Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HREYFING og Orkuveita Reykja- víkur hafa samið um að sjó verði veitt í heita potta nýrrar heilsulind- ar Hreyfingar og Blue Lagoon spa við Glæsibæ. Áhrif sjávar á húðina eru talin heilnæm og góð. Sjórinn sem veitt verður í pottana er jarð- sjór sem tekinn er úr sjávarkant- inum norður af Sæbraut gegnt Kringlumýrarbraut með borun nið- ur á um 14 metra dýpi. Sjórinn fer í gegnum sandsíunarbúnað áður en hann er afhentur Hreyfingu. Í til- kynningu kemur fram að fólki gef- ist kostur á að njóta sjávarins í heit- um potti á nýju útisvæði. Sjóveita Ágústa Johnson, fram- kvæmdastjóri Hreyfingar, og Haf- rún Þorvaldsdóttir frá Orkuveitu Reykjavíkur handsala samninginn. Nýtt sjóbað SÍÐUSTU ár hafa um fimm þúsund manns tekið þátt í veg- legri Þrettánda- gleði í Grafar- vogi sem stofn- anir og félaga- samtök í hverf- inu standa að. Gleðin í Grafarvoginum fer fram sunnudaginn 6. janúar og hefst með sölu á blysum og kakói við gamla Gufunesbæinn (ÍTR) kl. 16:30. Blys- för með álfadrottningu og álfakóng í broddi fylkingar hefst kl. 16:45. Kveikt verður í þrettándabrenn- unni á Gufunessvæðinu kl. 17. Veg- leg flugeldasýning verður í boði Egilshallar kl. 18. Jólasveinar, álf- ar, tröll og fleiri kynjaverur ásamt Grýlu mæta. Þrettándagleði í Grafarvogi Í ÁRSLOKAKÖNNUN Gallup um atvinnuöryggi sem gerð var í 61 landi víða um heim kemur fram að 83% Íslendinga segist búa við at- vinnuöryggi. Þátttakendur voru spurðir hvort þeir byggju við at- vinnuöryggi eða hvort hætta væri á að þeir misstu vinnuna. Norðmenn eru öruggastir um sinn hag, 85% þeirra segjast búa við atvinnu- öryggi. Danir fylgja fast á hæla þeirra, en 84% Dana telja sig búa við atvinnuöryggi. Næstir koma Svíar og Malasíubúar en Íslendingar eru í fimmta sæti. Í Kamerún er atvinnu- öryggið minnst samkvæmt könn- uninni, þar segist 51% telja sig eiga á hættu að missa vinnuna. Atvinnuöryggi FYRSTI hlát- urjógatíminn á nýju ári verður haldinn í Maður lifandi, Borg- artúni 24 á morg- un, laugardag, frá kl. 10:30 til 11:30. Hlát- urjóga er aðferð sem indverski læknirinn Dr. Madan Kataria hefur þróað. Ásta Valdi- marsdóttir og Kristján Helgason stjórna tímanum. Í hláturjóga getur hver sem er hlegið í hópi, án til- efnis, án brandara eða húmors. Hláturjóga er blanda af hláturæf- ingum, öndun og teygjum, segir í fréttatilkynningu. Tímar verða fyrsta laugardag hvers mánaðar og er aðgangseyrir 1000 kr. Hlegið án tilefnis STUTT Á rið var mjög hlýtt, það tíunda hlýjasta frá upp- hafi mælinga í Reykja- vík, í Stykkishólmi og í Vestmannaeyjum. Á Akureyri var árið það fimmtánda hlýjasta og á Teigarhorni það sex- tánda hlýjasta en á öllum þessum stöðvum ná mælingar aftur á 19. öld. Meðalhiti í Reykjavík var 5,5 stig og er það 1,2 stigum hlýrra en í með- alári og tólfta árið í röð með hita of- an meðallags. Hlýrra var árin: 2003, 1941, 1939, 1945, 1933, 1964, 1960, 1946 og 2004. Meðalhitinn á Akur- eyri var 4,5 stig og er það 1,2 stigum