Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 25 ✝ Snorri Karls-son fæddist í Reykjavík 15. apríl 1930. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 19. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Karl Guðmundsson lög- regluþjónn, f. 16. júní 1895, d. 13. febrúar 1971 og Gunnlaug Char- lotta Eggertsdóttir húsmóðir, f. 14. maí 1905, d. 6. desember 1990. Systkini Snorra eru Hörður list- málari, f. 1933, búsettur í Wash- ington, Rósa húsmóðir í Reykja- vík, f. 1941 og Sigurlaug Ragnheiður, f. 1943, d. 1996. Snorri kvæntist, 16. júlí 1960, Sigríði Guðmundsdóttur, f. 8. ágúst 1929, d. 29. júlí 2003. Dætur þeirra eru: a) Agla grunnskólakennari, f. 1959, gift Friðriki Sigurjónssyni bónda, f. 1961 búsett í Biskupstungum. Dætur þeirra eru Freydís Halla, f. 1993 og Freyja Hrönn, f. 1999. b) Sigrún skrifstofumað- ur, f. 1961, gift Gunnari Má Ás- geirssyni ráðgjafa, f. 1965 bú- sett í Kópavogi. Börn þeirra eru Ásgerður Júlía, f. 2003 og Rak- el Tinna, f. 2003. Sonur Sigrún- ar og Ásgeirs Úlfarssonar húsa- smiðameistara er Snorri Freyr pípulagninganemi, f. 1982, unn- usta Svanfríður Hafberg, f. 1987. Áður átti Snorri Guðbjörgu Jóhönnu, f. 1957, gift Auðuni Hilm- arssyni, búsett í Mosfellsbæ og eiga fjögur börn. Ástríða Snorra lá í handverki. Listaverk hans, tálguð í tré, bera handbragði hans fagurt vitni. Snorri var mikill áhuga- maður um um- hverfismál og skrifaði einna fyrstur manna um þau mál í dagblöðin. Var hann jafnframt mikill áhuga- maður um ferðalög, íþróttir og ljósmyndun. Snorri lagði stund á útivist, ferðaðist víða um Ís- land með fjölskylduna og var formaður Landverndar. Snorri iðkaði frjálsar íþróttir á yngri árum. Hann var einn af stofn- endum Breiðabliks í Kópavogi og sat í fyrstu stjórn þess. Snorri var listhneigður og starfaði með Leikfélagi Kópa- vogs, málaði og hannaði leik- myndir. Snorri var í mörg ár yfirmaður kjörstjórnar í Kópa- vogi fyrir bæjar- og sveita- stjórnarkosningar. Snorri vann bróðurpart af sínum starfsferli hjá Tollstjóranum í Reykjavík sem yfirtollvörður. Útför Snorra verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst afhöfnin klukkan 13. Fyrstu minningar mínar af móð- urbróður mínum er um dökkan svipsterkan mann, líkan föður sín- um. Hjóðlátur og hæverskur mað- ur, en ef eitthvað vakti kátínu hans mátti heyra hlátursköllin langar leiðir. Fyrir mig sem barn var spenn- andi að heimsækja frænda, enda bjó hann við hliðina hjá ömmu og afa á Kársnesbrautinni. Þar átti ég tvær frænkur á svipuðum aldri. Snorri hafði smíðað úti í garði, handa Öglu og Sigrúnu, lítið dúkkuhús sem var spennandi fyrir unga stúlku. Það hefur sennilega tekið á þolinmæði fjölskyldunnar að hafa okkur öll frændsystkinin hlaupandi um allt, enda var Kópa- vogur á þessum tíma sveit og afi Karl með smá búskap fyrir neðan húsin. Snorri var listasmiður og það eru margir útskornir saumakassar, lampar, gestabækur og styttur sem prýða heimili skyldmenna og vina. Minnist rússajeppa í innkeyrsl- unni sem ég bæði dáði og óttaðist. Það voru ekki margir sem áttu slíkan bíl og hefur hann eflaust vakið athygli margra. Ég var oft með annan fótinn inni á heimili Snorra og Sissu sem hálf- fullorðinn einstaklingur. Fyrir mig sem var ekki vön föstum reglum var sérstakt að koma inn á heimili sem hafði fastar reglur, kvöldverð- ur kl 18.00, fastur drekkutími með bakkelsi um helgar. Snorri og Sissa gáfu dætrum sínum gott veganesti fyrir lífið. Það er sárt að missa báða foreldra sína á stuttum