hinn 2. janúar sl. var hringt úr földu núm- eri heim til Auðar og spurt nafn- laust eftir þeirri 13 ára og hún boð- uð til vinnu. Stúlkunni þótti spennandi að vinna sér inn peninga og vildi koma foreldrum sínum á óvart. „Þegar hún mætir í Bónus er hún látin fylla út eyðublað með almenn- um upplýsingum. Hún var aldrei spurð hvort hún hefði leyfi foreldra og heldur ekki gefnar upplýsingar um laun eða réttindi. Hún veit ekki hvað maðurinn heitir sem tók á móti henni eða hvort hann var yf- irmaður. Því næst fékk hún hálf- tíma sýnikennslu á kassa og byrjaði að því loknu að vinna,“ segir Auður. Dóttir hennar hafði séð aðra 13 ára stúlku sem var að byrja sama dag og var einnig sett á kassa í versluninni. „Ég tel það hlutverk Bónuss sem fyrirtækis að fara eftir lögum og brjóta þau ekki á þrettán ára krökkum sem vita ekki betur,“ segir Auður. Brot á reglum Í reglugerð um vinnu barna og unglinga 426/1999 eru ungmenni undir 15 ára aldri skilgreind sem börn, þau megi taka að sér „létt störf í sérverslunum og stórmörk- uðum […] undanskilin er vinna við greiðslukassa“. Það er því brot á reglum að láta börn yngri en 15 ára í afgreiðslustörf á kassa. „Þetta er ekki til fyrirmyndar og við getum gert mun betur líkt og margir aðrir,“ segir Svanur Val- geirsson, starfsmannastjóri Bón- uss. Inntur eftir því að 13 ára börn séu sett á kassa í versluninni segir hann það mistök. „Ég tek það ekki í mál að börn séu 13 ára á kassa, það á ekki að vera þannig,“ segir Svan- ur. Hann segir að reynt sé að stýra því að börn yngri en 15 ára séu ekki í þessum störfum, en það geti kom- ið fyrir. „Þetta ýtir á okkur að hafa betra samráð við foreldra í öllum tilvikum og við munum framvegis fara fram á skriflega heimild for- eldra þeirra barna sem við ráðum hér til vinnu,“ segir Svanur. Hyggjast taka á málunum „Ungmenni eru of ung sett í að afgreiða á kassa, eru ein við af- greiðslu í verslunum á kvöldin og jafnvel að selja tóbak,“ segir Gylfi Már Guðjónsson, umdæmisstjóri Vinnueftirlits ríkisins. Hann segir að Vinnueftirlitið hafi fundað með starfsmannastjórum stórmarkaðanna „og þeim er öllum fullljóst hvernig þessi mál eiga að vera, það er því enginn að brjóta lögin óvart. Það þyrfti að skerpa á viðurlögum varðandi slík brot og við erum nú að útfæra hvernig við getum komið að málinu með ákveðnari hætti. Við erum ósátt við hvernig ástandið er nú“. 13 ára á kassa í Bónus án vitundar foreldranna Of mörg tilfelli koma upp þar sem brotnar eru reglur varðandi vinnu barna Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is „ÞETTA er staða sem við sáum því miður fyrir, þótt við gætum ekki vit- að hvaða fyrirtæki kynnu að verða verr úti en önnur. Þetta er mynd- arlegt en ungt fyrirtæki, og sú ákvörðun að rifa seglin um sinn er skiljanleg, miðað við aðstæður,“ seg- ir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, sem ekki er hissa á uppsögnum 32 starfs- manna Krækis á Dalvík, sem til- kynnt var um í fyrradag. Uppsagnir samræmast spánni „Þegar kvótaniðurskurðurinn var tilkynntur og kom til framkvæmda í september á síðasta ári, þá reikn- uðum við með að á næstum 6-12 mánuðum myndi þetta birtast í fækkun fyrirtækja, sem myndu hætta starfsemi m.a. vegna hækk- andi hráefnisverðs og eins vegna hráefnisskorts,“ segir Arnar. „Við spáðum því að í fiskvinnslu einni gæti þetta leitt til fækkunar starfsfólks um 500-600 manns á einu ári, þ.e. um 10-12%. Þetta hefur smám saman verið að koma fram og þær ástæður fyrir uppsögnum sem forsvarsmenn Krækis á Dalvík nefna passa heilmikið inn í þessa mynd,“ segir hann, en ástæður upp- sagnanna eru meðal annars hátt gengi krónunnar, lágt gengi Banda- ríkjadals, hátt hráefnisverð og hrá- efnisskortur. Arnar segir hráefn- isverð hafa hækkað svo mikið að þegar magnið minnki, til dæmis þeg- ar kvóti er skorinn niður, dugi fram- legðin ekki til þess að reka fyr- irtækin. „Það er viðbúið að þetta muni eiga við á fleiri stöðum á næstu vikum og mánuðum og er nú þegar farið að koma fram í lokun fyr- irtækja.“ Allt þetta á líka við um fiskiskipin, að mati Arnars. Þar mun samdrátturinn birtast þannig að veiðiheimildir skipa verði í auknum mæli sameinaðar. Gengissveiflan kemur mjög illa við fiskvinnslufyrirtækin „Ofan í allt saman hefur gengi krónunnar verið sterkt og mjög sveiflukennt líka. Krónan er einfald- lega sterkari en mörg fyrirtæki ráða við. Núna er hún í ákveðinni mið- stöðu miðað við hvernig hún hefur verið að sveiflast. Hún hefur verið veikari á síðasta ári, en líka verið sterkari. Þessar miklu sveiflur í krónunni hafa komið afar illa við fyr- irtækin,“ segir Arnar að lokum. „Viðbúið að fleiri segi upp fólki“ Uppsagnirnar á Dalvík koma formanni Samtaka fiskvinnslustöðva ekki á óvart Í HNOTSKURN »Erlendir ríkisborgarar eruum 25% af heildarstarfs- mannafjölda í fiskvinnslu hér á landi, eða um 1000-1200 manns. »Yfir 4000 manns vinna fulltstarf í fiskvinnslu hérlendis, en Samtök fiskvinnslustöðva hafa spáð 500-600 uppsögnum í tengslum við niðurskurð þorsk- kvóta. »Hjá Kræki, sem sagði upp 32,var nær helmingur starfs- fólks útlendingar. TVEIR umsækjendur, sem ekki fengu stöðu héraðsdómara við Hér- aðsdóm Norðurlands eystra, hafa óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, var settur dóms- málaráðherra í þessu máli og mun hann veita rökstuðninginn eigi síðar en 10. janúar þegar frestur til þess rennur út, samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu. Frestur til að óska eftir rökstuðningi rennur út í dag. Þorsteinn Davíðsson, deildarstjóri hjá lögreglustjóra höfuðborgar- svæðisins og fyrrum aðstoðarmaður dómsmálaráherra, var skipaður. Nefnd sem fjallaði um hæfni um- sækjendanna mat alla umsækjendur hæfa en þrír voru mjög vel hæfir: Guðmundur Kristjánsson hrl., Hall- dór Björnsson, aðstoðarmaður hæstaréttardómara og Pétur Dam Leifsson. Þorsteinn og Ragnheiður Jónsdóttir, löglærður fulltrúi sýslu- mannsins á Húsavík, voru metin hæf. Tilbúinn 10. janúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.