yfir meðallagi eins og í Reykjavík og níunda árið í röð með hita ofan meðallags. Í Stykkishólmi var með- alhitinn 4,8 stig og er það 1,3 stigum ofan meðallags og tólfta árið í röð með hita ofan meðallags. Sömu ár voru hlýrri í Stykkishólmi og í Reykjavík. Meðalhiti í Bolungarvík var 4,0 stig (1,1 yfir meðallagi), á Raufar- höfn var hann 3,4 stig (1,4 yfir með- allagi), á Dalatanga 4,6 stig (1,1 yfir meðallagi), 5,4 stig á Kirkjubæjar- klaustri (0,9 stigum yfir meðallagi) og 5,9 á Stórhöfða í Vestmanna- eyjum (1,1 stigi yfir meðallagi), 4,0 stig á Egilsstöðum (1,1 yfir meðal- lagi) og 0,3 stig á Hveravöllum (1,4 stigum yfir meðallagi). Hiti var í eða yfir meðallagi flest- alla mánuði ársins, maí var kald- astur að tiltölu í Reykjavík, en apríl og júlí hlýjastir. Á Akureyri voru apríl og mars hlýjastir að tiltölu, en febrúar kaldastur. Úrkoma var óvenjumikil á mestöllu Suður- og Vesturlandi. Með votviðrasömustu árum Árið er það næstúrkomumesta frá upphafi mælinga bæði í Stykkis- hólmi og í Reykjavík. Úrkomumæl- ingar mega heita samfelldar í Stykk- ishólmi frá 1857, nú mældust þar 1.043 mm (48% umfram meðallag), en mest var úrkoman árið 1933, 1.187 mm, þannig að nokkuð vantaði á metið. Í Reykjavík hófust úrkomu- mælingar 1884, en féllu niður að mestu á árunum 1907 til 1920. Á ný- liðnu ári mældist úrkoman í Reykja- vík 1.127 mm (41% umfram meðal- lag), mest mældist ársúrkoman 1.291 mm árið 1921. Ársúrkoman er einnig í öðru sæti í Vestmannaeyj- um, en þar mældist úrkoma meiri 1984. Úrkomumagn þetta er ekki síst athyglisvert í ljósi þess að fádæma þurrt var langt fram eftir sumri á mestöllu landinu. Norðaustanlands var úrkoma hins vegar nærri meðal- lagi þegar litið er á árið í heild, 493 mm á Akureyri, en meðaltalið er 490 mm. Úrkomutíð hefur staðið samfellt á Suður- og Vesturlandi frá því í ágúst. Úrkoma síðustu 5 mánuði ársins hefur aldrei mælst meiri í Stykkishólmi (mælt frá 1857) og í Reykjavík mun meiri en nokkru sinni áður á sama tímabili (mælt samfellt frá 1921 og einnig 1885 til 1906). Sömuleiðis í Vestmanna- eyjum, en þar eru mælingar sam- felldar frá 1881. Dagar þegar úrkoma mældist 1 mm eða meiri voru 173 á árinu 2007 í Reykjavík og er það 25 dögum um- fram meðallag. Úrkoma var 1 mm eða meiri í 82 daga á Akureyri, það er 21 undir meðallagi. Árið var sól- ríkt í Reykjavík, sólskinsstundirnar mældust 1.509 eða 240 stundum um- fram meðallag og er árið það 10. í röð með fleiri sólskinsstundum en í meðalári 1961-1990. Árið er hið átt- unda sólríkasta frá upphafi sam- felldra sólskinsmælinga 1923. Á Akureyri mældust sólskinsstund- irnar 1.058. Það er 13 stundum um- fram meðallag. Lengst af var snjólétt á árinu. Al- hvítir dagar í Reykjavík reyndust 43 eða 12 dögum færri en í meðalári 1961 til 1990. Einstakir mánuðir – yfirlit Janúar var umhleypingasamur mánuður og snjór meiri suðvestan- lands en verið hefur í nokkur ár. Mikið kuldakast gerði dagana 6. til 20., en mánaðarmeðalhitinn var samt nærri meðallagi. Tíð