tíma, á aldri sem einstaklingar ættu að fá að njóta þess að vera hætt að vinna, njóta lífsins með börnum sínum og barnabörnum. Ég votta frænkum mínum og fjölskyldum þeirra samúð mína. Arna Hrönn Pálsdóttir. Elsku frændi og vinur okkar. Stutt er á milli sorgar og gleði. Þú andaðist 19. desember og Hörður sonur okkar útskrifaðist sem stúd- ent daginn eftir. Þú, Hörður, ég og Þórir vorum vön að hittast á tveggja vikna fresti til að horfa saman á Evrópumeistarakeppnina í knattspyrnu og eiga saman nota- legar stundir. Kynslóðabilið skipti ekki máli 20-77 ára, konur eða karlar, allir sem einn. Ef við Þórir vorum ekki til staðar hittust þið tveir, horfðuð á boltann og elduðuð saman. Nú erum við þrjú eftir og þín verður sárt saknað í vetur. Herði fannst svo gaman að fá þig og hlusta á þig. Þú varst svo fróður um margt og þér fannst líka gam- an að hlusta á Hörð hrópa og garga og nota mörg skemmtileg orðatiltæki sem tilheyra knatt- spyrnunni. Snorra kynntumst við mest og nánast á síðustu fimm árin. Skemmtilegur og traustur vinur. Við borðuðum saman, fórum saman í ferðalög, t.d. ógleymanlega ferð um Sprengisand, Austfirði og Suð- urland sumarið 2006. Einstaklega skemmtilega ferð með pabba, Mar- íu konu hans um Kjöl, Akureyri og nágrenni þar sem mikið var hlegið og skemmt sér. Þórir átti með þér ánægjulegar og ógleymanlegar veiðiferðir þar sem þið gistuð í veiðikofa með félögum ykkar Munda og Guðjóni. Fjölskylda mín byggði bústað sumarið 2006 í Borgarfirðinum. Snorri kom nokkrum sinnum til okkar og allir áttu saman skemmti- legar stundir þar sem hann var hrókur alls fagnaðar, ungur í anda. Snorri var mikill listamaður, tálguskáld var hann. Hann bjó til fallegt skilti á bústaðinn okkar sem eftir er tekið og útskorna gestabók í stíl. Þetta voru hans síðustu verk. Síðasta skiptið sem hann kom í bú- staðinn síðla sumars, þá nýbúinn að fá að vita um meinið sem dró hann til dauða á örfáum mánuðum. Hann dvaldi hjá okkur í tvo daga þar sem hann kenndi okkur ým- islegt um gróður, m.a hvað mætti gera við litlu birkigræðlingana sem eru hér og þar í nágrenni bústað- arins. Garðurinn við heimili hans við Huldubrautina ber glöggt vitni um virðingu fyrir náttúrunni og listsköpun hans. Snorri hefur alltaf verið trausti og hlýi frændinn, stundum í fjar- lægð en líka í mikilli nálægð, það var gott að vita af honum og geta leitað til hans. Þegar á reyndi brást hann ekki. Þín er sárt sakn- að, þú varst börnum okkar Erlu og Herði eins og afi. Þau eiga Hörð afa í Ameríku, bróður þinn sem þú hjálpaðir stundum með afahlut- verkið. Ég, Þórir og fjölskyldan öll sendum dætrum hans og fjölskyld- um þeirra innlegar samúðarkveðj- ur. Farðu í friði, frændi og vinur, við sjáumst síðar. Hjördís Harðardóttir. Snorri Karlsson við stofnun þessárið 1957. Fyrstu 2árin var hann varamaður, síðar gjald- keri og þar eftir ritari en tók svo árið 1972 við formennsku af vini sínum Sverri Hermannssyni. Björn var for- maður LÍV til ársins 1989 en sat síð- an áfram í sambandsstjórn til ársins 1997. Hann hefur því gegnt öllum embættum, sem kosið er til innan LÍV. Samhliða formennskunni var hann starfsmaður sambandsins. Auk þessa gegndi hann fjölmörg- um trúnaðarstörfum fyrir hönd LÍV og átti sæti í fjölda stjórna og nefnda. Hann sat m.a. fyrir hönd LÍV í mið- stjórn ASÍ 1976-1988 og var varafor- seti þess 1980-1988. Björn var sæmd- ur gullmerki LÍV fyrir störf sín. Frumkvæðið að stofnun LÍV kom frá VR en það hafði orðið hreint laun- þegafélag árið 1955. Sverrir