var víðast mjög hagstæð í febrúar, mjög snjó- létt um mikinn hluta landsins og færð með besta móti. Óvenju sólríkt var um sunnan- og vestanvert landið og úrkomudagar óvenju fáir. Tíðarfar í mars var fremur órólegt, var þó lengst af hag- stætt til landsins, en til sjávarins var gæftalítið og tíðin talin slæm. Sam- göngutruflanir á heiðarvegum voru með tíðara móti sökum illviðra, en snjór var með minna móti í lágsveit- um miðað við árstíma. Þrálát snjó- flóðahætta var norðan til á Vest- fjörðum þó snjór væri ekki mikill að magni til. Tíðarfar var almennt hagstætt í apríl, en hans verður einkum minnst fyrir tvær óvenjulegar hitabylgjur. Sú fyrri varð um landið austanvert í byrjun mánaðarins og komst hiti hinn 3. í 21,2 stig í Neskaupstað. Hiti hefur ekki mælst hærri svo snemma árs. Síðari hitabylgjan gekk yfir mikinn hluta landsins síð- ustu daga mánaðarins. Lands- hitamet aprílmánaðar féll hinn 29. þegar hiti komst í 23,0°C á sjálfvirku stöðinni í Ásbyrgi í Öxarfirði og í 21,9°C á mönnuðu stöðinni á Stað- arhóli í Aðaldal. Hvoru tveggja er met í sínum stöðvaflokki. Hitamet féllu mjög víða á einstökum veður- stöðvum. Mjög hlýtt var fyrstu dag- ana í maí en annars var mánuðurinn kaldur og snjóaði víða, m.a. sunnan- lands í síðustu viku mánaðarins og er það mjög óvenjulegt. Júni var hlýr og þurr víðast hvar á landinu. Hlýjast að tiltölu var á Vestfjörðum þar sem hiti var meira en þremur stigum yfir meðallagi ár- anna 1961 til 1990. Vegna sífelldra flutninga veðurstöðva er heldur óhægt um samanburð, en mánuður- inn er samt annar eða þriðji hlýjasti júní frá upphafi mælinga á þessum slóðum um aldamótin 1900. Mjög þurrt var á landinu, fádæma þurrt norðaustanlands og hefur aldrei mælst jafnlítil úrkoma í júní á Akur- eyri og nú, en þar mældist mánaðar- úrkoman aðeins 0,4 mm. Júlímánuður var mjög hlýr um landið sunnan- og vestanvert, hiti var í ríflegu meðallagi víðast fyrir norðan, en við austur- og suðaustur- ströndina var hitinn nærri meðal- lagi. Óvenjuþurrt var um mikinn hluta landsins mestallan mánuðinn, jafnvel svo að gróðri hrakaði og vatnsból þornuðu. Mestir þurrkar á Vesturlandi Mestir voru þurrkarnir inn til landsins á Vesturlandi, víðast hvar á vestanverðu Norðurlandi austur til Eyjafjarðar og sums staðar á Vest- fjörðum. Einnig var óvenjuþurrt í Horna- firði og sums staðar sunnan til á Austfjörðum þar til allra síðustu daga mánaðarins. Mest var úrkom- an að tiltölu norðan til á Austfjörð- um en náði þó ekki meðalúrkomu að magni til. Júlí var sá næsthlýjasti sem komið hefur í Reykjavík frá upphafi samfelldra mælinga 1871, hlýrra varð 1991, meðalhiti í júlí- mánuðunum 1936, 1939 og 1944 er þó ekki marktækt lægri en hitinn nú. Flutningar Veðurstofunnar um bæinn auka á óvissuna. Séu mán- uðirnir júní og júlí teknir saman er jafnhlýtt nú og var sömu mánuði ár- ið 2003, hvoru tveggja hlýrra en dæmi eru annars um frá upphafi mælinga. Þetta var 12. júlímánuð- urinn í röð með hita yfir meðallagi í Reykjavík. Í Stykkishólmi voru júní og júlí saman þeir hlýjustu frá 1933 og þar með næsthlýjastir frá upp- hafi, munur er þó vart marktækur. Í Reykjavík mátti heita þurrt frá 10. júní til mánaðamóta júní/júlí og lítið rigndi fyrr en eftir 19. júlí. Á all- mörgum stöðvum um norðvestan- vert landið var mánaðarúrkoman innan við 10 mm og í beinu fram- haldi af þurrum júní var sums staðar farið að gæta vatnsskorts. Einna óvenjulegastir virðast sumarþurrk- arnir hafa verið um landið suðaust- anvert, austan Öræfa, en úrkoma í júní til ágúst mældist aðeins 106 mm á Teigarhorni og hefur aldrei mælst minni frá upphafi mælinga 1873. Skipti yfir í rigningar Í ágúst skipti rækilega um veður- lag, framan af mánuðinum var frem- ur þurrt en síðan hófust rigningar, einkum þó á Suður- og Vesturlandi. Næturfrost voru algeng á Suður- landsundirlendinu en aðrir lands- hlutar sluppu mun betur. Mánuðirnir allir september til desember hafa verið óvenju úr- komusamir um sunnan- og vest- anvert landið en nyrðra þornaði eftir því sem á haustið leið, nóvember var t.d. einn hinn þurrasti sem þekkist á Akureyri. Úrkoma var yfir meðal- lagi á Akureyri í desember og met- úrkoma víða um landið sunnanvert í þeim mánuði. Hiti hefur lengst af verið í ríflegu meðallagi. Tíð hefur verið mjög rysjótt og sérlega stormasamt eftir 20. nóvember. Mjög snjólétt hefur verið það sem af er vetri. Veðurfarið á nýliðnu ári sýndi sínar margbreytilegustu hliðar Skipti rækilega um veðurfar í ágúst Yfirlit Trausta Jóns- sonar veðurfræðings um tíðarfarið árið 2007 liggur nú fyrir. Árið var mjög hlýtt, langvarandi þurrkar um mitt sumar en seinni hluti ársins var óvenju votviðra- og vindasamur. Morgunblaðið/Golli Endalaust slagviðri Rigningin linnti ekki látum seinni hluta ársins 2007. VEFÞJÓNN mbl.is var undir miklu álagi í gær vegna árása svonefndra spambotta, en það er hug- búnaður sem keyrður er yfir netið til að koma aug- lýsingum inn á vefsetur í óþökk rekstraraðila þeirra. Árásirnar hafa beinst að gestabókasíðum notenda á blog.is og þurfti að loka fyrir gestabóka- færslur af þeim sökum um tíma í gær. Árásin hófst í gærmorgun og stóð enn í gærkvöldi þó heldur hefði dregið úr henni. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa áþekkar árásir verið gerðar á mbl.is og fleiri vefi nokkrum sinnum á undanförnum árum, þó sú sem gerð var í gær hafi verið óvenju svæsin. Þannig bárust tugir þúsunda færslubeiðna í gestabækur á blog.is í gær og lokað var fyrir gestabókafærslur um tíma. Árni Matthíasson, verkstjóri á netdeild Morg- unblaðsins, sagði að það væri tiltölulega algengt að spjallvefir og bloggvefir yrðu fyrir árásum af þessu tagi. Þegar svona árás sé gerð reyni vef- þjónninn að svara eftir bestu getu og fyrir vikið verði hann mjög þungur og fari að vinna hægt. Árni sagði að þarna væri á ferðinni alþjóðleg iðja, sem erfitt væri að koma í veg fyrir. Spambottar gera óskunda á mbl.is Árás Spambottar gerðu árás á vef mbl.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.