Her- mannsson, vinur Björns og skóla- félagi, var ráðinn til VR 1956 og var þá hafinn undirbúningur að stofnun LÍV. Björn kom með honum inn í fyrstu stjórnina og Guðmundur H. Garðarsson varð formaður VR sama ár. Þessir þrír háskólamenntuðu menn, Björn, Sverrir og Guðmundur voru kröftugir baráttumenn en óneit- anlega nokkuð ólíkir þeim öðrum, sem voru í forystu á þeim tíma. Þeim fylgdu nýir og ferskir vindar. Við erum þakklát fyrir verkin hans Björns en ekki síður manninn sjálfan. Björn var glæsilegur maður, bros- mildur og með glampa í augum. Hann var skarpgreindur og vel lesinn, góð- ur stærðfræðingur og stálminnugur. En hann var líka mælskur, söngelsk- ur, hagmæltur, góður sögumaður og traustur vinur. Björn talaði alltaf vel um alla, kannski aðeins misvel, en aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni. Hann var maður sátta og lausna, sem kom sér sérstak- lega vel við gerð kjarasamninga. Hann var líka einstaklega bóngóður og vildi leysa hvers manns vanda. Það var gott að taka við for- mennsku í LÍV af Birni vegna þeirrar miklu hvatningar og velvildar, sem hann sýndi mér alla tíð. Fyrstu árin eftir að hann lét af formennsku fóru nær alfarið í kjarasamningagerð og Björn fylgdist vel með. Aldrei hringdi hann til annars en að styðja og hrósa og jafnvel minna mig á góða eigin- leika einhverra félaga okkar, sem gott væri að treysta. Björn var ekki hófsamur maður í eðli sínu og oft hef ég óskað þess að hann hefði farið betur með sig, haldið heilsu og við hefðum getað notið sam- starfsins við hann lengur. Okkur samferðafólkinu þótti mjög vænt um Björn, þennan velviljaða og greinda mann. Að leiðarlokum þökk- um við honum það mikla og góða starf, sem hann innti af hendi fyrir LÍV og ekki síður fyrir vináttuna og samfylgdina í gegnum áratugi. Per- sónulega þakka ég einlæga vináttu og gott samstarf og kveð með söknuði mann, sem yrti varla á nokkurn mann án þess að láta hlýtt orð fylgja. Við sendum Guðnýju, Þórhalli, Karli og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa minningu um góðan fjöl- skylduföður og forystumann. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir. Björn Þórhallsson var enginn veifi- skati. Hann var með karlmennsku- brag til líkama og sálar og gustaði af honum. Ég átti lengi góð og mikil samskipti við hann og er í þakkar- skuld. Hann var um skeið lykilmaður í framtalsnefnd borgarinnar, sem svo var kölluð, iðulega formaður, en jafn- vel utan formannssætisins helsti þungavigtarmaður nefndarinnar. Þar starfaði hann með fjölda ágætra manna, en mér er þó óhætt að segja að félagsskapur þeirra Haraldar Blöndals, hæstaréttarlögmanns, var þeim báðum til mikils gagns og ómældrar gleði. Björn var einkar vel fallinn til þess að vera í þessari nefnd vegna mannkosta sinna. Hann var talnaglöggur með afbrigðum, fljótur og snar í snúningum, en jafnframt var hjartað stórt og á réttum stað. Og það gat skipt máli í þessari nefnd. Björn var um langt skeið mikil- vægur maður í verkalýðsbaráttunni og staða hans þar skipti miklu máli fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ekki endi- lega að flokkurinn næði áhrifum í verkalýðshreyfingunni í gegnum Björn, heldur fremur vegna þess að Björn náði áhrifum fyrir verkalýðs- hreyfinguna í Sjálfstæðisflokknum. Reyndar hefur afl Sjálfstæðisflokks- ins innan verkalýðshreyfingarinnar löngum verið miklu meira heldur en blasað hefur við vegna manna eins og Björns. Ég leitaði mjög til Björns um ráð á viðkvæmum stundum þegar kjaraviðræður stóðu. Aldrei reyndi ég þó að hafa áhrif á þróun mála þar í gegnum Björn því ég vissi hvort tveggja, að slíku yrði ekki vel tekið og í annan stað að hann mundi hjálp- arlaust leggja sitt fram til þess að ná niðurstöðu, sem í senn væri í þágu launþega og ekki skaðleg fyrir efna- hagslífið. Og stundum hafði Björn samband óvænt og sagði: „Nú skalt þú tala við þennan mann (sem hann tiltók), en það má enginn maður sjá.“ Ég tók slík skilaboð svo bókstaflega að ég mælti mér jafnvel mót við viðkom- andi klukkan hálffjögur um nótt í Ráðherrabústaðnum til þess að tryggja að enginn rækist á fundar- mennina. Fleiri dæmi voru en eitt um að tímaskyn Björns var óbrigðult. Ég veit ekki hvenær það gerðist að við Björn hættum að vera eingöngu samstarfsmenn og urðum vinir enda skilin ekki glögg, en þá vináttu mat ég mikils og æ meir. Mér er auðvitað ógleymanlegt þegar hart var sótt að Sjálfstæðisflokknum með óskamm- feilnum hætti vorið 2004. Þá var blás- ið til fundar í Reykjavík með skömm- um fyrirvara í tengslum við 75 ára afmæli flokksins. Gerningahríðin sem þá stóð var þannig að ekki gafst færi til afmælishalds með hefðbundn- um hætti. Forustumenn flokksins gerðu ráð fyrir hóflegri mætingu við þær aðstæður, en flokksmenn streymdu að alls staðar að af landinu, þótt ljóst væri að fundur stæði aðeins dagpart. Fresta varð fundarupphafi meðan salur var stækkaður og stólar bornir inn. Þangað komu sjálfstæð- ismenn hvaðanæva, sem gátu haft margvíslegar skoðanir á ákvörðunum forystunnar, en það hafði engin áhrif á stuðning þeirra við þessar aðstæð- ur. Þarna kom Björn. Þá var nokkuð farið að draga af honum, hinir miklu líkamsburðir aðeins farnir að gefa sig, en hinn andlegi þróttur var óbug- aður sem fyrr. Hann stóð hjá mér smástund og stappaði stálinu í mig og aðra forustumenn flokksins með orð- um sem ekki líða mér úr minni. Björn Þórhallsson bauð sig stund- um fram í miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins. Það framboð var ekki með bumbuslætti eða básúnum, en út- koman jafnan sú að Björn var meðal allra efstu manna. Virðing hans innan flokksins stóð traustum fótum og menn voru stoltir af þeirri stöðu, sem hann hafði vegna eigin ágætis hlotið innan helstu samtaka launþega í landinu. Björn var aldrei feiminn við að skipa sér í sveit eða halda baráttu- máli á lofti óháð því hvort það kynni að rekast á sjónarmið flokksbræðra eða annarra, en hann var um leið út- sjónarsamur um málamiðlun og sátt þegar hennar tími var kominn. Björn reyndist mér afar tryggur stuðnings- maður og hjálplegur á alla lund og þarf því engan að undra að hann sé kvaddur með miklum söknuði. Davíð Oddsson. Kveðja frá VR Dyggur félagsmaður VR er fallinn frá. Björn Þórhallsson sat í stjórn fé- lagsins á árunum 1960 til 1972, fyrst sem varaformaður og síðar gjaldkeri og gegndi síðar formennsku í Lands- sambandi íslenzkra verzlunarmanna um árabil. Hann var einn þeirra manna sem skipuðu forystusveit VR eftir að félagið varð hreint launþega- félag. Hann sat í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna frá 1974 til 1992 og í trúnaðarmannaráði VR frá 1972 til 2004. Björn var sæmdur gullmerki VR 1981 og gerður að heiðursfélaga 1991 fyrir góð störf í þágu félagsins. VR vill nú að leiðarlokum þakka óeig- ingjarnt starf í þágu verslunarmanna áratugum saman og sendir aðstand- endum samúðarkveðjur. Gunnar Páll Pálsson formaður. Við kynntumst fyrir meira en þrjá- tíu árum þegar ég byrjaði sem hag- fræðingur hjá ASÍ en þú varst í for- ustu verslunarmanna. Ég var innan við þrítugt en þú nokkuð eldri. Ég var stórhættulegur kommúnisti en þú argasta íhald. Ekki var þetta fyrir- fram uppskrift að góðu samstarfi og innilegri vináttu en sú varð raunin. Það lá í eðli þínu að leggja góðum málstað lið hver sem í hlut átti og þú lést aldrei fyrri samskipti eða ágrein- ing um óskyld mál trufla að forgangs- röðinni væri fylgt. Þú varst fremri öllum þeim sem ég hef kynnst í mannlegum samskiptum. Þú beindir augum aldrei að ágreiningi eða þeim atriðum sem þú vissir að þú réðir engu um, heldur því sem sameinaði. Þegar farið var yfir málin með hægð fundust sameiginlegir fletir víðar en nokkurn grunaði. Þú varst ekki bara öðrum lagnari við samningaborðið og í félagslegum samskiptum. Þú varst gleðimaður og hrókur alls fagnaðar, sögumaður og söngmaður sem kunnir ekki aðeins söngtexta og bundið mál heldur einn- ig langa texta í óbundnu máli. Ég spurði þig oftar en einu sinni af hverju þú hættir ekki þessu verka- lýðsstússi og snérir þér alfarið að rekstri endurskoðunarskrifstofu þinnar. Þar væru tekjurnar meiri og friður til að sinna menningarlegum áhugamálum. Þú gafst mér aldrei gott svar en kjarninn var að þú hefðir sjálfur valið þitt hlutskipti. Hvað sem öðru leið varstu sannfærður um að þú værir að gera gagn og þannig fengi lífið tilgang. Þegar við kynntumst var harka í flokkapólitíkinni, umhleypingar í efnahagsmálunum og átök á vinnu- markaði. Þegar þú varst kosinn vara- forseti ASÍ árið 1980 og ég forseti voru auðvitað átök um kjörið. Okkur tókst að rjúfa allar flokkslínur og sameina hópinn og ná tveimur þriðju atkvæða. Við nutum því óskoraðs stuðnings og höfðum sterka stöðu til að beita okkur fyrir breiðri samstöðu innan hreyfingarinnar. Í þeim efna- hagsáföllum sem gengu yfir var erfitt að vinna stóra sigra en hreyfingin stóð í báða fætur og Alþýðusamband- ið styrkti sig sem sjálfstætt afl. Við gerðum tilraunir til að rjúfa vítahring kauphækkana, verðbólgu, gengisfell- inga og kjaraskerðinga. Næst kom- umst við því í kjarasamningunum 1986. Tilraunin rofnaði annars vegar vegna þess að ríkisvaldið réð ekki við sinn hlut og hins vegar var sam- starfshópurinn of þröngur. Í fé- lagsstarfi mótast lausnir oftast á löngum tíma. Þú kenndir mér að heit- um tilfinningum verður að fylgja ein- örð rökhyggja ef árangur á að nást. Án einlægrar tilfinningar finnst hvorki leiðin eða stuðningur við hana en sé tilfinningin ein látin ráða finn- ast hvorki framkvæmanlegar út- færslur eða nauðsynleg eftirfylgni. Það verður að taka tillit til allra sem að málum koma, gefa frumkvæði þeirra svigrúm og virkja þá til at- hafna. Björn, það var gott að eiga þig að sem samstarfsmann og vin. Þú róaðir þegar æsingurinn tók yfir og hresstir þegar á móti blés. Mannvit og mann- úð fóru saman með einstökum hætti. Við Guðrún færum Guðnýju og að- standendum öllum samúðarkveðjur. Höfum öll hugfast að minningin lif- ir manninn. Ásmundur Stefánsson. Til vinar míns Haustþokan dökk á brún breiðir svala vængi yfir lauf jarðar frjór og heill hugur geymdi minningar liðinnar tíðar sem hjartablóm heillastjarna blikaði yfir æsku málvinar míns hann er genginn á land ljósrar kyrrðar þá er lag að lesa og yrkja ljóð þau sem einatt vöktu yndi gróðursæl jörðin elur ný blóm, ný grös að morgni dags gengur þú í dögginni Blessuð sé minning Björns Þór- hallssonar. Hólmfríður Sigurðardóttir.  Fleiri minningargreinar um Björn Þórhallsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.